Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 12
12 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. Sælkerinn Koní ak handa afa Af brenndum áfengistegundum er koníakiö „göfugasta" tegundin. Þaö er mun dýrara og flóknara aö fram- leiða koníak en aörar áfengistegund- ir. Geyma þarf koníakiö í ámum í áraraðir og á þeim tíma gufar upp meira magn af koníaki en öll franska þjóöin drekkur en það koníak sem gufar upp er kallaö englakoníak. Koníak er drukkið við hátíöleg tæki- færi og viö lok góörar máltíðar með kaffinu. Þá er koníak oft gefiö á af- mælum og á jólum. En hvaöa koníak er best? Því er vitaskuld vandsvaraö en sem kunn- ugt er kemur koníak aðeins frá sam- nefndu héraði í Frakklandi. Sam- sv^randi áfengi sem er framleitt utan héraðsins nefnist brandý. Þaö sem er sameiginlegt meö öllum koníaks- ÞJOÐRAÐ . í HÁLKUNNI ^'Mr JL. :■% Tjara á hjólböröum minnkar veggrip þeirra verulega. \\ \s-jSw51ii Lí. * Ef þú skrúbbar eöa úöar .IðjSiiy þá með olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. mIUMFERÐAR Uráð Ný blómabúd Þegar tveir aðilar eins og Græna höndin og Gróðrarstöðin Snæ- fell í Hveragerði taka höndum saman verður útkoman Stúdíó- blóm. Verslun með frábært verð t.d.: Hýasintur frá kr. 100. Kertaskreytingar frá kr. 550. Leiðisgreinar á kr. 750. Krossar á kr. 1.600. Jólatré. Barrheldinn norðmannsþinur. 75-100, kr. 1.100. 101-125, kr. 1.500. 126-150, kr. 2.100. 151-175, kr. 2.600. 176-200, kr. 3,400. 201-250, kr. 4.100. í Mjódd! \ó\ 1 *** ÚÚ [ J E- I ¥■ hss *-: UTVARP, SEGULBAND, SJÓNVARP ALLT í SAMA TÆKINU. Fyrír vinnuna, heimilíð, bústaðinn, bátinn, tjaldið, alls staðar þar sem þú ert. Frábær jólagjöf - á jólaverðí aðeíns kr. 9.990,- IÖI.VII.A.\I» Laugavegi 116 (við Hlemm). Sími 621122. Umsjón Sigmar B. Hauksson Það er listgrein að framleiða gott koníak enda er koníakið göfugast allra áfengistegunda. tegunum er að vínandinn er eimaður tvisvar. Þegar vínandinn kemur úr eimingartækjunum er hann algjör- lega glær. Liturinn kemur viö geymsluna í eikarámunum og við blöndun eldri tegunda. Þaö sem gerir hinar ýmsu tegundir frábrugönar hver annarri er því blöndunin, geymslan og hvaöan þrúgunar eru sem víniö er gert úr sem síðar er eimaö. Ef við segjum sem svo aö Koníakshérað sé sýsla er sýslunni skipt í sex hreppa. Bestu þrúgunar koma frá Grand Champagne, aðrir hreppar eru Petite Champagne, Fins Bois, Borderies, Bons Bois og Bois Communs. Sum koníaksfyrirtæki eima aöeins koníak úr víni sem kemur frá Grand Champagne og telja að meö þVí fáist besta koníakið. Nýlega var rætt viö Jean-Paul Camus, forstjóra hins virta fjölskyldufyrirtækis Camus, hér á Sælkerasíðunni. Hann sagöi m.a. aö þeir hjá Camus notuðu vín frá öllum hreppunum. Vissulega væri vínið frá Grand Champagne sérlega gott en vínin frá öðrum hreppum héraðsins heföu sín sérein- kenni. Þar af leiðandi taldi hann að best væri aö blanda saman vínanda eimuðum úr vínum frá hinum ýmsu hreppum. Að hans mati væri heppi- legast að nota það besta frá hverjum hreppi. Hins vegar skipti víniö sem koníakið er eimað úr ekki öllu máli þó svo að það væri mikilvægt. Blönd- unin og geymslan væru ekki síður mikilvægir þættir, sagði Jean-Paul Camus. Koníaksgerð er mjög þróuö áfeng- isframleiðsla. Suður-Frakkar lærðu að eima áfengi af aröþum en þeir framleiddu ilmvötm með eimingu. Það'Voru Norður-Evrópumenn, Hol- lendingar, Bretar og Danir sem fyrst- ir fóru aö eima áfengi í Koníaks- héraði. Þangað komu þeir á sínum tíma til að kaupa salt. Hinum norrænu mönnum þótti vín héraðsins gott og vildu taka það með sér heim en vínið vildi skemmast í flutningunum. Þá datt einhverjum það snjallræði í hug að eima vínið eða „þétta“ það saman. Þegar heim var komið átti svo að þynna það út með vatni og drekka. Þessi aðferð gekk ekki en hins vegar þótti hinum norrænu mönnum sjálft áfengið gott og drukku það gjaman og kölluðu Koníak. Orðið „brandý“ kemur lík- legast af orðinu að „brenna“ hinir norrænu menn kölluðu það að „brenna“ vínið þegar það var eimað. Til gamans má geta þess aö í Aust- urlöndum, t.d. Tailandi og Hong Kong, drekkur fólk oft koníak þynnt með vatni með matnum. í samtali við Sælkerasíðuna sagði Jean-Paul Camus að eitt aðalatriðið við koníaksframleiðsluna væri að blanda koníakið eins ár eftir ár. Þess vegna væri mikið nákvæmnisverk að blanda koníakið með eldra kon- íaki í sömu og réttu hlutföllum. Aðal- atriðið væri lyktin og bragöið, htur- inn skipti ekki eins miklu máli, þess vegna notuðu koníaksframleiðend- urnir blá glös þegar þeir prófuðu nýtt koníak svo liturinn á koníakinu hefði ekki áhrif á þá. Jean-Paul Ca- mus sagði ennfremur aö segja mætti aö framleiðsla koníaks væri listgrein fremur en vísindi þar sem fyrst og síðast væri farið eftir skynmati þ.e.a.s. lykt, bragði og lit. Koníakið verður dýrara því eldra sem það er. Dýrast er XO síðan kemur V.S.O.P og svo framvegis þá kemur t.d. Cele- bration. Það er því töluverður munur á hinum ýmsu árgöngum eins og gefur að skilja og einnig er munur á' koníaki frá mismunandi fyrirtækj- um. Eitt er þó víst að flaska af góðu koníaki er ávallt kærkomin gjöf og glas af góðu koníaki með vel heitu kaffi eru betri veitingar en nokkur glös af áfengi blönduðu í gosi. Heilræði fyrir jólin Á morgun er aðfangadagur og jólahátíðin gengur í garð. A þess- ari hátíð ljóssins slökum við á og njótum lífsins í mat og drykk. Senn fer daginn að lengja, hænu- fet á dag að sagt er. Einn er þó galli á gjöf Njarðar og það er að okkur hættir til að borða um of. Sumir hafa ekki gott af því og þessir „sumir" eru margir og þeim fer íjölgandi. Hér kemur ráð frá Sælkerasíðunni til allra þeirra sem verða aö gæta hófs í mat og drykk. Drekkið eitt vatns- glas og borðið eina appelsínu fyr- ir hverja máltíð. Farið í 30 mín. göngutúr á dag. Þetta getur ekki verið einfaldara. Sælkerasíðan óskar síðan öllum lesendum sín- um gleðilegra jóla. Aliir þeir sem hafa ánægju af góðum vínum ættu að festa kaup á Vínkverinu sem fæst í öllum útsölum ÁTVR. Vínkverid, nýtt fræðslurit fráÁTVR Nýlega kom út á vegum Áfeng- is- og tóbáksverslunar ríksins fræðslurit er nefnist „Vínkverið, fróðleiksmolar um áfenga drykki, uppruna þeirra og helstu einkenni“. Þetta framtak ÁTVR er lofsvert enda hefur verið mikil þörf fyrir upplýsingar af þessu tagi. Það besta við þetta kver eru kortin sem eru mjög skilmerki- leg. Textinn er að vísu nokkuð fátæklegur á köflum en þeir sem vilja vita meira geta leitað sé upp- lýsinga í fagritum. Eiginlega er ekkert nema gott um þetta rit að segja annað en að kápan er ömur- leg. Vonandi mun ÁTVR halda áfram að gefa út fræðslurit í þess- um dúr því almenning þyrstir í upplýsingar af þessu tagi. Ljúffeng rjúpnasúpa Nú f rjúpnaleysinu er tilvalið að laga góða rjúpnasúpu. Þá er rjúpnaveiðitíminn liðinn. Þessi vertíð var afburðaléleg og verða því margir að neita sér um rjúpur þessi jól. Þeir eru margir sem telja að það séu engin jól nema að rjúpur séu á borðum. Já, vissulega er rjúpnabragðið sérlega ljúffengt og hvernig væri að hafa góða ijúpna- súpu á boöstólum þessi jól? Það er auövelt aö laga þessa súpu, sem er mjög bragðmikil ef rétt að farið. Þessi uppskrift er fyrir fjóra, þaö sem þarf er: Ein ijúpa lítil gulrót skorin í sneiðar 6 cm blaðlaukur (púrra) skorin í sneiðar 2/2 dl ijómi eða 1 dós sýrður rjómi þurrt sérrí eða sojasósa nokkur heil hvít piparkom salt. Skerið bringuna af ijúpunni og geymið. Léttsteikið ijúpuna og græn- metið í potti. Hellið vatni í pottinn svo að rétt fljóti yfir rjúpuna og kryddið með salti og pipar. Sjóðið rjúpuna í klukkutíma. Takið ijúpuna upp úr og skerið allt kjöt af henni og setjið beinin aftur í pottinn og sjóðið í 1 /1 tíma. Hakkið kjötiö sem skorið var af beinunum mjög smátt eða setjiö þaö í kvöm eða mixer. Síið nú rjúpnasoðið í gegnum léreft og blandið rjómanum eða sýrða ijóm- anum saman við soðið og setjið hakk- aða kjötið í súpuna. Bragðbætið súp- una með þurru sérríi eða sojasósu. Sjóöið súpuna viö vægan hita. Steik- ið nú bringurnar í smjöri á pönnu í svona 2-3 mín. á hvorri hlið og sker- ið þær í strimla og leggið þá í súp- una. Ágætt er að strá fínt saxaðri steinselju yfir súpuna áður en hún er borin á borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.