Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1990, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS'1990.
7
dv Sandkom
Fréttir
Skattmann
Skattagleðin
ermikilnghef-
urveriðhérum
nokkurt skeið.
Virðist i'kkert
látá. Þannig
heyrði Sand-
kornsritariað
peningarværu
skattlagöír,
ekki laun uöa
greiðslurheld-
urpeningar.
Einhverjirhafa
það tómstunda-
gaman aö safna mynt og seðlum og
eiga orðið dágott safh. Nú, menn
þurfa aö bæta við safnið eins og geng-
ur og gerist og oftar en ekki þarf að
panta frá útlandinu. hegar pening-
amir berast til landsins verða þeir
ekki ley stir út nema með greiðslum
til ríkisins. Það merkilegasta er að
oft mun vera um peninga í fullu gildi
að ræða. Það er margt skrýtið í henni
íslenskuveröld.
Oft um að ræða peninga sem eru í
fullugildi.
Föstudagskaka
með banana
Sandkorns-
ritara bar»t
allsérstök upp-.
skriftsemætti
aöuTaveliil
; fatlin týrir
karlmenn „á
lausu" aö
reynasigá.l-:r
húnbnther .
lesendum til
fróðleiks og,
umíramallt,
auægju.
Uppskríft:2stk,
brosandi augu, 2 stk. mjúkir armar,
2 stk. vel vaxnirfætur, 2 stk. stinn
mjólkurilát, 1 stk. loöinn formur og
1 stk. banani Aðferð: Horfðu djúpt í
brosandi augun, færðu hina vel
vöxnu fætur í sundur og þrýstu var-
lega mjólkurílátin þar til formurinn
er smurðtu. Bættu þá banananum
út í og færðu hann varlega fram og
tilbaka þangað til hann er oröinn vel
smurður. Þá cr puntað með eggja-
hvítu. Kakan er svo tilbúin þegar
bananinn erorðinn mjúkur. Mundu
að þvo áhöldin því þau eiga vonandi
að notast fljótlega aftur. Atliugið: Ef
kakan bytjar að lyfta sér skaltu láta
þig h verfa úr bænum - í hvelli!!
Þaðtekurí
Jónhafði
orðiðfyrirþví
ólániaðsiná
öðrumfætm-
umfórísundur
íumferðar-
slysi.Hannfór
áfótaskurð-
d.-ild sjúkra- ;
hússinsogvar :
lappaður sam-
nneftirölium ;
kúnstarintiar . • - '
reglum. Þettn
gekkalltsaman
vel og Jón var fljótt útskrifaður. Seg-
ir svo ekki af Jóni fyrr en hann kem-
ur til læknisins tveimur vikum síðar.
„Segiö mér, læknir, hvað settu lækn-
arnlr i staðinn fyrir ónýtu sinina?“
„Ég held aö þeir hafl notað sin úr
hundi,“ svarariæknirinn. „Nú-
újá. ,.þá skil ég af hverju fóturinn iyft-
ist s vona einkennilega í h vert sinn
sem ég geng framhjá ijósastaur.“
Eru eyfirskir hestamenn
á leið inn í LH að nýju?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Skiptar skoðanir virðast enn vera
meðal hestamanna í þremur hesta-
mannafélögum við Eyjaíjörð um þaö
hvort innganga í Landssamband
hestamanna að nýju sé æskileg. Tvö
félaganna halda aðalfund sinn um
helgina og á þeim munu verða greidd
atkvæði um aðild að nýju.
Félögin þrjú gengu úr LH í kjölfar
þeirrar ákvörðunar landssambands-
ins aö landsmót 1990 skyldi haldið í
Skagafirði en ekki í Eyjafirði eins og
hestamenn þar segjast hafa haft lof-
orð fyrir. Síðan hefur gengið á ýmsu,
en svo kann að fara að félögin þrjú,
Léttir á Akureyri, Funi í innanverö-
um Eyjafirði og Hringur á Dalvík og
í nágrenni samþykki aðild að LH að
nýju.
