Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 2
2 Fréttir Dómur í íkveikjumáli á Isafirði: Akærður maður var sýknaður - allur vafi virtur honum í hag Sakadómur Ísaíjarðar hefur sýknað Stefán Dan Oskarsson sem var ákærður fyrir að hafa kveikt í líkamsræktarstöð sinni 20. júní 1989. Ákæran var gefin út i nóv- ember 1989. Stefán Dan var ákærður fyrir að hafa kveikt eld á níu stöðum í lík- amsræktarstööinni. í ákærunni segir að með íkveikjunni hafi Stef- án Dan valdið eldsvoða sem haíði í för með sér almannahættu og verulegt eignatjón og augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, hefði eld- urinn náð að breiðast frekar út. í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að ljóst þyki af gögn- um málsins að um íkveikju hafl verið að ræða og sýnist líklegt að þar hafi staðkunnugur maður ver- ið að verki. í ákærunni segir aö eldurinn hafi kviknað á milli klukkan 1.15 og 1.21 eftir miðnætti þriðjudagsins 21. júní 1989. Vitni, sem kom fyrir dóminn, sagðist hafa komið til Stef- áns Dan á brunastað nokkru eftir miðnætti umrædda nótt og yfirgef- ið hann fyrir klukkan eitt. Annað vitni segist hafa séð bif- reiö Stefáns fyrir utan húsið um klukkan 1.10. Vitnið leit ekki á klukku en miðar tímasetningu við aksturstíma til Flateyrar en vitnið leit á klukku þegar það kom þang- að. Eiginkona Stefáns Dan sagði í endanlegum framburði fyrir dóm- inum að hún gæti ekki fullyrt hve- nær hann heföi komið heim þessa nótt en minnti að þaö heföi verið nokkru áður en sýningu kvik- myndar, sem hún var að horfa á, lauk. Myndinni lauk klukkan 1:26.17. Stefán Dan hefur frá upphafi staðfastlega neitað sakargiftum. Hann segist ekki hafa fylgst með klukku en man eftir að til sín hafl komið maður og eftir að hann fór segist Stefán hafa verið í um tíu mínútur aö ganga frá og farið síðan heim. í dóminum segir að þrátt fyrir að nokkrar líkur hafi verið leiddar að þvi að Stefán Dan kunni að hafa lagt eld í húsnæðið þyki ekki loku fyrir það skotið að annar eða aðrir haíi getað veriö þar að verki. Þegar allur vafi er virtur Stefáni Dan í hag þykir varhugavert, gegn ein- dreginni neitun hans, að telja fram komna lögfulla sönnun um að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá sem honum er gefið að sök í ákæru. Ber því að sýkna Stefán Dan af ákærunni. Sakarkostnaður á að greiðast úr ríkissjóði. Ríkissaksóknari getur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þrír dómarar kváðu upp dóminn: Adólf Adólfsson, sem var dóms- formaður, Helgi I. Jónsson og Sig- urjón N. Ólafsson. -sme Lögreglan komin i Seláshverfi og rekur hrossin í átt að hesthúsunum í Víðidal í gærmorgun. Hrossin höfðu skemmt gróður í hverfinu. Töluvert hefur verið um kvartanir til lögreglu frá garðeigendum í Seláshverfi að undanförnu vegna hrossa sem hafa valdið skemmdum á gróðri. DV-mynd JAK íbúar 1 Seláshverfi urðu hissa er þeir litu út 1 gærmorgun: Sáu hross á beit inni í garðinum við hestamenn en það er ljóst að girð- að hugsa betur um,“ sagði Haraldur ingar og hlið í Víðidalnum verður í samtali við DV. -ÓTT Sýn: Fundarhlé um hlutabréfin „Þegar ég leit út um eldhús- gluggann um sjöleytið sá ég sex hesta á beit úti í næsta garði. Eg var ný- vaknaður og nuddaði augun einu sinni aukalega til að vita hvort ég væri örugglega að sjá rétt. Annars lágu hestamir sofandi á grasflötinni þegar ég fór út. Þegar blaðburðar- stúlkan gekk framhjá tóku þeir við Ásta Jansen, ibúi i Malarási, við lim- gerði þar sem greinar brotnuðu þegar hrossin sex gengu á milli garða í gærmorgun. Skemmdir urðu ekki miklar en talsverð hófaför voru á túninu og i beðum. DV-mynd Hanna sér. Þá stóðu þeir upp og fóru að bíta gras á túninu. Ég hringdi svo bara á lögregluna," sagði Stefán Jansen, íbúi í einbýlishúsahverfl í Malarási í samtali við DV. Stefán var einn af íbúum Selás- hverfis sem varö var við hross í gær- morgurí sem höfðu sloppið úr hest- húsum í Víðidal. Hrossin spásseruðu um nokkra garða við götur í Selás- hverfi og ollu nokkrum skemmdum á tijágróðri, beðum og túnflötum. Hrossin skildu einnig eftir sig nátt- úrulegar afurðir sem mælast misvel fyrir hjá garðeigendum. Að sögn lögreglu í Árbæjarhverfi hefur vandræðaástand oft skapast vegna lausagöngu hrossa í hverfinu á undanfórnum árum. Haraldur Sig- urðsson, lögregluþjónn á Árbæjar- stöð, segir að töluvert margar kvart- anir hafi borist frá garðeigendum að undanfómu