Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990.
17
íslensk leið í stað EES
Furðulegt er óðagotið sem ein-
kennir umræðuna um Evrópumál-
in. Það er reynt að telja almenningi
trú um að við séum að missa af
einstæöu tækifæri ef við ekki skell-
um okkur í eina sæng með iðnríkj-
um Evrópu og afnemum öll lánda-
mæri fyrir fjármagn, fólk og fyrir-
tæki. Meö því værum við sem smá-
þjóð að taka gífurlega áhættu og
kasta frá okkur að verulegu leyti
þvi sjálfstæði sem við áunnum okk-
ur á fyrrihluta aldarinnar.
Kostir sérstöðunnar
Það hafa fáir spurt um hvaða
möguleika við höfum til að spjara
okkur efnahagslega og menningar-
lega utan efnahagsbandalaga,
hvort sem þau ganga undir
skammstöfuninni EES eða EB. Ég
er sannfærður um að það er ekkert
neyðarbrauð. Þvert á móti geta fal-
ist í því flölmargir jákvæðir kostir
og heillandi tækifæri fyrir íslend-
inga að halda sér utan við ríkja-
bandalög og hinar stóru heildir í
framtíðinni. Það væri ófyrirgefan-
legt fljótræði að kasta þeim mögu-
leikum á glæ að lítt athuguðu máli
og fórna sjálfsákvörðunarrétti okk-
ar í þýðingarmestum málum, jafn-
vel þótt einhver stundarhagnaður
virðist í hoði.
Við skulum ekki gleyma því að
ísland er á margan hátt í allt ann-
arri stöðu en önnur Norðurlönd,
að ekki sé talað um gamalgróin iðn-
ríki Vestur-Evrópu.
Við höfUm landfræðilega sér-
stöðu, sem gagnast getur í sam-
skiptum til margra átta.
KjaHarinn
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður
Við erum fámenn þjóð í stóru
landi og því fylgja margháttaðir
kostir á meðan við ráðum ferð okk-
ar sjálf en hættur ef við flytjum
valdið yfir eigin málum suður til
Brussel eða Berlínar.
Við byggjum tilvist okkar í ríkum
mæli á fábreyttum en gjöfulum
náttúrulegum auðlindum sem við
höfum ekki efni á að deila með
öðrum þjóðum. Þjóðarbúskapur
okkar hvíhr á stoðum sem eru allt
aðrar en hjá iðnvæddum stórþjóð-
um álfunnar.
Betri leiðfyrir íslendinga
Hvernig væri að menn nudduðu
stírur úr augum og skoðuðu af al-
vöru þá ágætu kosti sem við eigum
á skerinu okkar, óháð Evrópustór-
veldinu en meðgóðri samvinnu við
það og keppinauta þess í Norður-
Ameríku og Austur-Asíu.
Er nokkurt vit í því að við skipum
okkur sem jaðarsvæði í þetta Evr-
ópustórveldi þegar við eigum þess
kost að vera mikilvægt og miðlægt
smáríki á milli voldugra keppi-
nauta?
Við eigum þegar í stað að leggja
til hhðar öll áform um að ganga inn
í fordyri Evrópubandalagsins undir
merkjum EES, hvað þá að gerast
þar þegnar með aðhd að stórríkinu.
Við töpum ekki nokkrum hlut á
því að standa álengdar meðan nú-
verandi uppstokkun iönaðarvelda
og fjármagns Evrópu á sér stað.
Þvert á móti eigum við að vera
nógu slungin og taka okkur tíma
til að virða fyrir okkur átökin á
meginlandinu og skyggnast til allra
átta.
Virk íslensk stefna
Sjá menn ekki þá stórbrotnu
möguleika sem felast í því svigrúmi
sem stjórnarfarslegt sjálfstæði gef-
ur umfram það að renna inn í evr-
ópska stórríkið?
Við erum þá ekki bundin á klafa
Rómarsáttmála eða EES-samnings
en getum leitað eftir samningum
við viðskiptabandalög og ríki hvar-
vetna í heiminum.
Við hefðum svigrúm til að ráða
sjálf aðlögun að breyttum heims-
viðskiptum og vinna úr nýjum að-
stæðum.
Sjávarauðlindirnar yrðu áfram
undir okkar forræði og undirstaða
góðra lífskjara í landinu í stað þess
að við glutrum þeim í hendur út-
lendingum sem enn í dag horfa
löngunaraugum til íslandsmiða.
