Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Síða 10
LA' ga JSHUOAOHAOUAJ , 23. DESEMBER .1889. Ösvikinn jólasveinn Saga eftir Charlotte Blay Teikning eftir Erik Hjorth Nielsen Stóra systir hans Péturs vissi alveg meö hverju hún ætti aö stríöa hon- um. Hann trúöi á jólasveininn! En þá getur verið að hún hafi strítt hon- um einu sinni of oft... Frostkalt loftið er tært og kuldinn bítur í bláköld eyru og rautt nef gamla mannsins. Fingur hans eru stífir eins og gulrætur í trosnuðum vettlingunum og hann dregur fæt- urna í stórum gúmmístígvélunum. Hann er þreyttur því aö hann er búinn aö ganga langa leið. Og hann ersvangur. Af og til gengur maðurinn á bak við húsin við veginn og skoðar í ruslatunnumar. í einni þeirra rekast fingumir í þurrt franskbrauð. Hann hámar það í sig í skyndi. í annarri finnur hann ullarsokk. Hann er þó svo götóttur að hann líkist varla sokk. Gamh maðurinn styður sig við stiga sem stendur upp við húsvegg- inn á meðan hann lyftir öðmm fætin- um upp úr gúmmístígvélinu. Svo klæðir hann sig í götótta leistann utan yfir hina götóttu sokkana á fæt- inum. Nú er hann með fimm sokka á öðrum fætinum og fjóra á hinum. Þeirhlýjanokkuð. Þrátt fyrir það er manninum í þunna og slitna frakkanum kalt. Reyndar er honum svo kalt að það brakar í öllum líkamanum. Og allt í einu fer stiginn sem hann styður sig við að titra og slást utan í vegginn. Hann lítur upp og sér ljós í lúgu á gaflinum. Ef til vill er hægt að komast í ein- hveija hlýju þarna uppi á loftinu, muldrar sá gamli. Svo fikrar hann sig upp stigann og fer inn um lúguna. Manninum til mikillar undrunar er það fyrsta sem hann sér stórt pappaskilti sem á stendur: Velkom- inn. Loftið er sæmilega vel upplýst því að nokkrir litlir gluggar eru á súð- inni. Hann sér að búið er að skreyta súðimar með myndum af jólasvein- um og englum og aö auki gylltum grenikönglum. A gólfinu er dýna með nokkrum teppum. Við hliðina á henni er kassi sem á að vera borð. Á honum stendur vasi með grenigrein- um og stjaki með kerti með daga- tölum á en á því hefur aldrei verið kveikt. Nú, þaö er eins og þaö hafi verið búist við manni, segir maðurinn og lætur sig fafia á dýnuna. Um leið andvarpar hann ánægjulega. Svo dregur hann yfir sig teppi og sofnar. Þess vegna heyrir hann ekki þann mikla hávaða sem berst skyndilega neðan úr húsinu. Ása og Pétur hlaupa fram og aftur um húsið og skella hurðum hvort á annað. Litli maurinn þinn. Þú hefur opnaö jóladagatalið mitt, hrópar Ása. Eg get séð þaö. Og þú ert líka búinn að gægjast á bak við aðfangadagsspjald- ið! Hvaöa máli skiptir það þegar þú veist ekki hvað er á bak við það? Pétur skellir enn einni hurð beint á nefið á Ásu svo aö það verður næst- um því flatt eins og á grís. Hurðin flýgur aftur upp. Ég segi frá því þegar mamma og pabbi koma heim, æpir Ása. Kjaftatík, orgar Pétur. En áður en hann getur skellt næstu hurð hefur Ása náð í hár hans. Og þar eð hún er um það bil höfðinu hærri en hann lyftast fætur hans næstum frá gólfi þegar hún rífur í það. Pétur skrækir eins og vfiliköttur og berst ólmur um. Þegar hann kemur loks undir sig fótunum á ný heldur Ása á hárlagð í hendinni. Ég segi frá þessu, segir Pétur væl- andi. Hver er nú kjaftatík, segir Ása og réttir fram hárlagðinn. Nú fer ég og kem aldrei aftur heim, segir Pétur snöktandi. Ekki fyrr en mamma og pabbi eru komin. Þegar hann gengur út og skellir útidyrahurðinni á eftir sér fer Ása fram á salemi og skolar lagðinum niður. Hún gætir þess að hvert ein- asta hár hverfi niður um opið. Síðan ypptir hún öxlum. Eins og hún viti ekki að Pétur kúldrist á leynistaðnum sínum á háaloftinu. En Ása hefur ekki rétt fyrir sér um það. Pétur kúldrast ekki á felustaön- um sínum uppi á háalofti. Hann gón- ir með opinn munn á gamla manninn semsefuroghrýtur. Allt í einu fer Pétur