Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Side 14
14
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
Spumingin
Er vorið komið?
Birna Baldursdóttir, starfstúlka á
sjúkrahúsi: Ég vona þaö, enda orðin
þreytt á löngum vetri.
Theodóra Emilsdóttir nemi: Nei, ekki
alveg en það kemur að því.
Elísabet Jónsdóttir húsmóðir: Það er
á næsta leiti.
Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir:
Nei, það er ekki komið.
Snorri Valsson hljóðfæraleikari: Það
hlýtur að vera. Allavega er ég byrjað-
ur að borða ís aftur sem er öruggt
merki vorsins.
:Lesendur
Skýr afstaða þjóðarinnar
Eyfirðingur skrifar:
Fréttir í sjónvarpi hinn 25. mars
sl. um staðsetningu álvers á íslandi
komu okkur, landsbyggðarfólkinu,
svo sem ekkert á á óvart. Rætt var
viö þrjá aðila um það mál og sýnd-
ist sitt hverjum.
Austfirðingar sögðu að þeir
myndu varla ráða bæði við virkjun
og álversuppbyggingu á sama tíma.
Eyfirðingar hafa bent á hversu
mikilvægt það væri fyrir þá og
þjóðfélagið að byggt væri í Eyja-
firði. Hafa þeir boðist til að byggja
hafnaraðstöðu á sinn reikning ef
álverið kæmi norður. Kunnugir
segja þetta boð hljóða upp á um
fimm hundruð milljónir. En ekki
eru allir sammála því að byggða-
mál séu landsmál hvaðan sem þeir
nú hafa þau rök!
Hafnfirðingar eru ekki á því að
sleppa nýju álveri út á landsbyggð-
ina ef marka má viðtal við bæjar-
stjóra þeirra. Það kom nefnilega
skýrt fram hjá honum að Hafnar-
fjörður væri betur fallinn undir
stóriöju en nokkur staður annar á
landinu! Taldi hann upp kosti
þeirra í Hafnarfirði og sagði að
þeir einir hefðu vinnuaflið.
Eitt þótti mér þó skrýtið sem
hann minntist á og var það varð-
andi samningamál viö álverið.
Hann gerir sér væntanlega ekki í
hugarlund hvað illa horfir við þess-
um nýju aðilum vegna allra verk-
fallanna sem boðuð hafa verið í
Firðinum síðustu daga. Alls hafa
verið þrjú verkfoll hjá ísal á síð-
ustu 22 mánuðum. Gefur það allt
annað en góða mynd af vinnuaflinu
á staðnum.
Ég held að bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar ætti að vera farinn að skilja
að Alusuisse er ekki lengur í Atlan-
tal-hópnum og nýir aðilar eru ekk-
ert hrifnir af því að setja sig niður
við hlið keppinautarins. Bæði sök-
um samkeppninnar, sem yrði um
vinnuaflið og eins með tilliti til
hugsanlegra umhverfisspjalla, því
að þá væri e.t.v. erfitt að vita frá
hvorum staðnum þau kæmu.
Árni Stefánsson sem maöur al-
þýðunnar ætti nú hvað staðsetning
álversins varðar, þá yrði allri al-
þýðu manna hagkvæmara ef álve-
rið fengist á landsbyggðina fremur
en á suðvesturhorn landsins.
Ef íslendingar ætla að halda öllu
landinu í byggð þarf að gera eitt-
hvað róttækt fyrir landsbyggðina.
Og ekki seinna en í fyrra eða hitti-
fyrra, eins og nú er farið að taka
til orða.
H.G. skrifar:
Lífið er saltfiskur, sagöi Salka
Valka. „Saltfiskur er sælgæti" er
kjörorð dagsins. Aldrei datt okkur í
hug sælgæti, okkur sem liföum á
saltfiski og kartöflum í gamla daga.
Reyndar var þessi fiskur kallaður því
óvirðulega nafni, tros. Best var salt-
keilan með kartöflum og rófum.
Uppgötvun SÍF-manna er helst að
líkja við það er séra Halldór fann upp
„þorramatinn". Gaman var að sjá í
blöðum ánægjusvipinn á fyrirfólki
sem boðið var í saltfiskveislu í Naust-
inu. Þarna mátti líta skattaráðherr-
ann með einn af þremur aðstoðar-
ráðherrum sínum. Vel hefur honum
fallið ljúfmetið því að hann var enn
að snæða þegar aðrir veislugestir
höfðu lagt frá sér fork og hníf og
kneyfuðu Páskabjórinn. Má ætla að
þeir saltfiskmenn hafi nú styrkt
verulega stöðu sína gagnvart Gáma-
vinum.
Þá var Magnús lífsbjargarmaöur
að gera það gott fyrir vestsn í hval
og sel, nánar tilteldð í Utah. Eftir að
hafa flutt þrjár ræður á samkundu í
Salt Lake City og sýnt marglofaða
hvalamynd samþykktu bændur þar
einum rómi að Islendingar mættu
veiða bæði hvali og seli þeim aö
meinalausu. Þar vestra er fjöldi af-
komenda íslenskra landnema. Er
ekki ólíklegt að þeim hafi runnið
blóöið til skyldunnar, eins og stund-
um er sagt, okkur til sálarstyrkingar.
