Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Fréttir DV Skoðanakönnun DV: Ríkisstjórnin nú vinsældir eykur sínar - er samt enn óvinsælli en nokkur önnur ríkisstjóm Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar eykur nú dálítið viö fylgi sitt frá síðustu skoðanakönnun DV í jan- úar síðastliönum. Þá voru 32,6 pró- Ummæli fólks í könnuninni „Ég held að þessi ríkisstjóm sé að ná tökum á vandanum,“ sagði karl á Norðurlandi. „Ég hef alltaf verið andvígur ríkisstjórninni þó þaö breyti engu því hún situr áfram þó þjóðin vilji ekkert með hana hafa,“ sagði kona á Suður- landi. „Ég held að þeir séu engu verri en aðrir, greyin,“ sagöi kona á Reykjanesi. „Þó efitahags- lífið sé eittíivað að braggast er það ekki þessum bjálfum að þakka,“ sagði karl í Reykjavík. „Ríkis- stjórnin hefur nú lítið gert af sér að undanfórnu og það er gott,“ sagði karl á Austurlandi. „Ég nenni ekki að hafa skoðun á þess- ari ríkisstjórn. Ég held aö það ráðist ekíd í stjómarráðinu hvernig við höfúm það hérna á skerinu," sagði karl í Reykjavík. „Ég vil að þessi ríkisstjórn fari burt fyrir næstu áramót svo við þurfum ekki aö þola enn einar skattahækkanimar,1' sagði karl á Reykjanesi. -gse Fylgi rikisstjórnar Steingríms Hermannssonar er nú meira en það hefur verið i rúmt ár. Það er eftir sem áður minna en nokkur önnur ríkisstjórn hefur fengið í skoðanakönnunum DV. sent þeirra sem tóku afstöðu fylgj- andi ríkisstjórninni en nú eru stuön- ingsmenn hennar orðnir 37,6 pró- sent. Þetta er besta útkoma ríkisstjórn- arinnar allt síðan í janúar 1989 þegar fylgið mældist 44,9 prósent. Stjórnin er eftir sem áöur undir minnsta fylgi ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar en hún er næstóvinsælusta ríkisstjóm- in frá því DV og forverar þess hófu að gera skoðanakannanir. Ríkis- stjóm Þorsteins fékk minnst 40 pró- sent fylgi fáeinum dögum áður en hún sprakk. Fylgi ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka sem að henni standa er nán- ast það sama eða 0,1 prósenti meira. Þegar fylgi ríkisstjómarinnar mæld- ist minnst í júní í fyrra var saman- lagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna tæplega 13 prósent meira en stjórnar- innar sjálfrar. Niðurstööur könnunarinnar nú vom þær að 30,3 prósent aðspurðra sögðust vera fylgjandi ríkisstjórn- inni en 50,3 prósent henni andvígir. 14,8 prósent voru óákveðnir en 4,5 prósent neituðu að svara. Ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu þá sögðust 37,6 prósent vera fylgjandi ríkisstjóminni en 62,4 pró- sent andvigir henni. í úrtakinu voru 600 manns og skipt- ust þeir jafnt á milli kynja og lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur ríkisstjórninni? -gse Stuðningur við stjórnina og einstaka flokka STJÓRN FLOKKAR Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana: Sept. Nóv. Jan. Mars Júní Ágúst Okt. Des. Jan. Nú Fylgjandi 45,7% 45,0% 36,0% 29,5% 18,7% 23,8% 23,7% 28,0% 25,8% 30,3% Andvígir 24,5% 33,0% 44,2% 50,0% 60,5% 56,0% 60,0% 50,0% 53,3% 50,3% Öákveðnir 27,8% 192% 17,5% 20,0% 18,7% 16,2% 14,0% 20,5% 17,2% 14,8% Svaraekki 2,0% 2,8% 2,3% 0,5% 2.2% 4,0% 2,3% 1,5% 3,7% 4,5% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Sept. Nóv. Jan. Mars Júni Ágúst Okt. Des. Jan. Nú Fylgjandi 65,1% 57,6% 44,9% 37,1% 23,6% 30,0% 28,3% 35,9% 32,6% 37,6% Andvígir 34,9% 42,3% 55.1% 62,9% 76,4% 70,0% 71,7% 64,1% 67,4% 62,4% Húsameistari ríkisins verður aö gera fleira en gott þykir. En hann hefur mátt ganga nauðugur til þess verks að endurhanna sal Þjóðleik- hússins og leggja fram tillögur um teikningu sem allt er að gera kolvit- laust í báðum leikhúsunum. Starfs- menn Þjóðleikhússins skiptast í tvö hom og alþingismenn í leikhúsinu við Austurvöll skipa sér líka í tvo flokka. Annan sem er á móti nýjum þjóðleikhússal