Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Qupperneq 21
.<!«?! RMVHddtl .61- KUí;/. iba.juaj - 0£
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. 21
DV Skák
Bræðravíg í Palma
- þriðja opna mót stórmeistarasamtakanna
A skáksviöinu hefur árið sem nú
er að líða einkennst af ótrúlegri
sigurgöngu Kasparovs heims-
meistara. Síðan Bobby Fischer var
og hét hefur enginn náð að sýna
slíka yfirburði eins og Kasparov
nú sem sigrað hefur á hverju stór-
mótinu af öðru með glæsibrag.
En Kasparov er fleira til lista lagt
en að tefla skák. Hann hefur unun
af alls kyns skipulagningu og sem
forseti stórmeistarasamtakanna
hefur hann verið potturinn og
pannan við að koma heimsbikar-
keppninni á legg. Sjálfur varð hann
fyrsti heimsbikarmeistarinn og nú
stendur hann í ströngu við undir-
búning heimsbikarkeppninnar
1991-1992.
Þar eiga þátttökurétt 24 skák-
meistarar: Sex efstu úr síðustu
heimsbikarkeppni; sex efstu menn
á stigum og tólf efstu úr sérstöku
úrtökumóti sem væntanlega verð-
ur haldið í Belgrad næsta vor. Slag-
urinn um sæti á úrtökumótinu hef-
ur nú staðið í ár, fyrst með opna
mótinu í Belgrad í desember í fyrra,
þá með opnu móti í Moskvu í maí
og loks með opna mótinu í Palma
á Mallorca á dögunum. Alls staðar
hefur Kasparov vasast í mótshald-
inu og ekkert hefur virst honum
óviðkomandi.
í Palma voru 184 þátttakendur,
þar af 140 stórmeistarar karla og
15 kvenstórmeistarar. Teflt var í
Auditorium í Palma og var borðun-
um dreift um ýmsa sali byggingar-
innar. Þannig voru efstu níu borðin
niðri á sviði; næstu borð uppi á sjö-
undu hæð; þeir sem neðar komu
sátu á fimmtu hæð og þeir neðstu
máttu dúsa á þriðju hæðinni. Þetta
fyrirkomulag gerði það að verkum
að erfitt var að fylgjast með gangi
mótsins nema fyrir þá keppendur
sem áttu sér athvarf niðri á sviði.
Aðstaða fyrir áhorfendur var
slæm, aðeins fjögur sýningarborð
og með óskýrum mönnum.
Við vorum þrír íslendingamir á
mótinu, ofanritaður, Margeir Pét-
ursson og Helgi Ólafsson. Eins og
aliir aðrir keppendur mótsins tók-
um við stefnuna á eitt af átta efstu
sætunum, sem gefa rétt til þátttöku
í úrtökumótinu í vor. Margeir gerði
hörðustu atlöguna framan af en í
hvert skipti sem hann komst í
fremstu víglínu niðri á sviði var
honum jafnharðan sparkað upp á
sjöundu hæð. Helgi tefidi allan tím-
ann uppi á sjöundu hæð en skrifari
þessara lína rokkaði hins vegar
milli sjöundu og fimmtu hæðar
eins og jójó - gerði jafntefli í fimm
fyrstu skákunum.
Það var ekki fyrr en í sjöttu um-
ferð sem ég fékk minn fyrsta vinn-
ing, gegn sovéska stórmeistaran-
um Savon. Ég hafði hvítt í Sikileyj-
arvörn og beitti afbrigði sem ég hef
sjálfur átt í erfiðleikum með aö
mæta með svörtu. Eftir flækjur
miðtaflsins vann ég tvo létta menn
fyrir hrók, svartreita biskup og
riddara, og eftir mistök mótheijans
var vinningurinn auðsóttur.
í sjöundu umferð hafði ég aftur
hvítt og nú gegn öðrum sovéskum
stórmeistara, Dolmatov. Svo ein-
kennilega vildi til að fyrstu leikirn-
ir tefldust nákvæmlega eins og í
skák minni daginn áður við Savon.
