Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Qupperneq 24
24 Sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. Lögreglan gat í byijun ekki fundið neina vísbendingu um hver hefði myrt Melanie Sage en lík hennar fannst skammt frá skólanum sem hún gekk í morguninn eftir að þar hafði verið haldinn skóladansleikur. Loks fundu tæknimennirnir trefjar sem gátu hugsanlega vísað á morð- ingjann. Ádansleik Ég kem aftur og sæki ykkur klukk- an hálfellefu sagði Avril Keys við dóttur sína Tracy og vinkonu hennar Melanie er hún skildi við þær fyrir framan skólahúsið. Báðar voru stúikumar fiórtán ára og voru í sama bekk. Að auki voru þær nágrannar. Þegar Avril Keys kom til að sækja pær eins og um hafði verið talað beiö Tracy hennar en Melanie var hvergi að sjá. Sagði Tracy viö móður sína að hún hefði síðast séð Melanie um tíuleytið. „Melanie sagði að sér liði ekki vel,“ sagði Tracy, „og vildi ganga út fyrir til að fá sér frískt loft.“ Er Avril Sage spurðist fyrir um Melanie gat enginn vfsað á hana svo hún leit svo á vinkona dóttur hennar hlyti að hafa farið heim. Hvar er Melanie? Á heimleiðinni kom Avril Sage við heima hjá Melanie og ræddi við móð- ur hennar, Doris Sage. Hún sagði að Melanie væri ekki komin heim og varð hrædd þegar hún frétti að dótt- ir hennar hefði horfið af skóladans- leiknum. Hún hringdi þvi til lögregl- unnar til að tilkynna hvernig komið var. Morguninn eftir fann lögreglan lík- ið af Melanie á bak við skólahúsið. Líkskoðun leiddi í ljós að unga stúlk- an hafði verið myrt einhvern tíma milli níu og hálfellefu kvöldið áður. Hafði hún verið kyrkt en ekkert benti til að henni heföi verið kynferðislega misboðið. Löreglan þóttist viss um að fuliorð- inn maður hefði myrt Melanie því greinilegt var að meiri krafti hafði verið beitt er hún var kyrkt en lík- legt gat talist að unglingur hefði búið yfir. Fjöldayflrheyrslur í fyrstu gat lögreglan ekk: fundið neitt sem bent gat til þess hver hefði myrt Melanie. Á staðnum þar sem líkið af henni fannst var ekkert að sjá sem gat varpað ljósi á hver morð- inginn væri. Er tæknimenn rann- sóknarlögreglunnar höföu fengið að skoða líkið lýstu þeir hins vegar yfir því að þeir hefðu fundið trefjar undir nöglunum og í hárinu. Þótti líklegt að þær væru úr teppi. Tilsvarandi teppi fannst hins vegar hvorki í skólahúsinu né neins staöar í ná- grenninu og komst því lögreglan að þeirri niðurstööu að Melanie hefði verið myrt einhvers staðar annars staöar. Tæknimennirnir voru hins vegar ekki á því aö gefast upp. Þeim kom nú til hugar að trefjarnar gætu verið úr áklæði eða teppi í bíl. Var nú leit- að til allra bílaframleiðslufyrirtækj- anna bresku og þau beöin um að senda sýni af sætisáklæðum og tepp- um. Kom loks í ljós að trefjarnar undir nöglum Melanie og í hári hennar voru úr Fird Cortina Ghia sem framleiddur hafði verið á árun- um 1976 til 1979. lOOslíkirbílar reyndust vera í Warrington á Eng- landi en þar gerðist þessi saga. Er athugað var hverjir voru eigendur þessara bíla kom í ljós að Gerry Franklin, sambýlismaður Doris Sag- es, móður Melanie, var einn þeirra. Franklin hafði verið yfirheyrður ásamt Doris Sage er ljóst var orðið að Melanie hafði verið myrt. Hafði Doris þá boriö að sambýlismaður hennar hefði verið heima hjá sér allt kvöldið og hefðu þau verið að horfa á sjónvarp. Hann hefði hins vegar farið út að leita að Melanie þegar hennar var saknað. Franklin var nú yfirheyrður á ný. Þá skýrði hann frá því að hann hefði selt bílinn sinn þremur vikum áður. Doris Sage. Melanie Sage. Gerry Franklin. :-x- * inn hefði ekki þolað hve vel gefin Melanie var og hve vel henni gekk í skóla. Sjálfur hefði hann litla eða enga menntun fengið og í rauninni gæti hann vart skrifað nafnið sitt skammlaust. Jafnframt kom fram að Gerry Franklin og Melanie höfðu rif- ist skömmu áður en hún hélt á dans- leikinn. Nýyfirheyrsla Gerry Franklin var nú enn tekinn til yfirheyrslu. Var honum gerð grein fyrir því að svo mörg sönnunargögn lægju fyrir sem sýndu að hann tengd- ist morðinu að best væri fyrir hann að játa. Hann neitaði þó ákaft að bera nokkra ábyrgð á dauða Melanie og sagðist aöeins hafa verið að selja heróín kvöldið sem hún var myrt. Hann var þá beðinn að benda á ein- hvem sem gæti staðfest að hann hefði keypt af honum heróín þetta kvöld en það gat hann ekki gert. Ekki tókst lögreglunni að fá Franklin til að segja hvar hann fengi það heróín