Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 23
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989.
ni n , H Tl tH/'JO'jfl Öl- 0 TT > / I I / '.V 1 h 1
23
Sviðsljós
Er lítil prinsessa
á leiðinni?
Díana prinessa hefur ekki alltaf átt
sjö dagana sæla í hjónabandi sínu,
ef marka má helstu slúöurblöð
heims, sem hafa velt sér upp úr
hjónabandi Díönu og KaRa. Varla
getur þaö verið svo slæmt því aö nú
ganga þær sögur fjöllunum hærra
að íljótlega muni Buckingham Palace
tilkynna aö þau hjónin eigi von á
sínu þriðja barni. Eins og kunnugt
er eiga þau fyrir tvo stráka og nú er
því bara spurningin hvort lítil prins-
essa sé á leiðinni.
Verktakar
kæra
Johnson
Tíu verktakar, sem sáu um breyt-
ingar á húsi Don Johnson í Aspen,
því sama og hann og Melanie GrifQth
giftu sig í í júní, hafa nú kært kap-
pann. Fara verktakamir fram á litlar
6 milljónir sem þeir segja að Don
skuldi þeim. Don hefur auðvitað
svarað fyrir sig opinberlega og sagði
m.a. aö verktakamir hefðu veriðfú-
skarar og ekki kunnað til verka, t.d.
læki baðkarið. Segir hann kröfuna
vera alls órökstudda. 7 '
Allt í plati
JiU Eikenberry - sem Lagakróka-
aðdáendur ættu að kannast við, mun
ala bam í þættinum sem sýndur
verður um jólin í Bandaríkjunum.
Það verður samt allt í plati en þrátt
fyrir það hefur þátturinn vakið mikla
athygh þar ytra. Michael Tucker,
eiginmaður hennar, sem leikur eig-
inmann hennar í þáttunum, mun að
sjálfsögðu vera viðstaddur fæðing-
una og ætti ekki að vera skotaskuld
úr því því að sjálfur var hann við-
staddur fæðingu tveggja bama
þeirra hjóna. JiU sagði að senan hefði
verið svo raunvemleg fyrir sér að
hún missti röddina en það henti hana
einnig er hún átti bömin.
lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða,
sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989.
Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem
kaupandi íbúðarinnar gefur út.
SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI.
Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að
greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og
veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en
íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin.
, Greiðslumat.
Tilvonandi kaupandi verður að
sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar
Húsnæðisstofnunar.
\ Skrifleg umsögn.
' Að fenginni skriflegri umsögn
ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint
hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða
sig um á fasteignamarkaðnum.
Z\V
Jbúð fundin - gert kauptilboð.
Þegar seljandi hefur gengið að
tilboði, sækir tiivonandi kaupandi um skuldabréfa-
skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á
fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og
húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna-
veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði
íbúðarinnar.
/VXAAfgreiðsla húsbréfadeildarinnar.
' V _______A Húsbréfadeild metur veðhæfni
ibúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu
væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs.
Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum
kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið
á nafni seljanda.
/\ tCL \Kaupsamningur undirritaður -
L..........\ fasteignaveðbréf afhent
seljanda.
Ibúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér
kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna-
veðbréfið.
Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að
húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl.
og hafa lánsrétt.
HÚSNÆÐISSTOFNUN
RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD
SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVÍK ■ SÍMI • 696900
/\ C. \Kaupandinn lætur þinglýsa
—a kaupsamningnum.
/\ -* \Seljandi lætur þinglýsa
,.V, \ fasteignaveðbréfinu.
/^^B^Seljandi skiptir á fasteigna-
veðbréfi fyrir húsbréf.
\ Greiðslur kaupanda hefjast.
—\ Húsnæðisstofnun innheimtir
afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum.
Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi
fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári.