Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Síða 43
LAUGAKDAGUR 23. DKSEMBEK 1989. : 51 í fjársjóðsleit Við lestur á íslendingasögum fer ímyndun- araflið oft af stað og getur spunnið af sér margháttuð ævintýri. Úr þessum ævintýrum verða svo stundum til skemmtilegar bækur eins óg Silfur Egils. Þannig æxlast bækur af bókum. Gunnar, sem er á fjórtánda ári, og Snorri bróðir hans, sem er níu ára, eru á ferð með foreldrum sínum í París þegar þeir fyrir til- viljun rekast á merka ferðabók frá síðustu öld. í bókinni er ýmislegt forvitnilegt um forna sögustaði á íslandi og örlagaþræðir bræðranna fara brátt að spinnast á óvæntan hátt. Það rifjast upp sagan um Egil Skalla- gríms^on og ýmsar spurningar vakna? Var hann í rauninni nokkurn tíma til? Er sagan um hann skáldverk eitt eða er óhætt að trúa henni? Gengur Egill kannski aftur? Glaðbeitt frásögn af mannlegum samskipt- um gerir þetta skáldverk lifandi og skemmti- Bókmenntir Anna Hildur Hildibrandsdóttir legt. Af hverju heitir það matarsmekkur þeg- ar mamma vill ekki fara á hamborgarastað en matvendni þegar strákarnir vilja ekki borða einhverja baunarétti? Hvað er svona fínt viö krotið í þessari gömlu bók þegar bókakrot er yfír höfuð bannað? Og hver er munurinn á kúk- og pissbröndurum, sem þeir bræðurnir segja, og einhverjum klósett- húmor á mynd sem mamma og pabbi kaupa? Fullorðna fólkinu tekst alltaf að rökstyðja allt á ótrúlegan hátt. Það er líka jarðbundið og krefst skýringa á öllu. ímyndunaraflið leikur hins vegar lausum hala hjá bræðrun- um og leiðir þá út í ótrúlegt ævintýri. Höfundurinn fléttar hér saman sögu úr nútímanum og atviki úr Egilssögu þannig að úr verður óvænt spennusaga. Sigrún Dav- íðsdóttir kann líka vel til verka. Hún skapar spennu með því að hægja á frásögninni, not- ar tilvísanir og fyrirboða. Spennan er stig- mögnuð en aldrei neitt gefiö fyrirfram. Hér er á ferðinni vönduð og metnaðarfull saga og þótt hún sé flokkuð sem unglinga- saga á hún fullt erindi til allra sem kunna að meta góðar bókmenntir. Vonandi heldur Sigrún áfram á sömu braut. Ég hlakka alla vega til að fá meira að heyra. Sigrún Daviðsdóttir: Silfur Egils. Almenna bókafélagið — 1989. Merming Sigrún Davíðsdóttir. Þorgrímur Þráinsson Hetjudraumar í bókinni Með fiðring í tánum fylgjast les- endur með þroskasögu Kidda yfir sumartím- ann. Hann er mikill áhugamaður um fótbolta og æfir með Æskunni. Reyndar er hann nokkuð glataður til að byrja með en alveg staðráðinn í því að verða meistari. Hann veröur að segja skilið við liðið sitt yfir sumar- tímann þegar hann fer í sveit hjá afa sínum og ömmu. Honum þykir það súrt í broti en er staðráðinn í að láta það ekki hafa áhrif á sig og æfir sig af kappi. Hann spilar fótbolta með sveitaliðinu, sveiflar sér í köðlum í hlöð- unni, hleypur og gerir hvað eina það sem getur gagnast honum í þeim ásetningi að verða meistari í fótbolta. í sveitinni gerast líka ýmis ævintýri. Ástin gerir vart við sig, töffararnir í sveitinni láta finna fyrir sér og Tryggvi vinur Kidda kemur í heimsókn. Kiddi læðist ásamt vinum sínum upp á dularfullt kirkjuloft til að athuga