Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Page 3
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
3
dv Fréttir
Ráöstefna um gróðurvemd:
Miðhálendið
þjóðgarður
Jóhaimes Siguijónsson, DV, Húsavik;
Um 150 manns sátu ráöstefnu um
stefnumörkun í gróðurvernd sem
haldin var á Húsavík fyrir tilstilli
samtakanna Húsgulls á Húsavík.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, setti ráöstefnuna og
ávarpaði ráöstefnugesti. Hún lýsti
m.a. tilgangi ráðstefnunnar meö
þeim oröum að þar yröi fjallað um
það hvernig viö gætum öll lagst á
eitt um að gera landið okkar grænna
og gróskumeira en kynslóðir margra
alda hafa séð það, eða látið sig
dreyma um að það nokkurn tímann
yrði.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaöarráöherra ræddi meðal ann-
ars um svæðisskipulag í landbúnaði,
það er búskap sem tæki tillit til land-
kosta á hverjum stað. í framhaldi af
því vék hann að hugmyndum um að
friða miðhálendi landsins og gera
það að þjóðgarði.
„Ég vildi gjarnan sjá það á næstu
árum að menn tækju höndum saman
um að gera miðhálendi landsins að
sérstökum þjóðgarði, það svæði sem
afmarkast af jöklum og ytri mörk
þess gætu ráðist af og verið hluti af
því svæðaskipulagi sem við erum að
ræða um,“ sagði Steingrímur.
Fulltrúar bænda, þeir Jónas Jóns-
son búnaðarmálastjóri og Haukur
Halldórsson, formaður Stéttarsam-
bands bænda, sátu ráöstefnuna. í
máli þeirra kom fram að nauðsynlegt
væri að friða þau svæði sem í mestri
hættu væru vegna uppblásturs. Það
væri hins vegar engin ástæða til þess
að hætta að nýta vel gróna afrétti.
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri kvaðst sannfærður um það að
á næstu árum yröi banni við lausa-
göngu búíjár komið á í áíongum, þar
sem því yrði tæknilega við komiö.
Vel gróin afréttarlönd mætti hins
vegar nýta áfram með skynsamlegri
beitarstjórnun.
Fjöldi sérfræðinga flutti erindi á
ráðstefnunni, m.a. Jón Loftsson
skógræktarstjóri, Anna Guðrún Þór-
hallsdóttir beitarfræðingur, Andrés
Arnalds gróðurverndarfulltrúi og
Jón Gunnar Ottósson, forstöðumað-
ur Rannsóknarstöðvar skógræktar
ríkisins.
Vigdís
til Mónakó
Forseti íslands,'Vigdís Finnboga-
dóttir, er farin áleiðis til Mónakó. Þar
mun Vigdís flytja setningarræðu á
ráðstefnu sem haldin er af ferða-
málasamtökum Evrópu í tilefni af
ferðamálaári Evrópu 1990.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra verður í fylgd Vigdís-
ar og mun taka þátt í ráðstefnunni.
-hlh
^ flokkur
TÍSpmrisL
la ^81286-12
nfarkeni
SkóI‘tvörðUst£?1jáfeTÍS
1er að skitlda
flmm Þúsund OO/ioo
rgrei,Uí'imlagihinn
SkuId þessi ska
Skuld þessi er l
verðbótahækkun
f sklud þessarj
vðxtum
GOÐ GJOF
SEM BER ÁVÖXT
Með gjafabréfum SPRON býðst þér
nýr gjafamöguleiki. Hér er á ferð bæði verðmæt
og skemmtileg gjöf.
Gjafabréf SPRON fást í 5.000, 7.500, 10.000 og
25.000 króna einingum, eru verðtryggð og
bera auk þess fasta vexti.
Þú færð gjafabréfin á öllum afgreiðslustöðum SPRON:
Skólavörðustíg I I, Hátúni 2B, Álfabakka 14,
Austurströnd 3 og Kringlunni 5.
ísrR£H
Sparisjóóur Reykjavíkurog nágrennis
.ISQ1S5
VIKULEGAR
VIÐKOMUHAFIMIR
INNANLANDS
- ÍSAFJÖRÐUR .....FÖSTUD./ÞRIÐJUD.
- HÚS.AVÍK.......,ALLA LAUG.ARDAGA
- DALVIK ...______A.L.LA IM.ANUDAG.A
- AKUREYRI ........-...... JVLLA MANUDAGA
- SAUDÁRKRÓKUR___AL.LA LAUGARDAGA
- SUÐUREYRI/ÞINGEYRI FOSTUO./ÞRIÐJUD.
- PATREKSFJ../BIL.DUD. ..FÖSTUD./ÞRIDJUD.
- VEST'MAKIl'i.A.EYJAR...A.L.LA FIMWITUDAGA
FRÁ REYKJ AVÍK ,.............A.LLA FIMMTUDAG.A
TiL REYKJAVÍKUR ..A.LLA IWIIOVIKUDAGA