Síðan skildi leiðir en þar kom að
ég vann aftur svartreita biskup og
riddara fyrir hrók! Þótti það tíðind-
um sæta að tveir sovéskir stór-
meistarar skyldu lúta í lægra haldi
á sama hátt, tvo daga í röð, gegn
einum og sama manninum.
í næstsíðustu umferð tók búlg-
arski stórmeistarinn Kiril Georgi-
ev upp á því að fórna skiptamun
gegn mér en fórnin stóðst ekki. Ég
vann tiltölulega auðveldlega, var
A móti stórmeistarasamtakanna í Palma voru 184 þátttakendur, þar af 140 stórmeistarar karla og 15 kvenstórmeistarar. Þrír íslendingarnir tefldu
á mótinu Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson.
þá allt í einu kominn niður á svið
og þar beið mín enginn annar en
Margeir Pétursson! Þrátt fyrir and-
mæli okkar félaganna urðum við
að gera okkur að góðu að beija
hvor á öðrum. Svo fór að ég hafði
betur og seint um kvöldið tilkynnti
Bent Larsen mér, þar sem hann sat
á kaffihúsi, að ég hefði komist
áfram. Ég varð jafn ellefu öðrum
stórmeisturum í 4.-15. sæti en
hreppti 7. sæti á stigum og það
nægði. Ég átti þetta auðvitað engan
veginn skilið en svona eru þessi
opnu mót.
Staða efstu manna:
1. Gelfand, 7,5 v.
2. -3. Kamsky og Miles, 7 v.
4.-15. Makaritsjev, King, M. Gure-
vits, Jón L. Amason, Malanjúk,
Balashov, Dreev, Anand, Goldin,
Milos, C. Hansen og Velimirovic,
6.5 v.
Margeir fékk 5,5 v. og Helgi, sem
varð að bíta í það súra epli aö tapa
tveimur síðustu skákunum, fékk
4.5 v.
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8.
Bc4 Rc6 9. De2
Sjaldséð afbrigði sem ég hef þó
öðra hvoru bryddað upp á. Þaö
kom mér á óvart að Margeir virtist
ekki vera vel með á nótunum.
9. - Ra5 10. Bd3 e5 11. Rb3 Be6 12.
0-0 a6?!
Betra er 12. - Hc8, eins og í skák-
inni Tal - Gufeld frá 1972, því að
13. Bxa7? strandar á 13. - b6 og bisk-
upinn verður innlyksa.
13. Df2! Rd7 14. Hfdl b5?
Sartur á við vanda að glíma en
14. - f5 var betri tilraun.
15. Rxa5 Dxa5 16. Bfl!
Nú dylst engum að hvítur hefur
góð tök á stöðunni.
16. - Hfc8 17. a4!
Ekki 17. Hxd6? Db4! og svartur
nær peðinu aftur og tvístrar stöðu
hvíts um leið. Nú gengur ekki 17.
- Db4? 18. Rd5 Bxd5 19. c3! o.s.frv.
17. - b4 18. Rd5 Bxd5 19. Hxd5 Dc7
20. a5!
ABCDEFGH
Með yfirburðastöðu á hvítt. Bisk-
uparnir stefna yfir á drottningar-
vænginn, svartur á veikleika á d6,
b4 og a6 og biskup hans er vand-
ræðagripur. Margeir reynir að
skapa sér gagnfæri en það er of
seint.
20. - Rf8 21. Dd2 Re6 22. Hxd6 Rd4
23. Hxa6 Hab8 24. Bd3 Hd8 25. Hb6! b3
Ekki 25. - Hxb6 26. axb6 Dxb6 27.
c3 og vinnur mann. .
26. Bxd4 exd4 27. Hxb3 Hxb3 28. axb3
Bf8 29. b4
Og svartur gafst upp.
