Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1990, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990. Fréttir Prófkjör H-listans í Reykjavík: Sex berjast um efstu sæti - ekki er hægt að afskrifa neinn - stefnir í tvísýn úrslit R-612, borgarstjórabíllinn. Það á eftir að koma í Ijós hvort framboð H-listans á eftir að verða til þess að Davíð Oddsson eða einhver annar verði aftursætisfarþegi í þessum bil næstu fjögur árin. DV-mynd GVA Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykja- vík, Samtaka um nýjan vettvang, Félags ungra Alþýöubandalags- manna, Reykjavíkurfélagsins - sam- taka um betri borg og óháðra borgar- ar verður um helgina. Prófkjörið er bindandi fyrir átta efstu sæti. Hér á eftir fer kynning á frambjóö- endunum og sagt er frá því með hvaöa stjórnmálasamtökum þeir hafa starfaö. Aðalsteinn Hallsson Aðalsteinn er félagsmálafulltrúi og hefur starfað með Sjálfsbjörgu og SEM hópnum. Hann hefur ekki áður tekið þátt í stjórnmálum. Aðalsteinn gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Ámundi Ámundason Ámundi er markaðsstjóri. Ámundi er löngu landsþekktur bæði fyrir pólitísk störf og önnur. Ámundi hef- ur verið kosningastjóri Alþýðu- flokksins. Hann hefur ekki áður boð- ið sig fram. Ámundi hefur starfað mikið fyrir Alþýðuflokkinn. Hann gefur kost á sér í 2. til 8. sæti. Ásgeir Hannes Eiríksson Ásgeir er alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn. Hann stofnaði ný- verið Reykjavíkurfélagið - samtök um betri borg. Ásgeir Hannes hefur starfað við verslun og hann rak með- al annars lengi pylsuvagn í Austur- stræti. Hann hefur starfað fyrir SÁÁ og fleiri. Ásgeir Hannes gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Bjarni P. Magnússon Bjami stundar eigin iðnrekstur. Hann er borgarfulltrúi fyrir Alþýðu- flokkinn. Hann á sæti í borgarráði. Bjarni gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Björn Einarsson Björn er erindreki og einn af stofn- endum Borgaraflokksins. Hann á sæti í aðalstjórn SÁÁ og í stjórn Verndar. Björn kemur úr Reykjavík- urfélaginu. Hann gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Egill Helgason Egill Helgason er blaðamaður. Hann hefur ekki tekið virkan þátt í stjómmálum. Egill er tengdasonur Júlíusar Sólnes, formanns Borgara- flokksins. Egill gefur kost á sér i 1. til 8. sæti. Gísli Helgason Gísli er tónlistarmaður og for- stöðumaður hljóðbókagerðar Blindrafélagsins. Gísli hefur verið talinn hliðhollur Framsóknarflokkn- um. Hann er formaður Vísnavina. Gísli gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Guðmunda Helgadóttir Guömunda er fangavörður. Hún var varaborgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins til ársins 1978. Þá sagði hún skilið við flokkinn og hefur ver- ið talin stuðningsmaður Kvennalist- ans. Hún gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Guðrún Jónsdóttir Guðrún er arkitekt. Hún á sæti í skipulagsstjóm ríkisins. Guðrún var forstöðumaður borgarskipulags þeg- ar vinstri meirihlutinn var við stjórn í borginni. Erfitt er að skipa henni í raðir ákveðins flokks en helst er hún talin hafa fylgt Alþýöubandalaginu að málum. Guörún gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Gunnar H. Gunnarsson Gunnar er verkfræöingur. Hann situr í byggingamefnd Reykjavíkur fyrir hönd Alþýðubandalagsins. Gunnar starfar sem deildarverk- fræöingur hjá umferðardeild Reykja- vikurborgar. Gunnar gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson Gylfi Þ. Gíslason Gylfi er nemi við Tækniskólann. Hann hefur starfað mikið innan Al- þýðuflokksins. Hann á sæti í Æsku- lýðssambandi íslands og er auk þess starfsmaður þess. Gylfi gefur kost á sér í 5. til 8. sæti. Hlín Daníelsdóttir Hlín er fulltrúi hjá ríkisskattstjóra. Hún er kennari að mennt. Hún er gjaldkeri- Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur. Hlín gefur kost á sér.