Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 6
Útlönd
LÁÚGÁRDÁGÚR 23. DESÉMBER 1989.
Fall Ceausescus
besta jólagjönn“
Jóhannes Georgsson, Rúmeni sem búið hefur tíu ár á íslandi, og eiginkona hans, Laufey Linda Harðardóttir.
Jóhannes hefur ekki farið til Rúmeníu siðan hann flutti hingað og hlakkar hann til að geta sýnt konu sinni og
dætrum föðurland sitt. DV-mynd S
„Ég vildi næstum leggja strax af
stað til Keflavíkurflugvallar til að
reyna að komast til Rúmeníu,“ sagði
Jóhannes Gunnarsson þegar hann
lýsti því hvernig honum varð innan-
bijósts við fregnina um fall Nicolae
Ceausescus, forseta Rúmeníu. Jó-
hannes, sem er Rúmeni en orðinn
íslenskur ríkisborgari, var á leið í
bókabúð þegar einn blaðamanna DV,
sem vissi um uppruna hans, rakst á
hann og sagði honum tíðindin aðeins
nokkrum mínútum eftir að þau bár-
ust frá Reuterfréttastofunni um há-
degisbilið í gær.
„Ég varð aö snúa við og fara heim
til að jafna mig. Tárin runnu niður
kinnarnar á mér. Mín fyrsta hugsun
var að komast til Rúmeníu en svo
jafnaði ég mig. Ég á fjölskyldu hér,
konu og tvær dætur, og ég verð að
taka tillit til þeirra. Ástandið er
kannski ekki alveg nógu öruggt enn-
þá.“
Þráði frelsi
Jóhannes, eða Ioan Stupcanu, á
líka fjölskyldu í Rúmeníu. Önnur
systir hans býr í rúmenska hluta
Moldavíu þar sem Jóhannes er fædd-
ur. Hin systir hans býr í Búkarest
og einnig bróðir hans. Önnur systr-
anna kom í heimsókn til íslands fyr-
ir átta árum en hin systkini sín hefur
hann ekki séð í tíu ár eða frá því
hann kom til íslands til að leika í
Sinfóníuhljómsveitinni.
„Ég var fyrsti kontrabassaleikari í
sinfóníuhljómsveitinni í Ljublana í
Júgóslavíu um skeið. Ég þráði frelsi
og langaði til Þýskalands, fór til
Rúmeníu til að sækja um vegabréfsá-
ritun en fékk hana ekki fyrr en ég
hafði mútað embættismanni með
gulli sem ég átti. Síöan frétti ég af
Sinfóníuhljómsveit íslands gegnum
tékkneskan vin minn. Ég sendi Sig-
urði Björnssyni, framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitarinnar, snældu
með leik mínum og hann bauð mig
velkominn. Ég seldi allar eigur mín-
ar og síðan hef ég verið hér.“
Kynntust í sundlaugunum
Reyndar ætlaði Jóhannes ekki að
vera hér lengur en eitt ár en leist vel
á sig og ílentist. Þremur árum eftir
komuna hingað gerði Þýskalands-
þráin aftur vart við sig og var Jó-
hannes í þann veginn að fara þangað
þegar hann kynntist Laufeyju Lindu
Harðardóttur sem nú er eiginkona
hans. Þau kynntust í Sundlaug Vest-
urbæjar og höfðu gjóað augunum þar
hvort á annað í nokkra mánuði áður
en ísinn brotnaði. „Ég fékk hann of-
an af því að fara,“ sagði Laufey
Linda.
„Ég var ákveðinn í fara frá Rúm-
eníu fyrir fullt og allt. En ég gat ekki
sagt aldraðri móður minni frá því.
Það hefði orðið henni um megn.
Reyndar leyfði ég henni að fylgja mér
til lestarstöövarinnar og kveðja mig
sem ég var ekki vanur að gera. Ég
sá hana aldrei aftur. Mér hefði verið
stungið í fangelsi og ég látinn dúsa
þar í tólf ár ef ég hefði snúið aftur
heim. Móðir mín lést 1981.“
Sviptureignunum
Faðir Jóhannesar, sem hét Georg,
lést árið 1966. Hann var ríkur jarð-
eignabóndi sem var sviptur öllum
eigum sínum eins og aðrir auðmenn
þegar Stalín lét til skarar skríða 1956.
