Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Page 6
6
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989.
Útlönd
Hinir nýju leiðtogar Rúmeníu:
Enn stafar hætta af
öryggissveitunum
Hinir nýju leiötogar Rúmeníu
sögöu í gær aö enn stafaði hætta af
liðsmönnum öryggissveita Nicolae
Ceausescu, fyrrum forseta landsins,
sem tekinn var af lífi á jóladag. En
Cazimir Ionescu, varaforseti Þjóö-
frelsishreyfingarinnar, sem nú er við
völd í Rúmeníu, sagði aö þrátt fyrir
það teldu yfirvöld ekki hættu á að
stjórninni yrði steypt.
Ionescu sagði að enginn vafi léki á
um að orðrómur þess efnis að liös-
menn öryggissveitanna, Securitate,
ætluðu aö myrða félaga í Þjóðfrelsis-
hreyfingunni væri sannur. Leiö-
togum landsins stafar mest hætta af
liðsmönnum USLA, þeirri deild
Securitate sem sérhæft hefur sig í
baráttunni gegn hryðjuverkum.
Vestrænir stjórnarerindrekar segja
aö liðsmenn USLA hafi verið um tvö
þúsund á valdatíma Ceausescus.
Nokkur þúsund öryggissveitar-
manna hafa þegar verið handtekin
en hundruð þeirra ganga enn laus.
„En það er ekki fjöldi þeirra sem
máli skiptir heldur þjálfun þeirra og
vopn,“ sagði Ionescu. Leiðtogar
landsins fara nú allra sinna ferða í
brynvörðum bifreiðum.
Enn var barist á stöku stað í Búkar-
est og öðrum borgum í Rúmeníu í
gær. Varnarmálaráðherra nýju
stjórnarinnar gaf út lokaaðvörun til
öryggissveitarmanna í gær um að
leggja niður vopn eða deyja ella.
Svissneskur bankamaður sagði í
gær að ekki væru nein sjáanleg
merki þess að Ceausescu hefði falið
Herbílar og skriðdrekar yfirgáfu Lýðveldistorgið í Búkarest í gær í fyrsta sinn síðan stjórn Ceausescu, fyrrum
forseta, var steypt af stóli í síðustu viku. Hér sést hvar kona ein veifar til ökumanns herbíls. Símamynd Reuter
peninga á reikningum í svissneskum
bönkum, alltént lægi slíkt ekki ljóst
fyrir. Tahð er að Ceausescu og kona
hans, Elena, hafi komið allt að einum
milljarði dollara fyrir á reikningum
víðs vegar um heim, þar af um fjögur
hundruð milljónum í svissneskum
bönkum. Þau hjón lifðu í vellysting-
um á meðan margir Rúmenar liðu
skort og hertu sultarólina vegna þess
að forsetinn fyrrverandi vildi greiða
upp erlendar skuldir þjóðarinnar.
Reuter
Hápunktur byltingarinnar
Leikritaskáldið og einn helsti
leiötogi tékknesku stjórnarand-
stöðunnar, Vaclav Havel, sór emb-
ættiseið sem forseti Tékkóslóvakíu
í gær. Hann er fyrsti forseti lands-
ins í rúm fjörutíu ár sem ekki er
kommúnisti. Það var Alexander
Dubcek, fyrrum leiðtogi kommúni-
staílokksins og nýkjörinn forseti
tékkneska þingsins, sem setti Ha-
vel í embætti. Havel mun sitja í
embætti þar til aö afloknum kosn-
ingum á næsta ári.
Havel, sem var kosinn af þing-
mönnum, mótatkvæðalaust, sat í
fangelsi fyrir aöeins sjö mánuðum.
Alls varði hinn nýi forseti fimm
árum ævi sinnar bak við lás og slá
vegna skoðana sinna. Verk hans
voru bönnuö í Tékkóslóvakíu í
tuttugu ár, allt þar til í þessum
mánuði. Havel var fyrst fangelsað-
ur fyrir tólf árum fyrir að vera einn
stofnenda mannrétttindasamta-
kanna Carta 77. Hann var mikiö
gagnrýndur og fordæmdur í fjöl-
miðlum.
En tilraunir kommúnista til að
kveða niöur þennan umbótasinna
brugðust. Þegar umbótaaldan, sem
gengið hefur yfir Austur-Evrópu,
náði fótfestu í Tékkóslóvakíu varð
Havel fljótlega einn helsti leiðtogi
stjórnarandstöðunnar. Og bylting-
in í landinu, sem varð meðal ann-
ars til þess að kommúnistar afsö-
luðu sér alræði flokksins, náði svo
hápunkti í gær með setningu Ha-
vels í forsetaembættið.
Reuter
Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Panama:
Fékk Noriega viðvörun?
Bandarískir leyniþjónustumenn
telja að upplýsingum um hernaðar-
íhlutun Bandaríkjanna í Panama
hafi verið lekið í Manuel Antonio
Noriega, fyrrum forseta Panama,
tveimur dögum áður en Bandaríkin
létu til skarar skríða, að því er kom
fram i frétt bandaríska dagblaðsins
Washington Times í gær. í fréttinni
var haft eftir heimildarmanni innan
Bush-stjórnarinnar að fyrir lægju
„sönnunargögn" um að lekinn hefði
koihið frá utanríkisráðuneytinu, ein-
hver hefði hringt til Panama íjörutíu
og átta klukkustundum áður en innr-
ásin hófst, fyrir tíu dögum.
Þaö var hlustunarstöð á vegum
þjóöaröryggisráðs Bandaríkjanna,
einhvers staðar nálægt Panamaborg,
sem náði símtalinu, að því er sagði í
frétt blaðsins. Talsmaöur varnar-
málaráðuneytisins bandaríska, Bob
Taylor, vísaði því á bug að um leka
hefði verið að ræða.
