Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Qupperneq 34
42 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. /)"r H3r;Vl! ,T. 'f ífWif.uArinA eingöngu til okkar félaganna en ekki til allra hinna sem voru að hlusta á jólaræðu hans. Viö skild- um hvernig kristið hugarþel sam- einar, þrátt fyrir hvers konar múra, sem sundra. Við vorum óvinir í þessu landi en eins og bræður sátum við hér á þessari stundu. Þeir sungu þekkta jóla- sálma um fagnaðarboðskap jólahá- tíðarinnar og heilaga nótt. Og við sungum með. Þegar kirkjudymar voru opnað- ar kom presturinn tU okkar og ósk- aði okkur gleðilegra jóla með handabandi. Næstum alhr við- staddir þrengdu sér aö okkur, tóku í hendur okkar með ósk um gleði- leg jól, ýmist á dönsku eða þýsku. Ég gat ekki lengur stillt mig. Ég var svo hrærður að tár runnu niður vanga mína. Hérna voru menn eins og ég og þú, sem sáu ekki lengur einkennisbúninga, bara bræðurna sem í þeim voru. Þetta var eins og draumur þegar allur söfnuðurinn gekk fram hjá okkur og við gengum síðastir út úr kirkjunni. Við gátum ekki kom- ið upp nokkra orði en báðir þurft- um við mikið að notavasaklútana. Hægt og djúpt hugsandi gengum við í gljúpum snjónum meðan óm- ur kirkjuklukknanna ijaraði út bak við okkur. Hvað okkur báða snerti var þetta í síðasta skipti sem við sáum jóla- tré. Wolfgang féll síðar í fylkingar- brjósti en handsprengja bhndaði mig. (Þessi frásögii K.E. Pátzeldt birtist 1987 í Arbók blindingja úr stríðinu. Þýtt úr Monato, erperantoblaði. Stefán Sigurðs- son.) Kóka kóla breytti jólasveininum Gömlu íslensku jólasveinarn- ir heyra sögunni til og eru í augum flestra bama eins og hveijir aðrir leppalúðar þar sem þeir birtast okkur t.d. í Þjóðminjasafninu eða sem styttur í Sjónvarpinu. Rauð- klæddi góðlegi jólasveinninn er sá sem bömin trúa á og hann er hvorki grimmur né þjófóttur eins og þessir sem fyrri kyn- slóðir fengu að kynnast. Rauðklæddi j ólasveinninn, eins og hann birtist okkur í 1 > dag, er í raun afrakstur sölu- mennsku. í Bandaríkjunum var jólasveinninn lítill skrýtinn álf- ur allt fram til þess dags að auglýsingateiknari Kóka kóla fyrirtækisins, Haddon Sund- blom, útbjó auglýsingu árið 1931 þar sem hann teiknaði góð- legan, feitan og afalegan karl í rauðum búningi með dökkt breitt belti og mikið hvítt skegg. Þessi nýi jólasveinn hélt á glasi með kóki í og var hinn ánægð- astiásvip. Eins og við manninn mælt varð áhrifamáttur auglýsingar- innar slíkur að uppfrá þeim degi nánast breyttist sveinki úr litla skrýtna álfinum í þennan stóra myndarlega og góðlega mann. Haddon Sundblom hafði einnig áhrif á kvikmyndafram- leiðslu þar sem þessi nýi j óla- sveinn fór að láta á sér bera. Máttur auglýsinga er mikill eins og oft hefur sannast en hver gæti til dæmis trúað að Rudolph með rauða nefið væri einnig afrakstur auglýsingar en svo er einmitt. Síöar var búið til lag um þetta kvefaða hrein- dýr og síðan hefur hann sprot- , tiðuppumhverjólogalltaf með sama rauða nebbann. Jólasveininum verður varla breytt upp frá þessu enda eru líklegast flestir sammála um að betra sé að hafa hann sem góð- legan afa en illkvittinn þj óf. -ELA Elsta jólasveinaauglýsing Kóka kóla og auk þess sú sem gjörbreytti ímynd jólasveinsins. Sveinki hafði verið lít- III, skrýtinn álfur en varð í höndum auglýsingateiknara Kóka kóla að vin- gjarnlegum, feitum og góðum afa. Þannig hefur hann verið síðan, að minnsta kosti í Ameríku. Þessi aug- lýsing er frá árinu 1931. Eins og sést á þessum myndum hélt Kóka kóla uppteknum hætti og gamli sveinki birtist um hver jól. Erekki einmitt sá gamli í sjón- varpsauglýsingu fyrir- tækisins fyrir þessi jól. Það var 24. desember árið 1943 í dönsku þorpi. Allt var hulið snjó. Karlar og konur voru enn á ferð til að gera síðustu innkaup fyrir jólin. Hér og þar.sást kona á heim- leið með stóra köku frá bakaran- um. Allir virtust vera í jólaskapi. Allt þetta minnti okkur, þýska her- menn, á liöna tíð. í herdeildinni hafði -hefðbundin jólaathöfn farið fram, en hún hafði lítið snert okk- ur. Okkur félagana, Wolfgang og mig, langaði að finna til þess, að nú var aðfangadagur jóla. í þorpinu var lítil kirkja, kannski frá fimmt- ándu öld. Við ákváðum að fara þangað, hvort sem það væri leyfi- legt eða ekki. Það mun hafa verið um klukkan 16, sem við komum að kirkjunni. Ekki vissum við, hvenær messa ætti að fara fram. Enginn maður var sjáanlegur, eng- ar dyr opnar, allt var hljótt. Hvað áttum við að gera? Loks áræddi ég að koma við hina þungu klinku, og gamla timbur- hurðin hrökk upp á gátt. Og brátt stóðum við í kirkjuskipinu. Vinstra megin fyrir framan okkur stóð predikunarstólhnn rétt eins og í þorpskirkjunni heima. í hverju horni stóð grenitré. Milli þeirra var jatan, ímynd hinnar heilögu nætur. Við þorðum varla að anda. Okkur fannst við vera heima, en allt var svo einkennilegt. Allt í einu ávarpaði okkur gömul kona, sem kom úr skrúðhúsinu. Hún hélt á löngu logandi kerti. Hún talaði dálítið þýsku og tók eftir hvað við vorum ringlaðir. Hún ósk- aði okkur vingjarnlega gleöilegra jóla og bauð okkur að vera við messuna. Því næst fór hún að kveikja á jólatrénu. Ég flýtti mér til hennar og tók af henni kertið. Hún staröi á rrtig stórum augum með hræðslu í svipnum, mig, her- manninn. En brátt breyttist augna- ráð hennar og varð geislandi af gleði, þegar hún skildi að ég ætlaði að framkvæma verkið fyrir hana. Ég var svo niðursokkinn við að kveikja á kertunum, að ég tók ekki eftir því aö kirkjan fylltist smátt og smátt. Þegar ég hafði lokið verk- inu og sneri mér við, sá ég, að margir bekkirnir voru fullsetnir af fólki, sem horfði vingjarnlega til mín. Félagi minn sat á fimmta bekk mitt á meðal heimamanna. Mjög vandræðalegur rétti ég konunni kertið og settist á auðan bekk. Nokkrir Danir stóðu þá upp, sett- ust hjá mér og ávörpuðu mig en því miður gat ég ekki svarað. En ég vissi að þetta var sagt í vinsemd. Nákvæmlega klukkan 17 hófst messan. Presturinn leit til skiptis á Wolfgang og mig. Ég skildi htið af ræðunni en mér virtist hann tala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.