Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Side 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð f lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. íslenzk ,,nomenklatura" Stéttleysið gamla og margrómaða er á undanhaldi í fámennu þjóðfélagi okkar. Bilið milli hinna bezt settu og hinna verst settu er alltaf að aukast. Þetta kemur greinilegast fram í launamun, sem er orðinn mikill og fer ört vaxandi, þrátt fyrir tilraunir til andófs. Einstæð móðir, sem reynir að sjá börnum sínum far- borða við ræstingar, fær 40.000 krónur á mánuði sem Sóknarkona. Ráðherrann, sem hún skúrar fyrir, fær um og yfir 500.000 krónur á mánuði. Hæst launaði ráð- herrann hefur tekjur á við fjórtán Sóknarkonur. Lágmarkslaun í þjóðfélaginu eru fyrir löngu orðin skammarlega lág. En íjórtánfaldur launamunur stríðir ekki aðeins gegn siðgæðisvitund. Hann er einnig óhag- kvæmur fyrir þjóðfélagið. Það hefnir sín um síðir, ef þjóðfélagið klofnar í yfirstétt og undirstétt. Ábyrgðin hvílir þyngst á herðum stjórnmálamanna, sem geta ekki hamið fjárgræðgi sína. í Qármálaráðu- neytinu eru menn núna önnum kafnir við að framleiða reglugerð, sem hlífi ráðherrum við að greiða sömu hlunnindagjöld af bílum og aðrir forstjórar greiða. í DV í dag er fjallað um mikilvæga hlið á klofningi þjóðarinnar í betur og lakar setta. Lífeyrisgreiðslur til gamalla félaga í stéttarfélögum eru ákaflega misjafnar. Sumir fá á ævikvöldinu 14.700 krónur á mánuði úr líf- eyrissjóði, meðan aðrir fá 227.000 krónur á mánuði. Mestur er munurinn milli þeirra, sem starfað hafa á almennum vinnumarkaði og hinna, sem hafa starfað hjá hinu opinbera. Venjulegir lífeyrissjóðir ramba á barmi gjaldþrots, enda er meginstefna verkalýðsfélaga í kjarasamningum, að vextir sjóðanna séu sem lægstir. Venjulegir lífeyrissjóðir úti í bæ geta ekki skattlagt þjóðina til að brúa bilið milli greiðslugetu sinnar og sómasamlegs lífeyris. Þannig fær fyrrverandi Dags- brúnarmaður ekki nema 14.700 krónur á mánuði úr líf- eyrissjóði, þegar hann hefur náð fullum réttindum. Ríkið skattleggur hins vegar þjóðina í heild til að brúa bilið milli greiðslugetu lífeyrissjóðanna, sem eru á þess vegum, og þess, sem embættismenn og stjórn- málamenn telja sómasamlegan lífeyri. Fyrrverandi rík- isstarfsmaður fær 35.000 til 70.000 krónur á mánuði. Stjórnmálamennirnir hafa svo í skjóli aðstöðu sinnar búið til sérstakar reglur fyrir sig sem yfirstétt. Alþingis- menn safna lífeyrisréttindum tvöfalt hraðar en aðrir og safna rétti til 95.400 króna á mánuði á sama tíma og Dagsbrúnarmaðurinn nær 14.700 króna rétti. Enn meiri eru sérréttindi ráðherra, sem safna lífeyr- isrétti sex sinnum hraðar en venjulegt fólk. Þeir ná 130.000 króna rétti. Ef þeir láta veita sér pólitískt banka- stjóraembætti, ná þeir rétti til 277.000 króna lífeyris á mánuði. Útreikningar á þessu birtast í DV í dag. Tekjuskiptingin í þjóðfélaginu, hlunnindaskiptingin og lífeyrisskiptingin minnir í mörgu á Austur-Evrópu, þar sem svokölluð „nomenklatura“ lætur önnur lög gilda um sig en annað fólk. Munurinn er hins vegar sá, að þar er verið að breyta ástandinu, en ekki hér. Við búum við fijálsa fjölmiðlun, sem er nýtt fyrir- bæri í Austur-Evrópu. Hér hefur spillingin mörgum sinnum verið nákvæmlega kortlögð á prenti og í ljós- vakamiðlum. Samt er lítið sem ekkert gert í málunum, og það er auðvitað sljóleika kjósenda að kenna. í okkar opna þjóðfélagi er hægt að draga úr stétta- skiptingu, ef kjósendur kæra sig um. Því miður finnst þeim málið ekki nógu brýnt til að taka til sinna ráða. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. Lausn Mandela á að opna samningaleið Fyrir 27 árum var Nelson Mand- ela hnepptur í lífstíöarfangelsi, fundinn sekur um landráð við Suð- ur-Afríku með því að stofna innan Afríska þjóðarráðsins, helstu rétt- indasamtaka svertingja, deildina Umkhonto we Sizve (Spjót þjóðar- innar) til að taka upp baráttu með vopnavaldi gegn valdbeitingu stjórnvalda. Tilefnið til að ráðið breytti um stefnu og gerðist her- skátt var einkum blóðbaðiö í Sharpeville 21. mars 1960 þegar lög- regla skaut til bana 69 óvopnaða svertingja á fjöldafundi. Um þessar mundir taldi þáver- andi forseti úr Þjóðernisflokknum, Henrik Verwoerd, sig vera að leggja síöustu hönd á aöskilnað kynþáttanna í landinu, með þeim hætti að tryggði hvítum mönnum, sér í lagi Búum, óskoruð yfirráð um fyrirsjáanlega framtíð yfir þeim fjórum fimmtu hlutum lands- manna sem bera annan hörundslit. Nú hefur annar forseti úr Þjóð- ernisflokknum, Frederik W. de Klerk, látið Nelson Mandela lausan skilmálalaust og fellt úr gildi bann við starfsemi Afríska þjóðarráðs- ins, Aiafríska þjóöþingsins og Kommúnistaflokks Suður-Afríku. Með þessum ráðstöfunum kveðst de Klerk vilja greiða fyrir að upp verði teknar viðræður milli stjórn- valda og fjöldasamtaka hörunds- dökkra um endanlegt afnám kyn- þáttaaðskilnaðarins sem fyrir- rennarar hans komu á. Áralangar blóðsúthellingar í Suður-Afríku, viðskipta- og sam- skiptabann af hálfu mikils hluta umheimsins og aivarlegar efna- hagskröggur hafa sannfært meiri- hluta Þjóðernisflokksins um að nauðsyn beri til að snúa við blað- inu og taka stefnu á litblint lýðræð- isskipulag. Lýðræðisflokkur frjáls- lyndra hvítra manna, einkum þeirra sem eiga rætur að rekja til Bretlands, hefur lengi verið sama sinnis. Forsetinn bendir á fylgi þessara tveggja flokka í þingkosn- ingum í september í fyrra til marks um að rúmlega tveir þriðju hvítra kjósenda séu fylgjandi afnámi að- skilnaðarstefnunnar. Vandinn er sá að eftir þriggja áratuga bann við starfsemi elstu og virtustu réttindasamtaka svert- ingja og fangavist eöa útlegö for- ustumanna þeirra, hefur stjórnin sem stendur engan sjálfsagðan og myndugan viðræðuaðila til að þinga við um hvað við skuli taka. Lausn Nelsons Mandela og afnám- ið á banni við starfsemi Afríska þjóðarráðsins er viðleitni de Klerk tU að stuðla að því að fullgildur aðili komi til sögunnar til að setjast hinum megin við samningaborðið þegar þar að kemur. Framundan eru því áþreifingar Erlendtídindi Magnús Torfi Ólafsson og nánari skilgreiningar af hálfu beggja aðila á skilyröum sem skapa þarf svo að efnislegar viðræður um nýja stjórnskipan í Suður-Afríku, með lýðréttindum fyrir landsmenn alia, komist á. Þess vegna féll de Klerk frá skil- mála Botha, fyrirrennara síns, um að Mandela afneitaði afdráttar- laust baráttu með vopnavaldi áöur en hann væri látinn laus. Þess vegna brýnir Mandela nú fyrir fé- lögum sínum að árásir séu einung- is réttlætanlegar á hernaðarleg skotmörk en óbreyttir borgarar skuli friðhelgir. Þess vegna hætti Mandela við að hafna frelsi, nema neyðarástand væri fellt úr gildi í hvívetna og öllum pólitískum föng- um öörum sleppt úr haldi. Hafa svo aðilar báðir ýmislegt aö bjóða í væntanlegum áþreiíingum. Afríska þjóðarráðið situr þegar þetta er ritað fund í útlegðinni í Lusaka, höfuðborg Zambíu. Hlut- verk þessa fundar