Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Vísnaþáttur 25 Svo mælti Káinn Allir landsmenn kannast viö Káinn, vestur-íslenska skáldið sem var meðal þeirra sem hrökkluðust á harðindaárunum fyrir aldamót ungur til Ameríku og ætlaði að koma sem fyrst aftur ijáðari og frægari en hann fór. Hann hét réttu nafni Kristján Júlíusson og fæddist í Eyjafirði 1860, fór tvítugur af landi brott og dó 1936, ókvæntur og barn- laus. Hann var eitt af vinsælustu ljóðskáldum íslendinga um sína daga en sjálfur lét hann ekki mikið yflr sér. Hann gaf út ljóðakver að ráði vina sinna en var aldrei dug- legur að selja. Hér eru nokkrar stökur þar sem hann ræðir viðhorí sjálfs sín og annarra til ljóða hans. 1. Þeir, sem kaupa þetta kver, þeir geta heimsku kennt um. Aldrei hefur varið ver verið fimmtán sentum. 2. Maður fékk sér Kviðlings kver, kom ég þar ei nærri. Bar það saman við bækur hér, Biblían var stærri. 3. Greppum fínum gleiðum hjá geng með hala sperrtan. Kviðling mínum enn er á ekki borguð svertan. 4. Þegar ég fór að fást við ljóð, fór nú verr en skyldi: Bláfátækri bauð ég þjóð bók sem enginn vildi. 5. Mörg er stakan meinlaust grín, mest um trúar grillu. Líka taka ljóðin mín lítið rúm á hillu. 6. Upp á grín um ýmsa menn, ef eitthvað sýni6t skrýtið, að gamni mínu yrki ég enn ofur pínulítið. 7. Hugfast sveinar hafi að, helst á leynifundum, ýmsa greinir á um það hvað orðin meina stundum. 8. Þó ég frá vætunni velkist og veltist frá ströndinni burt. Ég býst við að brimsjóar lífsins beri mig aftur á þurrt. 9. Oft er nú í koti kátt, kvalir allar dvína. Kölski gamli kveður hátt kviðlingana mína. 10. Hátt þó lagið hafi stemmt, hann er ekki feiminn. Þá er mörgum þingheim skemmt þegar hann dregur seiminn. 11. Alltaf heldur fram mér fer, fyrnist bernskuslaöur, eitt ég seldi Kviölings kver, keypti enskur maður. - 12. Næsta vísa mun ort til Guttorms Guttormssonar skálds: Vísnaþáttur Ertu að kveða út í bláinn, ertu búinn að gleyma Káinn, sem enn er til í alheimsríki og yrkir svo þeim heimsku líki. 13. Káinn var vinsæll maður og hafði hann það þó til að segja lönd- um sínum til syndanna en jafnan á góðlátlegan hátt. Áður halá hér verið birtar vísur eftir hann og eflaust sumar betri en þessar. Ekki þarf hann þó að biðja afsökunar á þeim og fleiri koma síðar. 14. Kveðið við kristniboða sem kom til Káins er hann var að moka flór, hann var lengi kúahirðir: Kýrrassa tók ég trú, traust hefur reynst mér sú. í flórnum fæ ég að standa fyrir náð heilags anda. 15. Um eina sóknarkirkjuna orti hann: Dökkbrýn kirkjan drúpir hér, dauða sveipuð trafi. Hún er eins og eyðisker úti í reginhafi. 16. Ehgu kvíði ég eymdarkífi, illa þó að sæki messu. Þvi heiðarlegu hundalífi hef ég lifað fram að þessu. 17. Blóðið í æðunum brann, ef brautin var framundan slétt. Pekasus frægan ég fann, á folanum tók ég mér sprétt. 18. Bakkus í taumana tók - að teyma mig var honum kært. Svo gaf hann mér brennivíns- bók, á bókina þá hef ég lært. 19. Bókmenntasöguritari bað höf- undinn um upplýsingar. Hann svaraði: Eitt helblátt strik með punkta og prik á pappírinn hlykkjótt sett. Stökk og hik og hlaup og ryk. Og hér er sagan rétt. Látum þetta duga núna. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! -éum™ \ \ Einnig hliðar- hurðir novoferm Þýsk gæðaframleiðsla Leitið tilboða ASTRA AUSTURSTRÖND 8 SÍMI 61-22-44 ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐIÐ SIMINNER HÚSGÖGN í MIICLU ÚRVALI Húsgagnaverslun sem kemur á óvart flSlýj a £Bólsturgorðin i Sudurhlíð 35, Garðshovni við Fossvogskirkjugarð, sími 16541i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.