Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 42
50 .eser H38M3?,ao oe suoACtflADUAJ L-AUGARDAGUR 30. DESEMBER1989. Afmæli Jóhannes Ingvar Bjömsson Jóhannes Ingvar Björasson hreppstjóri, Smáragrund 1, Laugar- bakka, verður sextugur á nýársdag, l.janúar. Jóhannes er fæddur aö Þverá í Núpsdal í Vestur-Húnavatnssýslu en alinn upp í Reynhólum í Ytri- Torfustaðahreppi. Hann stundaði nám við héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og varð gagnfræöingur þaðan 1951. Jóhannes var kennari í Staðarhreppsskólahverfi í Hrúta- firði með námi í Reykjaskóla vetur- inn 1950-51. Hann var skólastjóri barnaskólans Ásbyrgi í Ytri-Torfu- staðahreppi 1956-57,1958-66, 1968-70 og 1971-72, kennari við Laugarbakkaskóla 1970-71 og 1972-76, og skólastjóri í Haganes- skólahverfi í Skagafirði 1957-58. Þá kennir Jóhannes við Laugarbakka- skóla nú í vetur. Hann var formaður Ungmennafélagsins Grettis í Mið- firði 1960-62 og 1967-68, formaður Ungmennafélags Vestur-Húnvetn- inga 1962-64, hreppsnefndaroddviti í Ytri-Torfustaðahreppi 1958-82 og sveitarstjóri í sama hreppi 1982-86. Jóhannes hefur verið reiknings- haldari Laugarbakkaskóla frá 1958 og sat í sýslunefnd Vestur-Húna- vatnssýslu frá 1972 og þar til þær voru aflagðar fyrir ári. Hann var deildarstjóri Ytri-Torfustaða- hreppsdeildar KVH1969-78, verið umboðsmaður skattstjóra í Ytri- Torfustaðahreppi frá 1983 og hrepp- stjóri Ytri-Torfustaðahrepps frá 1982. Hann hefur verið formaöur sóknarnefndar Melstaðarsóknar í allmörg ár og safnaöarfulltrúi frá 1981, í ritnefnd „Húna“, rits Ung- mennasambands Vestur-Húnvatns- sýslu frá 1976 og formaður í stjórn Sparisjóös Vestur-Húnvatnssýslu frá 1987. Jóhannes hefur rekið sauð- fjárbúskap í Reynhólum frá 1976 og þá hafa þau hjónin haft bréfhirðingu á heimili sínu og séð um hana frá 1978. Jóhannes kvæntist þann 25.10. 1958 Helgu Jóhannesdóttur hús- móður, f. 23.7.1929. Hún er dóttir Jóhannesar Ormssonar, b. í Ham- arshjáleigu í Flóa, og Sigurbjargar Helgadóttur. Börn Jóhannesar og Helgu eru: Guðmundur Reynir, f. 13.6.1958, viðskiptafræðingur. Jóhannes Helgi, f. 31.12.1961, lög- fræðingur í samgönguráðuneytinu. Björn, f. 11.3.1963, lögfræðingur, aðalfulltrúi sýslumanns ísafjarðar- sýslu, býr með Sigrúnu Halldórs- dóttur og eiga þau eitt barn. Sigurbjörg, f. 3.5.1968, stúdent, býr með Má Hermannssyni, búsett í Svíþjóð. Stjúpdóttir Jóhannesar er Hrafn- hildur Hilmarsdóttir, f. 29.8.1951, kennari í Ytri-Njarðvík, gift Gunn- ari Þorvarðarsyni, og eiga þau þrjú börn. Systkini Jóhannesar: Hólmfríður, f. 5.9.1917, húsmóðir í Sandgerði; Jóhanna, f. 27.1.1919, húsmóðir í Skarfkoti í Miðfirði; Guðmundur, f. 28.8.1920, b. í Tjarnarkoti í Mið- firði; Björgvin, f. 16.6.1925, sölu- stjóri hjá verslun O. Ellingsen í Reykjavík, búsettur í Kópavogi; Ól- öf, f. 14.12.1926, húsmóðir að Kollsá í Hrútafirði; og Elís, f. 14.7.1932, ýtustjóri í Sandgerði. Foreldrar Jóhannesar voru Bjöm Guðmundsson, f. 23.2.1885, d. 24.3. 