Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 10
lór .ORGf IAM et aUOAOHAOUA. LAUGARDAGUR 19. MAI 1990. Kvikmyndir DV Þegar litiö er yfir auglýsingar kvikmyndahúsanna á sunnudög- um og athugaö hvaö er í boöi fyrir börnin kemur í Ijós forvitnilegur hsti yfir kvikmyndir af ýmsu tagi. Þarna má sjá teiknimyndir eins og Leynilöggumúsin Basil og Heman yfir í leiknar myndir eins og Lína langsokkur, Bróöir minn Ljóns- hjarta, Flatfótur í Egyptalandi eöa Turner og Hooch. Fyrir kvik- myndaáhugamenn, sem búnir eru að slíta barnsskónum, er hins veg- ar athyglisvert að sjá að allar gömlu góöu teiknimyndasyrpurn- ar eru horfnar. Þessar teikni- myndasyrpur, sem voru saman- Kalli kanína virðist einna vinsælastur i dag. myndahúsum meðan á stríöinu stóð og fyrst á eftir var lítill áhugi á myndum Walt Disney. Þaö var ekki fyrr en um 1950 að hjólin fóru aö snúast aftur þegar myndin Cinderella hlaut góðar viötökur hjá áhorfendum. Á næstu árum gekk framleiðsla kvikmyndaversins mjög vel, ekki síst ef haft er í huga að á þessum tíma kom sjónvarpið fram á sjónarsviðið sem beinn keppinautur við kvikmyndahúsin. Og viti menn, nú snerist dæmið við •hjá Walt Disney. Meðan aðrir kvik- myndaframleiðendur sáu fram á þverrandi aðsókn að myndum sín- um fóru áhorfendur aftur að Teiknimyndapersónan Kalli kanína Margt bendir til þess að styttri teiknimyndir séu aftur að ryðja sér til rúms sem skemmtiefni fyrir unga sem aldraða settar af stuttum 5-10 mínútna teiknimyndum, nutu mikilla vin- sælda meðal yngstu kynslóðarinn- ar, því flestir þekktu vel hetjur þeirra eftir lestur teiknimynda- blaða, eins og Andrés önd og Mikka mús. Fyrir áhugamenn um teikni- myndir var alltaf ánægiulegt þegar þegar sú hefð var ríkjandi að kvik- myndahúsin sýndu alltaf stutta teiknimynd á undan sjálfri aðal- myndinni til að koma áhorfendum í gott skap. Þetta er nú aö mestu liðin tíð enda er „sýnishorn úr næstu mynd“ og auglýsingar bún- ar að taka við hlutverki teikni- myndanna. Enn í fullu fjöri Það er hins vegar ánægjulegt að íslenska sjónvarpið virðist hafa tekið upp á arma sína að miðla landsmönnum stuttum teikni- myndum, samanber teiknimynda- þættina um Bleika pardusinn og sprelligosana Tomma og Jenna sem hafa verið sýndir á undan fréttatíma sjónvarpsins. En hver er ástæðan fyrir þvi að stuttar teiknimyndir eru nær hætt- ar að sjást í kvikmyndahúsunum? Hún er sú að nær engar stuttar teiknimyndir hafa verið framleidd- ar undanfarin 25 ár. Hins vegar er að verða bót á þessu því Walt Di- sney kvikmyndaverið gerði nýlega teiknimynd með hinum vinsæla Kalla kanínu í aðaíhlutverki en hann gerði garðinn frægan í hinni stórvinsælu mynd, Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? Teikni- myndin heitir Tummy Trouble og var sýnd á undan annarri Walt Disney mynd sem frumsýnd var í fyrra en það var Honey, I Shrunk the Kids. Walt Disney hefur stórar áætlanir á prjónunum og vonast til að framleiða á næstu tveimur árum 2x7 mínútna myndir með Kalla kanínu og 3x22 mínútna myndir með þeim félögum Mikka mús og Andrési önd. Með þessum stuttu myndum er ætlunin aö vekja at- hygli yngstu kynslóðarinnar á teiknimyndum í fullri lengd með sömu söguhetjum, þannig að það má líta á þessar myndir sem nýstárlega útgáfu af „sýnishomi úr næstu mynd“. Mikilvinna Það er mikil vinna að gera eina teiknimynd, jafnvel þótt sýningar- timi hennar taki ekki nema sjö mínútur. Hjá Walt Disney kvik- myndaverinu starfa 70 manns við gerð hverrar myndar og tekur verkið níu mánuöi. Ef um er að ræða kvikmynd í fullri lengd eru tölurnar enn stórkostlegri því slíkt verk tekur ein fjögur ár að gera og 400 manns koma þar við sögu. Þessi langi tími setur mikinn þrýsting á framleiðendur teiknimynda að vera með nokkrar styttri myndir á teikniborðinu sem þeir geta komið með á markaðinn áður en áhorf- endur eru búnir að gleyma sögu- hetjunni. Vegna þess hve teikni- myndin Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? hlaut miklar vin- sældir var ákveðið