að brosa. Hægt og rólega beygir hann sig fram yfir manninn. Sæll! Sæfi vertu! Þú ert snemma á ferðinniíár! Ha? Gamli maðurinn sest stynjandi upp. Þú ert ekki vanur að koma fyrr en á aöfangadagskvöld. Gamli maðurinn er ringlaður að sjá. Hann lítur í kringum sig á háa- loftinu. Jólasveinn brosir vingjarn- lega tfi hans undan súðinni, rétt eins og hann vfidi segja: Taktu það ró- lega, gamli. Þú færð að vera héma í hlýjunniínótt. Heyrðu, þú gleymdir dálitlu þegar þú varst héma síöast. Pétur hleypur að rykfollnum pappakassa úti í homi og tekur eitthvað upp úr honum. Hvað er þetta? Sá gamli deplar aug- unum og klórar sér í skegginu. Það er orðið aldimmt á háaloftinu. Hann tekur flata eldspýtu upp úr vasanum og kveikir á jólakertinu á kassanum. Og nú sér hann hvað það er sem Pétur leggur fyrir hann, sigri hrós- andi. Rauö húfa. Stórt hvítt skegg. Og rauöur, síður baðsloppur. Þú varst í þessu þegar þú komst með jólagjafimar í fyrra, segir Pétur afar glaðlega. Ég fann það þegar ég var að búa mér til leynistaðinn minn hérna. Ég hélt líka aö þú myndir koma og sækja það. Þess vegna tók ég til. Ég vfidi að það liti vel út þegar þú kæmir. Nú var það sá gamli sem góndi eins og kjáni. Blá eymn vom orðin næst- um eins rauð og nefið. Og munnur- inn, sem sá í mitt á milli skeggstúf- anna, var galopinn. Það hefði mátt halda að hann væri að viðra tenn- urnar hefði hann ekki verið alveg tannlaus. Allt í einu verður augnatillit Péturs hikandi. Þú ert jólasveinninn, er það ekki? Jólasveinninn? Sá gamli hugsar sig um. Svo breiðist breitt bros um and- litið á honum svo skín í tannlausa gómana. Jú, Sankti Pétur velti mér um koll ef ég er ekki jólasveinninn. Hann fer að hlæja og getur næstum ekki hætt. Það gæti verið betra að þú færir í fótin þín svo það sjáist að þú ert jóla- sveinninn, segir Pétur alvörugefinn. Fötin mín? Já, ekki getur það orðið til tjóns. Ég á við að vera snemma á ferðinni. Sá gamli festir nú skeggið við rauð eymn. Svo setur hann húfuna á höf- uðið. Skúfurinn dinglar fyrir framan augun en hann getur blásið hann frá. Loks stendur hann með erfiðleik- um á fætur og tekst að klæöa sig í baðkápuna utan yfir frakkann. Það er rétt að hann kemst í hann en hon- umtekstþað. Pétur fer að hlæja. Þú ert ósvikinn jólasveinn. Auðvitað er ég ósvikinn jólasveinn, segir jólasveinninn og strýkur niður eftir baösloppnum með báðum hönd- um. Hvar er pokinn? spyr Pétur skyndi- lega. Hvaða poki? segir jólasveinninn. Auðvitað pokinn með öllum jóla- gjöfunum, segir Pétur. Já, pokinn, segir jólasveinninn glaðlega. Hann liggur heima á verk- stæðinu mínu. Hvaða verkstæði? spyr Pétur. Verkstæðinu þar sem við búum tfi leikföng handa öllum þægu bömun- um. Ég er nfiög þægur, flýtir Pétur sér að segja. Hvenær ætlarðu aö sækja gjafimar? Gamli jólasveinninn sest þunglega á dýnuna. Fyrst varð ég að sækja jólafotin mín, segir hann. Þaö Uti ekki vel út ef ég kæmi tfi bamanna í svörtum frakka, skegglaus oghúfulaus. Ha, ha, ha... Einhvers staðar niðri í húsinu kall- ar einþver: Pétur! Pétur, hvar ertu? Nú þarf ég að fara aö borða. Mamma og pabbi em komin heim. Ég verö að fara niður. Pétur snýr sér viö áður en hann beygir sig og fer út um lúguna. Þú mátt ekki gleyma að slökkva á kertinu þegar það er brunnið niður aðtölunnitveir. Nei, því gleymi ég ekki, segir jóla- sveinninn brosandi. Næsta morgun tekur Pétur dags- spjaldið á jóladagatalinu frá mjög snemma. Af öryggisástæðum sefur hann með jóladagatalið undir kodd- anum. Hann vill ógjaman hætta á að stóra systir hans, Ása, taki öll dagsspjöldin frá og gægist á bak við þau löngu áður en tími er til þess kominn. Nú situr hann og stingur skeiðinni í volgan hafragrautinn en lítur um leið á storkinn sem horfir til hans afjóladagatalinu. Ætlarðu ekki að taka frá spjaldið á dagatalinu þínu, Ása? hrópar