Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 15 Elsku besta Aldís mín! Ekki man ég hvaö er langt síðan þú yíirgafst gamla Frón en það er samt á sínum stað með nokkurn veginn sama fólkið innanborðs. Sumir hafa dáið og aðrir hafa flutt en það er mesta furða hvað maður sér mörg kunnugleg andht á förn- um vegi. Það eru auðvitað komnar nýjar kynslóðir til skjalanna og einhver ógrynni af sonum og dætr- um sem sitja uppi með föðurarf- leifðir og forstjórastóla og plumma sig bara vel. En allt er þetta fólk með sama svipinn og þegar að er gáð sérðu Engeyjarættinni og Reykjahlíðarættinni og Bergsætt- inni bregða fyrir í fasi og fram- komu hjá ungu og metnaðarfullu fólki, sem heldur samt að það sé að stíga fyrstu skrefin í ónumdum heimi. Það veit ekki betur, þetta unga fólk, og veit ekki heldur að það er bæði í útliti, athöfnum og skapgerð snilldarlegar eftirlíking- ar af feðrum sínum og forfeðrum. Það er helst að umhverfið breytist eða viðfangsefnin og svo er stöku sinnum skipt um nöfn á bíóunum og verslununum til að þóknast tíð- arandanum. Þetta er búinn að vera erfiður vetur eins og jafnan áður á íslandi. Spurðu mig ekki um pólitíkina eða efnahagsástandið. Það er óbreytt frá því elstu menn muna. Nú eru kosningar á næsta leiti og enn er verið að slást um það sama í Reykjavík, hvort íhaldið eigi að stjórna eða glundroðinn til vinstri. Við erum hérna með borgarstjóra, sem heitir Davið Oddsson, sem er ástmögur íhaldsins og borgarbúa, rétt eins og Gunnar Thor og Geir Sendibréf til útlanda liöið fari heim og skilji okkur ein eftir! Ekki vegna þess að neinn ís- lendingur hafl tiltakanlegar áhyggjur af vörnunum, heldur af þeim tekjumissi sem þjóðarbúið verður fyrir. Vísir menn hafa reiknað það út að gjaldeyristekj- urnar af hernum jafngildi allri fisk- sölunni vestur um hafl Hvað verð- ur um vora þjóð þegar heimsfriður- inn er tryggður? Þetta er hiö versta mál og allt Gorbatsjov og Sovét- mönnum að kenna, sem eru orðnir svoddan aumingjar að það er ekki lengur hægt að hræða neinn með þeim. Geri aðrir betur Af sjálfum mér er það helst í tíð- indum að við hjónin eignuðumst elskulegt stúlkubarn á dögunum og ég hef verið að æfa mig í því að segja barninu að ég sé ekki afi þess heldur pabbi! Þetta er að vísu síð- búin lífsreynsla en ég hef þó kom- ist að raun um að nú eru komnar nýjar og einnota bleiur á markað- inn sem eru miklu fullkomnari en gömlu taubleiurnar þegar ég átti hina krakkana. Ég er ekki frá því að hér sé á ferðinni ein merkasta uppfmning síðari ára og kemur sér vel, bæði fyrir barnið og mig. Ég var að segja þér frá því í upp- hafi þessa sendibréfs að kynslóð- irnar taka við hver af annarri án þess að gera sér grein fyrir örlögum sínum og svipmóti. Af því tilefni leyfi ég mér að benda á eftirfarandi staðreynd: Afi minn var fæddur 1865. Hann lifði fram á tíræðisaldur og er mér í fersku minni. Þegar telpan mín eldist mun ég segja henni sögur af afa mínum ljóslif- andi, þegar við fórum saman í hjól- reiðatúrana forðum. Þegar dóttir mín verður 75 ára árið 2065 mun hún geta sagt frá því að eiga pabba, sem var samferðamaður afa síns, sem var fæddur fyrir tvö hundruð árum! Geri aðrir betur að brúa kynslóðabilið. Eða hver getur stát- að sig af því á okkar dögum að hafa verið í lifandi snertingu við mann sem var fæddur áriö 1790? Með bestu kveðju Ellert B. Schram Hallgrímsson og allir þeir