Aðrir landkostir munu nýtast
okkur mun betur í óháðu þjóðríki
en sem hluti af stórri heild. Við
erum í eftirsóknarverðri stööu
varðandi orkubúskap ef við höld-
um af forsjálni utan um takmark-
aðar orkulindir landsins.
Smáríkið ísland, sérstætt og fag-
urt, hefur í sér fólgið allt annað og
meira aðdráttaraíl til marghátt-
aðra samskipta, m.a. á menningar-
sviði og í ferðaþjónustu, en sem
hluti af EB eða EES.
Það er spennandi verkefni að geta
rekið virka íslenska stefnu til ahra
átta í stað þess að verða ofurseldur
skriffinnskuveldi og kanselíum
suður í álfu.
Hristum af okkur minnimátt-
arkenndina
Smáþjóð heldur ekki hlut sínum
nema hún hafi trú á málstað sinn.
Þannig náðu afar okkar og ömmur
því sjálfstæði sem núhfandi kyn-
slóðir fengu í vöggugjöf. Það má
ekki henda að við niðjar þeirra,
sem teljum okkur vel upplýst og
sæmilega stöndug, látum minni-
máttarkennd hrekja okkur í fangið
á erlendu valdi.
Möguleikar á að halda hér uppi
góðum lífskjörum og þróa íslenska
menningu eru langtum meiri ef við
höldum okkur utan við hinar stóru
heildir í stað þess að tengjast þeim.
Vegna sérstöðu sinnar og af sögu-
legum og landfræðilegum ástæðum
njóta íslendingar athygli og velvilja
víða um heim. Þessi staða verður
ekki skýrð út frá efnahagslegum
forsendum eða þýðingu sem sam-
skipti við okkur hafa fyrir aðrar
þjóðir. Einmitt í þessu endurspegl-
ast gildi þess að halda þétt utan um
fullveldi okkar og sérstöðu sem
hafa mun ómetanlega þýðingu í
heimi sívaxandi samskipta.
Vægi íslands og svigrúm í al-
þjóðasamskiptum verður allt ann-
að og meira ef við höldum stjórn-
tækjunum í eigin höndum í stað
þess að gerast peð í stóru viðskipta-
bandalagi eða fylki í evrópsku stór-
ríki.
Hjörleifur Guttormsson
„Hvernig væri að menn nudduðu stírur
úr augum og skoðuðu af alvöru þá
ágætu kosti sem við eigum á skerinu
okkar, óháð Evrópustórveldinu en með
góðri samvinnu við það og keppinauta
þess í Norður-Ameríku og Austur-
Asíu.“
Hver er fjölskyldustefna borgarstjórnar?
Dagvistarmál í borginni eru í
miklum ólestri, aðallega vegna
þess að þeir sem ráða ferðinni eru
ekki í takt við tímann.
Flest dagvistarheimilin eru leik-
skólar. Þetta eru tvísetnar stofnan-
ir, þ.e. aðeins til þjónustu hálfan
daginn í einu, 4 tíma á dag. 5 leik-
skólar bjóða þó 4 til 6 tíma vistun.
Leikskólakerfið var ágætt fyrir 30
árum þegar ílestar mæður voru
heimavinnandi. Núna er þetta fyr-
irkomulag tímaskekkja. Átta tíma
leikskóli er það sem hentar flestum
foreldrum í dag. Fimm og sex tíma
vistun kemur ekki að gagni fyrir
foreldra sem flestir vinna 8 tíma
dag hvern.
Börn eiga aðeins að dveljast á
einum stað yflr daginn fyrir utan
heimili sitt. ^
Það er með ólíkindum að foreldr-
ar skuli láta bjóða sér að vera á
sífelldum þeytingi með börn sín á
milli gæslustaöa. Þetta er ófært fyr-
irkomulag, bæði fyrir börn, for-
eldra og atvinnurekendur.
Helmingur barna einstæðra
ádagheimilum
Dagvist barna í Reykjavík getur
ekki einu sinni þjónað svokölluð-
um forgangshópi. Einstæðir for-
eldrar vinna yfirleitt langan vinnu-
dag og hafa þar af leiöandi ekki
gagn af leikskólum. Einstæðum
foreldrum, sem ekki fá pláss á dag-
heimilum, er því beint til dag-
mæðra. Margir gætu haldið að það
væri ágæt lausn en svo er ekki,
einkum vegna þess að meirihluti
barna, sem dvelja hjá dagmæðrum,
eða 64% þeirra, hættir hjá dagmóð-
urinni 6 mánuðum eftir að þau
byrja. Fjórar af hverjum tíu dag-
mæðrum hætta starfl sínu eftir eitt
ár. Aðeins 4,7% barna eru lengur
en þrjú ár hjá sömu dagmóður.