Aö sjálfsögðu sendi Sjónvarpiö
sinn mann á slíkan fund. En ekki er
frá því greint að hann hafi flutt tölu
á þessum merka fundi. Er þó talinn
a.m.k. jafnvel mæltur á enska tungu
sem íslenska. En sem betur fór kvik-
myndaöi hann þar vestra og efniö
gefur ekki eftir æsilegustu „villta
vesturs" Hollywood-myndum.
„Saltfiskur er sælgæti" er kjörorð dagsins.
Um sælgæti úr sævardjúpi
Eðlilegt kynlíf
Tvær stelpur og eiun strákur
skrifa:
Þriðjudaginn 3. apríl sl. skrif-
uðu þrjár konur gegn fordóma-
fullum kynsystrum um að klám
væri afbrigðilegt kynlíf.
Afhverju voru myndirnar, sem
sýndar voru á Stöð 2, flokkaðar
undir klám? Það er alrangt. Við
sáum þess þætti og okkur þóttu
þeir skemmtilegir og langt frá því
að vera klám og ef þetta á aö kall-
ast afbrigðilegt kynlíf þætti okk-
ur gaman að sjá hvað fólk leikur
fyrir lulítum svefnherbergis-
dyrum. Telur fólk það afbrigði-
legt að reyna eitthvað annað en
hina svokölluðu „trúboðastell-
ingu“? Að vera einungis með það
eitt í huga að annað eigi ekki og
megi ekki gera köllum við óeöli.
Fólk á að vera frjálst og opið í
kynlífi til að geta notið þess.
Krakkar, unglingar og viö hinir
fullorðnu sjáum mikið ofbeldi
dagsdaglega í sjónvarpinu, jafn-
vel á besta sýningartíma. Hvort
er meira í samræmi við náttúr-
una, kynlíf eða ofbeldi? Og þá
meinum við eðlilegt og skémmti-
legt kynlif.
Auðvitað á að halda öllu óeöli
frá fólki, hvort sem er ofbeldi eða
afbrigðilegt kynlíf, klám. En með
fordómafullum boðum og bönn-
um eyðileggjum við þann mögu-
leika aö kynlíf geti verið
skemmtilegL eðlilegt og gott. Fólk
bælir hvatir sínar niður, telur
þær vera óeðlilegar og slæmar. Á
endanum brestur stíflan og þess-
ar hvatir brjótast út, annaðhvort
of miklar eða afbrigðilegar.
Við teljum að ýmis boð og bönn
skapi frekar vandaraál heldur en
að leysa þau. Ef litíð yrði á kynlíf
sem eðlilegan og skemmtilegan
hlut yrði minna um óeðli og
feimni i þjóðfélaginu. Elskumst
án fordóma.
Málið verði ekki þagað í hel
Halldóra Gunnarsdóttir hringdi:
Mig langaði til að minnast á greinina
sem birtist í DV á laugardaginn um
drenginn sem fór í hjartaaðgerð til
London en kom heilaskemmdur aft-
ur heim.
Ég tel hiklaust að hér sé glæpamál
á ferðinni og íslenskir ráöamenn
ættu tvímælalaust að blanda sér inn
í þetta mál. Einnig ætti greinin að
birtast í breskum blöðum.
Barninu ber að fá skaðabætur
vegna þess sem þarna gerðist, þó
ekki væri nema svo aö það geti lifaö
sómasamlega það sem eftir er.
Mér finnst þetta átakanlegt og hef
varla getað hugsað um annað eftir
að ég las greinina. Ég veit að margir
eru á sama máli og ég og ég vona að
fleiri láti í sér heyra varðandi þetta
mál, því þetta má alls ekki þegja í hel.
Gott Stefnumót
Leikhúsgestur hringdi:
Leið mín lá í gamla Iönó fyrir stuttu
til að sjá Stefnumót. Satt best að segja
vissi ég vart viö hveiju ég átti að
búast og því kom sýningin mér þægi-
lega á óvart.
Fyrst er að nefna frábæran leik
Bessa Bjamasonar og Róberts Arn-
finnssonar sem fóra á kostum. Einn-
ig voru Baldvin Halldórsson og
Gunnar Eyjólfsson mjög góðir í hlut-
verkum sínum í Tilbrigði við önd.
Voru leikhúsgestir þetta kvöld yfir-
leitt sammála um hversu skemmtileg
sýningin væri og vel leikin. Það setur
líka notalegan svip á hana að hún er
í Iðnó en þaö skapar umgjörð utan
um hana sem ekki væri hægt að ná
fram í Þjóðleikhúsinu.
Þar sem hér er á feröinni gull-
tryggð skemmtun er það fyllilega
þess virði að eyða einni kvöldstund
á Stefnumóti.
Róbert Arnfinnsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sínum í Stefnu-
móti.