Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Page 4
Fréttir
Stöðug fjölgun afbrotamanna 1 Reykjavik:
Á þriðja þúsund
innbrot og
þjófnaðir á árinu
' - líkamsmeiðingum íjölgaði um fímmtán prósent
Rösklega tvö þúsund innbrot og
þjófnaðir voru tilkynntir til lög-
reglunnar í Reykjavík á árinu sem
er að líða. Á síðustu fiórum mánuð-
um ársins í fyrra voru framin 363
innbrot í Reykjavík sem voru til-
kynnt til lögreglunnar. í ár eru inn-
brotin orðin um 390 - þaö þýðir
aukningu um sjö prósent miðað við
þessa fjóra mánuði. Þessar tölur
benda til sömu þróunar og hefur
verið á síðasta áratug: stöðug fjölg-
un afbrota og veruleg fjölgun fanga
að sama skapi.
Samkvæmt samanburði DV og
lögreglunnar í Reykjavík hefur lík-
amsmeiðingum í borginni fjölgað
um fimmtán prósent á milli ára. í
fyrra voru skráðar líkamsmeiöing-
ar vegna ofbeldisverka 353 en eru
orðnar 406 í ár. Er þá aðeins átt við
þær líkamsmeiðingar, átök og ár-
ásir sem eru tilkynntar til lögregl-
unnar. Miðað við tölur og upplýs-
ingar frá slysadeild Borgarspítal-
ans er talið að ofbeldisverk séu fjór-
um til fimm sinnum fleiri en þessar
tölur gefa til kynna.
Langstærsti hluti líkamsmeið-
inga er framinn á skemmtístöðum
eða í heimahúsum. Líkamsárásir,
átök, ryskingar og ofbeldi, sem eiga
sér stað utanhúss, eru í minnihluta
af heildarfjölda ofbeldisverka sem
framin eru í Reykjavík. Um tveir
þriðju hlutar líkamsmeiðinga, sem
eiga sér stað utanhúss, verða í eða
við miðborgina.
Ómar Smári Ármannsson hjá
forvamadeild lögreglunnar segir
að fjölgun um tilkynntar líkams-
meiðingar eigi meðal annars rætur
sínar að rekja til aukinnar umræðu
um þessi málefni að undanfórnu.
„Á síðustu tíu áram hefur verið
töluverð stígandi í fjölda afbrota,
þeim fjölgar jafnt og þétt en þó án
stökkbreytinga," sagði Ómar
Smári.
Hann segir að svokölluðum gist-
ingum í fangageymslum lögregl-
unnar í Reykjavík virðist hafa
fækkað í ár sem og undanfarin ár.
„Orsökin er sennilega sú að tekin
var upp sú stefnuhreyting fyrir
nokkrum árum að aka fólki heim
eins og kostur er. Auk þess er nú
virkt samstarf á milli lögreglu,
borgarlæknis og meðferðarstofn-
ana til þess að koma í veg fyrir að
sömu aðilar lendi oftar hjá lögregl-
unni,“ segir Ómar Smári.
-ÓTT
Kjararannsóknanefnd:
Fjögur prósent
kaupmáttarrýrnun
- frá öörum ársfjórðungi 1988 til sama tíma í ár
Kaupmátturinn hefur rýrnað um
fjögur prósent frá öðram ársfjórð-
ungi 1988 til sama tíma á þessu ári,
samkvæmt útreikningum Kjara-
rannsóknanefndar. Á þessum tíma
hækkaði tímakaup um 17 prósent en
framfærsluvísitala um 21 prósent.
Mest hefur skerðingin orðið hjá
verkamönnum. Hjá þeim hefur
kaupmátturinn minnkað um 7,8 pró-
sent. Laun þeirra hækkuðu 11,9 pró-
sent í krónum talið. Hjá verkakonum
er rýrnunin 7,5 prósent. Það era að-
eins skrifstofukonur sem hafa aukið
kaupmátt sinna launa. Kaupmáttur
þeirra hefur aukist um 3,3 prósent.
Laun skrifstofukvenna jukust um
25,5 prósent í krónum talið. Kaup-
máttur skrifstofukarla hefur dregist
saman um 1,2 prósent.
Verkamenn vinna mest allra, 50,9
klukkustundir að meðaltali á viku.
Iðnaðarmenn unnu að meðaltali 47,9
klukkustundir. Afgreiðslukarlar
46,8. Afgreiðslukonur unnu að með-
altali 46,6 klukkustundir.
Vinnutími hefur aukist hjá öllum
nema skrifstofukonum en hjá þeim
er hann óhreyttur. Vinnutími virðist
því vera að lengjast á ný en hann
haföi dregist saman á síðasta ári.
-sme
Reglugerð um endurgreiðslu vasks af matvælum:
Mjólk á að lækka
um 9% eftir áramót
í samræmi við þá -ákvörðun að
endurgreiða hluta virðisaukaskatts
af tilteknum innlendum matvælum,
þannig að á þær leggist 14% skattur
í stað 24,5% skatts. Þá hefur verið
gefin út reglugerð þar að lútandi.