hvort krassandi þjóðsaga á við rök að styðjast og rúnturinn meö elskunni er farinn á traktor. Þegar líður að hausti fer Kiddi aftur til Reykjavíkur. Hann er stæltur og sterkur eft- ir sveitaveruna og slær í gegn í síðasta leik Æskunnar þetta sumar. Bólcmenntir Anna Hildur Hildibrandsdóttir Sagan um Kidda er fyrsta bók Þorgríms Þráinssonar. Þorgrímur þekkir vel þann heim sem hann er að lýsa og gerír honum góð skil um leið og hann fléttar ágætis sveita- sögu saman við. Sagan er einlæg og skemmti- leg og það er það besta við hana. Það versta við hana er hins vegar að hún er hroðvirknis- lega unnin. Þótt textinn komi öllu sínu til skila hefði höfundur mátt fága hann betur. Þaö verður svo ekki hjá því komist að gagn- rýna afleitan prófarkalestur og illa unnið umbrot sem veldur því að texti situr skakkur á síðum æði víða í bókinni. Best er kapp með forsjá. Þessi hroðvirknislegu vinnubrögð eru leiðinlegt lýti á annars góðu verki. Meö fióring í tánum. Þorgrimur Þráinsson. Frjálst framtak hf. 1989. Viðtöl við Havel Þetta er samtalsbók, um ævi og viðhorf þess manns sem vísast verður nýorðinn for- seti Tékkóslóvakíu þegar þessi pistill birt- ist. Tékkneski útlaginn Karel Hvizdálá spurði, en Havel svaraði. En þetta er ekki ein af þeim bókum sem er tekin upp á segulband á einni viku og skrifuð upp eftir því á tveim- ur. Havel er frægur fyrir vandvirkni og tók sér langan tíma í að skrifa svörin. Bókin er samin á árunum 1985-6, en kom út á dönsku nú í haust. Ekki get ég dæmt um þýðinguna, en textinn er prýðilegur aflestrar, í senn nákvæmur og auðskilinn. Havel rekur ævi sína í stórum dráttum. Hann fæddist í október 1936, var semsé tólf ára við valdatöku kommúnista 1948. Þá átti fjölskylda hans að flytja frá Prag, því hún var af borgarastétt, og nú áttu böm úr verka- lýðsstétt að sitja fyrir skólagöngu. Havel fór þá að vinna í verksmiðju, en þar með öðlað- ist hann rétt til að sækja kvöldskóla. Erfitt var fyrir hann að fá að læra það sem hann mest langaði til, bókmennta- og leikhús- fræði. En það er nú svipað og hjá t.d. dönsk- um ungmennum nú á dögum. Hann fór að vinna sem sviðsmaður hjá litlu leikhúsi og kynntist þar vel hvers kyns leikhússtarfsemi og viðbrögðum áhorfenda. Þar fór hann fyrir alvöru aö semja leikrit en það hefur verið aðalstarf hans síðan. Fyrsta leikrit hans var flutt þegar hann var 27 ára, 1963, en allt frá gagnbyltingunni í ágúst 1968 hefur verið bannað að flytja verk hans í Tékkóslóvakíu, en þau hafa verið leikin víða erlendis. Það er fróðlegt að lesa greinargerð Havels fyrir því hvernig hann fór að því að semja leikrit, Bókmermtir Örn Ólafsson án þess að sjá þau nokkurn tíma flutt, áratug- um saman. Engin hetjusaga Havel hefur verið ódeigur að segja skoðan- ir sínar, allt frá því að hann kom fyrst fram á rithöfundafundi, um tvítugt. Fyrir bragðið hefur hann verið fangelsaður hvað eftir ann- að undanfarin tuttugu ár, lengst í fjögur ár, 1979-83, og enn fjóra mánuði sl. vor. Þetta var umbun fyrir stjórnmálastarf Havels sem hann segir rækilega frá í bókinni, bæði skipulagningu einstakra mótmælaaðgerða, og þó einkum frá