Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Page 17
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989.
17
I>V
Smælki
Sælaftur!..,
Réttur er settur:
Bandarísk stúlka, Lucy Haram-
ond að nafni, hefur stefnt Billy
karlinum Idol fyrir rétt vestur í
Bandaríkiunum vegna meiðsla
sem hún hlaut á tónleikum Idols
í maí 1987. Hammond slasaðist
illa þegar tónleikagestir ruddust
upp að sviðinu eftir að Idol að
sögn Lucy sagðist vera einmana.
Billy Idol segist alls ekki muna
eftir þessu tilviki en tapi hann
málinu þarf hann að greiða sem
svarar'einni og hálfri milljón ís-
lenskra króna í skaðabætur...
Martin Degville, söngvari Sigue
Sigue Sputnik, var fyrir skömmu
dæmdur í nokkur þúsund króna
sekt af rétti í Lundúnum fyrir
mótþróa við lögregluna. Mála-
vextir voru þeir að Degville og
nágranni hans sátu í góðu yflr-
læti uppá svölum nágrannans og
dreyptu á kampavíni sér til
ánægju og yndisauka. Eitthvað
skvettist úr glösunum og niðrá
mann sem átti leið um götuna
fyrir neðan. Að sögn Degville tók
hann þessu alls ekki illa og því
kom það mjög á óvart þegar lög-
reglan umkringdi staðinn
skömmu síöar og handtók ná-
granna Degville. Sem góðum
granna sæmir vildi Degville
fylgja vininum á stöðina en var
þá handtekinn fyrir að hindra
lögregluna að störfum. Má segja
að honum hafi þar með orðið að
ósk sinni...
Ferðalög:
Bobby Brown er nú á tónleika-
ferðalagi um Bretlandseyjar og
trekkir vel. Hann átti meðal ann-
ars að koma fram í hinum vin-
sæla sjónvarpsþætti, Top of the
Pops, en af þvl varð ekki. Hann
sagðist hafa geflst upp á að hanga
og bíða eftir að röðin kæmi að sér
og því gengið út. Forsvarsmenn
BBC segja hins vegar að Brown
hafi hagað sér eins og spihtur
dekurkrakki og þeir þvi ákveðið
að hafa hann ekki með í þættin-
um...
Atvinna óskast:
Liðsmenn hljómsveitarinnar
Public Enemy eru atvinnulausir
eftir að Chuck D, foringi sveitar-
innar, leysti hana upp á dögun-
um. Upphafið að endalokunum
voru ummæli eins hðsmanna
sveitarinnar um gyðinga í blaða-
viðtah. Viðkomandi liðsmaður
var látinn róa eftir þetta en við
þaö liðaðist sveitin sundur... veri
hún sæl og þiö líka...
-SþS-
Nýjarplötur
Magnús Þór - Island er land þitt
Rós í hnappagatið
Það er orðið nokkuð síðan Magnús
Þór Sigmundsson hefur sent frá sér
plötu og fannst mörgum kominn tími
til.
Þessi ágæti tónhstarmaður, sem
komið hefur víða við á litríkum tón-
hstarferh, hefur nánast eingöngu
verið viðloðinn barnaplötur á und-
anfomum árum. Hefur hann þar
glatt mörg bamshjörtun með lögum
á borð við Póstinn Pál og fleiri áhka.
En með plötunni ísland er land þitt
sýnir hann svo ekki verður um villst
að hann er enn hinn leitandi tónhst-
armaður sem leitar fanga í textum
þjóðskálda okkar. Að þessu sinni er
farið í kistu Kristjáns frá Djúpalæk
og nokkrir gullmolar dregnir upp á
yfirborðið.
Tónhstin á plötunni er sérle’ga jöfn
og góð. Lögin eru öh fremur róleg
og útsetningar látlausar. Textinn
nýtur sín vel í guUfaUegum stefum
Magnúsar sem hann ásamt aðstoðar-
mönnum sínum gerir góð skfl.