að gera fram- haldsmynd en hún verður ekki til fyrr en 1992 eða 1993. „Roger er fyrsta teiknimyndahetjan í mörg ár sem hefur öðlast líf sem persóna utan hvíta tjaldsins," hefur verið haft eftir einum af yfirmönnum Walt Disney kvikmyndaversins. „Þegar við áttuðum okkur á því að hann var skærasta stjarnan í myndinni settum við okkur það markmið aö tryggja að áhorfendur hefðu ekki gleymt honum er næsta mynd yrði frumsýnd." Gamall grunnur En þaö eru fleiri leiðir en teikni- myndir til að halda athygli almenn- ings að teiknimyndapersónum. Aðeins mánuði eftir frumsýningu var Walt Disney samsteypan búin að koma Kalla kanínu fyrir í einutn af skemmtigörðum sínum. Einnig var á hennar vegum hafin fjölda- framleiðsla á bolum, bollum og allskyns minjagripum sem báru mynd af Kalla kanínu. Því ættu allir að vera andlega vel undirbún- ir þegar framhaldsmyndin kemur. Walt Disney kvikmyndaverið er byggt á gömlum grunni og þaö er engin tilviljun að það skuli enn í dag vera í fremstu röð í framleiðslu teiknimynda. Það ber nafn stofn- anda þess, Walt Disney, sem hóf framleiðslu teiknimynda upp úr 1920. í fyrstu gerði hann eingöngu stuttar teiknimyndir eins og Alice in Cartoonland og Oswald the Rab- bit. Á þessum tíma skóp Disney teiknimyndapersónuna Mikka mús ásamt þeim Plútó og Andrési önd. Þegar þessar persónur fóru að birtast á hvíta tjaldinu í formi stuttra teiknimynda urðu þær fljót- lega mjög vinsælar. Um 1926 var jafnvel farið að líkja Walt Disney við frumkvöðla kvikmyndagerðar eins og Charles Chaplin og Eisen- stein. Saga teiknimynda Það var þó ekki fyrr en 1937 að mynd frá Walt Disney sló verulega í gegn. Var það teiknimyndin Snow Kvikmyndir Baldur Hjaltason White sem er fyrsta teiknimyndin sem Walt Disney gerði í fullri lengd. í kjölfarið var kvikmyndave- rið stækkað og fleiri ráðnir og þannig hófst raunverulegt veldi Walt Disney. Árangurinn lét ekki á sér standa og á árunum 1940-1942 sendi Disney frá sér margar af sín- um þekktustu myndun, eins og Pinocchio, Fantasia og Bambi. Þótt aðsókn ykist almennt að kvik- streyma inn í kvikmyndahúsin til að sjá Walt Disney myndir. Erfiðir tímar En það var líka dýrt og erfitt að framleiða teiknimyndir þá sem nú. Eftir að hafa tapaö stórfé á mynd- inni The Sleeping Beauty ákvað kvikmyndaverið að fara einnig að framleiða leiknar myndir sem það hefur gert síðan. Því miður hefur fariö lítið fyrir teiknimyndafram- leiöslunni, en samkvæmt áður- greindum upplýsingum virðist vel- gengni myndarinnar Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? hafa virkað sem vítamínsprauta á teiknimyndastarfsemi fyrirtækis- ins. Að vísu hefur hlutverk styttri teiknimynda breyst að hluta til miðað við eldri teiknimyndir vegna þess að ungir og óþjálfaðir teiknar- ar voru látnir fá eldskírn sína og reynslu við gerð þessara mynda. í dag fá menn að spreyta sig í upp- hafi jafnt á myndum í fullri lengd sem styttri enda er orðið jafnflókið að gera þær báðar. Framtíðin Walt Disney fyrirtækið hefur nýtt sér til hins ýtrasta skemmtigarða þá sem eru í eigu þess. Ungir sem aldnir koma þangað og hitta m.a. flestar teiknimyndapersónurnár sem eru í brúðugervi. í nýja skemmtigarðinum í Orlando, sem Walt Disney opnaði nýlega, má sjá um 70 teiknara að störfum fyrir innan plexigler til að gefa forvitn- um gestum innsýn í gerð teikni- mynda. Einnig má benda á að Walt Disney fyrirtækiö er líka með skemmtigarð í Tokýo og hafin er bygging annars í París. Þá hefur framboð teiknimynda á mynd- böndum breytt stöðunni. Börn og unglingar eiga mun greiðari að- gang nú en áður að teiknimyndum á myndbandaleigum ásamt fjöl- breyttara úrvali. Á þennan boð- máta fá margir sín fyrstu kynni af mörgum þekktum persónum teiknimyndanna. Raunar er staðan oröin sú á sumum heimilum að teiknimyndin á myndbandsspólu er búin að taka við hlutverki móð- urinnar að hluta til sem barnapía. B.H. Hér sjást nokkrar af þekktustu myndum Walt Disney.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.