Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 6
6 Utlönd Eduard Sévardnadze, utanrikisráðherra Sovétríkjanna, James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mik- hail Gorbatsjov, forseti Sovétrikjanna, í Moskvu i gær. Símamynd Reuter Arangursríkar viðræður Dubcek til Moskvu Alexander Dubcek kom til Moskvu í gær sem opinber gest- ur, tuttugu og tveimur árum eftir að hann var íluttur þangað sem fangi. Dubcek, sem nú er sjötugur og forseti tékkneska þingsins, var~ boðiö til Sovétríkjanna af sovéska þinginu. Mun hann dvelja þar í fjóra daga og er búist við að hann hitti Gorbatsjov Sovétforseta aö máli. í viötali við sovéska sjónvarpið fyrir heimsóknina sagði Dubcek að menn ættu að hugsa um fram- tíðina en ekki um fortíðina og átti hann þá við innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu 1968 sem var gerð tU að bæla nið- ur umbótastefnu Dubceks. Reuter VIII skilagjald á allar umbúðir Þaö verður fyrirhafnarmeira fyrir Vestur-Þjóðverja að gera innkaup framvegis ef tillaga um- hverfismálaráðherra þeirra, Klaus Töpfer, verður samþykkt á sambandsþinginu í Bonn. Ráð- herrann leggur til að að Iagt veröi skUagjald á allar umbúðir. Það myndi þýða að neytendur verða að geyma allar jógúrtdoli- ur, pappabakka, skókassa, niður- suðudósir og svo framvegis ef þeir vUja fá skilagjaldið endur- greitt eins og þegar menn skUa aftur tómum flöskum. Ástæðan fyrir tUlögu ráðherr- ans er sú aö Vestur-Þýskaland er að drukkna í rusli, sérstaklega umbúðum. Eftir fall kommúnista í Austur- Þýskalandi er nú ekki lengur hægt að gera samning við Aust- ur-Þjóðveija um að þeir sjái um rusl Vestur-Þjóðverja gegn greiðslu í vestur-þýskum mörk- um. Nýja stjómin í Austur- Þýskalandi hefur bundið enda á slíkt fyrirkomulag á þeirri for- sendu að umhverfisvandamálin heima íyrir séu nógu slæm. Fyrir neytendur mun verða hentugast að losa sig þegar í versluninni við umbúðir utan af þeim hlutum sem þola það og geta þeir því haldið heim með þaö sem þeir hafa í rauninni keypt. Ritzau Létust í átökum um friðarsvín Fimm menn létu lífið og tugir slösuðust þegar ágreiningur um hvemig bera ætti fram svín á friðarhátíð leiddi til fimm daga bardaga milli tveggja ættbálka i Papúa Nýju-Guineu. Tvö þúsund menn með stríðsmálningu, vopn- aöir bogum, örvum og byssum háðu bardaga frá því á sunnudag- inn þar til á fimmtudag, að sögn lögreglumanns í Sydney í Ástral- íu. Fregnir herma að bardagasegg- irnir hafi komið sér saman um aðhaldaaðrafriðarhátíð. Reuter Viðurlög gegn þukli Franskar konur vonast nú til þess að sleppa við þukl á vinnu- stöðum. í undirbúningi eru lög þar sem kveðið er á um refsingu gegn kynferðislegri áreitni ann- arri en nauðgun og geta söku- dólgarnir átt von á tveggja til fimm ára fangelsi og sekt frá 20 þúsund íslenskum krónum til hálfrar milljónar. Búist er við að nýju lögin veröi höfð sem fyrirmynð í öörum Evr- ópubandalagsríkjum. Lögin eru gerð til að konur geti varið sig gegn misbeitingu valds af háifu vinnuveitenda, yfirmanna og vinnufélaga. Ráðning og stöðu- hækkun á ekki að vera háð eftir- gjöfkvennanna. tt Bæði James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Eduard Sé- vardnadze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, sögöu viðræður Bakers við Gorbatsjov Sovétforseta í gær og við- ræöur utanríkisráðherranna sjálfra hafa verið árangursríkar. Af orðum utanríkisráðherranna mátti skilja að möguleiki væri á að drög að samn- ingi um fækkun langdrægra kjarna- Kazimiera Prunskiene, forsætis- ráðherra Litháens, sagði í gær að Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti og Ryzhkov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, heföu hótað jafnvel enn harðari refsiaðgerðum gegn Litháen. Að sögn Prunskiene ítrekaði Gor- batsjov þá kröfu sína að Litháar féllu frá eða frestuðu gildistöku sjálfstæð- isyfirlýsingar sinnar. Samningur um sameiningu efna- hags og gjaldmiðils þýsku ríkjanna var undirritaður í Bonn í gær af íjár- málaráðherrum þeirra, Theo Waigel frá V-Þýskalandi, og Walter Romberg frá A-Þýskalandi. Ráðherramir brostu hvor til ann- ars þrátt fyrir árekstra undanfar- inna vikna vegna efnahags austur- þýska ríkisins. Það var síðast á mið- vikudaginn sem vestur-þýska stjórn- in gagnrýndi Romberg fyrir að hafa ekki getað gert nákvæmlega grein fyrir hversu miklar skuldir A-Þýska- lands eru í raun og vera. Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, og Lothar de Maiziere, forsæt- isráðherra A-Þýskalands, stóðu að baki fjármálaráðherranum. Báðir voru þeir sammála um að samning- urinn táknaöi nýja framtíð fyrir Þýskaland og Evrópu. Formaður Jafnaðarmannaflokks- ins í Vestur-Þýskalandi, Hans J. Vog- el, lagði á það áherslu í gær aö flokk- ur sinn hefði enn ekki tekið ákvörð- un um hvort hann samþykkti samn- inginn. Þing beggja þýsku ríkjanna þurfa að samþykkja hann áður en hann getur tekiö gildi þann 1. júlí næstkomandi. Vogef sagði að enn væri eftir að leysa mörg vandamál. Til greina vopna yrðu undirrituð á leiðtoga- fundinum í Washington síðar í þess- um mánuði. Áður en Gorbatsjov ræddi við Bak- er hafði hann sagt að hann vonaðist til að umræðurnar yrðu árangurs- ríkar en jafnframt getið þess aö hann væri ekki viss um að hægt yrði að undirrita drög að samningi á leið- togafundinum. Áður en Baker kom Oliuskortur er nú í Litháen vegna aögerða yfirvalda í Moskvu og hefur .það leitt til þess að tuttugu þúsund manns hafa misst vinnuna. Þingið í Litháen kemur saman í dag til að ræða hvaða málamiðlunartil- lögur eigi að leggja fyrir sovésku leið- togana til að fá þá til að samþykkja viðræöur. Prunskiene sagöi að þing- ið væri jafnvel reiðubúið að ræða gæti komið að vernda ýmsar austur- þýskar framleiðsluvörur fyrst um sinn til að forðast efnahagslegt hrun i A-Þýskalandi. Vogel lýsti einnig eft- ir áætlunum varðandi umhverfismál til Moskvu höfðu Bandaríkjamenn gefið í skyn að enn ríkti talsverður ágreiningur um stýriflaugar og að ekki væri víst að hægt yröi að ná samkomulagi í tæka tíö.' Sévardnadze fjáði fréttamönnum að talsverður árangur hefði náðst i umræðunum um útrýmingu efna- vopna. frestun sjálfstæðisyfirlýsingarinnar en að bæði hún og Lansbergis forseti væru mótfallin þeirri hugmynd. Sovéska innanríkisráðuneytið ákvað í gær að senda sérstakar sveit- ir til Eistlands og Lettlands til aðstoö- ar lögreglunni í þessum Eystrasalts- ríkjum í kjölfar óeirðanna sem þar voru í byrjun vikunnar. og sömuleiðis vildi hann fá það á hreint hvernig meta ætti auðæfi fyrr- um kommúnistaflokks A-Þýskalands miðað við v-þýska markið. Ritzau Fjármálaráðherrarnir, Walter Romberg frá A-Þýskalandi og Theo Waigel frá V-Þýskalandi, undirrita samninginn um sameiningu efnahags og gjald- miðils þýsku rikjanna i Bonn í gær. Að baki þeim standa Lothar de Maizi- ere, forsætisráðherra A-Þýskalands, og Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands. Símamynd Reuter FNB Gorbatsjov hótar enn Reuter og F NB Sögulegur samning- ur undirritaður LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Stöðva straum rúmenskra flóttamanna Yfirvöld í Austur-Þýskalandi stoðvuðu í gær straum flótta- manna frá Rúmeníu með nýrri Iagagerð. Framvegis eiga Rúmen- ar, sem koma vilja til Austur- Þýskalands, að framvfsa skrif- legu boði eða sönnun þess að þeir séu í hópferö og hafi pantað hótel fyrirfram. Undanfamar vikur hafa nokk- ur þúsund peningalausir Rúmen- ar komið til Austur-Þýskalands, allra flestir með lestum. Hafa þeir sest að á jámbrautarstöðvum og öðram opinberum stöðum. Þeir hafa ekki einu sinni átt fyrir gist- ingu á hótelherbergi. Reynt hefur verið að koma þeim fyrir í her- skálum og skólum. Flestir Rúmenanna eru sagðir hafa komið í þeirri trú að samein- ing efnahags og gjaldmiðla þýsku ríkjanna myndi hafa í fór með sér efnahagslegar framfarir í Aust- ur-Þýskalandi. Ritzau Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar; alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3.0 Allir Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16.5-17.5 Bb Utlán verötryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýskmörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. maí 90 14,0 Verötr. mai 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala mai 2873 stig Lánskjaravisitala april 2859 stig Byggingavisitala mai 541 stig Byggingavísitala maí 169,3 stig Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,858 Einingabréf 2 2,656 Einingabréf 3 3,200 Skammtimabréf 1.648 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,123 Kjarabréf 4,823 Markbréf 2,568 Tekjubréf 1,972 Skyndibréf 1,443 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,341 Sjóðsbréf 2 1,757 Sjóðsbréf 3 1,637 Sjóðsbréf 4 1,388 Vaxtasjóðsbréf 1,6590 Valsjóðsbréf 1,5565 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr. Oliufélagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnur bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.