Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Síða 42
50 LAUGARDAGUR 17. MARS 1990. Afmæli Einar Egilsson Einar Egilsson, fyrrverandi inn- kaupastjóri, Sólheimum 25, Reykja- vík, veröuráttatíu áraá morgun, 18. mars. Einar er fæddur í Hafnarfirði og þarólst hann einnig upp. Hann lauk gagnfræöaprófi frá Flensborg 1928 og stundaði síðan verslunarnám í tvö ár við Pitsman’s College í Lon- don og lauk prófi þaðan 1931. Á námsárunum var hann mikiö til sjós í sumarleyfum. Einarstarfaði á skrifstofu Kveldiilfsí6árfrá 1931 eða þar til hann fór til Suður- Ameríku. Þá dvaldi hann í tvö ár í Argentínu þar sem hann vann á skrifstofu Swift & Co. Þaðan fór hann til Chile þar sem hann stund- aði bátaútgerð i þrjú ár. Árið 1941 kom Einar heim til íslands og vann við ýmiss konar verslunarstörf þar til hann fluttist með íjölskylduna til Mexíkó 1950. Þar veitti hann for- stöðu gosdrykkjaverksmiðju Canada Dry til ársins 1954. Þá flutt- ist hann aftur heim og vann við verslunar- og skrifstofustörf þar til hann réðst til Rafmagnsveitu ríkis- ins 1967, fyrst sem fulltrúi en síðar sem innkaupastjóri. Einar lét af störfum þar 1985. Einar kvæntist þann 7.4.1945 Margréti Thoroddsen, viöskipta- fræðingi, húsmóöur og fyrrverandi deildarstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, f. 19.6.1917. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson Thoroddsen, yfirkennari og lands- verkfræðingur, d. 29.9.1955, og Mar- ía Claessen Thoroddsen húsmóðir, d. 24.6.1964. Börn Einars og Margrétar eru: María Lovísa, f. 29.10.1945, lyfja- fræðingur, búsett í Kópavogi, gift Hannesi Sveinbjörnssyni, f. 27.9. 1946, kennara, og eru börn þeirra: Sveinbjörn, f. 17.12.1967, Einar, f. 30.1.1974, Ásgerður Þórunn, f. 5.7. 1980, og Sigurður, f. 19.4.1984. Egill Þórir, f. 25.2.1948, efnaverk- fræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hlaðgerði Bjartmarsdótt- ur, f. 13.7.1951, kennara, og eiga þau einn son, Einar Bjart, f. 8.3.1988. Barn Egils og Hólmfríðar Gunn- laugsdóttur fóstru er Salvör, f. 27.2. 1985. Þórunn Sigríður, f. 24.2.1950, meinatæknir, búsett í Reykjavík, gift Halldóri Árnasyni, f. 21.10.1950, forstöðumanni Ríkismats sjávaraf- urða, og eru börn þeirra: Árni Björgvin, f. 5.10.1972, Margrét Her- dís, f. 3.10.1974, Einar Egill, f. 31.5. 1979, ogSteinn,f. 7.4.1989. SigurðurThoroddsen, f. 10.8.1953, tónlistarfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Auði Vil- hjálmsdóttur, f. 20.6.1954, innan- hússarkitekt, og eiga þau eina dótt- ur, Margréti Dögg, f.‘20.10.1976. Margrét Herdís, f. 11.6.1961, bók- bindari, búsett í Reykjavík, gift Bjarna Má Bjarnasyni, f. 29.11.1955, sjúkraliða. Systkini Einars: Jensína, f. 21.9. 