Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Side 23
LAUGARDAGUR 17, MAR&199Q. 23 Helgarpopp Ævintýri frá írlandi Vel unnin, metnaðarfull og jafnvel krefjandi popptónlist er ekki hátt hlutfall af öllu því framboði sem er af þeirri tegund tónlistar í dag (hér er poppi og rokki ekki ruglað sam- an). Því þykir maður hafa himinn höndum tekið þegar í hendur berst spilverk sem uppfyllir áðurnefnda þætti. írska hljómsveitin The Adventur- e’s sendí nýlega frá sér sína þriöju plötu, Trading Secrets With the Mo- on, en þar er á ferð marglitt popp, vendilega pælt og meðhöndlað. Þó að nafn hljómsveitarinnar hafi ekki farið hátt hér á landi þá getur hún tæpast talist ný af nálinni. Þaö var árið 1978 að skólafélagarnir Pat Gribben og Terry Sharp ákváðu að hleypa heimdraganum og freista gæfunnar í háborg breskrar dægur- tónlistar, Lundúnum. Þeim varð lítið ágengt framan af en í árslok 1983 tóku þeir upp fjögur demolög fyrir útgáfufyrirtækið Chrysalis og á sama tima tók The Adventure’s á sig mynd hljómsveitar. Árið 1985 sendi hljómsveitin frumburð sinn á mark- að, plötuna Theodore and Friends. Sá gripur þótti lítt spennandi, tónlist- in flöt og ófrumleg. Reyndar notaði hljómsveitin fimm útsetjara á plöt- unni og bar hún þess merki. Theod- ore and Friends var fylgt eftir með tónleikaferð þar sem The Adventur- e’s túraði m.a. upphitunarband fyrir Tears for Fears. Eftir fyrstu plötuna ákvað hijómsveitin að söðla um, hverfa frá hljóðgervlapoppinu og leita þess í stað rótanna í írskri tón- listarhefð. Breyttar áherslur skiluðu árangri á Sea of Love frá árinu 1988. Fiðla, munnharpa , harmóníka og kassagitarar báru smekklegar laga- smíðar uppi og greinilegt var að hljómsveitin var á heimavelli. Kelt- neskur uppruni hljómsveitarmeð- hma skilaði sér í gegnum tónlistina sem var full af birtu og yl. Viðtökur voru enda góðar og ekki skemmdi árangursríkt tónleikaferðalag The Adventure’s með Fleetwood Mac vel- gengni íranna. Nýja platan Eins og fyrr sagði kom þriðja plat- an út fyrir stuttu þó að vinnslu við hana hafa verið lokið á síðastliðnu hausti. Forráðamenn Elektra útgáfu- fyrirtækisins þótti vert að bíða fram yfir jól með útgáfuna, enda líklegt að Trading Secrets With the Moon hefði týnst í jólafárinu og slíkt heföi verið að henda beitu í dauðan sjó, eins og gamall maður orðaði það. Um plötuna segir Pat Gribben, gít- arleikari og lagasmiður The Advent- ure’s: „Trading Secrets With the Moon er allt sem segja þarf um The Advent- ure’s, hún lýsir okkur sem persónum Pat Gribben og Terry Sharpe, helmingur hljómsveitarinnar The Adventure’s. og okkar tónhstarlegu hugmyndum. Platan er einlæg og heiðarleg. Leik- gleði einkenndi upptökur sem runnu í gegn sem hrein skemmtun og án erfiðleika. Sea of Love var að vissu leyti barn síns tíma, yfirbyggingin var mikil og útsetningar oft á tíðum uppskrúfað- ar. Við reyndum að forðast að falla í sömu gryfju, áherslan nú var öll á einfaldleikann og lögin sjálf látin standa upp úr.