Að lokum er hér skák Helga við
Gligoric í heild sinni en brot úr
henni hefur áður birst í DV. Það
er ekki á hverjum degi sem júgó-
slavneski stórmeistarinn frægi er
tekinn svo illilega í karphúsið. Eft-
ir aðeins 16 leiki er staða hans ein
rjúkandi rúst og hann getur gefist
upp með góðri samvisku. Hann
þráast þó við en Helgi vinnur auð-
veldlega úr stöðunni og lýkur skák-
inni með laglegum hnykk.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Svetozar Gligoric
Enskur leikur
1. c4 c5 2. Rf3 RfS 3. Rc3 Rc6 4. d4
cxd4 5. Rxd4 e6 6. g3 Db6 7. Rdb5
Tískuleikurinn, sem Kasparov
heimsmeistari hefur gert vinsælan
með nokkrum nýlegum skákum.
Áður var jafnan leikið 7. Rb3 í stöö-
unni.
7. - d5 8. Bg2 d4 9. Ra4 Da5 + 10. Bd2
Dd8
Gligoric er þekktur fyrir úrvals-
góða fræðikunnáttu. Hér reynir
hann að endurbæta taflmennsku
Vaganjans gegn Kasparov á heims-
bikarmótinu í Skelleftea í ágúst,
þar sem framhaldið varð 10. - Bb4
11. Rc5! 0-0 12. Rd3 Bxd2+ 13. Dxd2
Dxd2+ 14. Kxd2 og hvítur hafði
yfirhöndina í endataflinu.
11. e3 e5
Eða 11. - dxe3 12. Bxe3 Bb4+ 13.
Rac3 með „óþægilegum hvítum
þrýstingi á drottningarvæng", eins
og Nikitin, einn þjálfara Ka-
sparovs, orðar það í athugasemd-
um sínum.
12. exd4 exd4 13. 0-0 Bg4??
Ljóst er að Gligoric skynjar ekki
hættuna - honum sést yfir lævísan
möguleika hvíts. Nauðsynlegt var
13. - Be7.
14. Del + Be715. Bxc6! bxc616. Ba5
Er hér var komið sögu gekk Helgi
um salinn með sigurbros á vör og
láir það honum enginn þótt hann
hefði átt í erfiðleikum með að leyna
ánægju sinni! Ghgoric sat á hinn
bóginn ijóður viö borðið og frei-
staöi þess að finna leiö út úr
Skák
Jón L. Arnason
ógöngunum. Fjöldaáhorfenda dreif
að, enda virtist liggja í loftinu áð
eitthvað óvenjulegt væri á seyði.
Það er ekki á hverjum degi sem
Gligoric fær svona meðferð.
Við sjáum að svörtu drotining-
unni verður ekki forðað. Ef 16. -
Dc8, þá 17. Rd6 + ; ef 16. - Db8 þá
17. Bc7! og næst 18. Rd6 + og gafflar
kóng og drottningu og ef 16. - Dd7,
þá skerst hinn riddarinn í leikinn
með 17. Rc5! og 17. - Df5, eða 17. -
Dc8 er aftur svarað með 18. Rd6 +
og vinnur.
16. - cxb5 17. Bxd8 Hxd8 18. cxb5 h5
19. De5
Svartur á aðeins tvo menn fyrir
drottningu og á auk þess í erfiðleik-
um með að finna kóngi sínum skjól.
Úrvinnslan vefst ekki fyrir Helga.
19. - Kf8 20. f3 Be6 21. Rc5 Bd5 22.
Dc7 Re8 23. Dxa7 h4 24. Hfel Bg5 25.
f4 Bf6 26. Rd7+ Kg8 27. Hxe8+!
Einfaldast.
27. - Hxe8 28. Rxf6+ gxfl6 29. Dd7
Og Gligoric lagði niður vopn.
Þess ber að geta að hann tók ósigr-
inum alls ekki illa, enda er hann
annálaður heiðursmaður.
-JLÁ