1985, b. í Reynhólum í Miðfiröi, og Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 9.12.1891, d. 4.6.1974. Björn var sonur Guðmundar, b. í Reynhólum, Jóhannessonar, b. á Dalgeirsstöðum, Ólafssonar. Móðir Guðmundar var Agnes Ei- ríksdóttir, b. á Efri-Núpi, Eiríksson- ar, prests á Staðarbakka, Ólafsson- ar, b. á Kjörseyri, bróður Þórðar, afa Helga Thordarsen biskups. Ólaf- ur var sonur Þórðar, b. á Kjörseyri, Ólafssonar, bróður Guðrúnar, langömmu Björns Gunnlaugssonar stærðfræðings, langafa Ólafar, móð- ur Jóhannesar Nordal. Móðir Björns var Þorbjörg, systir Sigurðar, afa Skúla Guömundsson- ar alþingismanns. Bróðir Þorbjarg- ar var Stefán á Hallgilsstöðum, faðir slökkviliðsstjóranna Eggerts Melsted á Akureyri og Egils á Siglu- firði og afi Péturs og Valdimars Jónssona sem voru með vöruflutn- inga milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Þriðji bróðir Þorbjargar var Jónas, faðir Guðmundar Hlíðdal, póst- og símamálastjóra. Þorbjörg var dóttir Jónasar, b. á Tittlingastöðum, Sigurðssonar. Móðir Jónasar var Sigurlaug Bjarnadóttir, b. á Brekkum, Sig- urðssonar, og konu hans, Rósu Sig- fúsdóttur, prests á Felli í Sléttuhlíð, Sigurðssonar, föður Sigfúsar Berg- mann á Þorkelshóli, ættföður Berg- mannsættarinnar. Móðir Þorbjarg- ar var Ragnhildur Aradóttur, b. á Jóhannes Ingvar Björnsson. Neðri-Þverá, Eiríkssonar. Móðurbróðir Jóhannesar var Helgi, faðir Marinós, fyrrv. kaup- manns í Brynju. Annar móðurbróð- ir Jóhannesar var Jóhannes, faðir Ólafs, aðalumsjónarmanns happ- drættis SÍBS. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í Huppahlíð í Miðfirði, Jóns- sonar, b. í Kollufossi, Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Ólöf Helga- dóttur, b. í Huppahlíð, Jónssonar, frá Tannastöðum í Hrútafiröi. Móð- ir Ólafar var Jóhanna Jóhannes- dóttir, frá Nýjabæ í Rifi á Snæfells- nesi. Hörður Ingólfsson Höröur Ingólfsson kennari, Borg- arheiði 18, Hveragerði, verður sex- tugur á nýársdag, 1. janúar. Hörður er fæddur í Reykjavík en alinn upp í Winnipeg og Reykjavík og nágrenni. Hann lauk bamaprófi frá Bamaskóla Austurbæjar og gagnfræðaprófi frá Gaggó Vest. Áriö 1946 fluttist hann með foreldrum sínum að Fitjakoti á Kjalamesi. Hann stundaði myndlistamám í Handiða- og myndlistarskóla ís- lands 1946-49 og lauk teiknikenn- araprófi 19 ára gamall. Einnig var hann í íþróttaskóla íslands á Laug- arvatni 1950-57. Hörður hefur síðan helgað sig kennslu í myndmennt og íþróttum, þar af um 25 ára skeið í Kópavogi. Hann var í framhalds- námi í Osló 1972-73. Ásamt kennsl- unni hefur Hörður veriö virkur íþróttamaður og keppti með KR og UMSK í fijálsum íþróttum í aldar- fjórðung. Jafnframt því var hann í hinum kunna sýningarflokki KR í fimleikum sem sýndi árlega víða um land undir stjóm Benedikts heitins Jakobssonar. Hann fór einnig tvær