Af eftirtöldum vörutegundum á að
endurgreiða virðisaukaskatt: Ný-
mjólk, léttmjólk, G-mjólk og undan-
rennu. Kindakjöti í heilum og hálfum
skrokkum. Neyslufiski: Ýsu, þorski,
ufsa, steinbít, karfa, löngu, keilu,
lúðu, kola, skötu, skötusel, rauð-
maga og grásleppu - og einnig af inn-
lendu grænmeti.
Með þessum endurgreiðslum á að
nást fram 9% verðlækkun á mjólk
strax eftir áramót Einnig á að ná
fram svipaðri lækkun á kindakjöti í
heilum og hálfum skrokkum en eitt-
hvað minna á unnum kjötvöram. Um
hitt er allt óskýrara.
Upptaka virðisaukaskatts mun
hafa í for með sér 2 til 2,5% lækkun
á matvælalið framfærsluvísitölunn-
ar frá því sem annars hefði orðið.
Heildaráhrifin á framfærsluvísi-
töluna era metin á bihnu 0,5 til 1%
til lækkunar. Á hinn bóginn er rétt
að hafa í huga að undanfama mán-
uöi hefur vísitalan hækkað um 1 til
1,5% á mánuði. -SMJ
Bensín lækkar en olían hækkar
Um áramót lækkar bensín með til- um áramót um 24,5 prósent og gasol-
komu virðisaukaskatts. Hver litri af ían um 30 prósent. Erlend hækkun,
blýlausu bensíni lækkar um 70 aura. um 5 prósent, er innifalin í verð-
Virðisaukaskatturinn hækkar aftur hækkun gasolíunnar.
á móti olíuverð. Svartolía hækkar -JH
Samtök íþróttafréttamanna útnefna
fimmtudaginn 4. janúar iþróttamann
ársins 1989. j gær komu samtökin
bikarnum fyrir í innlandsdeild Flug-
leiða á Reykjavíkurflugvelli en þar
verður verðlaunagripurinn glæsilegi
hafður til sýnis fram að kjördegi.
Flugleiðir standa að kjörinu í sam-
vinnu við samtök íþróttafrétta-
manna. íþróttamaður ársins fær
verðlaunagripinn til varðveislu í eitt
ár. DV-mynd Brynjar Gauti
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER .1989.
Líkamsmeiðingar í
Reykjavík*
Innbrot*
sept. okt. nóv. des.
*Tilkynnt til lögreglu
Brjóstbirtan seldist vel á Austfjörðum:
Fullt út úr dyrum í Ríkinu
Mikið annríki var á sölustöðum
ÁTVR í Neskaupstað og á Seyðisfirði
í gær. Komust til dæmis ekki allir
fyrir inni í versluninni í Neskaupstað
á fimmta tímanum í gær þegar mest
var af viðskiptavinum. Allan daginn
var stööugur straumur fólks í versl-
unina.
Margir Reyðfirðingar og Eskfirð-
ingar lögðu leið sína í Ríkið á Norð-
firði. Þrátt fyrir mikla hálku í Odds-
skarði létu menn það ekki á sig fá
og settu margir hverjir keðjurnar
undir bíla sína. Allan daginn í gær
mátti einnig sjá marga bíla Héraðs-
búa við Ríkið á Seyðisfirði.
í gærkvöldi var dansleikur í Egils-
búð í Neskaupstað og í kvöld verður
veitingahúsið við höfnina opið. Ekk-
ert ball veröur þó á gamlárskvöld.
Hins vegar verða áramótaböll á
Reyðarfirði, Eskifirði, Egilsstöðum
og Seyðisfirði.
-ÓTT
Arnarflug innanlands flýgur
til Eyja eftir áramótin
- ellefu ferðir farnar á viku
Amarílug innanlands mun hefia
áætlunarflug til Vestmannaeyja
næstkomandi þriðjudag. Farnar
verða ellefu ferðir í viku. Er þetta í
fyrsta skipti sem félagið flýgur í áætl-
unarflugi til Eyja. Samgönguráð-
herra úthlutaði nýlega áætlunarleyfi
í fyrsta skipti til annars flugfélags
en Flugleiða á þessari leið.
Að sögn Árna Ingvarssonar fram-
kvæmdastjóra veröa farnar tvær
ferðir á dag á virkum dögum. Auk
þess verður boðið upp á eina ferð
síðdegis á sunnudögum. Á virkum
dögum verður flogið klukkan 8.15 frá
Reykjavík og til baka klukkan 9.10.
Síðdegis fer önnur vél af stað klukk-
an 17.30 og heldur til baka klukkan
18.20. Frá 10. febrúar verður morgun-
flugið úr Reykjavík heldur fyrr,
klukkan 7.45.
„Við höfum gert samning við
Domierverksmiðjurnar um kaup-
leigu á 19 sæta vél, sams konar og
við notuðum í innanlandsflugi fyrr á
þessu ári. Ég geri ráð fyrir að Dorni-
ervélin komist í gagnið í lok janúar.
Þangað til munum við nota aðrar
vélar í okkar eigu,“ sagði Ámi í sam-
tali við DV.
„Samgönguráðuneytiö hefur heim-
ilað okkur að bjóða tuttugu þúsund
sæti til Vestmannaeyja á árinu. Það
fer síðan eftir nýtingu þeirra sæta
hver heildarfarþegafiöldinn veröur.
-ÓTT