er tvíþætt. Bæði þarf að móta afstöðu til viðræðutil- boðs og tilslakana de Klerk og ákvarða stöðu Mandela innan sam- takanna, nú þegar hann er frjáls maður á ný. Það er mál frétta- manna að ágreinings hafi gætt fyr- ir fundinn. Stjórnmálamennirnir í hópnum leggi megináherslu á að sem mest verði úr því tækifæri sem nú gefist til að þoka áfram megin- markmiði ráðsins, fullum lýðrétt- indum fyrir landsmenn alla í Suð- ur-Afríku. Yfirmenn skæruliða- sveita vilji á hinn bóginn efla skæruhernað enn um sinn. Búist er við að stjórnmálamennimir verði hlutskarpari. Nokkurt strik setur það í reikninginn að Oliver Tambo, framkvæmdastjóri ráðsins og æskuvinur og baráttufélagi Mandela, er sjúkur í Svíþjóð í end- urhæfmgu eftir heilablóðfaU. En víðar en í forustu Afríska þjóðarráðsins er uppi ágreiningur í hópi 20 milljóna svertingja í Suð- ur-Afríku. í fylkinu Natal hafa 50 manns fallið í síðustu viku í valda- baráttu milli Inkata, einkahers Buthulesi, höfðingja Zulu-ætt- bálksins, og þeirra sem fylgja að málum Sameinuðu lýðræðisfylk- ingunni, sambandi fjölda réttinda- samtaka svertingja, sem varð til fyrir nokkmm árum í tómarúminu sem bann á starfsemi Afríska þjóö- arráðsins hafði skilið eftir á opin- berum vettvangi. Menn mæna til Mandela, að áhrifamáttur hans stuðli aö því að lægja slíkar inn- byrðis erjur meðal svertingja. En þá er svo best að honum end- ist líf og heilsa. Skýring de Klerk er að dráttur á að sleppa Mandela úr fangelsi stafaði upp á síðkastið einkum af undirbúningi að traustri öryggisgæslu honum til handa. Og víst er að þeir eru til sem vilja hann feigan. Fylgismenn fasistaflokks- ins Andspyrnuhreyfing Afrikaner (en svo nefnast Búar á eigin máli) gengu um götur Pretoria gráir fyrir járnum daginn sem hann fékk frelsi undir herópinu: „Hengið Mandela". Sú andstaða gegn stefnubreyt- ingu stjórnar de Klerk, sem forset- anum mun reynast þyngst í skauti, kemur þó frá íhaldsflokknum, hægrisinnuðum Búum sem á síð- ustu árum hafa klofnað út úr Þjóð- ernisflokknum. í kosningum í fyrrahaust hlaut íhaldsflokkurinn 41 af 166 þingsætum og um 30 af hundraöi atkvæða hvíta kjósenda- hópsins. Foringi íhaldsflokksins, Andries Treurnicht, hefur sett sér það mark að hrekja stjórn de Klerks frá völd- um og knýja fram nýjar þingkosn- ingar, þar sem hann gerir sér vonir um að geta sópað til sín fylgi Búa í mun stærri stíl en áður. Tala íhaldsmenn fullum fetum um að hrinda af stað herferð til að gera Suður-Afríku óstjórnhæfa. í þessu skyni hafa þeir sett sér að safna einni milljón undirskrifta undir áskorun til forsetans og af- henda hana á fjöldafundi í Pretoria 26. maí. En jafnframt boðar Koss van der Merwe, talsmaður íhalds- flokksins, skipulagða brottför fylg- ismanna flokksins úr nauðsynleg- ustu störfum, einkum í opinberri þjónustu, svo sem við fíugsam- göngur, í lögreglu, við heilsugæslu, í slökkviliðum, samgöngukerfmu á landi og í skólum. Þessi hótun um pólitískt verkfall íhaldsmanna er ekki tekin alvar- lega enn sem komiö er. Skoðana- kannanir benda til að stefnubreyt- ing de Klerks njóti verulegs meiri- hlutastuönings meðal hvítra manna sem geri sér einkum vonir um að brátt verði aflétt viðskipta- hömlum og þá renni upp efnahags- bati í landinu. Frederik W. de Klerk forseti skýrir fréttamönnum frá að Mandela verðl látinn laus. Nelson Mandela yfirgefur Viktor Verster fangelsiö eftir 27 ára fangavist. Símamyndir Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.