Eittlag sker sig þó nokkuð úr heUd-
inni. Er það titillagið sem Bubbi
Mortens syngur. Það er eina lagið
sem Magnús syngur ekki sjálfur. Þá
er það eina lagið sem ekki er við texta
Kristjáns frá Djúpalæk og eins og
flestir vita er þetta ekki nýtt lag. Það
birtist fyrst á Draumi aldamóta-
barnsins og þá söng Pálmi Gunnars-
son það. Lag þetta er nánast orðið
klassískt í söngbók íslendinga og á
örugglega eftir að lifa þá kynslóð sem
nú byggir þetta land. Það fylhr hvem
sannan íslending eldmóði og Bubbi
gerir því góð skU á sinn einstaka hátt.
Erfitt er að gera upp á mUh ein-
stakra laga Magnúsar á plötunni.
Sjálfsagt er það smekksatriði hvers
og eins. Persónulega var ég hrifnast-
ur af lögunum Sinfónía, Huggast við
hörpu og Höndin. Þau lýsa Magnúsi
ákaflega vel sem tónlistarmanni,
tónskáldi og söngvara sem ekki fylg-
ir neinni tísku heldur er sannur og
samkvæmur sjálfum sér.
Lög Magnúsar á ísland er land þitt
eru engin léttmeti. Það þarf að hlusta
á þau og skynja textann til að, geta
horfið inn í hugarheim Magnúsar.
Þeir sem leggja það á sig verða ekki
fyrir vonbrigðum.
-HK
Julian Lennon - Mr. Jordan Full Moon Fever - Tom Petty
Ávallt í skugga Tommi popp
föður síns
Að vera þekktur tónhstarmaður og
heita Lennon að eftimafni er ekkert
skemmtilegt til lengdar. Það hefur
Juhan Lennon fengið að reyna.
Sjálfsagt hefur nafnið veitt honum
einhverja forgjöf þegar hann var að
byrja tónhstarferil sinn. En æ síðan
hefur hann veriö borinn saman við
hinn fræga fóður sinn og það ekki
að ástæðulausu.
Hann er nefnilega fæddur með líka
rödd og faðir hans, rödd sem er ein-
stök í poppsögunni og þekkist á
fyrstu tónunum.
Juhan Lennon getur þakkað það
fööurnafninu að hann átti auðveld-
ara með að koma sjálfum sér á fram-
færi. En hefur hann hæfileika til að
standa undir eigin nafni? Fyrsta
plata hans gerði það mjög gott og var
jafnt keypt af forvitnum Lennon-
aðdáendum og aðdáendum sonarins.
Síðan hefur verið frekar hljótt um
drenginn á öldum ljósvakans þótt
alltaf séu að berast fréttir af ein-
hverri uppákomu þar sem hann
kemur fram.
Eins hefur verið frekar hljótt um
nýjustu plötu piltsins, Mr. Jordan.
Hvers vegna er erfitt að gera sér
grein fyrir því að Julian Lennon
sannar að hann er alls ekki slæmur
lagasmiður, lögin á plötunni eru vel
yfir meðahagi og flutningurinn allur
hinn frískasti. Ástæðan hlýtur að
vera sú að farið er að miða lög Jul-
ians við það besta sem kom frá föður
hans og þar á strákurinn langt í land.
Julian Lennon
Það er því komið að því að hið fræga
Lennon-nafn er orðið honum fjötur
um fót.
Þetta veit Julian Lennon sjálfsagt
og því reynir hann mikið að komast
frá áhrifum föður síns á Mr. Jordan.
Reynir meira að segja að breyta
röddinni í einstaka lögum.
í heild er platan hin áheyrhegasta
þótt ekkert eitt lag standi upp úr. í
hröðum rokklögum á Julian auð-
veldast með að vera hann sjálfur en
í mýkri lögunum minnir rödd hans
alltaf á John. Það er og verður akki-
lesarhæll Julians Lennon.
