Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Page 7
 7 Fréttir Spá OECD um þjóðarframleiðslu: ísland eitt Norður- landa í samdrætti Þjóðarframleiðsla á Norðurlöndum 6 4 2 0 -2 -4 íslendingar eru eina Norðurlanda- þjóðin sem mun búa við samdrátt á sviði þjóðarframleiðslu á næsta ári samkvæmt spá Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD). Þá veröur þriðja samdráttarárið í röð hér á landi. Þá spáir OECD kaup- máttarrýmun hér á næsta ári auk þess sem verðbólga verður sem endranær langmest hér á landi, ef tekið er mið af Norðurlöndunum. Samdráttur þjóðar- framleiðslu hjá Svíum í ár er aukning þjóöarframleiöslu í Svíþjóð 2,1% en hún fellur í 1,2% á næsta ári og reyndar spáir stofnunin að enn dragi úr hjá Svíum 1991 en þá er spáð 0,9% aukningu þjóðar- framleiðslu. Viðskiptahalli Svía er mikið vandamál og er hann talin vaxa upp í 2,5 til 3% af þjóðarfram- leiðslu 1991. Fjármálaráðherra Svía Kjell-Olof Feldt hefur sagt að flárlagafrum- varpið, sem hann leggur fram 10. jan- úar næstkomandi, fyrir 1990, verði spamaðarfrumvarp og þá verði vext- ir háir enn um sinn. Vaxandi verðbólgu er spáð í Sví- þjóð og talið að hún verði 8,2% en hún var 6,6% í ár. Norðmenn nálgast jafnvægi Sérfræðingar OECD spá því að norskt efnahagslíf nálgist meira jafn- vægi á næsta ári eftir umhleypingar undanfarinna ára. Þrátt fyrir það mun hægja á vexti þjóðarframleiðslu og verður hún 2,2% á næsta ári, 2,1% árið 1991. í ár hefur þjóðarfram- leiðsla Norðmanna hins vegar aukist um 5,8% og má því að nokkra tala um samdrátt hjá Norðmönnum. Noregur er næststærsti olíufram- leiðandi Vestur-Evrópu, á eftir Eng- landi, og er gert ráð fyrir að Norð- menn flytji út olíu fyrir 3,2 milljarða dollara 1990 og 3,6 milljarða dollara 1991. Þá er því spáð að dragi úr atvinnu- leysi á næstu árum. Atvinnuleysi 1990 verði 4,9% og 1991 verði það 4,6%. í ár er skráð atvinnuleysi 5,1%. Verðbólgu upp á 4,5% er spáð í Noregi, bæði 1990 og 1991. Auknum viðskiptahalla spáð í Finnlandi OECD spáir auknum viðskipta- halla í Fimilandi á næstu tveim ámm og verði hann kominn í 5,7 milljarða dollara 1991. Það mun hafa áhrif á þjóðarframleiðsluna sem spáð er að vaxi aðeins um 2,2% 1990 og 1,1% 1991. í ár var vöxturinn hins vegar verulegur eða 4,6%. Gert er ráð fyrir að laun hækki á næsta ári enda sé eftirspurn eftir vinnuafli þar. Einkaneysla vex í Danmörku í Danmörku er því spáð að inn- flutningur muni aukast og einka- neysla einnig. Er gert ráð fyrir að Systkin með sölubækur ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Systkini frá Sauðárkróki, Nanna og Eiríkur, börn Sigríðar Jónsdóttur og Rögnvalds Gíslasonar, sendu frá sér bækur fyrir þessi jól. Bók Nönnu heitir Ævi mín og sagan, sem ekki mátti segja og er það nú söluhæsta bókin á jólamarkaðinum - saga for- setasonarins Bjöms Sv. Björnssonar. Eiríkur skrifaði orðabók um rímorð. Báðar bækumar em gefnar út af Iðunni og eru fyrstu bækur höfunda sem koma á almennan markað. Ei- ríkur hefur áður fengist við að skrifa kennslubækur. einkaneysla aukist um 1% á næsta framleiðslu á næsta ári en aukningin fyrir að atvinnuleysi komist upp í árieftirsamdráttundanfarinnaára. var 1,4% í ár. Þá er gert ráð fyrir 9,5% 1990 en falli niður í 9,2% 1991. Spáð er 1,3% aukningu þjóðar- lægri verðbólgu. Einnig er gert ráð -SMJ ÞREHtLDUR ramiR! / . / Nú er tilfnikils að vinna í íslenskum Getraunum. ' Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. ; ^ _ Þessvegnaerþrefaldurpottur /\ -ogþreföldástæðatilaðverameð! / Á Þorláksmessu, Láttu nú ekkert stöðva þig. lauaardaginn 23. desember, Getmunasfiðillinn nr líka fvrir hin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.