Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Page 11
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. 11 PV__________________________Útlönd Kosningunum 1 Ungverjalandi lokið: Ungverska þjóðin er sigurvegarinn - segir Jozsef Antall, leiðtogi Lýðræðislegs vettvangs Joszef Antall, leiðtogi Lýðræðislegs vettvangs, verður að öllum likindum næsti forsætisráðherra Ungverjaiands. Símamynd Reuter AUar líkur benda nú til þess að Lýöræðislegur vettvangur Ungverja- lands, sem er hægri-miðjuflokkur, verði ráðandi afl í næstu ríkisstjórn landsins. Fyrstu tölur um niðurstöð- ur síðari hluta fyrstu frjálsu þing- kosninganna í Ungverjalandi í íjöru- tíu og fimm ár benda til að Vettvang- urinn fái langmest fylgi allra flokka en kosið var til þings í gær. Bráða- birgðaniðurstöður benda til þess aö hægri menn vinni yfirgnæfandi sig- ur og aö Vettvangurinn hafl unnið helsta keppinaut sinn, hiö vinstri sinnaða Bandalag frjálsra demó- krata, með miklum yflrburðum. „Ég er fullkomlega viss um aö við höfum borið sigur úr býtum,“ sagði Jozsef Antall, leiðtogi Lýðræðislegs vett- vangs, á fundi með stuðningsmönn- um í gær. „En við erum ekki sigur- vegarar kosninganna - það er ung- verska þjóðin sem er sigurvegarinn." Samkvæmt opinberri skoðana- könnun, sem birt var snemma í morgun, fær Lýðræðislegur vett- vangur alls 165 sæti á þingi, sem þýðir 42,74 prósent fylgi, en Bandalag frjálsra demókrata 92, eða 23,83 pró- sent fylgi. Alls sitja 386 fulltrúar á ungverska þinginu. Bændaflokknum er spáð 43 þingsætum, sem jafngildir 11.13 prósentum, en Ungverska jafn- aðarmannaflokknum, gamla komm- únistaflokknum, 33 sætum eða 8,54 prósent fylgi. Kristilega þjóðar- flokknum er spáð 21 sæti. Atkvæða- mestu flokkarnir hafa allir lýst því yfir að þeir muni ekki stofna til stjórnarsamvinnu við kommúnist- ana gömlu. Fastlega er búist við að Antall taki viö af Miklos Nemeth forsætisráð- herra fljótlega. Forsætisráðherrann tilvonandi ítrekaði í gær að hann vildi koma á samsteypustjórn Vett- vangsins og tveggja annarra hægri flokka, Bændaflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Bændaflokkurinn verður að öllum líkindum í odda- stöðu við stjórnarmyndun þrátt fyrir lítið fylgi í kosningunum. Leiðtogi Bandalags frjálsra dem- ókrat, Janos Kis, viðurkenndi í gær að ílokkur sinn myndi þurfa að setj- ast við borð stjórnarandstöðunnar á komandi þingi. Bandalagið stóð sig ekki eins vel og búist hafði verið við en það skildi ekki mikið milli þess og Lýðræðislegs vettvangs að lokinni fyrri umferð kosninganna, þann 25. mars síðastliðinn. Lokaniðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir fyrr en síðar í vikunni en ljóst er að valda- tíma kommúnistaflokksins er nú lokið í Ungverjalandi eftir fjörutíu ogfimmárastjórn. Reuter AUGLÝSING Meiri háttar Kolaports- dagur á laugardaginn - karnival í tilefni ársafmælis hvað til málanna að leggja að hafa samband við okkur sem fyrst en auðvitað verður markaðstorg- ið í fyrirrúmi eins og venjulega. Gaman væri að sjá leikhópa, nemendahópa og alla aðra hressa hópa stormandi um Kolaportið í virkilegri karnivalstemmningu eins og við þekkjum erlendis frá. Aðalatriðið er þó náttúrlega að allir séu í hátíðarskapi, bæði selj- endur og gestir, og við gerum náttúrlega allt okkar besta til að þetta verði virkilega