og hinn sem er með nýja salnum. Þeir ættu að taka húsameistara ríkisins sér til fyrir- myndar sem hefur teiknaö nýja salinn en er á móti honum. Þannig er hann bæði með og móti vegna þess aö menn rifust ekki um nýjan sal ef húsameistari hefði ekki teiknað hann og það er auðvitað óþarfi að vera meö gamla salnum ef ekki liggur fyrir teikning að nýj- um. Þannig hefur húsameistari átt sinn þátt í því að menn em annað- hvort með eða á móti nýjum þjóð- leikhússal en hafa ekki veriö eins sniðugir og húsameistari að vera bæði með honum og á móti honum. Eiður Guönason fer fyrir and- stöðuliðinu. Hann segir að ekki megi rústa Þjóðleikhúsið. Árni Jo- hnsen er hins vegar talsmaður breytinganna og segir að breyting- Vindhanar í leikhúsi ar á sal séu til aö fólk heyri og sjái hvaö er að gerast á sviðinu. Nú hefur það að vísu verið þannig í fjörutíu ár að gestir hafa sótt leik- húsið og aldrei hefur nokkur mað- ur kvartað undan því að hafa ekki séð sýningarnar. Annars hefði fólk ekki komið aftur og aftur ef það hefði setið í leikhúsinu án þess að hafa séð hvaö fram fór. Enginn hefur heldur kvartaö undan því að hafa ekki heyrt í leikurunum og giskar Dagfari helst á það að það hafi verið leikararnir en ekki gest- imir sem ekki hafi heyrt enda er slæmt að leika ef maður heyrir ekki í hvíslaranum eöa hinum leik- urunum. Þá detta menn út úr rull- unum. Auk leikara og alþingismanna í báðum stóm leikhúsum landsins hafa arkitektar látið málið til sín taka og á annað hundraö þeirra hafa mótmælt breytingunum. Það skilur maður vel. Hönnunin á breytingunum hefur kostað tugi milljóna og þeir peningar hafa mnnið til húsameistara og starfs- manna hans en óbreyttir arkitekt- ar úti í.bæ hafa setið eftir með sárt ennið og ekki notið góðs af þessari hönnun. Þeir eiga engra hagsmuna að gæta og þó ekki væri fyrir annað en þaö misrétti að sniðganga arki- tektastéttina þegar svo umfangs- mikið verk er annars vegar hlýtur að kalla á mótmæli alls þorra þeirra arkitekta sem hefðu getað hannað húsið fyrir þennan pening og gott betur. Hvaöa amlóði sem er getur rústað Þjóðleikhúsið ef hann fær nógu vel borgað fyrir það. Menntamálaráðherra lætur þessi andmæli sem vind um eym þjóta. Hann er staðráðinn í því að rústa Þjóðleikhúsið. Svavar Gestsson hefur ekki áhyggjur af Þjóðleik- húsinu heldur húsameistara ríkis- ins sem er höfundur að breytingun- um en er á móti þeim. Þetta skilur Svavar ekki og hann skilur yfirleitt ekki þá embættismenn sem eru á öndverðri skoðun við ráðherra. Svavar ætlar að rannsaka húsam- eistara alveg eins og hann ætlaði aö rannsaka ríkislögmann þegar sá góöi maður leyfði sér að hafa aðra skoðun á Sturlumálinu en ráðherranum þóknaðist. Ríkislögmaður haföi ekki vit á því að vera bæði meö og á móti eins og húsameistari ríkisins enda hefur hann ekki verið uppnefndur vindhani og verður víst aldrei. Húsameistari gerir auðvitað það sem fyrir hann er lagt en hann getur samt verið andsnúinn því sem hann er að gera og það þarf góðan embættismann til að vinna gegn sinni betri samvisku. Þess vegna er húsameistari góður emb- ættismaður hvað sem mennta- málaráðherra segir um hann og hvað sem alþingismenn kunna að uppnefna hann. Vindhanar eru þeir sem haga seglum eftir vindi og snúast eftir veöri og vindum og það kunna stjórnmálamenn og þaö kunna alþingismenn þótt enginn hafi kallað þá vindhana fyrir vikið. Nú þegar húsameistari ríkisins er orðinn meira vandamál heldur en Þjóðleikhúsið fer öldur vonandi að lægja í þessu mikla hitamáli. Menn geta þá snúið sér að því að kanna alla vindhanana í þessu þjóöfélagi enda er miklu mikilvæg- ara að hanna vindhananá upp á nýtt heldur en Þjóðleikhúsið sem stendur áfram á sínum stað hversu oft sem það er rústað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.