í 4. til 8. sæti, Hrafn Jökulsson Hrafn er blaðamaður og rithöfund- ur. Hann hefur starfað mikið innan Birtingar og Nýs vettvangs. Hrafn gefur kost á sér í 3. til 8. sæti. Hörður Svavarsson Hörður er framkvæmdastjóri For- eldrasamtakanna. Hann er fóstra að mennt. Hörður hefur ekki starfað innan stjórnmálaflokka. Hann gefur kost á sér í 4. til 8. sæti. Jón Baldur Lorange Jón Baldur er nemi. Hann hefur meðal annars verið framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins og átt sæti í flokksstjórn. Jón Baldur gefur kost á sér í 4. til 8. sæti. Kristín Dýrfjörð Kristín er fóstra. Hún hefur ekki tekið virkan þátt í stjórnmálum. Hún mun hafa fylgt Kvennalistanum aö málum. Faðir hennar er Birgir Dýr- íjörð, formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík. Kristín gefur kost á sér í 3. til 8. sæti. Kristín Björk Jóhannsdóttir Kristín Björk er nemi við Fóstur- skólann. Hún er í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Kristín Björk gefur kost á sér í 4. til 8. sæti. Kristín Á. Ólafsdóttir Kristín er borgarfulltrúi fyrir Al- þýðubandalagiö. Hún var varafor- maður Alþýðubandalagsins 1985 til 1987. Kristín gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Kristrún Guðmundsdóttir Kristrún er bankastarfsmaður og nemi í uppeldisfræði við Háskólann. Kristrún er í Birtingu. Hún gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Margrét Haraldsdóttir Margrét er kennari við Mennta- skólann við Sund. Hún var áður blaðamaöur á Alþýðublaðinu. Hún hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum. Margrét gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Ólína Þorvarðardóttir Ólína er dagskrárgerðarmaður og stundar magistemám viö Háskól- ann. Ólína er þekkt fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu. Hún hefur ekki tek- ið þátt í stjómmálum en Framsókn- arflokkurinn hefur gert tilkall til hennar. Ólína gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Reynir Ingibjartsson Reynir er framkvæmdastjóri Bú- seta. Á árunum 1970 til 1974 starfaði hann með Sambandi ungra fram- sóknarmanna og síðar með Alþýðu- bandalaginu. Reynir gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Skjöldur Þorgrímsson Skjöldur er sjómaður. Hann á sæti í stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur, Landssambandi smábátaeigenda og verkalýðsráði Alþýðuflokksins. Skjöldur gefur kost á sér í 1. til 8. sæti. Sex berjast Af þeim tuttugu og þremur sem taka þátt í prófkjörinu er sex sem eru talin líklegust til að verða í efstu sætum. Það eru Ásgeir Hannes Ei- ríksson, Bjami P. Magnússon, Guð- rún Jónsdóttir, Hrafn Jökulsson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Ólína Þor- varöardóttir. Upplýsingar um frambjóðendur fengust á skrifstofu Nýs vettvangs og víðar. Einnig var stuðst við kynn- ingu Alþýöublaðsins á frambjóðend- unum. umheimurinn í dag mælir Dagfari____ ísland og íslendingar eru stöðugt að færa sig upp á skaftið í heimspólitíkinni. Eins og allir vita hófst þiðan í kalda stríðinu í Höíða þegar Reagan og Gorbastjov hittust þar á bak við hurðarhúnana og sömdu um frið. Þá komst Reykjavík á landakortið og yfirleitt eru fréttaskýrendur á því máli, að sá fundur hafi verið upphafið á slökunarstefnunni. Áð- ur fyrr töluðu menn um mann- kynssöguna fyrir og eftir Krist. Nú hefur tímatalið breyst í fyrir og eft- ir