Þetta þýðir að börnin eru sífellt að
skipta um verustað.
Á biðlista dagheimila má aðeins
skrá forgangshópa; börn náms-
manna, einstæðra foreldra, börn
fóstra og börn með mjög erfiðar
félagslegar aöstæður. Ljóst er að
margir aðrir hópar þurfa á 8 tíma
dagvist að halda, t.d. foreldrar sem
hafa svo lág laun að þeir geta ekki
framfleytt sér og sínum á einum
KiaUcLdim
Margrét Sæmundsdóttir
fóstra
tekjum. Síðasttaldi hópurinn er lík-
lega langstærstur. Auðvitað ættu
allir foreldrar að eiga sama rétt til
að skrá börn sín á biðlista dag-
heimila þegar þeir þurfa á slíkri
hjálp að halda. Öðruvísi er ekki
hægt að meta þörflna fyrir dagvist-
un.
Biðlistar leikskólanna eru einu
biðhstarnir sem mark er takandi á
en jafnvel þar er langur biðtími.
Af hverju mega ekki allir foreldr-
ar sækja um dagheimili? Þetta er
spurning sem margir foreldrar
hafa spurt en ekki fengið skynsam-
leg svör viö. Það er vegna þess að
niðurstöðurnar koma óþægilega á
óvart. Ráðamenn þora ekki að horf-
ast í augu við raunveruleikann. En
foreldrum eru fáir vegir færir.
Þeim er sýnt í tvo heimana og sagt;
„Umönnun barna er ykkar mál en
ekki borgarinnar. Skattarnir ykkar
fara í þarfari hluti en að byggja
dagvistarheimili. Hins vegar getið
þið farið á veitingastaði, borgin er
nefnilega aö byggja einn slíkan fyr-
ir einn milljarð eða svo.“
Skipulagsleysi í uppbygg-
ingu dagvistarheimila
í einu hverfi í Breiðholti eru eitt
hundraö laus pláss á fimm leik-
skólum. Þetta er einkennilegt þeg-
ar mikill skortur er á leikskólavist
í öðrum hverfum. Hvernig skyldi
standa á þessu? Hafa fyrri spár um
íbúafjölda í hverfmu reynst rangar
eða er þetta enn ein sönnun þess
að leikskólafyrirkomulagið sé úr-
elt? Það er mín skoðun að ef þessir
5 leikskólar væru gerðir að 8 tíma
leikskólum væri hvert einasta rúm
setið.
Sem dæmi má nefna að á 7 leik-
skólum í einu hverfi í Breiðholti
er engin fóstra á deild. Það sem
verra er að af þeim 60 fóstrum, sem
útskrifast frá Fósturskóla íslands í
vor, munu aðeins 7 vera ákveðnar
í aö vinna hjá Reykjavíkurborg.
Önnur sveitarfélög greiða nefni-
lega betri laun. Það er með ólíkind-
um að borgin skuli ekkert gera til
þess að freista nýútskrifaöra fóstra.
Á almennum vinnumarkaði er
boðið í það fólk sem vinnuveitend-
ur þurfa á að halda. Þetta verður
Reykjavíkurborg líka að gera ef
hún vill að dagvistarheimili borg-
arinnar standi undir nafni.
62% starfsfólks ófaglærð
Nám forskólabarna er um margt
hkt námi í grunnskólum en jafn-
framt er margt ólíkt með þessum
skólastigum. Á sama hátt og börn
þurfa menntaða kennara til þess
að ná árangri í skólum þurfa börn
á menntuðum fóstrum að halda,
eða, eins og Fanny Jónsdóttir
fóstra segir í grein í blaðinu Fóstra
um nútíma dagvistarheimili:
„Grunnur er lagður að lestri með
sögustundum, samræðum og leik-
rænni tjáningu þar sem hið talaða
orö er uppistaða samskipta.
Grunnur er lagður að stærðfræði
með því að flokka og raða kubbum
og öðrum einingum sem eru uppi-
staða leikefnis forskólanna.
Grunnur að skriftarnámi er lagður
þegar barn málar og teiknar. Allt
er þetta námsefni sem tekið er fyr-
ir á markvissan hátt á góðum dag-
vistarheimilum. Forskólaaldurinn
er af mörgum talinn vera sá tími
sem einstaklingurinn lærir mesf.