sem hann seldi eða hveij- ir væm viðskiptavinir hans og þótti það aö nokkru skiljanlegt þar eð slík uppljóstrun gat kostað grimmilega hefnd. Var sambýlismaður móður Melanie nú kominn í mikla klípu. Gerry Franklin játar Er yfirheyrslan hafði staðið enn um hríð gafst Franklin skyndilega upp. Sagðist hann hafa verið búinn að rífast við Melanie og hefði hann ekið til skólans til að ræða við hana því hann hefði ætlað sér að reyna að koma aftur á friði milli þeirra. „Þegar ég kom að skólanum gekk hún fram og til baka fyrir utan,“ sagði hann. „Hún sagði að sér væri óglatt og,vildi fara heim. Er hún var komin upp T bílinn hjá mér ók ég á fáfarinn staö til að ræða við hana. En þegar ég stöðvaði bílinn rak hún upp óp og sagði að ég ætlaði ábyggi- lega að nauðga sér. Ég hafði ekki hugsað mér að legga hendur á hana en nú sat hún þama í bílnum hjá mér og hefði einhver gengið fram hjá hefði hann getaö haldið að ég ætlaði að nauðga henni. Ég missti stjórn á mér og augnabliki síðar var ég búinn að kyrkja hana.“ Hún hvarf af skóladansleiknum Sagðist hann hafa auglýst hann í einu dagblaöanna og selt hann síðan manni sem hefði viljað kaupa hann. Er leitað var að auglýsingunni fannst hún ekki. Viðurkenndi Franklin þá að hann hefði sagt ósatt um söluna. Heföi hann gert það af því hann hefði í raun selt bílinn manni í Liverpool og hefði ætlunin verið að láta söluna ekki koma fram á skattskýrslu. Kaupandi bílsins reyndist vera bifvélavirki í Liver- pool, Sid Pilcher að nafni. Hann sagði hins vegar að Gerry Franklin hefði komið til sín hálfum öðmm mánuði áður en ekki þremur vikur áður eins og hann hafði haldið fram við lög- regluna. „Hann bað mig um að fara með bílinn til partasala og láta rífa hann,“ sagði Pilcher. „Og fyrir þetta bauð hann mér dáhtla fjárupphæð.“ Pilc- her tók við fénu en ákvaö að gera bíhnn upp. Var hann því enn á bíla- stæðinu hjá verkstæði hans. Rannsóknarlögreglumennimir gerðu nú samkomulag við Pilcher. Þeir sögðust ekki myndu skipta sér af „gruggugum" bílaviöskiptum hans ef hann fengist til að bera vitni um það sem gerst hafði. Féhst Pilc- her þegar á þaö. Bíllinn rannsakaður Nokkru síðar var komið meö bhinn til Warrington og þar tóku tækni- menn þá th óspilltra málanna. Leiö ekki á löngu þar til þeir gátu staðfest að trefjamar sem fundist höfðu und- ir nöglum og í hári Melanie væm úr bíl Gerrys Franklin. Jafnframt sögð- ust þeir hafa fundið slitrur úr trefh hennar í farangursgeymslunni á bílnum. Er Franklin var á ný tekinn til yfir- heyrslu gat hann ekki gefiö neina skýringu á því hvað Melanie hefði verið að gera í farangursgeymslunni á bíl hans. En hvers virði var fjarvistarsönn- unin sem byggðist á framburði Doris Sage, móður Melanie? „Hvers vegna varstu að hlífa hon- um, manninum sem allt bendir th að hafi myrt dóttur þína?“ spurðu rannsóknarlögreglumennirnir þegar þeir tóku hana til yfirheyrslu á ný. Doris Sage gerirjátningu Er spumingin hafði verið lögð fyrir móður Melanie brast hún í grát. „Ég laug af því hann bað mig um það,“ sagði hún. „Hann var ekki heima allt kvöldið. Hann fór út um sjöleytið og kom ekki heim fyrr en um hálfell- efu. Hann sagðist hafa verið að gerar „þetta venjulega". Doris Sage sagði að það merkti að hann hefði verið að selja heróín en það heföi hann gert utan vinnutíma th að drýgja tekjur sínar. „Hann notaði það þó ekki sjálfur," bætti hún viö. Doris skýrði nú frá því að Gerry Franklin og dóttur hennar hefði komið illa saman. Sambýhsmaður- Undarleg tilviljun Franklin skýrði síðan frá því að fyrst á eftir hefði hann ekki vitað hvað hann ætti að gera af líkinu sem hann hefði verið búinn að koma fyr- ir í farangursgeymslunni. Heföi hann því ekið heim með það en þá hefði hann fengið að vita hjá Doris að leit væri að hefjast að Melanie. Hefði hann þá boðist th að fara að leita og notað tækifærið til aö kasta líkinu á lóöina á bak við skólann. Síðan hefði hann losað sig við bíhnn því hann hefði óttast aö fyndi lögregl- an hann fyndust einhver sönnunar- gögn gegn sér. Það má því teljast undarleg tilvhj- un aö Pilcher bílaviðgerðarmaður skyldi hætta við að láta rífa bílinn sem Franklin seldi honum. Hefði hann ekki ákveðið að gera hann upp til að hagnast hefði líklegast aldrei tekist að sanna morðið á Gerry Franklin sem gengi að öhum líkind- um laus nú en sæti ekki á bak við lás og slá th margra ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.