Reykjavík. í framhaldi af þessum heims- sögulega atburöi hafa islenskir stórsnillingar komist í sviðsljósið. Jón Hákon Magnússon var kallaö- ur til Möltu til að skipuleggja leið- togafund á þeirri útkjálkaeyju af því að Möltubúar vildu herma eftir okkur íslendingum. Þáverandi ut- anríkisráöherra, Matthías Á. Mat- hiesen, hefur allt frá þessum fundi verið boðinn á allar handbolta- keppnir í útlöndum og verið heið- ursgestur á heimsmeistaramótum. Kópavogur þykir nú sjálfkjörinn til að hýsa næstu heimsmeistara- keppni í handbolta, vegna þess frægðarljóma sem leggur yflr Kópavogslækinn frá þeirri frægu borg Reykjavík og Davíð Oddsson er að verða þekktasti og vinsælasti leiðsögumaður veraldarinnar þeg- ar hann gengur um sali Höfða og sýnir gestum sínum hvar hann stóð þegar Reagan og Gorbi sömdu um friðinn. Næst geröist þaö aö Jón Baldvin Hannibalsson varð heimsfrægur fyrir framgöngu sína á fundum EFTA og Evrópubandalagsins og er nú aufúsugestur í öllum heims- ins löndum sem einn helsti forvíg- ismaður heimsmálanna. Bera menn ekki svo saman bækur sínar aö Jón Baldvin og þau bæði hjónin séu viðstödd og eru þau Jón og kona hans í miklu áliti á erlendum vettvangi. íslenski saltfiskurinn er líka orð- inn heimsfrægur eftir þessa at- burði og Samband íslenskra fisk- framleiðenda leggur á það áherslu að saltfiskurinn þeirra verði að hafa einkarétt á öllum erlendum markaði til þess að enginn blettur falli á orðstír íslands. íslenska rík- isstjórnin gengur enn í þau mál að bjarga íslenska ullariðnaðinum svo útlendingar fái áfram notiö ullar- innar og heimsfrægðarinnar. Nú er það nýjast að sjálfstæði Litháen stendur og fellur með því hvort íslenska ríkisstjórnin viður- kenni sjálfstæði þess. Raunar er pólitískt líf Gorbastjovs undir þessu máli komið líka vegna þess að utanríkisráðherra hefur bent á það að ef íslendingar viðurkenna Litháen, muni Gorbastjov glata völdum sínum í Moskvu, harðlínu- mennirnir taka við og heimsfriður- inn úr sögunni. Það er því mikil ábyrgð sem hvíl- ir á herðum íslensku þjóðarinnar um þessar mundir og sem betur fer hafa sjálfstæðismenn áttað sig á þeirri þýðingu sem það hefur fyrir heimsbyggðina ef Jón Baldvin tjáir sig. Sjálfstæðismenn hafa krafist þess aö utanríkisráðherra lýsi Lit- háen sjálfstæða þjóð. Sjálfstæðis- menn hafa að vísu alltaf verið á móti heimsfriönum og tekið varn- armálin fram yfir friðarstefnuna. Sjálfstæðismönnum er illa við Gor- bastjov og maöur er farinn að halda að þeim sé líka illa við Litháa. Að minnsta kosti hafa þeir hamast í utanríkisráðherra um að gefa þessa yfirlýsingu, þótt utanríkis- ráðherra sé búinn að segja þeim að Gorba veröi sparkað þegar ís- lendingar lýsa Litháa sjálfstæða og afleiðingarnar í Litháen verði blóð- bað og herleiðing. Átökin á Alþingi íslendinga um framtíð Litháa hafa heimssögulega þýðingu. Stórveldin fylgjast með þessum átökum og umheimurinn bíöur þess í ofvæni hvað Jón Bald- vin gerir. Sjálfstæði heilla þjóða stendur og fellur, framtíð Sovét- ríkjanna stendur og fellur og yfir- lýsingar Jóns Baldvins og konu hans standa og falla með þeirri ábyrgðartilfinningu sem hann hef- ur tileinkað sér í forystuhlutverk- inu. Vonandi er- að Jón Baldvin sitji á strák sínum. Við megum ekki eyði- leggja saltfiskmarkaðinn og ullar- söluna og við megum ekki vera vondir viö Gorba. Viö verðum að vernda sjálfstæöisbaráttu Litháa með því aö neita að minnast á hana. Við megum ekki spilla friðnum sem hófst í Höfða, með því að tala gáleysislega á alþjóðavettvangi þegar rödd íslands ræður úrslitum um örlög mannkyns. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.