Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Qupperneq 32
40
I.AUGAHDAGUK 17. FEBRUAR 1990,
Gyffi Rristjánsson, DV, Akuxeyri;
Uppboö Bæjarfógetaembættisins
á Akureyri, sem haldin eru af og
til í lögreglustöðinni þar í bæ, eru
jafnan fjölsótt og menn virðast
skemmta sér hið besta þegar þessi
uppboð eru haldin. Margir koma
ákveðnir í því að gera góð kaup en
aðrir koma greinilega til þess eins
að fylgjast með og hlæja örlítið
enda er andrúmsloftið á þessum
upphoðum jafnan afslappað og
brandarar látnir fjúka.
Arnar Sigfússon, fulltrúi bæjar-
fógeta, var uppboðshaldari er DV
leit inn á uppboð í lögreglustöðinni
á dögunum. Fjöldi fólks var mættur
þegar Arnar steig upp á stól á aug-
lýstum tíma og las mönnum upp-
boðsskilmálana. í þeim er m.a. tek-
i ið fram að menn kaupi viðkomandi
hlut í því ástandi sem hann er og
skipti engu máli hvort einhverjir
gallar komi í ljós að uppboði loknu,
menn skuli staðgreiða það sem þeir
kaupa og fleira í þeim dúr.
Prjónavél
og ódýrtgarn
Uppboðið hófst á því að boðin var
upp prjónavél og sá sem hreppti
hana þurfti aðeins að greiöa 2.000
krónur. Næst voru boðnir upp tveir
pokar af gami og hinn nýi eigandi
pijónavélarinnar hreppti það að
sjálfsögðu fyrirhafnarlítið og þurfti
aðeins að greiða 500 krónur fyrir
gamið.
Síðan komu skrifborð og stólar,
bílaútvarp, skápur undir hljóm-
flutningstæki sem „þarf að líma
Uppboðhaldarinn Arnar Sigfússon stýrði uppboðinu af mikilli röggsemi.
„Þetta er slatti"
Fuflur kassi af peysum fór næst
undir hamarinn. „Hvað em peys-
umar margar?" kallaði einhver og
einn starfsmannanna svaraði:
„Þetta er slatti, svona 50 stykki eða
svo.“ Þessar peysur fóm á 3.000
krónur.
Loftmælir fyrir steypustöð var
boðinn upp og vom ekki margir
sem sýndu honum áhuga. Fór enda
svo að mælirinn var sleginn Möl
og sandi hf. sem er eina steypustöð-
in á Akureyri og kom það engum
á óvart.
Meiri áhugi var þegar kom að
sjónvarpstækjunum. Nýlegt tæki
fór á 15.000 krónur og annað eldra
Ingimar Skjoldal heldur her garna-
rúllum hátt á lofti til að bjóðendur
geti áttað sig á innihaldinu.
á 5.500 svo dæmi séu nefnd. En
þegar sjónvarpstækin höfðu verið
boðin upp heyrðist hljóð úr áhorf-
endahópnum.
„Er búið að gera mönnum ljóst
að það þarf að borga virðisauka-
skatt af þessu,“ sagði einn áhorf-
endanna.
„Nei, ég hef ekki fengið tilkynn-
ingu um að þess þurfi og virðis-
aukaskattur verður ekki innheimt-
ur hérsagði uppboðshaldarinn.
Hér raðar mannskapurinn sér í kringum fyrsta bílinn sem boðinn var upp. Það var Opelbifreið sem fór á
hálfvirði.
Hann bætti síðan við að sá sem
gerði athugasemdina gæti gert
skriflega athugasemd til emhætt-
isins ef hann hefði áhuga á því.
Bílar á hálfvirði
Þegar hér var komið sögu var
farið að fækka hlutunum innan-
dyra sem bjóða átti upp og skömmu
síðar héldu menn út í góða veörið
en bjóða átti upp nokkra bíla sem
voru þar úti á planinu.
Ekki var annað að sjá en að þar
gerðu menn góð kaup, fyrsti bíll-
inn, sem var lítill fólksbíll af Opel
gerð, fór á 110 þúsund og höföu
menn á orði að það væri hálfvirði.
Eitthvað var pískrað um að sá sem
keypti hefði verið fyrrverandi eig-
andi en ekki verður það fullyrt
hér. Síðan voru fleiri bílar boðnir
upp áður en menn héldu til síns
heima.
Eflaust mæta menn svo aftur
næst þegar uppboð verður haldið.
Oft eru það sömu mennirnir sem
koma á þessi uppboð aftur og aft-
ur, en óneitanlega vakti það at-
hygli að í hinum stóra hópi voru
sárafáar konur og þær sem mættar
voru höfðu sig lítið í frammi. Ætli
uppboð séu „týpiskar" karlasam-
komur?
Uppboð á Akureyri:
,, Hvernig er með hely.
yi l"ði« íí11 híí« hí* tf i rm
aðeins" eins og einn starfsmanna
uppboðsins orðaði það og svo var
boðið upp tæki sem enginn virtist
kunna skil á.
250vöttog
eitthvað meira
„Þetta er tæki til sjónvarps- eða
útvarpsviðgerða, það er 250 vött og
eitthvað meira,“ sagði uppboðs-
haldarinn og bað um boð í tækið.
Fyrsta boð var 100 krónur og svo
fór að tækið seldist á 1.200 krónur
og eflaust hefur kaupandinn gert
góð kaup.
„Ég vil fá boð í þessa peysu, þessa
forláta skiðapeysu," sagði upp-
boðshaldarinn því næst og einn
starfsmanna hans hélt peysunni á
lofti. Ekki var mikill áhugi fyrir
peysunni og fór svo aö starfsmað-
urinn sem hélt á peysunni keypti
hana fyrir 500 krónur.