borgar- stjórar sem Reykvíkingar eru svo heppnir að hafa getað litið upp til. Mér er til efs að aðrir stjórnmála- menn í heiminum komist með tærnar þar sem borgarstjórarnir í Reykjavík hafa hælana. Þaö væri þá helst Kim II Sung sem er líka „sterkur, hugaður og hreinskipt- inn og einnig mannúðlegur“ eins og Davíð, svo vitnaö sé í Morgun- blaðið í fyrradag. Þar talar einn af frambjóðendum flokksins um hinn „mikla leiðtoga“ og varar við að vinsældir hans séu svo miklar að fólk gleymi því að kjósa. Já, það er margt að varast í kosningum þegar vinsældirnar geta orðið til trafala. Mann fram af manni Sjálfstæðisflokkurinn er hættur að gefa út bláu bókina en rekur kosningabaráttu sína blátt áfram eins og þeir segja sjálfir og allt bendir til að meirihlutinn verði áfram meirihluti og nái því jafnvel að setja nýtt met í fulltrúatölu, sem hefur staðið óbætt frá því aö Gróa Péturs náði inn í tíunda sæti. Þá var nú glatt á hjalla í vesturbænum og þó voru kommarnir burðugri í þá daga heldur en á þessum síðustu og verstu tímum. Það er ekki nóg með að fyrir- myndarrríkin hafi hrunið til grunna í ausírinu, heldur standa málin þannig hjá Alþýðubandalag- inu að formaður flokksins treystir sér ekki einu sinni til að lýsa yfir stuðningi við sinn eigin hsta! Og það er af Alþýðuflokknum að frétta að hann er hættur að bjóða fram í Reykjavík en býður fram á Nýjum vettvangi sem teflir fram Olínu nokkurri Þorvarðardóttur úr sjón- varpinu. Menn verða vinsælastir af þvi að koma fram í sjónvarpi og við áttum því láni að fagna í tvö ár að hafa nýjan sjónvarpsstjóra á nýrri sjónvarpsstöð, sem komst í slikt dálæti meðal þjóðarinnar að hann vinnur nú að því hörðum höndum að skrifa endurminningar um sjálfan sig og stöðina. Það er hins vegar af Ólínu að segja að hún býður af sér góðan þokka en situr uppi með þann orð- róm að hún sé af framsóknarfólki komin. Það þykir ekki gott ætterni í höfuðborginni, auk þess sem hún er grunuð um að svíkja lit. Það kemst enginn upp með það á ís- landi, eins og þú veist, að svíkja flokkinn hans pabba síns. íslend- ingar eru annaðhvort í þessum flokkinum eða hinum, mann fram af manni, og verða að sætta sig viö þau örlög hvað sem líður skoðun- um þeirra eða ágæti flokkanna. Þetta hefur sem sé ekkert breyst, svo þú veist hvað þú átt að kjósa. Alþýðlegur klæðaburður Af öllu þessu sérðu að við eigum ennþá karla í krapinu og kvenfólk líka og er ekki ofsögum sagt af okk- ur íslendingum að alls staðar skör- um við fram úr. Steingrímur heitir hann forsætisráðherrann, en hann er af annarri eða þriðju framsókn- arkynslóð og tók við eftir að pabbi hans hætti, alveg eins og Jón Bald- vin tók við þegar Hannibal hætti og Ingi Björn tók við þegar Albert hætfi. Steingrímur þessi gerir ekki mikið með vandamálin hér heima en hefur þess í stað tekið að sér að greiða úr deilum ísraels- og Palest- ínumanna og átti nú nýverið við- ræður við Arafat og bauðst til að taka myndir af þeim viðræðum sjálfur, svo þessi heimssögulegi at- burður færi ekki framhjá neinum. Fór vel á með þeim fóstbræðrum og svei mér ef þeir voru ekki nauðalíkir á myndunum. Þó var öllu meiri framsóknarsvipur á Arafat, enda alþýðlegri í klæða- burði. Ekkert veit ég þó um ættir hans. Að öðru leyti er lítið að gerast í pólitíkinni og menn rífast aðallega um að fá til sín erlenda stóriðju, hvort sem þú trúir því eða ekki. Erlend stóriðja