“ Um margt er hægt að samþykkja þessi orð Pat Gribben. Einfaldleikinn og einlægnin eru þeir þættir sem fyrst hrífa hlustandann. Myndrænar tónsögur fara The Adventure’s best eins og reyndar fleiri írskum hljóm- sveitum. Lögin eru að stofni til bráð- smekkleg og platan vex með hlustun hverri. í einu eða jafnvel tveimur lögum veður hljómsveitin í villu og virðist hreint ekki samkvæm sjálfri sér. Hér skal sérstaklega nefna til sögunnar lag sem kallast Love Lost Town en þar tekur hljómsveitin útjaskaða rokkfrasa og gerir að sínum. Þetta feilspor brýtur plötuna dálítiö upp sem heild. Annars er hér um eigulegan grip að ræða fyrir unnendur vandaðrar popptónlistar. Af lögum sem standa upp úr má nefna You’re Greatest Shade of Blue sem er innblásið af flutningi Joni Mitcheh í tónleika- myndinni The Last Waltz, Bright New Morning sem er samlíking á pólitísku ástandi á írlandi nútímans við hungursneyðina sem hrjáði þjóð- ina í upphafi 19. aldar og orsakaðist af kartöfluskorti (og aðgerðaleysi Englendinga) og að síðustu má nefna ágætt lag sem Pat Gribben samdi í félagi við Lloyd Cole og kallast De- sert Rose. Shavn Ryder, söngvari Happy Monday's. lands síðustu misserin og henni lýst sem óhefluðum brautryðjanda. Sér- staka gleði vekur hversu skemmti- lega hljómsveitinni hefur tekist að flétta „psychadelísku-indie" rokki saman við sjóðheita iðandi danstón- hst. Umsjón: Snorri Már Skúlason Happy Monday’s kemur hingað frá meginlandi Evrópu þar sem hljóm- sveitin hefur verið á tónleikaferða- lagi undanfarnar vikur. Héðan held- ur hún heim til Bretlands þar sveit- arinnar bíða skemmtileg verkefni, m.a. tvennir 9 þúsund manna tón- leikar í Manchester auk tónleika í Wembley Arena. Happy Monday’s þykir einkar frískleg á sviði og th að tryggja að gleðin verði við völd hefur einn Happy Monday's á íslandi Rétt er að minna rokkáhugafólk á að Menntaskólinn við Hamrahlíð er vettvangur tónlistarviðburðar í kvöld, en þá stígur á svið rokk-dans- hljómsveitin áheyrilega Happy Monday’s frá Manchester á Eng- landi. Lesendur voru uppfræddir um sögu og hagi hljómsveitarinnar fyrir hálfum mánuði en þar kom m.a. fram að Happy Monday’s hefur verið hampað í heimalandinu sem einni athyghsverðustu hljómsveit Eng- hinna sex hljómsveitarmeðhma þann starfa að dansa hljómsveitina og áhorfendur í stuð. Góða skemmt- un. Ekki þýðir að sýta dýran Dylan heldur... Listahátíö hefur hingað til stað- ið þokkalega undir nafni. Undir merki hátíðarinnar hefur hst- unnendum landsins veriö boðið til veislu íyrir augu og eyru. Á seinni árum hefur meira að segja þörfum unnenda alþýðutónlistar verið sinnt og það svo ágætlega að væntingar í garð Listahátíðar eru orönar talsverðar hjá þeim hópi. Nú er miður mars og dag- skráin farin að taka á sig mynd, enda hátíðin vanalega haldin fyrri hluta júnímánaöar. Þegar forvitinn rokkfýkill grennslast fyrir um hvaða molar verða bom- ir honum og hans hkum á borð á komandi Listahátíð verður fátt um svör. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Ekki það að for- ráðamönnum Listahátíðar hafi ekki staöið neitt bitastætt til boða, þvert á móti hafa aðilar eins og Sinnead O’Connor, Stevie Ray Vaughan, Lloyd Cole, Jesus & Mary Chain, The Gypsy King og fleiri verið tilbúnir aö koma og það fyrir skaplega þóknun, eftir því sem poppsíðan kemst neest. Listahátíð hefur hins vegar ekki haft áhuga á þeirri forsendu að hér sé ekki um nógu þekkta flytj- endur aö ræða. Poppsíðan gleöst yfir metnaöi Listahátíðar þó hún telji reyndar fyrrnefnda tónlistarmenn vel boðlega mörlandanum. Poppsíð- an telur til heiha að eitthvað fari að gerast í þessum málum þannig að unnendur tónlistar á öllum viröingarstigum hafi ástæðu th aö gleöjast yfir Listahátíð 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.