Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Fréttir Þjóðarþotan í gagnið á mánudaginn? Reynum að leysa málið án skoðu narvottorðan na „Það er verið að vinna að því núna að komast að sömu niðurstöðu án gagnanna. Við erum að vonast til þess að fá vélina í gagnið nú um helg- ina og að við getum flogið henni í burtu á mánudaginn," sagði Arn- grímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta hf. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að komast í gegnum sögu Boeing-þotu þeirrar sem félagið ætlaði að kaupa af ríkisábyrgðar- sjóði, þjóðarþotunnar svokölluðu. Sem kunnugt er þá fundust ekki skoðunarvottorð þotunnar aftur í tímann en það var krafa hins banda- - segir Amgrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta hf. ríska fjármögnunarfyrirtækis, sem ætlaði að fjármagna kaupin, að þessi vottorð lægju fyrir. Hafa fulltrúar fyrirtækisins komið tvisvar til lands- ins til að reyna að fá botn í sögu þot- unnar. Arngrímur sagði að í raun og veru væri þotan óveðhæf eins og hún er nú. „Við erum að reyna að leysa úr þessum hnút og það liggur reyndar ljóst fyrir að það verður að leysa hann því ég er að missa af öllu sumr- inu með sama áframhaldi," sagði Amgrímur. Hann sagði að ef hægt væri að sanna líftíma ákveðinna hluta þotunnar þá gæti það komið í staðinn fyrir vottorðin. Gerði hann ráð fyrir að það nægði fjármögnun- arfyrirtækinu, sem í raun kaupir þotuna, ef loftferðaeftirlitið skrifaöi einnig upp á vottorð meö þotunni. „Þetta er orðið mér æði dýrt enda var vélin í agalegu ástandi þegar við tókum viö henni og við urðum að setja hana beint í skoðun og viðgerð- ir,“ sagði Arngrímur. Hann sagði að hans aukakostnaður vegna alls þessa væri alla vega yfir 10 milljónir króna. -SMJ Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta hf. Mál Halls Magnússonar: Ákæran ódæmd að efni til - segirBragiSteinarssonvararíkissaksóknari „Ákæran er ódæmd að efni til. Hún var ekki felld úr gildi og það þarf efnisdóm í þessu máli. Minnilúuti Hæstaréttar kvað upp efnisdóm, en meirihlutinn gerði það ekki,“ sagði Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari þegar hann var spurður hvert framhald máls ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni verð- ur. Eins og kom fram í DV í gær felldi Hæstiréttur úr gildi dóm undirréttar í máhnu. Ástæðan var sú að Hæsti- réttur taldi að sú ákvörðun ákæru- valdsins að sækja ekki þinghald í undirrétti ónýtti málsmeðferðina. Það var vegna málsmeðferðarinnar sem málinu var vísað frá. - Mun ákæruvaldið sækja þinghald í málinu þegar það verður tekið fyrir á ný? „Okkur er uppálagt að gera það. Ómerkingarástæðan er sú að það var ekki gert,“ sagði Bragi Steinarsson. -sme FJÖRUKRÁAR FISKFAGNAÐUR sunnudagskvöld Ósvikin fiskveisla aöeins 990 krónur Stefán og Hlldur sjá um Ijúfa tónllst í kvöld: Hrönn Gelrlaugsdóttlr • Þórður nlkkari Helgarfreisting Sveþþahattar fylltir með sniglum ♦ Giisahryggsneið með hunangi og rðsmarin ♦ Karamellu mousse með hindberjum ♦ Verð kr. 2.4S0,- STRANDGATA 55 - HAFNARFJÖRÐUR - S. 651213 Opiö öll kvöld og í hádeginu fimmtudaga, föstudaga og laugardaga Framhjóladrifinn 5 manna firábærir aksturseiginleikar, spameytinn og á einstöku Rúmgóður fjölskyldubfll með 1289 cc 63 hö vél, 5 gíra, 5 dyra. Verð kr. 469.900 Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga og flutninga, tvískipt niðurfellanlegt aftursæti 60/40 og framsætið er einnig hægt að leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl. Verð kr. 510.400 JÖFUR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Hafðu samband við söludeildina strax í dag. Söludeildin er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga kl. 13-17. Síminn er 42600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.