og evrópskur mark- aður eru haldreipi íslenskrar at- vinnustefnu á næstunni, enda treysta menn því ekki lengur að Ameríkanar glepjist til þess áfram að kaupa þorskflökin í góðgerðar- skyni. Við erum sem sagt enn að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- lífið. Þú hefur heyrt þann brandara áður. Nú getum við ekki lengur fellt gengið til að halda lífi í fiskvinnsl- unni og nú getum við ekki lengur slegið lán sem gengisfellingarnar borga fyrir okkur. Menn eru í hundraðavís að fara á hausinn eftir að þeir uppgötvuðu þettá og Sam- bandið ætlar að breyta sér úr hug- sjónafélagi í hlutafélag af því nú er ekki lengur hægt að stóla á vin- veitta menn í bankakerfinu sem lána því til að lifa. Óheppni SÍS hefur einmitt verið sú að eiga of innangengt í bankana og hafa feng- ið lánað af hugsjónaástæðum. Greiðasemin gekk of langt, skuld- irnar hækka i staðinn fyrir að lækka. Fimm stiga hiti En vertu róleg, þetta bjargast. Stjórnmálamenn eru yfirleitt Laugardags- pistill Ellert B. Schram þeirrar skoðunar að þjóðfélagið hafi ekki efni á því að SÍS fari á hausinn. Ekki frekar en við höfum efni á því að láta minkaeldið eða fiskeldið fara á hausinn, né heldur ullariðnaðinn eða vonlausa útgerð og þess vegna hafa stjórnmála- menn fundið upp allskyns sjóði til að afstýra gjaldþrotunum og þetta er kallað efnahagspólitík á Islandi og heilar ríkisstjórnir myndaðar til að standa vörð um gjaldþrota fyrir- tækin. Þar að auki lifir Framsókn ennþá góðu lífi og er eins og klettur úr hafinu í því hafróti sem pólitíkin er. Ríkisstjórnir hafa komiö og far- ið, en Framsókn stendur þetta allt af sér og situr í þeim öllum. Nú er vorið að koma enda var fimm stiga hiti í Reykjavík í gær- morgun og öllum var svo hlýtt að kvenfólkið gekk um á stuttpilsum og laugarnar fylltust af fólki sem baðaði sig í sólinni. Enginn varð úti en sumir fengu kvef. Það minnir mig reyndar á það að á síðasta sumri fór ég með fjöl- skylduna í bíltúr út á land og viö tjölduðum við þjóðveginn eins og ætlast er til. Ég tók úlpuna með og lopapeysuna og grillaði í kvöldgol- unni og allt var þetta eins og í gamla daga, nema nú er maður ekki eins veðraður og áður. Þegar rigningin buldi á tjaldinu og rokið feykti upp hælunum og hitinn fór niður í frostmark langaði mig mest heim. Ég er sennilega orðinn of gamall fyrir sumarskemmtan af þessu tagi en það mega þeir eiga, vegagerðarmennirnir, að nú er snöggtum greiðfærara á milli landshluta eftir að þjóðvegurinn var malbikaður og olíuborinn og allt annað lif að komast heim aftur eftir hrakninga sumarferðalagsins. Það eina sem maður þarf er þykkt lag af gæsahúð. Næst ætla þeir að leggja jarðgöng vestur á fjörðum enda þungfært að flytja að vestan með búslóðina þegar fara þarf yfir fjallvegi og torfærur. ískyggilegt ástand Af utanferðum er það helst aö frétta að sólarlandaferðir hafa dregist saman af því fólk nennir ekki lengur að standa í biðröðum alla nóttina til að panta sér ódýrt far. Það er af sem áður var, þegar launamenn létu sig hafa það að standa í biðröðum eftir skópörum og smjörstvkkjum í kreppunni á árunum fyrir stríð. íslendingar eru svo góðu vanir eftir að herinn kom. Já, það er þetta með herinn. Helsta áhyggjuefni okkar er ein- mitt það að ástandið í heiminum er orðið svo ískyggilega gott að nú er yfirvofandi sú hæfia að varnar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.