1905, húsmóðir í Hafnarfirði, ekkja Gísla Sigurgeirssonar, f. 1.3.1893; Sigrjður, f. 2.10.1906, d. 1.4.1950, var gift JóniFinnbogasyni, f. 1.10.1907, sem einnig er látinn; Guðmundur, f. 25.10.1908, d. 31.10.1987, loft- skeytamaður, var kvæntur Ástu Einarsdóttur, f. 1.10.1917, enþau slitu samvistum; Gunnþórunn, f. 10.6.1911, húsmóðir og kaupmaður í Hafnarfirði, gift Sigurbirni Magn- ússyni, f. 2.10.1910, rakarameistara; Nanna, f. 10.8.1914, lést af slysförum 22.3.1979, söngkona, var gift Birni Sv. Björnssyni, f. 15.10.1909, kenn- ara í Borgarnesi; Svanhvít, f. 10.8. 1914, söngkennari og fyrrv. prófess- or í Vín í Austurríki, var gift Jan Moravek en þau slitu samvistum; Gísli Jón, f. 31.3.1921, d. 22.4.1978, kaupmaður, var kvæntur Sigrúnu Þorleifsdóttur, f. 16.12.1927, kaup- manni í Hafnarfirði; og Ingólfur, f. 4.12.1923, d. 2.1.1988, rakarameist- Einar Egilsson. ari í Garðabæ, var kvæntur Svövu Júlíusdóttur, f. 30.12.1925, húsmóð- ur. Foreldrar Einars voru Egill Hall- dór Guðmundsson, f. 2.11.1881, d. 29.9.1962, sjómaður í Hafnarfirði, og Þórunn Einarsdóttir, f. 16.12. 1883, d. 28.5.1947, húsmóðir. Egill var sonur Guðmundar Guð- mundssonar á Hellu í Hafnarfirði, eins af hinum nafntoguðu Hellu- bræðrum. Foreldrar Þórunnar voru Einar Jóhannesson Hansen og Jensína Ólína Árnadóttir Mathiesen í Hafn- arfirði. Til hamingju með afmælið 17. mars. 85 ára 50 ára Kristján Jóhanncsson, Efstasundi 32, Reykjavik. Valgarður Þorkclsson, Bjargarstíg 2, Reykjavík. Sigríður E. Svcrrisdóttir, Undarhvammi 2, Hafnarfirði. Kristján Þ. Stephensen, Beykihlíð 9, Reykjavik. 80 ára Þverá, Reykdælahreppi. Þorleifur Kristinn Valdimarsson, Gísli Guðmundsson, Austurgötu 9, Hafnarfirði. Magnús Þorsteinsson, Óðinsgötu 16B, Reykjavík. Hátúnl, Borgarfiarðarhreppí. Sigríður Pálsdóttir, Kópavogsbraut 59, Kópavogi. 40 ára 70 ára Smyrlahrauni 33, Hafnarfirði. Friðfinnur Halldórsson, Aðalsteinn Vigmundsson, Eskihlíð 35, Reykjavík. Herbert Eyjólfsson, Valfargötu 9, Keflavik. Sefgörðum 8, Seltjarnarnesi. Guðbjörg M. Karlsdóttir, Kársnesbraut 36A, Kópavogi. Hrönn Brynjarsdóttir, Engjaseli 81, Reykjavík. 60 ára Þórunnarstræti 135, Akureyri. Ragnheiöur Pálsdóttir, Ingvar Þorleifsson, Sólheimum, Svinavatnshreppi. Hvassabergi 12, Hafnarfirði. Þórður Elías Sigfússon Júlíus Sigurðsson Júlíusson Júlíus Sigurðsson Júlíusson leigu bílstjóri, Þinghólsbraut 10, Kópa- vogi, verður sjötugur á þriðjudag- inn, 20. mars. HANDFRÆSARAR MOF-96E 750 W 8.000- 24.000 sn/mín MOF-131 1.300 W 18.000 sn/mín afi. Skeifunni 11 d, simi 686466 Július Sigurðsson Juliusson. Júlíus fæddist í Reykjavík og ólst þarupp. Eiginkona hans er Þóra Karólína Þórormsdóttir, f. 2.5.1922 á Fá- skrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Stefanía Indriðadóttir, f. 4.5.1898 á Eyri við Fáskrúðsfjörð, og Þórorm- ur Stefánsson, f. 23.4.1886 í Breiðdal. Foreldrar Júlíusar voru Emanúel Júlíus Bjarnason, f. 7.7.1886 að