Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Page 26
Biðin styttist: Og allir fá þá eitthvað fallegt... Jólastemmningin í borginni hef- ur verið geysimikil undanfarna daga og vart hefur farið fram hjá neinum að hátíð ljóss og friðar er framundan. Verslunarfólk hefur líklegast fundið mest fyrir álaginu þvi mjög mikið hefur verið að gera í verslunum allan þennan mánuð. Þó allra mest síöustu daga eins og venja er vikuna fyrir jól. í Kringl- unni sl. laugardag var svo troöið að nánast ómögulegt var að ganga um með barnavagn og voru víst margir sem flúðu vegna erilsins. í dag er lengsti dagur hjá verslun- armönnum á þessu ári og víst er að nóg verður að gera í dag. Marg- ir, sérstaklega karlmenn, hafa það fyrir sið að fara ekki í verslanir fyrr en á Þorláksmessu og kaupa þá gjöf handa sinni heittelskuöu. Bömin eiga erfiðan dag fyrir höndum. Aöfangadagur er líkleg- ast lengsti dagur á hveiju ári í þeirra huga. Þó hefur sjónvarpið stytt þeim stundir en áður en það kom til sögunnar árið 1966 var bið- in oft svo löng að lítil krili lögðust til svefns eftir hádegi einungis til að láta daginn líða. Leyndarmál barnanna í desember er afar skemmtilegt að fylgjast með bömunum, kannski mest þeim sem trúa ekki á jóla- sveininn en trúa samt. Skórinn er settur út í glugga á hverju kvöldi og í sumum gluggum eru það heilu vaðstígvélin sem bíða þess að sveinki komi. Lítill snáði, sem er hættur að trúa á jólasveina en vill samt græða, skrifaðijólasveininum bréf. Þannig hljóðaöi það: „Kæri jóli. Vilttu vera svo góður að gefa mér hundraðgall í skóinn. Ekki þinn vinur Steini.“ Svo er það litla stúlkan sem fékk slíkt dálæti á Hemma Gunn. að hún bætti nafni hans ávallt aftan við sitt. í desember kom nýtt átrúnað- argoð til sögunnar, jólasveinninn, og nafnið breyttist. Annað er mjög merkilegt með bömin. Þau sem eru í leikskóla búa til jólagjöf handa foreldmm sínum og svo er einnig meö þau sem eru í barnaskóla, ekki dettur þessum litlu krílum í hug að segja frá hver gjöfin sé. Það er alveg sama hvað reynt er að plata upp úr þeim, svar- ið er: Þú átt ekki að vera svona forvitin, þú sérð það á jólunum. Það er augljóst að fóstrur og kennarar hafa einstakt lag á að gefa börnun- um heilræði í sambandi við leynd- armál. Sumir gleyma sér Svo era það jólakortin. Gamall siður segir að adls ekki megi opna Hvaöa bók ætlf hann langi mest aö fá I jólagjöf? Jólasveinninn setur svip sinn á lifið i desember - sumir trúa alls ekki, aðrir eru smeykir og enn aörir eign- ast nýjan aódáanda. þau fyrr en á aðfangadag og víst er að margir halda í þann sið. Svo era aðrir sem geta ekki á sér setið og laumast til að kíkja - það getur alltaf komið upp sú staða að ein- hver hafi gleymst. Skemmtilegustu jólakortin eru þau sem í er skrifuð einhver orðsending, endurminning eða vísa og sumir era snillingar í slíku. Hefðbundiö er þó þetta venjulega: Gleðileg jól, gott og far- sælt nýtt ár, meö þökk fyrir allt liðið - Siggi, Jóna og börnin. Þetta þekkja víst allir. Sennilega era flestir búnir að kaupa jólatréð en alltaf eru ein- hverjir seinir ár hvert. Þannig hef- ur t.d. alltaf komið fyrir í einni stærstu blómaversluninni hér í borginni að einhver grátklökkur lemur og ber dyrnar klukkan íjög- ur og spyr hvort nokkurt jólatré sé eftir. Oftast er hægt að bjarga málum enda sagði eigandi verslun- arinnar aö það lægi viö að þyrfti slysavakt til klukkan sex á að- fangadag til að bjarga þeim sem „gleyma sér“. Sjálfsagt kemur þetta líka fyrir með jólagjafimar hjá einhveijum en við skulum vona að engir gleymi sér þetta árið. í erlendu blaði birt- ist um daginn grein fyrir þá sem eru á síðustu stundu að kaupa jóla- gjafir. Þar var sagt að ef þú værir í erfiðleikum með að finna eitthvað og tíminn að renna út væri alltaf hægt að bjarga sér með því að kaupa nærbuxur og sokka. Hver þarf ekki á slíku að halda? Mest um vert er aö enginn fari í jólaköttinn. Jörð er orðin hvít og í kvöld sjáum við fallega skreytt jólatré við stofuglugga. Hvað er fallegra og friðsamlegra? Er ekki desember skemmtilegur mánuður? Gleðileg jól. -ELA Það var ekki heiglum hent að reyna aö komast áfram i Kringl- unni sl. laugardag. Skyldi það vera verra i dag? Sumir fá litla pakka, aðrir mjög STÓRA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.