vegna spjalla af völdum hrossa. „Þetta er ekkert nýtt vandamál. Við höfum oft þurft að kalla út vörslumann á vegum borgarlandsins til að ná í hross sem hafa gengið laus um Árbæjarhverfi og reyndar Breið- holtshveríið líka. Vörslumanninn höfum við ræst út á öllum tímum sólarhringsins. Hann hefur staðið sig prýðilega við sín verk en vandinn er að hann er bara einn síns liðs. Okkur hafa borist fjölmargar kvartanir og hross hafa stundum valdið stórkost- legum skemmdum í görðum. Við álít- um hins vegar að þennan vanda eigi að vera hægt að leysa með samstaríi Forráðamenn Frjálsrar fjölmiðl- unar og Sýnar náðu ekki samkomu- lagi á fundi um verðmæti hlutabréfa Frjálsrar fjölmiðlunár í Sýn í gær. Annar fundur verður ekki haldinn strax en lögmenn beggja aðila vinna að lausn málsins. Forráðamenn fyrirtækjanna hafa ræðst við vegna mats á hlutabréfum Frjálsrar fjölmiðlunar í Sýn. Þegar Sýn og Stöö 2 sameinuðust var hluta- fé í Sýn metið á 1,5. Forráðamenn Fijálsrar fjölmiðlunar vilja að hluta- fésittsémetiðtvöfalt. -sme Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra er nú í opinberri heimsókn í Tékkóslóvakiu. Þessi mynd var tekin af fundi þeirra Steingríms og Vaclav Havels, forseta Tékkóslóvakíu, í Prag i gær. Á fundinum tilkynnti Havel Steingrimi að hann styddi sjálfstæðiskröfur Eystrasaltslandanna. Reuter-mynd LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990.. DV Skoöun á Boeing 737: Stýrið datt af í kjölfar atviks sem átti sér stað í Boeing 737 vél hjá v-þýsku flugfélagi hafa 378 Boeing 737 flugvélar, sem smíðaðar voru á tveim síðustu árum, verið settar í skoðun. Það sem gerð- ist var að splitti, sem átti að halda stýri aðstoöarflugmannsins fóstu, vantaði og hélt hann allt í einu á stýr- inu í höndunum. Engir farþegar voru um borð í vélinni og gekk lendingin áfallalaust en flugstjórinn gat stýrt vélinni einn. Að sögn Baldurs Bragasonar, yfir- manns viðhaldsdeildar Flugleiða, voru vélar félagsins skoðaðar að- faranótt fimmtudagsins og fannst ekkert athugavert. Sagði hann að fljótlegt hefði verið að ganga úr skugga um það. Flugleiðir eiga þrjár Boeing 737-400 flugvélar. Samkvæmt fréttaskeyti Reuters mun atvikið hafa átt sér stað í síð- ustu viku. í skoðuninni fannst ein flugvél til viðbótar með þennan galla en hún fannst í skoðun í sjálfum Boeing-verksmiðjunum. -SMJ Steingrímur Njálsson: Hefur gengist undir nýja geðrannsókn Reiknað er með að innan skamms liggi fyrir dómur, í Sakadómi Reykja- víkur, í máli ákæruvaldsins gegn Steingrími Njálssyni. Steingrímur hefur gengist undir nýja geðrann- sókn. Það var 15. febrúar sem Steingrím- ur var handtekinn á heimili sínu eft- ir að hann hafði tælt þangað ungan dreng sem kona frelsaði frá honum. Allt bendir til þess að dómur liggi fyrir rúmum þremur mánuðum eftir handtöku. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar skal Steingrímur Njálsson vera í gæsluvarðhaldi allt til 1. júlí næst- komandi. .sme Gráiúðan hefur verið síðustu árin „Það er staðreynd að grálúðan hef- ur verið ofveidd síðastliðin 3 ár. Stofninn er talinn vera 200 til 250 þúsund lestir. Síðustu 3 árin hafa verið veiddar árlega um 60 þúsund lestir. Það þolir það enginn flskistofn aö fjórðungur hans sé veiddur ár- lega. Þaö er vægt sagt rosaleg bjart- sýni að halda að stofninn þoli þetta,“ sagði Viðar Helgason fiskifræöingur í samtali við DV. Viðar er helsti sér- fræðingur Hafrannsóknastofnunar í grálúðunni. Hann sagði að það kæmi sér samt á óvart hve snögglega grálúðan hefði horfið núna. Sem kunnugt er flnnst næstum ekkert af henni á hefð- bundnum miðum á þessu vori. Hann sagði að fleira en ofveiði gæti komið til. Grálúðan heldur sig í skilum A-Grænlandsstraumsins og golfstraumsins. Ef skilin hafa eitt- hvað færst til er hana ekki að finna á hinum hefðbundnu miðum. Hann sagðist þó óttast að gengið hefði ver- ið of nærri stofninum síðustu árin. Að sögn Viðars vex grálúðan mjög hægt. Hún er ekki nema um 60 sentí- metrar þegar hún er 9 ára gömul. Til samanburðar má geta þess að níu ára gamall þorskur er 90 til 100 sentí- metra langur. Viðar benti á að á árunum fyrir 1987 hefðu ekki verið veiddar nema rúmlega 30 þúsund lestir á ári af grá- lúðu en 1987,1988 og 1989 voru veidd- ar yfir 60 þúsund lestir árlega. Það er því alveg ljóst að þessi þýð- ingarmikli fiskistofn er kominn að hættumörkunum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.