-HK
Tom Petty er allur að mýkjast upp.
Það gerir sennilega aldurinn. Hann
sem eitt sinn taldist til reiðustu ungu
mannanna í bandarísku poppi virðist
nú vera orðinn sáttur við hfið og til-
veruna. Að minnsta kosti er ekki
annað að merkja á nýjustu plötunni
hans, Full Moon Fever.
Þetta er kannski ekki alveg rétt
orðað. Full Moon Fever er nefnilega
bara fyrsta plata Toms Pettys. Allar
fyrri plötumar voru skrifaðar á Tom
Petty And The Heartbreakers. Því
þótt Petty hafi óumdeilanlega verið
foringinn var hljómsveitin með í spil-
inu af fullum krafti. Nú hefur hún
fengið frí.
Einhvem veginn virtist tónhstar-
leg thvera Pettys hér á árum áður
ekki vera byggð á næghega traustum
gmnni. Hann hljómaði sem eins kon-
ar blanda af Roger McGuinn eftirlík-
ingu og Springsteen fátæka manns-
ins. Vissulega áttu hann og The He-
artbreakers sínar góðu stundir eins
og th dæmis á plötunni Damn The
Torpedos. En þeir kumpánarnir virt-
ust dæmdir th að verða ahtaf annars
flokks þrátt fyrir að flestir gerðu sér
grein fyrir því að efniviðurinn, sem
Tom Petty And The Heartbreakers
létu frá sér fara, væri ekkert síðri
en margt það sem mestum vinsæld- '
um nær í heiminum.
Tímamótin komu þegar Tom Petty
og Bob Dylan kynntust á Live Aid.
Og til að gera langa sögu stutta hlóðst
utan á félagsskapinn þar th komin
var hljómsveitin Traveling Whbur-
ys. Hún hefur sent frá sér eina plötu
en ekki er hægt annað að segja en
að andi Whburybræðra svífi yfir
vötnunum á Mystery Girl Roy heit-
ins Orbisons og Fuh Moon Fever
Pettys.
Og helsti skapandi þessa anda er
gamh leiðtoginn úr Electric Light
Orchestra, Jeff Lynne. Hann kom
sannarlega mikið við sögu á síðasta
áratug með hljómsveit sinni. En nú
upp á síðkastið er Lynne að skapa
sér nafn sem mikhvirkur upptöku-
stjóri og lunkinn lagahöfundur.
Sennhega hafa menn ekki áttað sig
á hæfileikum hans fyrr en George
Harrison réð hann th að stýra gerð
plötu sinnar, Cloud Nine.
Plötur
Ásgeir Tómasson
Það er tvímælalaust fyrst og fremst
Jeff Lynne að þakka að Fuh Moon
Fever hljómar eins og hún gerir:
þæghegasta skífa sem aldrei særir
eyrað. Fínt popp. I Won’t Back Down
er aðeins fyrsti smellurinn af plöt-
unni. Ahnokkrir aðrir geta fylgt í
kjölfarið. Við eigum sjálfsagt eftir að
hafa Tom Petty í eyrunum fram eftir
árinu. Hins vegar verður fróðlegt að
fylgjast með því hvaða áhrif þetta
hhðarspor hefur á Tom Petty And
The Heartbreakers. Hópurinn á bak
við það nafn fæst fyrst og fremst við
rokk. Ekki popp að hætti ELO for-
ingjans fyrrverandi.
Ásgeir Tómasson
STEYPKKEMMI?
!S steinprýði O
THORO—efnin eru viðurkennd um allan
heim sem framúrskarandi fljótharðnandi við-
gerðarefni fyrir múr og steinsteypu.
THORO—efnin eru vatnsþétt en hafa sömu
öndun og steinsteypa.
Ef um steypuskemmd er að ræða, hafðu þá
samband við okkur. Við hjálpum þér.
THORITE - STRUCTURITE - WATERPLUG - THORGRIP
Stangarhyl 7, sími: 672777.