Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Jon Kjell er Norðmaður sem búið hefur á íslandi í tíu ár. Hann útsetti Eitt lag enn og fyrir það er hann heimsfrægur í heimalandi sínu um þessar mundir. DV-mynd Brynjar Gauti kassagítar. „Hörður G. Ólafsson sendi mér kassettu með Eurovisi- onlaginu og í sameiningu skoðuð- um við það mjög vel. Bættum inn hljóöfærum, einhverjum tónum og gerðum létum það sánda betur eins og það er kallað. Stöku sinnum kemur fyrir að ég fæ lög sem virka illa á mig. Eins og það sé illa uppraðaö. Þá þarf að fara ofan í það, íinna skynsamlega uppröðun og bæta kannski við for- spili, millispili eða viðlagi. Jafnvel finna endi á lagiö. Það er allur gangur á þessu. Stundum á maður ekkert í lagi, stundum nær allt.“ Jon hefur ekki gefið út eigin plötu en á efni á hana. Hann segist aðeins hafa áhuga á leikinni tónlistar- plötu. „Ætli ég eigi ekki fjörtíu eða fimmtíu lög sem bíða betri tíma. Þó að söngröddin sé besta hljóð- færið sem búið hefur verið til þá gefur hún manni oft á tíðum of mikið upp í hendurnar, sérstaklega textinn. Við leikna tónlist getur maður leikið sér að ímynduðum textanum." . Jon Kjell er ekki alveg laus við Stjórnina því hann er að vinna plötu hennar fyrir útlendan mark- að. Þá er hann að vinna fyrir Björg- vin Halldórsson og er með nokkur lög á safnplötu sem Skífan gefur út í sumar. Hann telur grósku í tónlistarlífinu og þá ekki síst vegna höfðatölu í landinu. „íslendingar eiga heimsmet í tónlist eins og öðru. Það eru alltaf að skjóta upp nýjum hljómsveitum en þær eru eðlilega misgóðar," segir hann. Peningaleysi háir tónlistinni Margir íslendingar tala þó um deyfðarlegt músíklíf um þessar mundir og að lítið heyrist í vinsæl- um hljómsveitum. Jon Kjell segir það vera peningaspursmál en ekki áhugaleysi. „Til að tekiö sé eftir hljómsveitum þurfa þær að gefa út plötu og til þess þarf peninga. Ég hef stundum á tilfmningunni að útgefendur stundi góðgerðar- starfsemi. Þeir afla fjár á sölu er- lendra platna til að koma út þeim íslensku. Það eru takmörk fyrir hversu lengi slíkt er hægt. Hér á landi eru einungis tvö tímabil sem gefnar eru út plötur, sumar og um jól. Á öðrum tíma seljast ekki plöt- ur. Plötumarkaðurinn breyttist mikið með tilkomu frjálsu útvarps- stöðvanna.“ Álíðandi stundu Jon Kjell varð fyrst frægur á ís- landi í sjónvarpsþáttunum Á líö- andi stundu. Það voru fyrstu skemmtiþættirnir sem sendir voru út í beinni útsendingu. Stjórnendur voru Ómar Ragnarsson, Sigmund- ur Ernir Rúnarsson og Agnes Bragadóttir. Jon Kjell stóð við hljómborðið í þáttunum og lék tón- list af fingrum fram. „Það var mjög skemmtilegur tími og mikil reynsla," segir hann. „Ég þurfti að búa til músíkinnslög og var mjög háður tæknibúnaði sem væri algjör brandari í dag. Mikil þróun var að eiga sér stað í músík á þessum tíma og ég setti upp mjög ófullkomin tæki sem alltaf var hætta á að myndu klikka. Vegna þess fékk ég gott námskeið í einbeitingu. Það var mikið hlegið á Akureyri einu sinni þegar allir héldu að ég hefði sofnað. Ingimar Eydal hafði rétt áður verið að sýna áhorfendum