Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Síða 25
LAUGARDAGUK 30, DESEMBRR 1989.
cg 33
ls 1989:
er
r
ir Eyjum
Ber nafn ömmu
Þórunn Sveinsdóttir VE 401, sem
hefur veriö einstakt happafley, ber
nafn ömmu Sigurjóns sem er látin.
- Finnst þér aö amma þín hafi vakaö
yfir skipinu?
„Ég er ekki frá því, aö minnsta
kosti hefur fylgt bátnum eitthvaö
gott. Svona til gamans get ég nefnt
þaö þegar báturinn var sjósettur í
Stálvík. Þá kastaöi Þórunn systir mín
kampavínsflöskunni, .sem var dýr-
asta og besta tegund, þegar viö gáfum
skipinu nafn. Þaö sem faðir minn
vissi ekki var aö eftir því sem kampa-
víniö er dýrara því þykkari er flask-
an og þegar hún lenti á stefninu fór
hún aftur með kinnungnum í stað
þess að brotna. Þegar hún kom til
baka greip ég hana og þeytti af öllu
afli í stefnið og hún splundraðist.
Seinna lásum við að þetta væri
óheillamerki en annað hefur komiö
í ljós.“
- Ertu hjátrúarfullur?
„Ég veit þaö ekki en 'ég álít að ein-
hver stjórni að hluta og fylgist meö
þó að maður verði ekki var viö þaö.
Mig dreymir ekki fyrir óorðnum
hlutum, nema kannski einu sinni eöa
tvisvar þegar ég sá eftir á aö draum-
urinn heföi getað passað. Einu sinni
dreymdi mig svart/hvítklædda menn
yfir gröf. Ég var þá á síld. Viö lágum
inni á Noröfiröi og ekkert aö hafa.
Nokkru síðar erum viö staddir út af
Noröfirði og ég sé háhyrningavöðu,
þeir eru hvítir og svartir, og stefndi
vaðan inn fjöröinn. Ég ákvaö að elta
háhyrningana því oftast fylgja þeir
síldinni. Eg fylgdi vööunni inn undir
flugvöll og þar fylltum viö bátinn."
Þetta happ þakkar Sigurjón
draumnum og segir litina hafa pass-
aö.
Maður ársins 1989, samkvæmt vali ritstjórnar DV, Sigurjón Óskarsson, aflakóngur og bjargvættur úr Vestmannaeyjum.
Ellefusinnum
aflakóngur
Sigurjón hefur verið aflakóngur
Vestmannaeyja ellefu sinnum sem
varla getur talist tilviljun.
- Hafðir þú ekki talsveröa reynslu
þegar þú byrjaöir þinn skipstjórafer-
il?
„Jú, auðvitaö. Faöir minn sótti stíft
en viö aðrar aðstæður en ég á aö
venjast. Þaö voru komin mun betri
skiþ þegar ég byrjaði. Faðir minn var
góöur sjómaöur og ég lærði mikiö af
honum - einhvern veginn síaðist
þetta inn hjá manni. Sjósókn og
fiskirí hefst ekki nema menn stundi
sjóinn og hafi áhuga á því sem þeir
eru aö gera. Þaö er með þetta starf
eins og önnur sem menn taka sér
fyrir hendur. Þaö hefst ekki nema
meö dugnaði og góöu starfsfólki eins
og ég hef alltaf haft.“
Sigurjón tók viö af fóöur sínum,
þrautreyndum sjómanni og afla-
kóngi. „Faðir minn hefur þó aldrei
reynt aö hafa áhrif á mig á nokkurn
hátt. Hann skipti sér aldrei af því
hvert ég fór eða hvaö ég gerði.“
En hverju sem það er að þakka þá
hefur Sigurjón sýnt og sannað að
hann er einn mesti og besti sjósókn-
ari landsins í dag og hefur skilað sín-
um hlut í þjóðarbúiö og vel þaö. Hann
fetaði í fótspor fóðurins og bætti um
betur.