„Fyrir aðalfundi okkar liggur til-
laga frá stjórninni um að félagið
gangi að nýju inn í LH,“ segir Jón
Ólafur Sigfússon, formaður Léttis.
„Það eru enn mjög skiptar skoðanir
í þessu máli og því ómögulegt að
segja fyrir um hverjar lyktir málsins
verða, en ég hef þó frekar á tilfinn-
ingunni að aðild að LH verði sam-
þykkt,“ segir Jón Ólafur.
„Aðalfundur hefur ekki verið boð-
aður hjá okkur ennþá og við munum
fylgjast með hvernig atkvæða-
greiösla um aðild fer hjá hinum fé-
lögunum, það mun sennilega hafa
einhver áhrif á niðurstöðu okkar um
aðild,“ segir Jónas Vigfússon, for-
maður Hestamannafélagsins Fima í
Eyjafirði. „Innan okkar félags eru
skiptar skoðanir um hvort við eigum
að fara inn í LH aftur. Við gengum
út á sínum tíma vegna þess að gróf-
lega var brotið á okkur og ákváðum
að fara ekki inn aftur fyrr en róttæk-
ar breytingar heíðu orðið innan LH.
Einhverjar breytingar hafa orðið þar
en ekki róttækar að mínu mati.
Ég get ekkert sagt um hvernig þetta
fer. Menn eru ýmist með eða á móti,
en ég segi fyrir sjálfan mig að ég hef
ekki gert upp hug minn og veit
reyndar ekki nema ég muni sitja hjá
þegar til atkvæðagreiðslu kemur,“
sagði Jónas.
„Stjómin leggur tillögu um inn-
göngu fyrir aðalfund, en ég vil engu
spá um hvort hún verður samþykkt
eða felld, og þetta getur farið á hvorn
veginn sem er,“ segir Þorsteinn
Hólm, formaður Hrings. „Ég vil held-
ur ekkert segja um mitt persónulega
álit á því hvort við eigum að fara inn
aftur, stjómin sem slík kemur ekki
með neina afstöðu til þess fyrir fund-
inn, einfaldlega vegna þess að menn
eru ekki á einu máli.
Þetta mál verður hins vegar að fara
að komast á hreint. Þetta er farið að
koma niður á félagsstarfmu og þaö
hefur farið aUt of mikill tími í þetta
mál,“ sagði Þorsteinn.
Það viröist ljóst að menn eru ekki
á eitt sáttir í félögunum þremur um
hvort leita skuli aðildar aö LH að
nýju. Rætt er um að margir þeirra
sem vilja samþykkja inngöngu séu
að hugsa um landsmót í sumar og
þátttöku í því, aðrir vilji ekki inn
fyrr en eftir að landsmótið er afstað-
ið og stór hópur manna í félögunum
þremur hefur ekki tekið afstöðu og
ætlar ekki að blanda sér í málið.
‘ \ jfimi "j \•> >'m
lif-
Knapar í fimm athyglisverðustu búningunum. Sigurvegarinn, Guðný
Eysteinsdóttir, önnur frá vinstri.
Konur skákuðu karlmönnum í „grímutölti“
Aðstandendur Reiðhallarinnar
stóðu fyrir nýstárlegu hestamóti
síðastliðinn föstudag. Keppendur
voru skyldaðir til aö grímubúast
og vera óþekkjanlegir. Undirtektir
voru góðar því tæplega sjötíu knap-
ar mættu með fáka sína til leiks
þrátt fyrir aö veðrið væri mjög
slæmt og því erfitt að koma hestun-
um í Reiðhöllina. *
Veitt voru verðlaun fyrir fimm
efstu sætin í töltinu og að auki
verðlaun fyrir frumlegasta búning-
inn. Það er athyglisvert hve konum
gekk vel á þessu móti því þrír af
fimm keppendum í úrslitum voru
konur og að auki sigurvegarinn í
keppninni um frumlegasta búning-
inn.