hvernig hann gat leikið sér með tónlist, blandað henni og spilað aft- urábak eða áfram. Ihgimar ætlaði síðan að gera næsta stef í þættinum en Ómar var búinn að gleyma því og kallaði á mig sem var búinn að slökkva á öllum tækjum enda loka- atriði. En Ómar reddaði þessu ein- hvern veginn," segir Jon Kjell og hlær. Reddaði Norðmönnunum Jon hefur síðan komið við sögu í Söngvakeppni Sjónvarpsins í öll skipti nema eitt. Þá hefur hann verið með í nokkrum tónlistar- myndböndum. Mikil vinátta mynd- aöist meðal íslenska hópsins og þess norska í Júgóslavíu. „Ketill Stokkan og hans lið hafði mikla trú á íslenska laginu og fannst það ágætis kostur ef það kæmist hátt því Norðmenn ættu þá einhvern hlut að máli þar sem ég útsetti lag- ið. Það vakti því óskipta athygli í Noregi þegar íslenska lagið varð í íjóröa sætinu,“ segir Jon Kjell Seljeseth. -ELA Heims- frægur í Noregi - segir Jon Kjell, tónlistarmaður og arkitekt „Ég er mikill íslendingur í mér og reikna ekki með að flytja frá landinu aftur. Að mörgu leyti er miklu betra að búa hér en í Noregi nema veðrið sem getur gert mann alveg vitlausan,“ sagði Jon Kjéll, arkitekt og tónlistarmaður, í sam- tali við helgarblaðið. Jon Kjell hef- ur undanfarin ár starfað sem út- setjari og á meðal annars heiðurinn af útsetningunni á Einu lagi enn. „Ég er heimsfrægur í Noregi því þeir vilja þakka sér hversu ofarlega íslenska lagið hafnaöi. Hefðu Is- lendingar ekki gert það sama?“ í norskum blöðum hefur talsvert verið rætt um Norðmanninn á ís- landi sem kom Eurovisionlaginu í íjórða sæti. Jon Kjell segir að Norð- menn séu mjög áhugasamir um Eurovision og mun meiri almenn- ur áhugi þar en hér á landi. „Norð- menn lentu í því sama nú og við í fyrra að senda út vitlaust lag. Þjóð- in vildi lagið sem varð í öðru sæti í undankeppninni og því átti Ketill Stokkan ekki mikið fylgi hjá þjóð sinni.“ Jon Kjell Seljeseth fluttist til ís- lands fyrir tíu árum. Hann var þá nýútskrifaður arkitekt frá háskól- anum í Þrándheimi þar sem hann er fæddur og uppalinn. Jon Kjell kynntist eiginkonu sinni, Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, í Noregi og fylgdi henni síðan til heimalands- ins. „Eru ekki flestir útlendingar hér vegna þess að eiginkona eða -maður eru íslendingar?" spyr Jon Kjell. En hann kann vel við sig og hefur ekki nokkurn hug á að fara héðan aftur. Hljóðver í byggingu Jon keypti fyrir fimm árum gam- alt bakhús á Laugavegi og hefur breytt „kofanum" í fallegt og reisu- legt hús. Þó er enn mikið ógert eins og að reisa hljóðver sem Jon ætlar að setja upp við heimili sitt. Þegar Jon Kjell kom til íslands fyrir tíu árum fékk hann starf sem arkitekt hjá Húsnæðisstofnun rík- isins. Þar starfaði hann í tvö ár en flutti sig þá á teiknistofu Ingimund- ar Sveinssonar. Tónlistin var ekki ríkur þáttur í lífi hans fyrstu árin hér. Hins vegar hafði Jon tónhst- aráhuga allt frá því hann var í leik- skóla. „Ég var verulega óþekkur að fara í leikskóla og móðir mín var alveg að gefast upp á mér. Frændi minn kom mér þá inn á leikskóla sem var sérstakur að því leyti að börnum var kennd tón- fræði