Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Qupperneq 18
18 Veiðieyrað ■v ' :-■'■' .■■■■■■ ‘ '............................... Það var reynt og reynt en árangurinn var ekki mikill. Þó allir á öllum aldri prutuðu og staðurinn væri neðst á Gljúfurá. DV-mynd G.Bender í Borgarflrðinum Víða leitað en bleikj- an fannst ekki Dorgveiði- keppni á Geita- bergsvatni í byrjun mars Þó ennþá sé hávetur eru aðeins fáeinar vikur þangað til fyrstu veiði- ámar verða opnaðar fyrir sjóbirt- ingsveiði. Enda er ýmislegt að gerast í veiðifélögunum víða um land. Opin hús eru og við fréttum að halda ætti dorgveiðikeppni á Geitabergsvatni í byijun mars. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem sjá mun um þessa keppni. Laxlón, Veiðivon og fleiri verða svo með dorgveiðikeppni í Hvammsvik í Kjós um páskana. Dorgumm ætti ekki aö leiðast veru- lega næstu vikumar. Ef maður þekk- ir þá rétt í Mývatnssveit gæti eitt- hvað gerst þar í dorgveiðikeppni með tíð og tíma. En veiði á dorg og í net hefur verið með besta móti á Mý- vatni síðustu daga. Kristján Gíslason fluguhnýtari get- ur verið ánægður þessa dagana eftir að tvær flugur hans, Leppur og Rækjan, gáfu glæsileg verðlaun á árshátíð Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Reyndar hafa margar flugur hans gefið verölaun gegnum tíðina og góðan afla í veiðiám landsins. Þetta em flugur eins og Skröggur, Krafla, Gríma, Elliði og Hófí, svo að fáeinar séu taldar. Þeir virðast vera ginnkeyptir fyrir flugunum hans Kristjáns, „vænu“ laxamir. -G.Bender Vignir Sigurðsson: Elliða- og Hellu- vatai eru stórhættu- leg dorgveiðivötn „í Elliðavatni og Helluvatni eru víða lindir sem gera vatnið stór- hættulegt fyrir dorgveiði og þess vegna hefur Veiðifélag Elliðvatns bannað dorgveiði," sagði Vignir Sig- urðsson að Elliðvatni í vikunni. „ís- inn getur verið þunnur og lindir víða um vatnið éta hann að neðanverðu. Svo hann er ekki þykkur víða um vatnið. Það gæti orðið stórhættulegt að leyfa íjölda manns að veiða á því,“ sagði Vignir ennfremur. -G.Bender „Bleikjan getur horfíð á nokkrum dögum og komiö svo ailt í einu, þá get- ur vel veiðst," sagði Rúnar Ragnarsson á ísnum á Grímsá, rétt fyrir ofan Skugga er við reyndum að finna bleikj- ur fyrir fáum dögum. Það hafði veriö reynt víöa, í Gljúfurá, Norðurá og svo Grímsá en aðeins smábleikjur tóku. Helgina áður en við komum hafði Rúnar fengið góða veiði en núna fannst bleikjan ekki. Það var beitt ýmsu gómsætu en fáir fískar tóku. „Það er best að nota bara spún og enga beitu,“ sagöi Rúnar sem ætlaði næstu helgi vestur í Dali og renna þar fyrir bleikju. Við héldum heim og kannski gengi bara betur næst. En Þorkell Fjeldsted kallaði á eftir okkur og sagðist ætla að láta okkur vita um leið og bleikjan fyndist. -G.Bender í.au(.ardagi;r it,. febrCak 1990. Þjóðarspaug DV í skamm- deginu Fleira má nú skera niður Bóndi í Eyjafírði, sem hafði þurft að skera niður allt sitt fé, komst eitt sinn svo að orði eftir mikla vætutíð: „Þeir ættu nú frekar að skera niður þessa fjandans ótíö, bölvað- ir.“ Aumingja Guðmundur Auglýsing í gömfu dagblaði: „Úrvals harðfiskur til sölu hjá Guðmundi í Sjóbúöinni, sem leg- ið hefur upp á lofti í allan vetur og veriö lúbarinn meö sleggju." Erfitt í byrjun Kona, sem hélt upp á 95 ára af- mæh sitt, var spurð að því á af- mælisdagánn, hvort hún hefði ekki átt erfiða æsku. Hún svaraði: „0, jú. Fyrstu 93 árin voru ansi erfíö.“ Stórt lán í erööleikum þeim er steöjuöu aö Patreksfjarðarbæ haustið 1989 kom einn íbúinn með eftirfarandi lausn: „Best væri nú að bæjarfélagiö tæki svo hátt lán, til að greiða með skuldirnar, að það yrði skuldlaust á eftir.“ Prestur nokkur á landsbyggð- inni, sem þótti frekar drykkfelld- ur, var eitt sinn staddur inni á pósthúsi staðarins til að sækja böggul er hann átti þar. Er af- greiðslukonan kom með pakkann spurði hún prestinn hvað væri eiginlega í þessum þunga pakka. „Þetta eru nú bara guðsbæk- ur,“ svaraði klerkur. „Ég held þú ættir að flýta þér heim með þær því það er farið aö gutla ískyggilega míkið í boð- orðunum,“ sagði afgreiðslukon- an þá. Finnur þú fimm breytingai? 42 Jahá, frú Petersen. Þú þyrftir að vera 3,42 á hæð til að samsvara þyngd- inni. Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. Vinningarnir fyrir 42. getraun 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póstversl- uninni Príma, Hafnarfirði. Vinningar fyrir 40. getraun 1. Vasadiskó með bassamögnun, að verðmæti kr. 5.900,- 2. Vekjaraklukka, að verðmæti kr. 1.900,- Vinningarnir koma frá Ópus, Skipholti 7, Reykjavík Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 42 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fertu- gustu getraun reyndust vera: 1. Jóna Böðvarsdóttir, Strandgötu 17 a, Patreksfirði 2. Jónína B. Yngvadóttir, Teigaseli 71,109 Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.