Faðirinn sat í fangelsi í þrjú og hálft
ár en margir hinna ríku voru drepn-
ir. í skólunum var reynt að heilaþvo
böm þeirra sem verið höfðu ríkir til
að gera þau andsnúin foreldrum sín-
um. Ekki batnaði ástandið undir
stjóm Ceausescus. Að sögn Jóhann-
esar máttu nemendur ekki ákveða
sjálfir hvaða nám þeir vildu leggja
stund á að loknu framhaldsskóla-
námi. Sjálfur fékk hann ekki að læra
á selló eins og hugur hans stóð til
heldur varð hann að læra á kontra-
bassa. „Og ég þurfti alltaf að vera
efstur til þess að fá að halda áfram
að læra,“ bætti hann við.
„Að hugsa sér að þeir skuli hafa
tekið Ceausescu fastan. Ég var
hræddur um hann hefði flúið til Kína
eða aö Kínverjar myndu senda sveit-
ir til Rúmeníu," sagði Jóhannes er
blaöamaður DV gat sagt honum að
harðstjórinn hefði verið gripinn.
Frelsishetjur
„Þetta heföi aldrei getað gerst án
þessa hugrakka fólks sem gekk út á
götur og torg. Þetta eru frelsishetjur
Rúmeníu. Og ég lýsi yfir hryggð
minni vegna þeirra mörgu sem urðu
fómarlömb baráttunnar. Ég lýsi
samtímis yfir ánægju minni með
mótmæli íslenskra yfirvalda og ann-
arra stjórna.“
Laufeyju Lindu þykir skrítið að
hugsa til þess að hún geti ef til vill
áður en langt um liður hitt fjölskyldu
Jóhannesar í Rúmeníu. Jóhannes
vildi ekki láta konu sína og böm fara
í heimsókn til Rúmeníu af ótta við
að þau myndu sæta ofsóknum yfir-
valda.
Laufey Linda og dæturnar hafa
bara séð myndir af systkinum hans,
mökum þeirra og börnum. „Og þang-
aö til fyrir skömmu voru það bara
gamlar svarthvítar myndir sem við
fengum. Við höfum fengið nokkur
bréf, sem auðvitað var búið að opna
eins og öll önnur, þar sem systir Jó-
hannesar sagði okkur frá því, greini-
lega með mikilli tilhlökkun, að bráð-
um gætum við fengið nýjar litmyndir
af fjölskyldunni. Það þyrfti hins veg-
ar að útvega ljósmyndara og filmu.
Það var hins vegar talsverð fyrirhöfn
að komast yfir litfilmu í venjulega
myndavél og dróst því myndatakan.
En nú eru þær komnar.“
Sendingarnar frá íslandi hafa lúns
vegar verið fleiri en frá Rúmeníu til
íslands. Nauðsynjavörur, sem ís-
lendingum þykja sjálfsagöar, eins og
kaffi, krydd, sápa og aðrar snyrtivör-
ur, voru sendar núna fyrir jólin til
Rúmeníu.
Reyndar hefði þeim ekki þótt ama-
legt að geta sent hita og rafmagn til
Rúmeníu þvi slíkt er skammtað þar.
Og á sjónvarp hafa landsmenn bara
„Rúmenía frjáls þjóð“
Rúmenar i Búkarest fögnuðu í gær fréttinni um handtöku Ceausescus.
Símamynd Reuter
„Ceausescu er fallinn. Rúmenska
þjóðin hefur greitt þennan sigur dýru
verði; margra ára ánauð harðstjórn-
ar; fjöldamorð saklausra borgara síö-
ustu vikur,“ sagði í yfirlýsingu utan-
ríkisráðherra aðildarríkja Evrópu-
bandalagsins er fréttist af því að Ni-
colae Ceausescu, forseti Rúmeníu,
væri að öllum líkindum falhnn.
Rúmenar, búsettir erlendis, fögn-
uðu fréttunum ákaflega, sem og þjóð-
arleiðtogar víðs vegar um heim.
Breski forsætisráðherrann, Margar-
et Thatcher, sagði að fall Ceausescus
setti endapunktinn á blóðuga harð-
stjórn. Nokkrum klukkustundum
áður hafði Elísabet Bretadrottning
svipt Ceausescu heiðursriddara-
nafnbót sem hann haföi hlotiö árið
1978.