starfi Charta 77 sem hann var helsti leiötogi fyrir. Þau samtök voru stofnuð eftir Helsinkisáttmálann og hafa ekki annað gert en að mótmæla brotum tékk- neskra stjómvalda á þessum sáttmála sem þau höfðu sjálf undirritað. Þetta er engin hetjusaga, Havel segir skil- merkilega frá veikleikum sínum eins og öðru og rekur einnig hvað var í húfi hverju sinni hvað það hefði getað kostað að bregðast öðru- vísi við. Þannig leiðir hann rök að því að með meiri óbilgirni hefðu tékknesk stjórn- völd vel getað hindrað innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna haustið 1968. í þessu sambandi segir hann einnig frá ritdeilu sinni um þetta mótmælastarf viö Milan Kundera (höfund skáldsögunnar Óbærilegur léttleiki tilver- unnar). Kundera sagði að það þýddi ekkert, föngum yrði ekki sleppt þótt Charta 77 safn- aði undirskriftum til að krefjast þess, og því væru þessir mótmælendur bara að auglýsa sjálfa sig með þessu. - Lesendur DV hafa væntanlega heyrt þetta viðhorf áður. - En Havel svaraði því tíl, að þessar mótmælaað- gerðir hefðu leitt tíl stöðugra framfara í mannréttindum, með því að þrengja að stjómvöldum, virkja æ stærri hluta almenn- ingsálitsins gegn þeim. Þau orð sýnast mér hafa sannast á síðastliðnum vikum, friðsam- leg byltíngin í nóvember byggðist vitaskuld á margra ára starfi við að stappa stálinu í almenning. Bölsýni Þessi stjórnmálafrásögn er stórfróðleg, en ekki er síður varið í hugleiðingar Havels um ritstörf sín. Hann byrjaði í leikritun fárán- leikans. Hér er merkileg greinargerð fyrir því hve mikilvægt hljómfallið sé í leikritum hans, og er þá viðbúið að það skili sér ekki alltaf vel í þýðingum. Ég hefi aðeins séð eitt leikrit hans, Opnun myndlistarsýningar (Vernissage). Mér fannst það ekki stórmerki- legt, það beindist mest að því að afhjúpa stéttaandstæður meðal hsta- og mennta- manna í Tékkóslóvakíu, og afleiðingar þess, efnislega og andlega að beygja sig fyrir stjómvöldum eða hafna því. Havel hafði m.a. verið legið á hálsi fyrir að vera óþarflega nærgöngull við einkalíf vina og ættingja í leikritum sínum. Hann svaraði því til, að hann afhjúpaði ekki síður eigið einkalíf í leikritunum, enda hefði skáld fyrst og fremst skyldum að gegna við verk sitt, efnið yrði Václav Havel. að fá að þróast að eigin hætti. Ennfremur undraðist fólk bölsýnina í mörgum leikrit- anna, og fannst hún í einkennilegri mótsögn við stjórnmálastarf Havels því verkin sýndu hvergi vonarglætu né jákvæðan valkost. Havel svaraði á þá leið að „fyrirmyndar- hetjan“ í hans verkum væri áhorfendur sjálf- ir. Frammi fyrir magnaðri illskunni á sviði hljóti þeim að hugkvæmast valkosturinn, hið góða. „Ef ég sýni það á sviðinu, tek ég frá áhorfendum möguleikann á að skapa þennan valkost, en einungis sem sköpunarverk þeirra getur hann haft gildi.“ Hér er semsé sami lýðræðisandinn sem í stjórnmálastarfi Havels. Hann telur sig ekki vera sósíalista, eftír allt sem á undan er geng- ið, hafnar þó auðvaldskerfinu, en hitt er augljóst að hann er byltingarmaður. Václav Havel: Fjernlorhor (241 bls.) Gyidenda! 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.