Noriega, sem er eftirlýstur í Banda-
ríkjunum vegna ákæru um eitur-
lyíjasmygl, sótti um hæli í sendiráði
Páfagarðs í Panama á aðfangadag.
Talsmaður Páfagarðs, sem í gær kall-
aði Bandaríkin „hernámsveldi" í
Panama, hefur hafnað beiðni Banda-
ríkjastjórnar um að Noriega verði
framseldur. Talsmaöurinn, Joaquin
Navarro-Valls, sagði að Bandaríkja-
stjórn hefði engan rétt til að fara
fram á framsal Noriegas, það væru
eingöngu panamísk yfirvöld sem
gætu tekið við Noriega ef hann yfir-
gæfi sendiráð Páfagarðs.
Bandaríska dagblaðið Washington
Post skýrði frá því nýlega að Endara,
forseti Panama, hefði farið þess á
leit við páfa að hann aflétti þeim griö-
um er Noriega nyti innan veggja
sendiráðsins svo aö Bandaríkjamenn
gætu handtekið hershöfðingjann.
Navarro-Valls sagði aftur á móti í
gær að hvorki Páfagarður né sendi-
ráöið heföu fengið beiðni frá forset-
anum um að Noriega yrði framseld-
ur.
Páfagarður reynir nú aö fá Noriega
til að yfirgefa sendiráöið af fúsum
og frjálsum vilja, sagði Navarro-
Valls. Páfagarður hefur veitt Noriega
„diplómatískt hæli til bráöabirgöa"
en honum hefur ekki verið formlega
veitt hæli, sagði talsmaðurinn.
Reuter
sem nú hefur verið steypt af stóli,
Bandarisk þyrla á sveimi yfir sendiráði Páfagarðs í Panama þar sem Manu-
el Noriega, fyrrum forseti Panama, dvelst nú. Simamynd Reuter
Einn milljarður
farþega á árinu
Rúmlega einn milljarður
manna tók sér far meö flugvél á
árinu sem er að lfða, að því er
kom fram í bráðabirgðaskýrslu
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar
um farþegaflölda flugfélaga víðs
vegar um heim áriö 1989. Þetta
er þriðja árið í röð sem farþegar
eru fleiri en einn milljarður.
í skýrslu stofnunarinnar segir
að árið 1989 hafi fiöldi farþega
verið 1,12 miUjarðar og er það
þriggja prósenta aukning frá ár-
inu áður. Þá varð einnig aukning
í farmflutningum flugfélaga um
alls fimm prósent.
Tuttugu og fjóram
listaverkum stolið
Tuttugu og fjórum listaverkum
eftir spænska súrrealistann Joan
Miro var stolið frá Couleur-gall-
eríinu í miðborg Stokkhólms að
kvöldi miðvikudags. Verkin eru
metin á 485 milljónh’ dollara.
Að sögn eiganda gallerísins,
Curts Enstrom, voru fimm stein-
prentaöar myndir meðal þeirra
sem stolið var. Allar myndirnar
voru fiarlægðar úr römmum sín-
um. „Hér voru augsýnilega sér-
fræðingar á ferð,“ sagði Enstrom.
„Þessi verk eru óbætanleg
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 11-12 Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11,5-13 Úb.V-
6mán. uppsögn 13-14 b,Ab Úb.V-
12mán.uppsögn 12-15 b,Ab Lb
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp
Sértékkareikningar 10-12 Bb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 0,75-1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-3.0 nema sP Lb.Bb,-
Innlán með sérkjörum 21 Sb Allir
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,5 Sb
Sterlingspund 13-13,75 Úb.Bb,-
Vestur-þýskmörk 6,75-7 Ib.V- b,Ab, Úb.lb,-
Danskarkrónur 10,5-11,0 Vb.Ab Úb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Ab lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 27,5 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31,5-32,75 Lb.Bb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.Bb
Utlari verðtryggð
. Skuldabréf 7,25-8,25 Úb
Utlántilframleiðslu
Isl.krónur 28.5-33 Lb.Bb,
SDR 10,75 Allir
Bandaríkjadalir 10,25-10,5 Allir
Sterlingspund 16,75 nema Úb.Vb Allir
Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Allir
Húsnæðislán 3.5 nema Lb
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 40,4
MEÐALVEXTIR
Óverötr. des. 89 31,6
Verðtr. des. 89 7.7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajan. 2771 stig
Lánskjaravísitala des. 2722 stig
Byggingavísitala des. 505 stig
Byggingavísitalades. 157,9stig
Húsaleiguvísitala 3,5% hækkaði 1. okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,508
Einingabréf 2 2,481
Einingabréf 3 2,971
Skammtímabréf 1,539
Lífeyrisbréf I 2,267
Gengisbréf 1,993
Kjarabréf 4,460
Markbréf 2,368
Tekjubréf 1,898
Skyndibréf 1,346
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 2.169
Sjóðsbréf 2 1,662
Sjóðsbréf 3 1.523
Sjóðsbréf 4 1,281
Vaxtasjóðsbréf 1,5225
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv
Sjóvá-Almennar hf. 400 kr.
Eimskip 400 kr. '
Flugleiðir 162 kr.
Hampiðjan 172 kr.
Hlutabréfasjóður 166 kr.
Iðnaðarbankinn 180 kr.
Skagstrendingur hf. 300 kr.
Útvegsbankinn hf. 155 kr.
Verslunarbankinn 153 kr.
Olíufélagið hf. 318 kr.
Grandi hf. 157 kr.
Tollvörugeymslan hf. 114 kr.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.