Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. íslenskir bridgespilarar: Seldir auðkýfingum á uppboði „Fyrir þremur árum sóttum viö fyrst um aö komast á Cavendish- mótiö en umsóknareyðublað barst okkur of seint þá. í febrúar síðast- Uönum komu nokkrir Bandaríkja- menn á bridgemót hér. Okkur gekk ágætlega á því móti og í kjölfariö fengum við boð um aö taka þátt í Cavendish-mótinu,“ sögðu Jón Bald- ursson og Aöalsteinn Jörgensen. Þeir félagar eru nýkomnir úr frækilegri bridgeför frá Bandaríkjunum. í tví- menningskeppninni höfnuöu þeir í öðru sæti en 52 pör tóku þátt og telst því árangur þeirra stórkostlegur. Bridgekapparnir voru nokkuð þreyttir og slæptir eftir feröina þegar helgarblaö DV hitti þá að máli en líka ánægöir með árangurinn. Svona mót eru mjög erflö, líkamlega og andlega, enda er spilað í allt að flórtán klukkustundir á dag með nokkrum hléum. Þar við bættist tímamismun- urinn sem er flórir tímar og löng seinkun á flugi frá New York vegna þrumuveðurs. Þegar þeir voru spurðir af hverju það væri svo eftirsótt að komast á svona mót svöruðu þeir því til að á slíkum mótum spiluðu sterkustu spilarar heims og freistandi að reyna sig við þá. „Þetta gefur okkur áframhaldandi möguleika og væntanlega öðrum ís- lenskum bridgespilurum," sagði Jón. „Nú erum við komnir á blað ef svo má að orði komast. Það er þegar búið að bjóða okkur að koma aftur á mótið að ári en við höfum enn ekki ákveðið hvort við tökum því.“ Aöalsteinn bætti við að keppnis- formið og möguleikarnir á verð- launafé væru líka eftirsóknarverðir. „Pörin eru seld þarna fyrir mis- háar upphæðir á uppboðinu. í okkur voru boðnir 5.400 dollarar sem var níunda lægsta upphæðin og miðað við það hefðum við átt að lenda í fer- tugasta sæti,“ sagði Jón. „Það kom okkur til góða að upphæðin var frem- ur lág því við höfðum betri mögu- leika á að flárfesta í okkur sjálfum. Við áttum 40% af upphæðinni ásamt níu öðrum íslendingum.“ Fasteignasali bauð í Á þetta mót mæta ýmsir auðmenn sem kaupa spilarana á uppboðinu. Þeirra stærsti kaupandi var banda- rískur fasteignasah sem þénaði vel á leik þeirra en tapaði líka fé á öðrum sem hann hafði veðjað á. Þegar upp- boðið fer fram er keppnin sjálf ekki hafln. íslendingarnir voru óskrifað blað í keppni sem þessari en almennt var frekar lágt boðið í Evrópumenn- ina. „Uppboðið var æsispennandi og uppboðshaldarinn var ákaflega skemmtilegur maður sem kunni sitt fag. Þegar hann var að hvetja menn til að bjóða í okkur sagði hann að við værum sennilega mest æfða par í heiminum því á íslandi væri ekkert annað hægt að gera en sitja inni og spila bridge,“ sagði Aðalsteinn. „Við þurftum að standa upp og sýna okk- ur alla í bak og fyrir.“ Keppninni er skipt í sex hluta og spilar hvert par tvisvar við hvert hinna. Eftir hvern hluta eru stigin reiknuö út og voru Aðalsteinn og Jón alltaf um og ofan við miðju. Þegar stigin voru tahn saman í lokin var annað sætið þeirra og má því segja að þeir hafi haft þetta hægt og bít- andi. Verðlaunin fyrir annað sætið voru 54.080 dollarar og af þeim fengu þeir hvor um sig 300 þúsund íslensk- ar krónur. Níu íslendingar lögðu fram tíu þúsund hver og fengu í sinn hlut 100 þúsund krónur á mann. „Verðlaunaféð geymum við til næsta árs til að eiga peninga til að flárfesta í okkur þá,“ segir Jón. „Ef við þiggjum boð þeirra um þátttöku." Skutust fram fyrir Hvernig leið ykkur þegar allt stefndi í að þið lentuð í einu af efstu sætunum? „Fyrir síðustu umferðina vissum við að við hefðum möguleika á því að vera í einu af tíu efstu. Við sáum að vísu aldrei hhla undir fyrsta sætið og vorum þvéafslappaðir og ákveðn- ir í að gera okkar besta og reyna að halda okkur í þriðja sætinu," sagði Jón. Síðan gerðist það að efsta parið heldur sínu en það sem var í öðru sætinu hrundi niður og gaf íslend- ingunum færi á aö skjótast fram fyr- ir. „Það var svolítið gaman að vera íslendingur þarna,“ sagði Aðal- steinn. „Það vakti jafnvel meiri at- hygli að við -algerlega óþekktir mennirnir- skyldum hafna í öðru sæti en þeir sem lentu í því fyrsta eru vel þekktir og hafa spilað í heimsmeistarakeppninni. Að vísu þekktu Evrópubúarnir nokkuð til okkar en Bandaríkjamennirnir komu hálft í hvoru af flöllum." Spiluðu með heimsmeistara Ekki var áætlað í upphafi að þeir tækju þátt í sveitakeppni en eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.