Keppt í einum opnum flokki
Einungis var keppt í einum opn-
um flokki í töltkeppninni og var
firmakeppnisbragur yfir keppn-
inni. Dómararnir voru þeir Guð-
mundur Gíslason, oft kenndur við
Torfastaði í Biskupstungum, og
Siguröur Gunnarsson á Bjarna-
stöðum í Grímsnesi.
Tíu keppendur reyndu með sér í
einu og voru nokkrir tíndir úr til
framhaldskeppni. Að lokum stóðu
uppi fimm keppendur sem kepptu
til úrslita. Þegar keppendur sviptu
af sér grímunum kom í ljós að sig-
urvegari var Sigríður Benedikts-
dóttir á Árvakri. Halidór Viktors-
son var annar á Herði, Sævar Har-
aldsson þriðji á Kjarna, Maaike
Burggrafer fjórða á Prins og Guð-
rún Edda Bragadóttir var fimmta
á Jarpi.
Margir knapanna voru í athyglis-
verðum búningum og því erfitt að
velja þann besta. Það var Gyðný
Eysteinsdóttir frá Gufunesi, sem
var í búngingi fuglahræðu, sem
sigraði og hlaut bikar, eins og allir
þeir fimm keppendur, sem komust
í úrslit í töltinu.
Áhorfendur voru margir og viöa
aðaflandinu. -EJ
Tvö landsmót næsta sumar
Me-e-e-e...
ítilefniaf
Búnaðarþingi
erekkiúrvegi
aðserjaþesst!
iitlusögu.
Þannigvarað
t\,i-r í-ollur
hittustíveg-
kanti fynr
;i austanfiall. :
Þærvoruvel
kunnugarog
heilsuðust.
Önnurvarfyrri
tilaððhefja
raustslnaogsagði: „Me-e-e-e-e...“
Hin beið meðan mjólkurbíllim þeysti
framhjá raeð miklum hávaða en sagði
svo: „Ææi-i-i... einmittþaðsemég
ætlaðíað segja."
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Hestamenn hafa hingað til keppt á
landsmóti fjórða hvert ár en næsta
sumar er þeim gefinn kostur á að
keppa á tveimur landsmótum.
Landsmót hestamannafélaga verð-
ur haldið á Vindheimamelum í
Skagafirði dagana 4.-8. júlí næsta
sumar en auk þess geta hestamenn
keppt’í hestaíþróttum á landsmóti
ungmennafélaga í Mosfellsbæ dag-
ana 12.-15. júlí.
Á landsmóti hestamánnafélaga,
sem haldið er fjórða hvert ár, sýna
hestamenn gæðinga og kynbótahross
og keppa auk þess í tölti og kapp-
reiðagreinum.
Landsmót ungmennafélaga er
haldið þriðja hvert ár. Landsmóts-
nefnd ákvað að hestaíþróttir yrðu
sýningargrein á landsmótinu þannig
að keppendur fá verðlaun en stigin
gilda ekki í stigasöfnun félaganna.
Tveimur þátttakendum er boðið frá
hverju héraðssambandi og ung-
mennafélagi með beinni aðild að
Ungmennafélagi íslands (UMFÍ) og
verður keppt í sex greinum: fjór-
gangi, fimmgangi, gæðingaskeiði,
tölti, hindrunarstökki og hlýöni-
keppni. Fjöldi keppenda getur orðið
58 í hverri grein ef öll félögin senda
fulltrúa sína.
Löglegir eru þeir keppendur sem
eru í ungmennafélagi eða félagi sem
er aðili að UMFÍ. í Reykjavík eru tvö
félög með beina aðild að Ungmenna-
félagi íslands, Fjölnir og Víkverji.
Fáksfélagar verða því löglegir ef þeir
ganga í herbúðir fyrrnefndra félaga
og keppa undir nöfnum þeirra í sum-
ar. Hið sama gildir um aðra hesta-
menn sem ekki eru aöilar að UMFÍ.
-EJ
Frá landsmótinu á Gaddstaðaf lötum áriö 1986. DV-mynd EJ