og þau máttu glamra á hljóð- færi eins og þau vildu. Þar kunni ég strax við mig og var kominn í lúðrasveit tæplega sex ára gamall. Þar spilaði ég á flautu og klarinett. Tónlistaráhugi minn vaknaði í leikskólanum," segir Jon. Lúðrasveit og bítlabönd Hann var í lúðrasveit til sextán ára aldurs en þá tóku bítlaböndin við eins og hann kallar það. „Við vorum með hljómsveitir í gaggó og menntó. í háskólanum var einnig mikil tónlistargróska og þar störf- uðu djassbönd sem ég var með í. Reyndar er óvenjumikil liststarf- semi í háskólanum í Þrándheimi, bæði leiklistarhópar, tónlistar og myndlistar. Á hverju ári er listvika í gömlu fjölleikahúsi sem skólinn hefur til umráða. Þessa viku er námið lagt á hilluna og nemendur stunda hstalífið af fullum krafti." Jon Kjell spilaði á hljómborð á þessum árum og fékk geysilegan áhuga á hljóðgervlum sem þá voru að komast í tísku. „Mér fannst svo spennandi að ná öllum þessum nýju hljóðum. Það lá við að ég legði námið á hilluna fyrir hljóðgervl- ana. Til þess kom þó ekki.“ Fyrstu tvö árin sem Jon Kjell bjó á íslandi snerti hann ekki hljóð- færi. Eftir tveggja ára hvíld frá tón- listinni fékk hann fiðring og setti sig í samband við FÍH skólann og hóf nám i saxófónleik. „Þarna kynntist ég flestum þeim mönnum sem ég þekki í dag og vinn með. Segja má aö með því að fara í skól- ann hafi ég komist inn í bransann. Gunnar Þórðarson var með hljóm- sveit í Broadway á þessum tíma og vaptaði hljómborðsleikara. Honum var bent á mig og ég starfaði með honum í þrjú eða fjögur ár, m.a. í öllum þeim sýningum sem settar voru upp í Broadway. Einnig lék ég inn á plötur sem Gunnar var að hljóðrita á þessum tíma,“ segir Jon. Arkitektúr og tónlist „Fyrstu árin var tónlistin þó ein- ungis áhugamál. Ég starfaði eftir sem áður sem arkitekt. Þessi störf áttu mjög vel saman því grunnur- inn er ekki ólíkur. Annars vegar að hanna hús og hins vegar tónlist. Fyrir fimm árum hætti ég að teikna því þá nægði mér sólarhringurinn ekki til aö ljúka öllu því sem ég hafði tekið að mér. Mig langaði að vera í báðum störfum en það var orðið of mikið álag og annað starfið varð að bíða um tíma. Nú hef ég ekkert teiknað í fimm ár nema fyr- ir kunningja." Jon segist ekki hafa lakari tekjur í tónlistinni en í arkitektúrnum. Hins vegar sé um skorpuvinnu að ræða sem geti gefiö lítið af sér eða mikiö. „Stundum er ég á skúringa- kaupi,“ segir hann. Traustar tekjur er því ekki um að ræöa. Jon á tvo litla syni, tveggja ára og þriggja mánaða. Hann segir að með tónlist- arstarfmu hafi hann getað verið með eldri syni sínum fyrsta árið meðan móðirin var útivinnandi. Elín Ebba er iðjuþjálfi á Landspít- alanum. Betrumbætir lög Um þessar mundir er Jon einung- is í stúdíóvinnu. Hann útsetur lög annarra. Útsetjari þarf oft á tíðum að breyta lögum, setja meiri fyll- ingu i það eða hreinlega raða tón- unum upp á nýtt. ,,Það er mjög misjafnt hvað höfundpr eru búnir að leggja í lagið þegar ég fæ það í hendur. Sumir koma með það næstum tilbúið á meðan aðrir koma með raul og undirspil á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.