skemmtileg- ur laugardagur." Skrifstofusími Kolaportsins er 68 70 63 milli klukkan 16 og 18 og þar eru allar nánari upplýs- ingar veittar og tekið á móti pöntunum á sölubásum. Kolaportið verður að venju á laugardaginn kemur, 14. apríl, en þá verður sérstaklega mikið um að vera því að haldið verður upp á ársafmæli markaðstorgsins með ýmsum hætti. Auk um eitt hundrað sölubása verða ýmsar upþákomur og sér- stakt barnatívolí fyrir börnin. „Við vonumst til að ná upp nokk- urs konar karnival-stemmningu þar sem áhugamenn og leikhópar geta lífgað upp á mannlífið þenn- an laugardag,“ segir Helga Mog- ensen, frumkvöðull Kolaportsins. „Ég held að þetta verði kærkom- in tilbreyting fyrir þann fjölda sem dvelst í borginni yfir páskana og við reiknum með góðri aðsókn. Við skorum á alla sem hafa eitt- Georgíubúar: Minnast fórnarlamba sjálfstæðisbaráttunnar Georgíubúar minntust í gær fórnarlamba árásar sovéskra hermanna á frið- samlega mótmælagöngu í Tiblisi fyrir ári. Tuttugu manns létust þegar her- menn réðust með táragasi og skóflum að mannfjöldanum. Simamynd Reuter Georgíubúar söfnuðust saman í gær til að minnast þeirra tuttugu landa sinna sem létust fyrir ári þegar sovéskir hermenn réðust með skóíl- um og táragassprengjum að frið- samlegri kröfugöngu Georgíubúa í Tiblisi, höfuðborg þessa sovéska lýð- veldis. Kröfugangan, sem var farin þann 19. apríl 1989, var til að krefjast sjálfstæðis lýðveldisins. Þessi árás vakti óhug, ekki einungis um öll Sov- étríkin heldur og allan heim. Fórnar- lamba hennar er nú minnst í löndun- um við Kákasus sem píslarvotta sjálfstæðisbaráttunnar. Forysta kommúnistaflokks lýðveldisins missti fótanna í'kjölfar þessa dags og andstaða íbúa lýðveldanna við Kákasusfjöll gegn yfirráðum Moskvustjórnarinnar í lýðveldunum við Kákasus skerptist til muna. Gorbatsjov Sovétforseti sendi Ge- orgíubúum samúðarskeyti og fórn- arlamba árásarinnar var minnst víða um Sovétríkin í gær. í Len- ingrad sóttu nokkur þúsund manns minningarathöfn og var hún blandin stuðningsyfirlýsingum við yfirstand- andi baráttu Litháa fyrir sjálfstæði. Litháar eiga enn í taugastríði viö Moskvustjórnina vegna sjálfstæðis- yfirlýsingar þings Litháens frá 11. mars síðastliðnum. Sovéskir hermenn reyndu í gær aö leggja undir sig höfuðstöðvar stærsta dagblaðs lýöveldisins en Litháar komu í veg fyrir það, að því er þeir hafa skýrt frá. Hermenn Rauða hers- ins hafa lagt undir sig nokkrar bygg- ingar í Vilníus, höfuðborg Litháen, þar á meðal skrifstofu saksóknara. Þeir hafa reynt að banna útgáfu flestra blaða í Litháen en hefur hing- að til ekki tekist það. í gær urðu þeir frá að hverfa er þeir reyndu að yfir- taka byggingu stærsta blaðs Lithá- ens eftir að varaforsætisráðherra lýöveldisins skarst í leikinn. Reuter Húsgögn Itölsku leðursófasettin komin Einstök gæði - stórkostlegt verð GP húsgögn Helluhrauni 10, s. €51 234 Opið um helgina kl. 10-16 Fermingargjöfin sjálfsagða bfOther Öll fermingarbörn verða að eignast skólaritvél hvort sem er tXOther er léttust og fullkomnust í sínum flokki. Ótrúlega traust ritvél Verð aðeins kr. 15.990,- staðgr. Borgarfell, Skólavörðustíg 23, sími 11372 • Ritfangaverslanir Pennans Grundarfirði • Stuðull, Sauðárkróki • Bókaskemman, Akranesi Hrannarbúðin Bókabúð Keflavíkur f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.