Ey- steinseyri við Tálknafjörð, og Jó- hanna Jóhannesdóttir, f. 19.12.1889 í Miðneshreppi. Júlíus og eiginkona hans taka á móti gestum á heimili sínu á morg- un, sunnudaginn 18. mars, eftir kl. 16. Þórður Elías Sigfússon verkamað- ur, Dalbraut 18, Reykjavík, er ní- ræður í dag. Elías er fæddur á Valstrýtu í Fljótshlíð og alinn upp í Fljótshlíð- inni. Hann hóf sjóróðra á áraskipi frá Herdísarvík á vertíðunum 1916 og 1917. Eftir það stundaði hann vertíðarstörf í Vestmannaeyjum til 1925 en það ár sest hann að í Eyjum. í Vestmannaeyjum tók Elías virkan þátt í stjórnmála- og verkalýös- baráttu, var einn af stofnendum sjó- mannafélagsins Jötuns og sat í stjórn þess. Einnig var hann í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja þar sem hann var formaður um árabil. Elías flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni 1965 og vann í Kassagerð Reykjavíkur fram yfir áttræðisaldur. Fyrri kona Elíasar var Guörún. Jónsdóttir en hún lést 1930. Síðari kona Elísar er Guðfinna Einarsdóttir, f. 1906. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Stuðl- um við Norðíjörð. Börn Elíasar af fy rra hjónabandi: Erna Kristín, áður búsett á Egils- stöðum en nú í Kópavogi; Sigfús Ágúst, lést af slysförum 1948. Börn Elíasar og Guðfinnu eru: Einar Pálmar, f. 1935, iðnrekandi á Selfossi, og Sigfús Þór, f. 1944, pró- fessor í tannlækningum við Háskóla íslands. Fóstursonur Elíasar, sonur Guð- finnu, er Sigurbergur Hávarðsson rafeindavirki. Systkini Elíasar: Steingrímur Pét- ur, f. 1894, látinn; Sigurþór Júlíus, f. 1901, látinn; Magnús Árni, f. 1903, látinn; Borgþór Sigurbjörn, f. 1905, látinn, og Guðrún Lilja, f. 1911, bú- sett í Hafnarfirði. Foreldrar Elíasar voru Sigfús Þórðarson, sjómaður í Hafnarfirði, f. 30.10.1877, d. 15.5.1935, ogÞÓr- hildur Magnúsdóttir, f. 24.6.1870, d. 17.11.1945. Sigfús var sonur Þórðar, b. í Finnshúsum í Fljótshlíð og í Móabæ á Miðnesi, Sigurðssonar, b. í Múla- koti og í Finnshúsum, Eyjólfssonar. Móðir Þórðar var Þórunn Jóns- dóttir, Ólafssonar, prests í Ásum og á Eyvindarhólum. Móðir Jóns Ól- afssonar var Helga Jónsdóttir, pró- fasts á Prestbakka á Síðu, Stein- grímssonar. Móðir Þórunnar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, sýslu- manns á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Nikulássonar. Móðir Sigfúsar var Þórunn Ólafs- dóttir, b. á Grjótá, Ólafsssonar, b. á Teigi í Fljótshlíð, Jónssonar. Þórhildur, móðir Elíasar, var dótt- ir Magnúsar í Dagverðarnesi á Rangárvöllum, Árnasonar, b. á Butru í Fljótshlíð, Gíslasonar, b. á Butru, Árnasonar, b. í Gunnarsholti og Brekkum á Rangárvöllum, Gísla- sonar, b. á Ægissíðu, Brynjólfsson- ar, b. á Ægissíðu, Markússonar, b. á Ægissíðu, Þórðarsonar. Móðir Þórhildar var Vilborg Jóns- dóttir, b. í Ormsvelli í Hvolhreppi, Erlendssonar, b. síöast í