Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 21 Nýjar plötur CRYSW WILLIAMS AVliMW BENirVWttH Myfather? lustlíkeason to mel „pk) ú n u*w BUI ® •£ - ■.......- Porzeltan-Schmuck -Signum- Desígn: Johan van Loon Rosenthal Sköpunargáfan sýnd á fagran hátt í postulíni. Robert Plant - Manic Nirvana Plant á réttu róli í næsta mánuöi eru tuttugu ár lið- in síðan hljómsveitin Led Zeppelin skemmti á fyrstu listahátíð í Reykja- vík. Mál manna var að vel hefði tek- ist með val á dægurhljómsveit þeirr- ar hátíðar. Fjórmenningarnir eru eftirminnilegir þeim mikla skara sem fjölmennti í Höllina til að sjá þá og heyra; ekki síst söngvarinn skær- róma, tággrammur með mikinn, ljós- an makka. Robert Plant var þá þegar kominn á hátind frægðar sinnar. Þessir fyrstu rokkhljómleikar rifj- uðust upp fyrir mér þegar ég hlýddi á nýjustu sólóplötu Plants, Manic Nirvana. Bæði er um tímamót að ræða, tveir áratugir frá fyrstu hátíð, enn ein listahátíð er í nánd og síðast en ekki síst er Robert Plant á Manic Nirvana kannski nær því sem hann var að bardúsa í Led Zeppelin með þeim Jimmy Page, John Bonham og John Paul Jones en nokkru sinni eftir að hljómsveitin hætti. Það var reyndar á síðustu plötu Plants, Now And Zen, sem maður varö þess var að hann mundi enn eftir gömlum töktum frá Zeppelin- árunum. Now And Zep hefði kannski verið viðeigandi titill. Þeirri þróun var óspart fagnað. Plant og félagar í Led Zeppelin áttu stóran þátt í að skapa rokkið eins og það er leikið í dag. Án þeirra og nokkurra annarra sem komu fram i dagsljósið seint á sjöunda áratugnum hefði sennilega ekkert heavy metal orðið til svo aö dæmi sé tekið. Einmitt nú þegar rokkiö hefur greinst í óteljandi áttir eru ungir menn í óða önn að kanna rætur allra óskapanna. Má þar nefna Kingdom Come, Quireboys, Guns ’N Roses og fleiri. Og meðan „eftirlíkingarnar" skjóta upp kollinum hver af annarri er það fagnaðarefni að menn á borð við Robert Plant skuli viðurkenna fortíð sína og heiðra hana með plöt- um á borð við Manic Nirvana. Nú skyldi enginn taka orð mín svo að platan sé Zeppehneftirlíking. Þeg- ar ég segi að Robert Plant sé loksins kominn heim músíklega hef ég í huga fyrstu þrjár sólóplötur hans, Pictures At Eleven, The Principles Of Mo- ments og Shaken ’N’ Stirred. Þær voru allar ágætar til síns brúks en sem gamall Zeppelinaödáandi hafði ég á tilfmningunni að Robert Plant vildi ekkert af fornum afrekum vita lengur. Ferillinn hefur sem scfbreyst til hins betra. Nýborg C§3 Ármúla 23, sími 83636 En þrátt fyrir að Robert Plant sé gömlum aðdáanda meir að skapi nú en oftast áður er því miður ekki hægt að setja neinn tímamótastimpil á Manic Nirvana. Þrátt fyrir að hver tónn sé fagmannlega fluttur eru mörg lög plötunnar full ómstríð fyrir minn smekk. Þau lög skara fram úr þar sem gamli góði stíllinn ræður ferðinni. Og ævintýralegasta lag plötunnar er jafnframt þaö eina sem ekki er frumsamið: Your Ma Said You Cried In Your Sleep Last Night frá 1962 er bráðskemmtilegt og gam- an að heyra gamla plötusnarkið í forgrunninum. Þá kom þægilega á óvart að heyra nokkrar hendingar frá Black Dog í laginu miðju. Smá- grín skaðar engan. -ÁT TOPPmvniR (katwoínaids dcep togcihcr andsúll love eai’b ntitttr in ihc nwniiitó’ m rmu m m „Wlllil Harrv "Sally.. ÍSLEKSKUR nxn um ein- Mynd sem óþarfi er að Hörkuspennumynw kynna. Grínmynd ársins. búa sem engmn Kænr um að maeta. Vesturbæjarvideo Sólvallagötu 27 Sími 671707 MYNDSPOR Sporhömrum GRAFARVOGI Sími 676740 Myndbandaleigan Hraunbæ 102 Sími 671707 Eigum ávallt til leigu myndbandstæki á Dreifing: Arnarborg, sími 652710.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.