Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Page 29
37 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. því aö börnin voru svo lítil var hún sama sem kyrrsett. Þrátt fyrir end- urteknar tilraunir fékk hún ekki aö fara fyrr en nú. Það var vegna þeirra tilslakana sem orðið hafa í Eystrasaltslöndunum undanfarnar vikur að hún fékk skyndilega ferðaleyfí og lagði af stað ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Heil nótt í yfirfullri lest Irena varð svo aö standa heila nótt í yfirfullri lest en hún fór til Berlínar og þaðan til Frankfurt. Það ferðalag tók tæpan sólarhring. Hún kom löngu á undan Anítu systur sinni til Þýskalands eða þann 15. nóvember síðastliðinn. Þá var fólksstraumur hvað mestur frá Austur-Þýskalandi og vestur yfir. í Austur-Berlín urðu þau að skipta um lest og sú sem þau þar tóku var yfirfull af fyrrgreindum ástæðum. í henni var engin sæti að fá og því þurftu þau að standa upprétt alla leiðina til Frankfurt eða frá því klukkan tvö um nóttina til sjö um morguninn. Löng biö í Hamborg Aníta lenti líka í ferðaraunum. Flugvélin gat ekki lent í Hamborg eins og ráð var fyrir gert. Þar höfðu dóttirin og tengdasonurinn beðið eftir henni en gáfust síðan upp á biöinni og fóru heim. Hún var send með rútu til Hamborgar og kom þangað um íjögurleytið að nóttu til. Á brautarstöðinni mátti hún bíða í eina og hálfa klukkustund, og enginn annar nærri, utan einn rónaræfill. Hún komst því ekki fyrr en 13 klukkustundum of seint á ákvörðunarstað. Er þetta systir mín? „Það var alveg ótrúleg tilfinning sem greip mig þegar ég hitti systur mína,“ sagði Aníta eftir endurfund- ina. „Ég vissi auðvitað að þetta var systir mín og var ákaflega glöð að hitta hana. En á næsta augnabliki hugsaði ég: „Guð minn góður, ég þekki þessa konu ekkert.“ Við vor- um ekki nema rúmlega tvítugar þegar leiðir skildi og síðan höfum við auðvitað breyst heilmikiö. Ef við hefðum ekki sent hvor annarri myndir en hist óafvitandi á götu þá hefðum við ekki þekkt hvor aðra.“ Ólík kjör Þær búa við ólík kjör, systurnar. Irena býr með dóttur sinni og tengdasyni í pínulítilli 2ja her- bergja íbúðarkytru í Litháen. Þar hafa þau búið í tvö ár en sofa þó enn á gólfinu. Þau hafa enn ekki fengið úthlutað rúmum, hvað þá öðrum húsgögnum, en eru á bið- hsta. Síma hafa þau engan. Versl- anir eru meira og minna tómar, segir Irena. Það þarf að standa í langri biðröð til aö fá matvæh, t.d. kjöt, og fær hver og einn aðeins kfió í senn. Eitt htið sápustykki og smápakka af uppþvottadufti fær hvert heimili mánaðarlega og er svo einnig með aðrar hreinlætis- vörur, séu þær á annað borð til. Tannkrem er tfi að mynda ófáan- legt. Keyptu gamlan bíl Fatnaður er mjög dýr og öh fram- færsla. Áfengi er sjaldséð, enda þarf að standa í biðröð heilu og hálfu dagana ætli einhver að ná sér í dropa, auk þess sem það er mjög dýrt. Þetta notfærir gamla fólkið sér, er mætt fyrir aUar aldir á morgnana og selur svo afrakstur- inn miklu dýrara á svörtum mark- aöi seinni partinn. Egg, ostur, ávextir og annað það sem okkur þykir sjálfsagt á borðum hér þekk- Systurnar loksins saman eftir 47 ára aðskilnað. ist aUs ekki í heimalandi Irenu. Tengdasonurinn hafði notað tæk- ifærið nú þegar hann komst loks yfir tfi Þýskalands og keypt sér eU- efu ára gamlan, þýskan bíl. Bílinn ætlar hann að selja þegar hann kémur heim, kaupa sér rússneskan í staðinn og nota mismuninn tfi að kaupa hin langþráðu rúm sem enn hafa ekki fengist. Þetta er paradís Ekki höföu þau hug á að kaupa nein matvæU, þótt það væri freist- andi, því þau óttuðust að lenda í tollinum. Þannig hefðu þau getað haldið áfram að segja frá heimi sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur hvemig er. Þau kváðust þó ala þá von í brjósti ásamt löndum sínum að ástandið færi batnandi innan tíðar því að ýmis teikn þess efnis væru á lofti. Eystrasaltslönd- in, Eistland, Lettland og Litháen, sem verið hafa undir yfirráðum Rússa síðan eftir stríð, eygja nú loksins von um að geta brotist und- an því oki. Þjóðirnar þijár berjast nú fyrir sjálfstæði sínu undir einu merki. En látum Irenu eiga síðasta orðið, er hún var spurð hvemig henni Ut- ist á sig í Vestur-Þýskalandi. Þá svaraði hún: „Þetta er ekki land. Þetta er paradís." Jóhanna S. Sigþórsdóttir DV, Vestur-Þýskalandi Myndir: Hjalti Jón Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.