Ólafur Noregskonungur fór einnig
fram á aö Ceausescu skilaöi heiðurs-
viöurkenningú er rúmenska forset-
anum fyrrverandi var veitt árið 1980.
í yfirlýsingu norska utanríkisráðu-
neytisins sagði að konungur hygðist
skila alþýðustjörnu Rúmeníu er hon-
um var veitt.
Franski forsetinn, Francois Mitter-
rand, sagði Rúmena nú loks vera
frjálsa þjóð. Rúmenar, búsettir í
Frakklandi, fognuðu fréttunum með
því að skála í kampavíni. „Þetta eru
endalok kommúnismans," sagöi
leikritaskáldið Eugene Ionescu í út-
varpsviðtali.
Sovésk yfirvöld kváöust vonast til
að ró kæmist á í .Rúmeníu til að
hægt yrði að setja á laggirnar trausta
stjórn. Talsmaður Bandaríkjaforseta
sagði að svo virtist sem „þungri byrði
harðstjórnar hefði veriö lyft af herð-
um Rúmena". Hann sagði að stjórn-
völd í Bandaríkjunum væru reiðubú-
in til að aðstoða hina nýju ríkisstjórn
í landinu ef hún stigi skref í átt að
lýðræði.
Reuter og NTB
mátt horfa í tvær klukkustundir á
dag, Ceausescu í eina klukkustund
og sinfóníur í aðra og meira að segja
hljómhstarmanni í sinfóníuhljóm-
sveit getur þótt það meira en nóg.
„Besta jólagjöfin, sem þau og við
höfum nokkurn tíma fengið, er þó
fah Ceausescus," sagði Jóhannes
sem hlakkar til að fara í sumarleyfi
með fjölskylduna til Svartahafs.
Efst í huga hans nú er hins vegar
hvemig aðstoða megi þá Rúmena
sem særst hafa í blóðbaðinu. Mikih
skortur er á lækningatækjum og
blóöi og kvaðst Jóhannes gjaman
taka að sér að koma slíku áleiðis til
Rúmeníu ef íslendingar vildu leggja
eitthvað af mörkum.
-IBS
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 9-12 Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11,5-13 Úb.Vb
6 mán. uppsögn 12,5-15 Vb
12mán. uppsögn 12-13 Lb
18mán. uppsögn 25 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp.Vb
Sértékkareikningar 4-12 Bb
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-3,5 Ib
21 Lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,25-7,75 Ab
Sterlingspund 13,25-14 Bb.lb,- Ab,
Vestur-þýsk mörk 6,5-7 Ib
Danskarkrónur 9-10.5 Bb.lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 27,5 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 28-32,25 Vb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.lb
Utlan verötryggð
Skuldabréf 7,25-8.25 Úb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 25-31,75 Úb
SDR 10,5 Allir
Bandaríkjadalir 10-10,5 Allir nema Úb.Vb
Sterlingspund 16,25-16,75 Úb
Vestur-þýsk mörk 9.25-9,75 3,5 Úb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 38,4
MEÐALVEXTIR
óverðtr. nóv. 89 29,3
Verðtr. nóv. 89 7,7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala des. 2722 stig
Byggingavísitala des. 505 stig
Byggingavisitala des. 157,9 stig
Húsaleiguvisitala 3.5%hækkaöi 1. okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,508
Einingabréf 2 2.481
Einingabréf 3 2.971
Skammtimabréf 1,539
Lífeyrisbréf 2,267
Gengisbréf 1,993
Kjarabréf 4,460
Markbréf 2,368
Tekjubréf 1,898
Skyndibréf 1,346
Fjölþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 2,169
Sjóðsbréf 2 1,662
Sjóðsbréf 3 1.523
Sjóðsbréf 4 1,281
Vaxtasjóðsbréf 1,5225
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 400 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 162 kr.
Hampiðjan 172 kr.
Hlutabréfasjóður 166 kr.
Iðnaðarbankinn 180 kr.
Skagstrendingur hf. 300 kr.
Útvegsbankinn hf. 155 kr.
Verslunarbankinn 153 kr.
Oliufélagið hf. 318 kr.
Grandi hf. 157 kr.
Tollvörugeymslan hf. 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.