Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Veiðivon Glæsileg opnun á Grenlæk Veiðimennirnir Ásgeir Sverrisson, Garðar Erlendsson, Sverrir Þorsteinsson og Jóhannes Jensson með 70 fiska, einn veiðidaginn. En alls urðu fiskarn- ir 120 í lokin. um,“ sagði Jóhannes Jensson en hann var að koma úr læknum fyrir fáum dögum með Ásgeiri Sverris- syni, Garðari Erlendssyni og Sverri Þorsteinssyni. Grenlækur var opn- aður á eftirminnilegan hátt. Þeir fé- lagarnir veiddu í Flóðinu, svæði íjög- ur. „Stærsti fiskurinn var 12 pund en flestir voru þeir 4 til 5 punda. Við veiddum kvótann eins og við mátt- um, hefðum fengið miklu fleiri. Þetta var allt geldfiskur sem við veiddum en við slepptum þeim sem voru magrir," sagði Jóhannes ennfremur. Þetta er ein besta opnun í Grenlæk sem sögur fara af. Svo virðist sem fiskurinn sé ekki kominn neðar í lækinn ennþá en það getur orðið á næstu klukkutímum. -G.Bender „Veiðin í Grenlæk gekk feiki vel og við veiddum 120 fiska, það var alveg ótrúlegt magn af fiski í lækn- á árbakkanum. DV-myndir Þorlákur og Jóhannes Það getur veriö erfitt að komast ekki í veiði eins og þessi íslend- ingur komst að raun um fyrir skömmu. Hann var á ferö í Þýskalandi og komst að þessu. Hvað er hægt að gera þá? „Bleikjan ræður ríkjum hjá okkur" - segir Pétur Pétursson „Gufudalsáin er góð viðbót við Skálmardalsána og það er hægt að fá mjög vænar bleikjur í Gufudals- ánni,“ sagði Pétur Pétursson í Kjöt- búri Péturs, en hann hefur verið ið- inn við að leigja bleikjuár hin síðari árin. En Skálmardalsá hefur veiðifé- lagið í felum á leigu og núna bætir þaö viö sig Gufudalsánni. „Bleikju- veiðin er meira spennandi er laxinn. Hægt er að fá vænar bleikjur til að taka marglitaðar flugur, sumar agn- arsmáar. Stærstu bleikjurnar sem hafa veiðst í Gufudalsánni eru 6 pund en 4 pund í Skálmardal. Þessar ár bjóða upp á skemmtilega veiðistaði og við seljum besta tímann í Gufu- dalsá á 4500 en 3800 í Skálmar- dalsá," sagði Pétur og neitaði því ekki er hann var spurður hvort hann væri að hugsa um leigu á fleiri veiði- ám sem gæfu bleikju. -G.Bender Gufudalsá og Skálmardalsá hafa upp á marga góða veiðistaði að bjóða og þessar myndir sýna veiðimenn við Skálmardalsá. Árangurinn lætur ekki á sér standa. DV-myndir PSP Þjóðar- spaug DV Ókeypis máltíð Einhverju sinní varð kaup- maður i einni af hverfaverslun- um Reykjavíkur var við að eldri maöur haíði stungið á sig lamba- læri. Er þjófurinn var kominn fram að dyrum birtist kaup- maðurinn hjá honum með kart- öflupoka og sagði: „Finnst þér ekki betra að hafa kartöflur með því?“ Að því búnu rétti kaupmaður- inn honum pokann og hélt aftur til sinna starfa í versluninni. Herskipið Maður nokkur heimsótti prest sinn í þeirri von að fá hjá honum ráðleggingar varðandi hjónaband sitt sem var í molum, ef svo má að orði komast. „Hjónabandinu má líkja við ólíka farkosti sem mætast,“ sagði prestur. „Þá hef ég líkleg mætt her- skipi,“ stundi maðurinn upp. Léleg skemmtun Kransar, sem voru pantaöar í Reykjavík vegna jarðarfarar, komust ekki i tæka tíð vestur á flrði. Sjálfan jarðarfarardaginn heyrðist ekkja hins nýlátna segja: „Það verður nú ekki hálft eins gaman í þessari jaröarfór fyrst kransana vantar.“ Rétt meðöl, eða hvað? Maður nokkur sótti eitt sinn meðal fyrir tengdamóður sína til heimilislæknis hennar. Er lækn- irinn hitti manninn á götu nokkr- um dögum síðar spurði hann hvort tengdamóður hans hefði ekki batnað eftir að hún fékk meðölin. „Jú, hún dó sköramu eftir aðra inntöku," svaraði maðurinn þá. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi flmm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 55 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fimmtu- gustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Sveinsina Kristinsdóttir Hringbraut 76, 230 Keflavík. 2. Anna M. Georgsdóttir Jakaseli 4,109 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.