Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. Fréttir Nicolae Ceausescu sagöur fallinn: Fréttir herma að harðlínumanninum Nicolae Ceausescu, sem hélt um stjórn- artaumana í Rúmeníu í rúma tvo áratugi, hafi verið velt úr sessi. Simamynd Reuter stjóra hrynur Tuttugu og fimm ára einræði Nicolae Ceausescu gekk til liös viö kommúnistaflokkinn á fjóröa ára- tugnum, ungur aö aldri eöa aðeins fjórtán ára. A þeim tíma var flokkur- inn bannaöur. En fljótlega eftir aö Rauöi herinn réðst inn í landiö, í ágúst 1944, náði flokkurinn sér á strik. Tveimur árum eftir innrásina, eftir þingkosningar, féllu mörg valdamikil embætti í nýrri stjórn kommúnistum í skaut. Einræöistímabíl Ceausescus hófst áriö 1965 þegar hann tók viö leið- togaembætti kommúnistaflokksins af Gheorghe Gheorghiu-Dej. Ceau- sescu, þá aðeins 47 ára aö aldri, varö þannig yngstur allra leiðtoga komm- únistaflokks í ríkjum A-Evrópu. En hann lét ekki þar við sitja held- ur klifraöi æ hærra í valdastigann. Áriö 1967, tveimur árum eftir að hann varð flokksleiðtogi, tók hann við embætti þjóðarleiðtoga af Chivu Stoica. Og 1975 varö hann fyrstur til aö bera hinn nýja titil forseta Rúm- eníu, titil sem hann hélt þar til í gær. Ceausescu þoldi enga andstöðu við stjórn sína og bannaði öllum öörum stjómmálaflokkum en kommúnista- flokknum aö starfa í landinu. Ein- ræði hans var tryggt með reglu- bundnum hreinsunum innan flokks og stjómar, neti njósnara í öllum valdastofnunum og hinni illræmdu öryggislögreglu, Securitate. Hann og fjölskylda hans - ekki síst hin valda- gráöuga eiginkona hans - höföu alla stjóm í sinni hendi. Ceausescu fordæmdi innrás aðild- arríkja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu áriö 1968. Fyrir það litu Vesturlönd á hann sem mann er færi eigin leiðir. Hann neitaði að láta rúmenska hermenn taka þátt í æf- ingum Varsjárbandalagsins á er- lendri gmnd. Stjómarfar landsins byggðist á persónudýrkun almennings á Ceau- sescu og fjölskyldu hans og hann harðneitaði að innleiða umbætur í anda perestrojku Gorbatsjovs Sovét- forseta. Þess í stað hélt hann fast í harðlínustefnuna og ' einangraði landið. Strax og Ceausescu tók við stjórn- artaumunum árið 1965 ákvað hann að fylgja utanríkisstefnu er væri óháð Moskvustjórninni. Vestrænum þjóðarleiðtogum féll vel í geð sú ákvörðun. En á níunda áratugnum fóm samskipti forsetans við vest- ræna þjóðarleiðtoga versnandi vegna síendurtekinna mannrétt- indabrota Ceausescus. Vaxandi efna- hagsvandræði heima fyrir neyddu hann til að leita æ meira á náðir nágrannaríkjanna. Almenningur Sigri hrósandi Rúmenar þyrptust þúsundum saman út á götur borga Rúmeníu í gær þegar fregnir bárast um að harðlínumaðíirinn og einræð- isherrann, Nicolae Ceausescu, sem hafði verið við völd í rúma tvo ára- tugi, væri fallinn. „Rotta, rotta,“ hrópaði manníjöldinn að Ceausescu er hann reyndi aö flýja land fyrr um daginn með því að fara um borð í þyrlu á þaki bækistöðva kommún- istaflokksins. Fyrir aðeins fimm dög- um hélt Nicolae Ceausescu fast um stjómartaumana í Rúmeníu en í gærdag var sagt að hann heföi verið hnepptur í gæsluvarðhald, aðeins örfáum klukkustundum eftir að fréttir hermdu að hann væri fallinn. Á aðeins fimm dögum hrundi veldi Ceausescu-fjölskyldunnar, þessarar fjölskyldu sem haldið hafði Rúmeníu í jámgreipum í tuttugu og fjögur ár. Þegar DV fór í prentun í gærkvöldi var enn barist í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. þurfti að herða sultarólina án nokk- urs sjáanlegs árangurs. En Rúmenar urðu þreyttir á ein- ræði Ceausescus. Efnahagslífið batn- aði ekki neitt og árið 1987 mótmæltu þúsundir verkamanna í borginni Brasov matarskorti og fóru fram á mannréttindi. Og síðastliðinn sunnudag gengu tugþúsundir íbúa borgarinnar Timi- soara fylktu liði um götumar til að mótmæla brottvísun prests frá söfn- uði sínum. Fljótlega snerist kröfu- gangan upp í mótmæli gegn stjóm Ceausescus. Stjórnvöld lokuðu landamæmnum og fréttir bárust af því að öryggissveitir forsetans hefðu látið til skarar skríða gegn mótmæl- endum. Óttast er tala látinna sé há. Á fimmtudag reyndu hermenn að bijóta á bak aftur mótmæli á stærsta torginu í Búkarest. Hermenn skutu úr vélbyssum á allt sem hreyfðist og óku skriðdrekum yfir kröfumenn, að sögn sjónarvotta. Þessi fjölmennu mótmæli síðustu daga gætu reynst upphafið að endinum fyrir Ceauses- cu og fjölskyldu hans. í gær var sagt að forsetinn væri fallinn. Reuter Veldi harð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.