Fékkriddara-
kross
Eins og fyrr er getið hefur Sigurjón
bjargað 27 sjómönnum úr sjávar-
háska og veitti forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, honum ridd-
arakross hinnar íslensku fálkaorðu
sl. sumar og er hann vel að heiðrin-
um kominn. Áriö 1974 bjargaði hann
áhöfninni á Bylgju sem sökk undan
suðurströndinni. Næst var það
áhöfnin á Jóhönnu Magnusdóttur
VE. Þriðja tilvikiö var þegar hann
bjargaði Katrínu VE af strandstað í
Meðallandsbug. Þá fór hann með
skip sitt langt inn fyrir brimgarðinn
til að koma taug í Katrínu. Á meðan
beið varðskip fyrir utan án þess að
geta aðhafst nokkuð. Þá var það á
þessu ári að hann bjargaði mönnum
af Nönnu VE en þar var Leó bróðir
hans skipstjóri.
„Það besta sem getur komið fyrir
einn mann er aö geta orðið að liði
þegar aörir eru í hættu. Manni líður
mjög vél þegar björgunin er yfirstað-
in og giftusamlega hefur til tekist.
Spennan er mikil á meðan maður
veit ekki hvað er fram undan hjá
mönnunum sem eiga í erfiðleikum.“
Minnisstæðast
þegar
Nanna fórst
- Hver af þessum björgunum er þér
minnisstæðust?
„Það var þegar Nanna fórst. Það
var í langversta veðrinu, það var það
tvísýnasta og stendur manni líklega
næst. Víst var maður hræddur. Það
var slæmt veður þegar þetta gerðist
og síðast þegar ég talaði við Leó voru
þeir að gera sig klára að fara í björg-
unarbátinn en voru ekki búnir að
blása hann upp. Svo heyrðum við
ekki meira á meðan við sigldum til
þeirra og vissum því ekki hvað þeim
leið. Þegar svona kemur upp er
spurningin hvort þeir hafa það af eða
ekki."
- Var það tilviljun eða ekki að þú
varst á réttum staö á réttum tíma?
„Það hef ég ekki hugmynd um,“
svarar hann en hefur trú á að éitt-
hvað gott fylgi sér. Hvort það er
amma hans, Þórunn Sveinsdóttir, er
erfitt um að segja. En þess má geta
að Gísli Sigmarsson, skipstjóri á
Katrínu VE, sem Sigurjón dró af
strandstað, er hálfbróðir Oskars, föð-
ur Sigurjóns, og var Þórunn Sveins-
dóttir móðir þeirra.
Þetta viðtal er tekið á heimili Sigur-
jóns og Sigurlaugar Alfreðsdóttur,
konu hans. Þau hjónin eiga þrjú börn
og einn sonurinn, Viðar, starfar á
skipi fóður síns. Á heimilinu er
margt sem minnir á atvinnu hans
og alltaf er hann tilbúinn að ræða
um sjó og sjómennsku. Hann lætur
ekki mikið yfir eigin afrekum. Það
er eins og hann vilji þakka þaö ein-
hverjum öörum en sjálfum sér. Þegar
kemur að því að spjalla um útgerð,
fiskirí, kvótann eða annað sem lýtur
að sjónum er ekkert hik á honum.
„Kvótinn er kominn til að vera,“ seg-
ir hann, „en hefur ekki skilað því
sem til stóð. Við höfum ekki náð
neinum árangri á þessu tímabili.“
Sjómaður af
guðs náð
Sigurjón sér ekki eftir að hafa gert
sjómennsku að ævistarfi og væri til-
búinn aö byrja upp á nýtt. Vertíðin
er fram undan og hann er bjartsýnn;
tilbúinn í slaginn með góðan bát og
góða skipshöfn. Hefði það skipt máli
hvaða starfsvettvang Sigurjón hefði
valið sér? - Varla, hann hefði alls
staðar skarað fram úr. En hvarflaði
aldrei að honum að gera eitthvað
annað?
„Nei, það hefur aldrei hvarflað að
mér en hitt er annaö mál að ég held
ég hefði orðiö slæmur bóndi," sagði
Sigurjón Óskarsson, maður ársins
1989, samkvæmt vali DV.