Það má ekki kasta þessum árum á
glæ vegna lélegra uppeldisskil-
yrða.“
í könnun sem Fóstrufélag íslands
gerði árið 1987 kom fram að 28%
menntaðra fóstra á höfuðborgar-
svæðinu vinna önnur störf. Ekki
er ástæða til að halda að þetta hafi
breyst síðan könnunin var gerð.
Það er líka athyglisvert að margar
fóstrur vinna samhliða fullu starfl
önnur störf, svo sem verslunar-
störf og við ræstingar. Þetta segir
heilmikið um launakjör fóstra.
Skilningsleysi stjórnmálamanna
á mikilvægi .starfsins og léleg laun
eru meginástæður þess að svo fátt
ungt fólk velur sér fóstrustarfið.
Ef launin væru skárri er öruggt að
fleira ungt fólk færi í fóstrunám
því starflð er skemmtilegt þegar
það er unnið við góð skilyrði. Það
er ekki húsakosturinn sem skiptir
máli þótt auðvitað verði að gera
kröfur til þess að búa börnum og
fóstrum hentugt umhverfi. Það er
starfsfólkið sem skiptir öllu máli.
Þar sem best er unnið eru margar
fóstrur sem vinna saman að frjóu
uppeldisstarfl. Þau dagvistarheim-
ili, sem eru fóstrulaus eða svo til,
eru hvorki góður vinnustaður né
gott uppeldisumhverfi. Fyrir
nokkrum árum kom aðstoðarfólk
meö langan starfsaldur í stað
fóstra. Margar þessara kvenna
voru fóstruígildi vegna reynslu
sinnar. Þvi miður er það liðin tíð
að á dagvistarheimilum vinni ófag-
lært starfsfólk með langan starfs-
aldur að baki. Árið 1988 hættu
79,32% ófaglærðs starfsfólks hjá
Dagvist bama í Reykjavík. Það seg-
ir sig sjálft að eilíf mannaskipti
hljóta að hafa mjög slæm áhrif á
börnin og alla starfsemi heimil-
anna.
Lægstu launin
Starf forstöðumanns á dagvistar-
heimilum er mikið ábyrgðarstarf.
Hins vegar eru launin ekki í neinu
samræmi við mikilvægi starfsins.
Þau eru skammarlega lág. Þó eru
launin ekki eins vesæl alls staðar.
Sagt er að fóstrur vilji frekar
vinna á dagvistarheimilum í Kópa-
vogi og Hafnarfirði en Reykjavík
vegna launamunar. Byrjunarlaun
forstöðumanns í Reykjavík eru kr.
62.689. Föst yfirvinna er 12 til 20
tímar eftir stærð heimila. Ath.:
Þessir tímar eru ekki launauppbót
eins og hjá flestum fyrirtækjum
sem borga fasta yfirvinnu. Þetta
eru unnir tímar. Forstöðumaður
getur því haft um 75.000 kr. á mán-
uði í byrjunarlaun fyrir fullt starf
og aukavinnu. Forstöðumaður í
Hafnarfirði, sem fær 66.000 kr. í
byrjunarlaun og 30 tíma í fasta yfir-
vinnu, getur haft um 87.000 kr.
Laun deildarfóstru eru einnig
hærri í nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur.
Þaö er skylt að geta þess að innra
starf dagvistarheimila er víða mjög
gott. Enda er ekki ætlunin að gagn-
rýna það. Vandamál dagvistar-
heimila er fyrst og fremst mikill
fóstruskortur og meingallað dag-
vistarkerfið sem þjónar alltof
fáum. Þessu verður að breyta.
Eins og dagvistarmál koma mér
fyrir sjónir er gert ráð fyrir að
meirihluti barna eigi aö vera á
flakki á milli íverustaða daglega.
Þó er fátt börnum mikilvægara en
öryggi, að eiga sér tryggan stað.
Flækingur í ýmsa staði, sífelld
skipti, getur álið á rótleysi seinna
á ævinni. Þetta er ekki það vega-
nesti sem við viljum gefa börnum
okkar.
Borg, sem hefur efni á að byggja
annan eins hégóma og Auðkúluna
á Öskjuhlíð hefur vel efni á að gera
vel við börn sín og á að gera það.
Borgin má ekki gera sín eigin börn
að hornrekum.
Margrét Sæmundsdóttir
„Þó er fátt börnum mikilvægara en
öryggi, aö eiga sér tryggan staö. Flæk-
ingur á ýmsa staði, sífelld skipti, getur
alið á rótleysi seinna á ævinni. Þetta
er ekki þaö veganesti sem við viljum
gefa börnum okkar.