Þúfu á Landi, Jónssonar, síðast í Litla- Klofa á Landi, Oddssonar, b. í Ketils- húshaga, Guðmundssonar, b. í Vatnsdal, Jónssonar eldri, b. í Sel- sundi, Oddssonar, b. Næfurholti, Þórður Elias Sigfússon. Jónssonar, prests í Fellsmúla, Jóns- sonar, prests á Mosfelli í Grímsnesi, Stefánssonar, skólameistara í Odd- geirshólum, Óunnarssonar, sýslu- manns á Víðivöllum í Skagafirði, Gíslasonar. Móðir Erlendar var Halldóra Hall- dórsdóttir, b. á Tjörfastöðum, Bjarnasonar, hreppstjóra á Víkings- læk, Halldórssonar. Móðir Jóns Er- lendssonar var Ingveldur Gísladótt- ur, b. í Lindarbæ, Þorvarðssonar, b. á Sandhólaferju í Holtum, Guö- mundssonar. Móðir Vilborgar var Sigríður Jónsdóttir, b. í Ósgröf, Brandssonar, b. í Næfurholti, Jónssonar, b. í Tungu i Landeyjum, Sigmundsson- ar. Elías og eiginkona hans taka á móti gestum í dag milli kl. 16 og 18 í samkomusal Dalbrautar 18. Hjalti Þórðarson Hjalti Þórðarson járnsmíðameist- ari, Engjavegi43, Selfossi, verður sjötugur á morgun, 18. mars. Hjalti er fæddur á Reykjum á Skeiðum og þar ólst hann upp. Hann lauk fullnaðarskólaprófi frá Braut- arholtsskóla 1934, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-40 og var við iðnnám í járn- smíði i Iðnskólanum 1941-45 er hann fékk meistarabréf. Hjalti stundaði iðnnámið hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Árið 1941 flutt- ist hann alfarið að Selfossi. Hjalti kvæntist þann 17.10.1944 Ingibjörgu Jónsdóttur húsmóður, f. 27.12.1919. Hún er dóttir Jóns B. Stefánssonar, verslunarmanns á Hofi á Eyrarbakka, og Hansínu Jó- hannsdóttur húsmóður. SystkiniHjalta: Margrét, f. 22.8.1907, búsett í Reykjavík, gift Einari Ásgeirssyni og eiga þau fjögur börn. Jón, f. 26.2.1909, d. 1988, var bú- settur í Reykjavík, kvæntur Lauf- eyju Stefánsdóttur og eignuðust þau áttabörn. Þorsteinn, f. 13.8.1910, búsettur á Reykjum á Skeiðum, kvæntur Unni Jóhannsdóttur og eiga þau sjö börn. Ingigerður, f. 21.1.1912, búsett á Selfossi, gift Þorsteini Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn. Sigríður, f. 11.5.1913, búsett á Sel- fossi og á hún eitt barn. Bjarni, f. 1.4.1914, búsettur á Reykjum, kvæntur Sigurlaugu Sig- urjónsdóttur og eiga þau sex börn. Laufey Ása, f. 14.7.1917, látin. Ingvar, f. 29.9.1921, búsettur í Reykjahlíð, kvæntur Sveinfríði Sveinsdóttur og eiga þau sex börn. Vilhjálmur, f. 27.10.1923, búsettur á Selfossi, kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur og eiga þau fimm Hjalti Þórðarson. börn. Laufey, Vilborg og Eysteinn dóu í æsku. Foreldrar Hjalta voru Þórður Þor- steinsson, f. 9.7.1877, d. 1960, b. á Reykjum á Skeiðum, og Guðrún Jónsdóttir, f. 19.2,1879, d. 1979. Hjalti tekur á móti gestum á morg- un, sunndaginn 18. mars, milli kl. 16 og 19 í Félagsheimilinu Ársölum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.