Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 8
8 Óskum öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. SH bílaleigan Nýbýlavegi 32, Kúpavogi Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári heldur aðalfund í fundarsal Hrafnistu, Hafnarfirði, 5. hæð, b álmu, gengið inn um suðurdyr, fimmtudag- inn 28. des. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kjarasamningar. Stjórnin tíiSERDAR „Égheld ég gangi heim“ Eftir einn -ei aki neinn Rafhlöður fyrir leiðisljós á góðu verði. Einnig mikið úrval vasaljósa og lukta. Skeifunni 11c SMAAUGLYSINGADEILD -rlW . Þverholti 11, sími27022, LOKAÐ: Þorláksmessu aðfangadag jóladag og annan í jólum OPIÐ: Miðvikudagtnn 27. des. kl. 9-22 * ILEG JGL gleð * LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. » A - ( T T 1' ' ! Hinhliðin um í uppáhaldi - segir jólasveinninn Hurðaskellir Jólasveinarnir hafa haft í nógu aö snúast undanfama daga eöa frá því þeir komu til byggða. Bæöi eru skemmtanir um allan bæ og ekki síöur þarf aö muna aö koma fyrir góðgæti í hvern skó. Oft er sagt aö jólasveinarnir gefl góöu bömunum fallegasta pakkann í skóinn á aö- fangadagsmorgun svo væntanlega verða þau mörg bömin sem fara snemma að sofa i kvöld. Enda fá víst allir eitthvað fallegt annað kvöld og þá borgar sig ekki aö vera þreyttur. Helgarblaðiö greip Hurðaskelli þar sem hann óð á milli húsa með góðgæti í skó og baö hann aö svara nokkmm spurning- um og sýna krökkunum hina hlið- ina. Hurðaskelhr tók vel i það eins og sjá má. Fullt nafn: Huröaskelhr Leppa- lúðason. Fæðingardagur og ár: Við jóla- sveinamir erum svo gamlir að við höfum fyrir alllöngu tapað niður afmæhsdeginum. Eg er víst kom- inn á fjórða aldar aldurinn. Maki: Við jólasveinar látum það nú alveg vera að gifta okkur enda höfum við svo mikið við tímann að gera. Börn: Leppalúði og Grýla sjá alveg um þá hliö mála. Bifreið: Viö kunnum ekki að keyra bíla. Æth lögreglunni fyndist ekki eitthvað skrýtið að sjá jólasveina undir stýri. Nei, við föram þá held- ur á puttanum eða notum skíðin og sleðana, þaö eru öryggari farar- tæki. Starf: Æth þaö kallist ekki bara jólasveinn. Laun: Við fáum nægan mat hjá henni mömmu ef við erum þægir og duglegir strákar. Áhugamál: Það era auövitað öll bömin góðu. Hvað hefúr þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Ég prófaði eitt sinn að vera meö til að fylgjast með ykkur mannfólkinu en það gekk ekki svo vel. Ég held ég hafi engri tölu náð réttri - en það er nú eins og við jólasveinamir getum aldrei verið heppnir. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér' þykir nú alltaf jafn- skemmtilegt að koma fram á jóla- böllunum meö börnunum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíöa eftir jólunum. Uppáhaldsmatur: Hangikjötið með uppstúf - Stúf - hennar Grýlu. Uppáhaldsdrykkur: Ég laumast stundum inn í flós og fæ mér spen- volga míólk en það er minn uppá- haldsdrykkur. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag að mati jólasveins- ins? Ég er mikiö fyrir íþróttir og fylgist meö þessum góðu mönnum sem viö eigum á íslandi. Ég held bara að þeir séu allir landi sínu til sóma og fer ekkert að gera upp á mhh þeirra. Æth þeir fái ekki flest- ir í skóinn. Uppáhaldstimarit: Já, það era jóla- sveinafréttimar sem hann bróðir minn, fjölmiölagaur, gefur út í flah- inu. Fallegasta kona sem þú hefur séð: Ég er svo hrifinn af fegurðardrottn- ingunum á íslandi, hvað heita þær nú aftur? Linda, Hófí og ahar þær. Ég gleymi sko ekki að setja í skóinn þeirra. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni: Við jólasveinar eram nú ekki mjög póhtískir og okkur leiðist þeg- ar þessir blessaöir stjórnmála- menn ganga í störfin okkar því þeim tekst aldrei nógu vel upp. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Það er engin spuming um það. Mig langar mikiö að hitta hana Vigdísi mína. Ætli ég verði ekki bara að heimsækja hana á Bessa- staði við tækifæri þegar fer að ró- ast hjá mér. Uppáhaldsleikari: Þegar Leppalúði pabbi minn er í ham er hann sá besti leikari sem ég hef séð. Við jólasveinamir getum alveg sprung- iö úr hlátri aö honum og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann getur gert betur en þeir hjá Stöð 89. Uppáhaldsleikkona: Það er eins með hana Grýlu og hann Leppa- lúða. Þú ættir að sjá þegar hún tek- ur hana Bibbu og hermir eftir henni. Hann Stúfur bróðir minn lá í þrjá mánuöi úr hlátri þegar hún Grýla fór í málrækt heima í stofu. Uppáhaldssöngvari: Ég hef svo gaman af að hlusta á jólasveina- plötur. Víð bræöurnir syngjum oft saman, t.d ég og hann Stúfur. Uppáhaldssstjórnmálamaður: Það er náttúrlega hún Gunna á jóla- kjólnum. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég gaf einum góðum dreng blað með honum Skugga og mér fannst það svo spennandi aö ég ætlaði bara ekki að tíma aö sefía það í skóinn. Þú mátt ekki segja að ég hafi kíkt á sögurnar. Uppáhaldssjónvarpsefni: Jóla- stundin okkar. Hiynntur eða andvígur veru varn- arliðsins hér á landi: Ég er mikill fríðarsinni. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Eru þær ekki allar ágætar. Ég hef gefiö nokkrum útvarps- mönnum I skóinn svo ekki eru þeir ennþá komnir á svarta listann hennar mömmu. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hann Jón Múli er alltaf góður þegar hann Jes fréttirnar eða gerir hann þaö ekki ennþá? Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Við erum svo afruglað- ir í flöllunum að við horfum bara á okkar eina og sanna sjónvarp en þar fylgjumst við með börnunum hvort sem þau era ung eða gömul. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Er hann Ómar Ragnarsson ekki alltaf í sjónvarpi? Hann hefúr nú komist næst því aö verða einn af okkur bræörum. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég man eftir jólatréskemmtuninni í Al- þýðuhúskjallarnum árið 1934. Það var nú aldeilis flörið þá. Uppáhaldsfélag i iþróttum: KFJ - Knattspymufélag jólasveinanna. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Vera alltaf sami jóla- sveinninn. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Þá vorum viö bræður í óða önn að undirbúa jólin. Hvað langar jólasveininn mest til að fá i jólagjöf? Að allir landsmenn eigi gleðileg og ánægjuleg jól. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.