sýningarferðir til Norðurlanda og tók þátt í fyrstu fimleikamótum á íslandi er þau voiju endurvakin. Þegar Hörður hætti keppni starfaði hann sem fimleikadómari. Síðast- liðna tvo vetur hefur hann kennt myndmennt í Bamaskóla Selfoss. Maki Harðar var Birna G. Ágústs- dóttir tækniteiknari, f. 20.1.1949, en þau slitum samvistum 1987. For- eldrar hennar voru Ágúst Alexand- ersson og Kristín Guðmundsdóttir. BörnHarðareru: Hörður Ágúst, f. 22.4.1967, mat- reiðslumaður, býr með Guðrúnu Sigurðardóttur, og er þeirra bam Hörður Alexander, f. 3.7.1988. Inga Rún, f. 4.2.1969, nemi á lista- braut, býr með Arnari Þór Þorleifs- syni og er þeirra bam Sveinn Val- ur,f. 4.11.1988. Reginn Örn, f. 21.7., býr í föður- húsuiú. Systkini Harðar eru: Ema sjúkra- liði, gift Agli Stardal og eiga þau þrjú böm; Helga Sigríður, búsett í Bandaríkjunum, gift Hermanni Hallgrímssyni og eiga þau tvö böm; Ingólfur GísU, lektor í myndmennt- um, búsettur í Kópavogi, kvæntur Helgu Guömundsdóttur arkitek og eiga þau fjögur börn; Lára Sigrún skrifstofumaður, búsett í Reykjavík; Ólafur, starfsmaður í HeimiUstækj- um, búsettur í Reykjavík, kvæntur Emeliou Nocon og eiga þau tvö böm; Sigurður Valur bifvélavirki, búsettur á Akureyri, kvæntur Margréti Hreinsdóttur hárgreiðslu- konu og eiga þau þrjú böm. Hörður Ingólfsson. Foreldrar Harðar: Ingólfur H. Gíslason, f. 4.6.1899, d. 13.2.1968, kaupmaður og bóndi, og Fanney Gísladóttir, f. 4.6.1911, húsmóðir og kaupkona. Ingólfur var sonur Gísla Helga- sonar og Valgerðar Freysteinsdótt- ur frá Þverá í Ölfusi. Bræður Ing- ólfs voru m.a. Garðar Svavar hlaup- ari, faðir Guömundar H. Garðars- sonar alþingismanns, og Valur leik- ari, faðir Vals Valssonar banka- stjóra. Fanney er systir Guðmundar G. Hagalín rithöfundar. Emma Gústavsdóttir Emma Gústavsdóttir húsmóðir, Torfufelli 50, Reykjavík, verður sex- tug á morgun, gamlársdag. Emma er fædd í Vestmannaeyjum og þar ólst hún upp. Emma bjó í Vestmannaeyjum til ársins 1947 en fluttist þá til Reykjavíkur og hefur búiðþar síðan. Emma giftist þann 30.3.1963 Kristni Ingólfssyni iðnaðarmanni, f. 31.8.1923. Foreldrar hans vora Ingólfur Árnason, smiður á Akur- eyri, og Ingibjörg Þorláksdóttir. Emma á einn son frá fyrra hjóna- band, Gústav Sveinsson, f. 25.10. 1957. Faðir hans var Sveinn Jónas- son, fyrrv. framfærslufulltrúi í Reykjavík. Böm Emmu og Kristins eru: Kristín, f. 22.9.1962, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, gift Markúsi Sigurðssyni, f. 13.12.1959, nema í tæknifræði, og eiga þau dótturina Unni,f. 19.9.1985. Ólöf, f. 19.2.1965, nemi í Tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands, gift Viðari Ágústssyni, f. 9.11.1950, framkvæmdastjóra í Reykjavík. Systkini Emmu eru fimm: Stef- anía Dwyer, f. 5.8.1918, búsett í New York í Bandaríkjunum; Hálfdán, f. 6.7.1920, húsgagnasmiður, búsettur í Garðabæ; Inga, f. 8.6.1922, d. 27.4. 