Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Síða 9
9
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
Útlönd
Farþegar sem bjargað var af brennandi ferjunni. Símamynd Reuter
Hörð gagnrýni:
Brunavarnir
ófullnægjandi
Gagnrýnin á útgerð feijunnar
Scandinavian Star óx stöðugt í gær
í kjölfar frásagna þeirra farþega sem
björguðust. Sjálfvirkar brunadyr
virkuðu ekki sem skyldi og úðunar-
kerfi fór bara sums staðar í gang.
Margir farþegar segjast ekki hafa
heyrt í brunavarnakerfinu.
Skipveijar vissu ekki hvernig
bregðast átti við. Við yfirheyrslur í
Frederikshavn hefur komið fram aö
margir skipveija höfðu aldrei tekið
þátt í brunaæfingu um borð og að
margir þeirra töluðu ekkert annað
en sitt eigið tungumál. Flestir skip-
verjanna voru frá Portúgal og
Filippseyjum.
Skipstjórinn, Hugo Larsen, ogtveir
aðrir yfirmenn hafa einnig verið
gagnrýndir fyrir að hafa yfirgefið
brennandi skipið á meðan enn voru
farþegar á lífi um borð. Skipstjórinn
sneri þó aftur til feijunnar.
Skipstjórinn sagði í viðtali við
norsku fréttastofuna NTB í gær-
kvöldi að hann hefði ekki svikið far-
þegana. „Það var þegar ljóst var að
ekki var hægt að fara niður til að
athuga hvort fleiri farþegar væru á
neðri þilfórum sem ég gaf fyrirskip-
un um að farið skyldi frá borði. Eg
hefði aldrei gefið shka fyrirskipun
ef ég hefði tahð að hægt hefði verið
að bjarga einhveijum án þess að
stofna lífi skipveija í hættu.“
Skipstjórinn var sofandi þegar til-
kynnt var um fyrsta brunann. Hann
var vakinn klukkan 1.55 að norskum
tíma af stýrimanni á vakt sem sagði:
„Geturðu komið upp á dekk, ég held
Hugo Larsen skipstjóri segist ekki hafa svikið farþega sína.
Símamynd Reuter
að brennuvargur sé um borð.“ Vart
hafði orðið við eld tíu mínútum áður
í teppi sem nokkrir farþegar höfðu
getað slökkt. Stuttu síðar var til-
kynnt um reyk annars staðar og er
í ljós kom að eldur var á tveimur
stöðum setti stýrimaður bruna-
varnakerfið í gang, að eigin sögn.
Hugo Larsen var einnig skipstjóri
á Holger Danske þegar eldur kom
upp í því skipi í Oslóarfirði í sept-
ember 1988. Þá var skipverjum kennt
um óaðgætni og fimm þeirra voru
sektaðir. Að sögn lögreglunnar brutu
þeir reglur með því að láta ekki skip-
stjórann vita um brunann. Larsen
skipstjóri sætti þá engri gagnrýni.
Eldurinn um borð í Holger Danske
kom upp í plastfótu með skítugum
tuskum í. Tahð var að kviknaö hefði
í útfrá sígarettuglóð.
Skipstjóri á skipinu Stena Saga sem
þátt tók í björgunaraðgerðunum um
helgina segir að skipstjórinn eða ein-
hver annar yfirmaður hafi sagt
snemma að allir væru farnir frá
borði þannig að björgunarstarfi var
hagað í samræmi við það. Þetta
reyndust hins vegar rangar upplýs-
ingar.
Formaður í samtökum danskra sjó-
manna, Henrik Berlau, sagði í gær
að hörmungarnar um borð í Scand-
inavian Star myndu ekki hafa átt sér
stað ef iðnaðarráðherrann, Anne
Birgite Lundholt, hefði neytt útgerð-
ina til að fara eftir dönskum örygg-
iskröfum. Samkvæmt dönskum kröf-
um, sem eru strangari en alþjóðleg-
ar, eiga brunaæfingar um borð í far-
þegafeijum að fara fram vikulega.
Ráðherrann mun leggja til að sett
veröi á laggimar samnorræn rann-
sóknarnefnd sem semja eigi sam-
norrænar reglur um eftirlit með far-
þegaferjum á Norðurlöndum. Einnig
á að breyta reglum varðandi far-
þegalista.
Scandinavian Star var dæmi um
skip sem samtök norrænna sjó-
manna hafa varað við. Á föstudaginn
lauk í Stokkhólmi norrænni ráð-
stefnu um ferjusiglingar og var
Scandinavian Star einmitt rætt á
þeirri ráðstefnu. Daginn eftir geröist
þaðsemmennóttuðust. Ritzau
Var skipstjórinn
varaður við?
Lögreglan í Lysikil í Svíþjóð vildi
í gær htið tjá sig um hugsanlegar
orsakir eldsvoðans í Scandinavian
Star. Vísað var á bug fregn um að
verið væri að rannsaka farþegahsta
frá öðrum norrænum skipum sem
kviknað hefur í. Hins vegar neitaði
lögreglan því ekki að nota mætti
shka aðferð.
Orðrómur hefur verið á kreiki um
að skipstjórinn á Scandinavian Star
hafi fengið viðvörun um að brennu-
vargur yrði um borö. Nokkrir sjó-
menn eiga að hafa varað skipstjór-
ann við tíu klukkustundum fyrir
brottför.
Við yfirheyrslur hefur enn ekki
komið fram nein heildarmynd af at-
burðarásinni, að því er fréttamönn-
um skilst af viðtölum við lögregluna.
TT
Líkin flutt
til Oslóar
Lagt var af stað með fjörutíu og Vegna reykjarkófsins og hitans
þijú fórnarlömb feijuslyssins til þurftuslökkvihðsmennaðskríðaeft-
Oslóar i gærkvöldi þar sem bera á irgöngumfeijunnarþarsemlíklágu
kennsl á líkin í dag. Búist er við að í hrúgum. Svo virtist sem flestir
búið verði að flytja lík ahra fórnar- hefðu reynt að komast úr eldhafinu
lambanna úr skipinu á morgun. en ekki fundið útgönguleiðir. Lík
Samkvæmt frásögn læknis sem , voru einnig í káetum, í einkabílum
hefur verið um borð bendir allt til og vöruflutningabílum.
að flest fórnarlambanna hafi látist í morgun ætluðu slökkvihðsmenn
úr reykeitrun. Mörg líkanna sem aðreynaaðflytjaahabílafráborði.
voru framarlega í feijunni eru einnig Reuter
mikið brennd.
Lik tornarlamba ferjuslyssins flutt fra borði i gærkvoldi.
Simamynd Reuter
—PABBAR—
Sængurgjafir fyrir mömmu og litla
barnið á þægilegasta stað í bænum.
Alltaf í leiðinni. Næg bílastæði.
Þumalína
- sérverslun með sængurgjafir -
Leifsgötu 32, sími 12136
Opið virka daga frá kl. 11-18.
4! Manf rotto
Þnfætur
íyrirmyndavélar og
videoupptökuvélar
t c
BARONSTIG 18
101REYKJAVÍK
SÍMI (91)23411