hann til systur sinnar en hún er í bað- herberginu á bak við læsta hurð. Gættu að því hvað þú segir, er kall- aðþaðan. Á ég að segja þér hvað er á bak við spjaldið í dag? hrópar Pétur. Móðursýkislegt óp heyrist innan úr baðherberginu svo að hurðin skekst til á hjöranum. Þú skalt ekki dirfast að snerta það, dvergurinn þinn. Ef þú gerir það ríf ég allt hárið af höfðinu á þér. Huröin hrekkur upp og í dyrnar kemur andht Ásu. Hárið er ógreitt og stendur í allar áttir. Ég þoh ekki þá sem eru að gægjast í jóladagatöl annarra fram í tímann. Hún sest og skóflar volgum grautn- um í sig, rétt eins og hún væri að hefnasínáhonum. Pétur er hins vegar alveg hættur að borða sinn graut. Honum finnst htiö til þess koma að fá hafragraut á morgnana. Borðaðu, segirÁsa. Hugsaðu um þinn eigin graut. Pét- ur hverfur út um framdyrnar með grautardiskinn sinn án þess að gefa nokkra skýringu. Ása situr ein eftir við borðið og hristir höfuðið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þessi snarvitlausi litli bróðir minn héldi að það væri einhvers konar jólasveinn þama uppi á loftinu hjá honum sem langaði í grautinn hans, segirhún. Það er árla morguns og morgunsk- íman hefur enn ekki borist inn um glugganaásúöinni. Hver er það? segir jólasveinninn innan úr myrkrinu. Það er ég, Pétur. Ég er kominn með uppáhaldsmatinn þinn. Uppáhaldsmatinn minn? Þaö heyrist hviss í eldspýtu og augnabhki síöar kviknar á dagatals- kertinu. Birta breiöist út um háloftiö. Jólasveinninn hengir skeggið á eyr- un og réttir hendumar fram á móti diskinum. Hvað í ósköpunum er þetta? rymur hann og hrærir undrandi með skeið- inni í khstrugu maukinu á diskinum. Grautur. Það er uppáhaldsmatur allra jólasveina og búálfa, segir Pét- ur. Umm, muldrar jólasveinninn og klórar sér vonsvikinn í skegginu. Til að sýnast fær hann sér tvær skeiðar af grautnum. Svo leggur hann disk- inn frá sér á gólfið. Ertu að fara að vinna? spyr Pétur. Hvaða vinna ætti það að vera? seg- irjólasveinninn. Allt þáð sem jólasveinarnir verða að gera í desember. Þú hlýtur að hafa afarmikið að gera. Já, það er reyndar alveg rétt hjá þér, segir jólasveinninn. Ég verð aö komast heim á verkstæðiö mitt svo að öfi leikfongin verði tilbúin fyrir jól. Ég er hræddur um að það sé mikið af þægum börnum í ár. Ekki gleyma mér, segir Pétur. Ertu viss um að þú hafur verið nógu stilltur þetta árið? segir jóla- sveinninn og reynir að láta skeggiö felahlátursbrosið. Já. Pétur horfir á grautinn og fær slæma samvisku. Ég ætla að flýta mér í skólann, segir hann og hraðar sérútumlúguna. Ása stendur hátíðleg á svip með jóladagataliðsitt. Það er jólaljós, segir Pétur um leið og hann gengur fram hjá henni. Ása sér nú að þaö er jólaljós á bak við spjaldið og verður svo reið að hún slær litla bróður sinn með skólatösk- unni. Þú ert aumingi sem kíkir á bak við spjöld á jóladagatölum, segir hún. Svo kemur stríðnisglampi í augun áhenni. Jæja, var jólasveinn uppi á háa- lofti, htli asninn þinn? Pétur starir á hana með galopinn munninn. Hvernig gastu vitað það? spyr hann ogstamarnæstum. Þú ætlar þó ekki að reyna að fá mig tfi að trúa þ ví aðþaðsétfijóla- sveinn, segir Ása hvasst. Um leiö verður hún alveg stíf og það er eins og augun æth að detta út úr höfðinu á henni. Þar sem Pétur stendur með bakið í gluggann sér hann ekki það sem Ása sér úti í garðinum. Þar er maöur með rauða húfu og mikið hvítt skegg. Hann er í rauðum frakka sem minnir mjög á baðslopp sem mamma hennar áttieinusinni. Hvað er að þér? spyr Pétur undr- andi. Jó... jó... jó... jólasveinn var að ganga fram hjá glugganum héma úti í garði, segir Ása stamandi. Hann er bara á leið heim á verk- stæöiö sitt, segir Pétur rólega, Þú veist aö jólasveinamir hafa svo mik- iö aö gera á þessum tima, ÞÝÐs ÁSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.