1948; Ásta Orsini, f. 23.10.1925, hjúkrunarfræðingur, búsett í New Emma Gústavsdóttir. York í Bandaríkjunum; og Gústav, f. 19.1.1928, blikksmiðurí Reykja- vík. Foreldrar Emmu voru Gústav Stefánsson, f. 22.8.1898, d. 1942, sjó- maður í Vestmannaeyjum, og Krist- ín Guðmundsdóttir, f. 27.5.1899, d. 1986, saumakona í Vestmannaeyj- um. Gústav var sonur Stefáns, kaup- manns og útvegsbónda í Ási í Vest- mannaeyjum, Gíslasonar, kaup- manns í Hlíðarhúsum, Stefánsson- ar. Kristín var dóttir Guðmundar Gíslasonar frá Sigluvík í Landeyj- um, b. á Glæsistöðum, og Sigríðar Bjarnadóttur frá Herdísarvík. Andlát Ágústa Haraldsdóttir, Hásteinsvegi 9, andaðist í sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 27. desember. Kristmundur S. Snæbjörnsson lést að heimili sínu 26. desember. Gunnar Bogason, Týsgötu 6, lést í Landakotsspítala 29. desember. Benedikt Sveinbjarnarson, Aust- vaðsholti, Landsveit, andaðist 29. desember. Tilkyimingar Sveinspróf í stálsmíði, vélsmíði og málmsteypu Fyrir skömmu luku fiórtán nemar í Reykjavík og Hafnarfirði sveinsprófum í stálsmíði, vélsmíði og málmsteypu. Skír- teini voru afhent við hátíðlega athöfn sem Félag málmiðnaðarfyrirtækja og Félag jámiðnaðarmanna gengust fyrir. Viö það tækifæri voru þeim sem skarað höfðu fram úr veittar viðurkenningar. Á með- fylgjandi mynd sjást nokkrir hinna nýút- skrifuðu jámiðnaðarsveina. í fremri röð halda þeir Svavar Sigmundsson (t.v.) og Heimir Hauksson á viðurkenningum fyr- ir góðan námsárangur. Opið hús í Kaplakrika FH-ingar hafa ákveðið í samvinnu við verktakafyrirtækið Hagvirki hf. að kynna stöðu byggingarframkvæmda íþróttahússins í Kaplakrika fyrir liðs- mönnum Stórátaks, velunnurum FH og Hafnfirðingum almennt á gamlársdag milli kl. 13 og 15. Allir sem hafa áhuga á framgangi íþróttahússins í Kaplakrika em hvattir til þess að koma við í Kaplakrika þennan síðasta dag ársins og fræðast um húsið og sjá hve vel framkvæmdum hefur mið- að áfram. Afgreiðslutími bensínstöðva Gamlársdagur: kl. 8-15. Nýársdagur: Lokað. Bensínsjálfsalar em víða og ætti því eng- an að skorta eldsneyti. Heimsóknartími á sjúkrahúsum Borgarspítalinn: Gamlársdagur: kl. 13-22. Nýársdagur: kl. 14-20. Kleppsspitali: Frjáls heimsóknartími samkvæmt um- tali. Landakotsspitali: Heimsóknartími kl. 14-20 á gamlársdag og nýársdag. Landspitalinn: Gamlársdagur: kl. 18-21. Nýársdagur: Heíðbundinn heimsóknar- tími og eftirsamkomulagi við hjúkrunar- fólk. St. Jósefsspitali: Frjáls heimsóknartími samkvæmt um- tali. Innanlandsflug yfir hátíðirnar Flugleiðir: Á gamlársdag fljúga Flugleiðir til Akur- eyrar, ísafiarðar, Sauðárkróks, Húsavik- ur, Homafiarðar og Vestmannaeyja. Á nýársdag fellur allt flug niður en næstu daga á eftir verður bætt við ferðum á áætlunarleiðum. Arnarfiug: Á gamlársdag verður flogið til allra staða fyrir hádegi nema Stranda. Flug fellur niður á nýársdag. Ef þörf krefur verður bætt við vélum á áætlunarleiðum í inn- anlandsflugi svo allir komist á leiðar- enda. Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands um áramót Laugardagur 30. desember, kl. 10-13: Tannlæknastofa Jónasar B. Birgissonar, Laugavegi 126, s. 21210. Sunnudagur 31. desember, kl. 10-13: Tannlæknastofa Sigurgísla Ingimarsson- ar, Garðatorgi 3, Garðabæ, s. 656588. Nýársdagur, mánudagur 1. desember, kl. 10-13: Tannlæknastofan Barónsstíg 5, Friðrik Ólafsson, s. 22969. Átthagafélag Strandamanna heldur jólatrésskemmtun í dág, laugar- dag, kl. 15 í Domus Medica. OA-samtökin OA-samtökin starfa í formi funda þar sem fólk hittist og deilir reynslu sinni, styrk og vonum til aö losna undan áþján ofáts. Nú um áramótin flytjast allir OA- fundir sem haldnir hafa verið í Þverholti 20 á nýjar slóðir. Mánudagsdeild tlytur í Árbæjarkirkju og verða fundir þar kl. 21 öll mánudagskvöld, ekki þó mánuö. 1. jan. ’90. Miðvikudagsdeild flytur á Barónsstig 20 og verða fundir þar kl. 21 öll miðvikudagskvöld. Byrjendafundir flyfiast einnig á Barónsstig 20 og verða nú á miðvikudagskvöldum kl. 20.30. Sporadeild, sem haldiö hefur fundi á laugardagsmorgnum kl. 11, flyst einnig á Barónsstíg 20 og verður á sama tíma og áður. Aðrar deildir verða óbreyttar sem hér segir: laugardag kl. 15 í safnaðar- heimili kaþólskra, Hávallagötu 16, fóstu- daga kl. 21 í bókasafni Mýrarhúsaskóla, Seltjamamesi. Á landsbyggðinni: Safn- aðarheimili Hrepphólakirkju á miðviku- dögum kl. 21, skrifstofu verkalýðsfélags-, ins á Hólmavík á þriðjudögum kl. 21. í Glerárkirkju, Akureyri, á mánudögum kl. 20.30, Snælandi við Aragötu 12 á Húsa- vík á mánudögum kl. 20 og í félagsheimil- inu Melsgili á Sauðárkróki á fimmtudög- um kl. 21.30. Fundirnir em öllum opnir Skilafrestur fyrir jólakrossgátu og jólamyndagátu sem birtust í jóla- blaöi DV er til 8. janúar. Merkiö sem löngun hafa til að hætta ofáti. OA- samtökin, pósthólf 1783, 121 Reykjavík. Happdrætti Dregið í happdrætti Sjálfs- bjargar Dregið var í happdrætti Sjálfsbjargar 1989 23. desember 1989. Eftirfarandi núm- er komu upp: Bifreið, Toyota 4Runner að verðmæti kr. 2.340.000, nr. 69442.5 bif- reiðar, Toyota Corolla, hver að verðmæti kr. 716.000, nr. 259, 13698, 31127, 96825, 100215. 59 ferða- eða skartgripavinningar að eigin vali, kr. 100.000, nr. 2114, 3335, 4673, 5252, 6213, 7567, 15643, 18827, 19571, 25638, 28773, 35287, 36892, 38300, 39170, 40181, 44929, 46392, 47824, 51139, 51473, 51800, 62804, 62896, 67324, 71136, 72486, 77413, 79702, 80624, 82092, 82720, 87310, 88179, 90736, 91714, 91922, 95327, 96353, 98161, 100140, 100379, 115500, 116274, 122442, 123059, 123191, 124314, 128158, 135459, 137453, 137577, 139949. umslagið: Jólamyndagáta (eða jóla- krossgáta eftir því sem við á) c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Skilafrestur á lausnum á jólakrossgátu og jólamyndagátu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.