Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Qupperneq 3
FÖS'TÚÐAGUR 2. FEBRÚAR 1990. Fréttir PIOIMŒŒR HLTÓMTÆKI. 3 ÁRA ÁBYRGD Framtíð Kirkjuhvols er enn óráðin, en Guðrún Briem vill breyta húsinu í menningarmiðstöð. Þorsteinn, faðir hennar, byggði húsið á þriðja áratugn- um og var þar lengst af prestssetur. DV-mynd Garðar íslensk kona í Osló: Býður fram tvær milljónir króna - svo gamalt prestssetur veröi aö menningarmiðstöð Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Guðrún Briem, íslensk kona búsett í Osló, vill leggja nær 2 millj. ísl.kr. til þess að varðveita Kirkjuhvol á Akranesi. Guðrún hefur áhuga á að breyta þessu gamla prestssetri í menningarmiðstöð fyrir innlenda og erlenda handíða- og listamenn. Bæjarstjórn hefur ekki tekið af- stöðu til hugmyndar Guðrúnar enda hafa verið uppi ýmsar vangaveltur um framtíð Kirkjuhvols. Þá hafa komið upp hugmyndir um að breyta húsinu í skóladagheimili eða jafnvel að rífa það og afhenda Sjúkrahúsi Akraness lóðina. Guðrúnu er málið skylt því faðir hennar, séra Þorsteinn Briem, byggði Kirkjuhvol á þriðja áratugn- um. Kirkjuhvoll var þá með glæsi- legustu húsum en það hefur staöið autt í nokkur ár. Séra Björn Jónsson bjó þar síðastur presta. Síðan hefur verið þar heimavist fjölbrautaskól- ans og nú æfa þar rokkhljómsveitir. í bréfi sínu til bæjarstjórnar leggur Guðrún til að listamönnum verði gert kleift að búa í húsinu til lengri eða skemmri tíma gegn vægri húsa- leigu. Auk þess leggur hún til að Kirkjuhvoll hýsi ýmsa viöburði á menningarsviðinu. Hún fer fram á að bærinn afhendi húsið endurgjaldslaust og leggi eitt- hvað af mörkum, en býðst sjálf til þess að annast viðgerð á því. Til þess vill hún stofna sjóð og vill sem fyrr segir leggja tæpar tvær milljónir í hann strax. Auk þess vill hún safna fé til verksins annars staðar á Norð- urlöndum. „Aðalatriði er að Kirkjuhvoll með sitt menningar- og sögulega gildi verði ekki rifinn," segir Guðrún. NY SENDING! Opiö í dag tii kl.18 Opið laugardag ki. 1ö -14 HLJÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖTU sími 25999 / UTSALA RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM OG NÝJU FVRIRTÆKI 50% EINSTAKT TILBOÐ! Seljum næstu daga skápa og húsgögn á stórlækkuðu verði. Fataskápar, kommóður, rúm, kojur og bókahillur. ALLTAÐ AFSLÁTTUR Opíð: 9-18 vírka daga 9-16 latigardaga HÚSGÖGN Axis húsgögn hf. Smiðjuvegi 9 200 Kópavogi, sími 91-43500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.