Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 45 LífsstiQ Stórborgir í Austur-Evrópu hafa bæst í hóp vinsælla áfangastaða lestarferða- langa. Flug og farangur: Þaö er dýrt að vera með yfirvigt Hvert kíló fram yfir 20 kíló af farangri til Bretlands kostar nú 513 krónur. Það kostar því 10.130 krón- ur að vera með 10 kílóa yfirvigt og er það ærin upphæð. Það borgar sig því að hyggja vel að því hvað fer ofan í töskurnar og helst að vigta þær áður en haldið er af stað, svona til að gera sér grein fyrir því hvort um einhverja yfir- vigt sé að ræða. Og ef svo er, er ekki úr vegi að athuga hvort ekki sé eitthvað í töskunum sem megi vera heima. ' Raunar er hvert kíló af yfirvigt misdýrt, það fer eftir því hver áfangastaðurinn er. Yfirvigtarkíló- iö kostar 357 krónur til Norður- landanna svo það er mun ódýrara að burðast með yfirvigt þangað heldur en til Bretlands. Ameríka Það eru aðrar reglur sem gilda um yfirvigt til Ameríku en til Evr- ópu og þangað er hægt að taka mun meiri farangur með sér en til Evr- ópu án þess að þurfa að borga auka- lega fyrir það. Hver farþegi má taka með sér tvær töskur og mega töskurnar vigta 32 kíló hvor um sig. Hæð þeirra lengd og breidd er einnig mæld og má summa þessara talna ekki vera yfir 158 cm á stærri töskunni og ekki yfir 115 cm á minni töskunni. Fyrir hverja tösku umfram tvær greiðast svo 66 dollarar eða 3.960 krónur. Það sama gildir einnig ef töskurnar vigta yfir 32 kíló. Þá verður að greiða þessa upphæð og einnig ef þær fara yfir framan- jgreind stærðarmörk. Farþegar sem ferðast á Saga Class mega svo taka meiri farangur með sér en þeir sem eru á normal- fargjöldum eða á apexfargjöldum. í Evrópufluginu mega þeir taka 30 kíló með sér en í Ameríkufluginu mega þeir hafa meðferðis þijár ferðatöskur. -J.Mar Það þarf að borga háar upphæðir fyrir hvert kiló af yfirvigt á farangri. Á lestarstöð í Varsjá. Lestarkort Lestarferðalangar geta nú ekki leyft sér að gera ráð fyrir miklum innkaupum ef þeir ætla ekki að kikna undir farangrinum. Það væri helst í lok ferðalags sem hægt væri að leyfa sér slíkt en þá er maöur kannski kominn langt í burtu frá þeim stað þar sem fallegi hluturinn fékkst. Þegar minnst er á fjarlægö er rétt að taka það fram að ungt fólk undir 26 ára aldri getur keypt sér svokallað Interrail-lestarkort sem hægt er að ferðast ótakmarkað fyrir í þrjátíu daga. Hægt er að hoppa úr og í lest- inni í hvaða borg sem maður vill. Einnig getur sami aldursflokkur keypt svokallað Eurotrain-kort. Er þá keypt lestarkort frá þeirri horg sem flogið er til frá íslandi til fyrir- fram ákveðinna borga. Hægt er að kaupa slík kort hjá Ferðaskrifstofu stúdenta íslandi. -IBS Með járnbraut um Evrópu j Berlín / París • afc r<IPrag V. Vín Búdapest Mílanó Zagreb DVJRJ J j Ferðaskrifstofur stúdenta í nokkrum A-Evrópuborgum: CKM, Zitna Ulice 12,12105 Praha, Tékkóslóvakíu Express, Szabadsag ter 16., 1395 Budapest V., Ung- verjalandi Almatur, Warszawa, Póllandi Ferðir þessum borgum er einkar hagstætt fyrir Vesturlandabúa en fer hækk- andi. í ungversku tímariti var nýlega kvartað undan því að Búdapest væri á útsölu. Tímaritið sagði að ferða- langar í Ungverjalandi eyddu aðeins einum fimmta af því sem þeir myndu gera í Austurríki. Alls staðar er skortur á hótelher- bergjum í Austur-Evrópu en ferða- menn komast fljótt að raun um að herbergi í heimahúsum skjóta upp kollinum þegar boðin er greiðsla í vestrænum gjaldeyri. Það er reyndar ekki úr vegi að leigja sér bíl og aka út á landsbyggðina til að eyða þar nokkrum dögum. Tékkóslóvakía státar af þrjú þús- und höllum og köstulum en stoltastir eru landsbúar af kastalanum í Prag þar sem forseti þeirra, Vaclav Havel, býr. Tékkneski fáninn er dreginn að húni á kastalanum þegar forsetinn er heima, að sögn borgarbúa sem finna þá fyrir sérstakri öryggistil- finningu. Nálægð sögunnar Það er einmitt nálægð sögunnar sem er svo heillandi í Prag þessa dagana eins og í öðrum Austur- Evrópulöndum. Prag, sem er undur- fögur, hefur reyndar löngum verið menningarsetur og ekki má gleyma að hún var borg Góða dátans Sveiks sem varði mörgum stundum á bjórkrám. Sumir minnast þess ef til vill að það var gamall tékkneskur siður að fleygja mönnum út um glugga eins og gert var við óvinsæla embætt- ismenn á miðöldum. Enn er mönnum fleygt út í Tékkóslóvakíu en nú út af kránum sem loka um ellefuleytið á kvöldin. Bjórinn er sem sé svo góður í Tékkóslóvakíu að menn vilja oft ekki hætta að teyga hann fyrr en þeir eru neyddir til. Ferðamenn verða einnig fljótt varir við hvers vegna Tékkar kalla bjórinn sinn „nas chleb“ eða „brauöið okkar“. Hann þykir nefni- lega næstum jafnsaðsamur og mál- tíð. Ein besta bjórkráin í Prag er U dvoih kocek, Tveir kettir, sem er rétt haridan við gamla ráðhústorgið. Það er bruggfyrirtækið Urquell sem á krána og kemur bjórinn beint frá Pilsen á hveijum degi. Fleiri göðar krár eru í grennd við torgið. Ung- verskar guðaveigar þykja ekki síðri en þær tékknesku. Tékkar á ferð í Ungveijalandi birgja sig til dæmis upp af ungverskum líkjör. Þeim þyk- ir hann ekki aðeins góður heldur segja þeir hann ódýrari en heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.