Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 19. MAI 1990. Afmæli Stefán Lárus Pálsson Stefán Lárus Pálsson, sjómaöur Garðabraut 8, Akranesi verður fimmtugur á morgun. Stefán er ' fæddur á Gilsá í Breiðdal og var í námi í Alþýðuskólanum á Eiðum í þrjú ár. Hann lauk gagnfræðaprófi verknáms 1959 og skipstjóraprófi annars stigs fiskimanna árið 1964. Stefán vann almenn sveitastörf og ýmis störf við orkuframkvæmdir og byggingariðn. Hann hefur haft sjó- mennsku að aðalstarfi frá 1959 á flestum stærðum fiskiskipa frá smá- bátum til togara. Stefán var lengst af stýrimaður og skipstjóri í báta- flotanum. Hann stofnaði útgerðarfé- lagið Skagaberg s/f ásamt fleirum og starfaði á eigin útvegi um all- langt skeið. Stefán rak um tíma smábátaútgerö ásamt syni sínum og starfar nú við sjósókn á smábát fyrri útgerðarfélaga sinna. Stefán hefur starfað í Kiwanishreyfmgunni, í stéttarfélögum og að sveitarstjórn- armálum og hefur að auki verið varabæjarfulltrúi á Akranesi fyrir Framsóknarflokkinn sl. átta ár. Stefán sér nú um fréttir af sjósókn og aflabrögðum báta í Skagablaðinu á Akranesi. Stefán kvæntist23. maí 1965 Elsu Sigurðardóttur, f. 21. jan- úar 1940. Foreldrar Elsu voru: Sig- urður Jóhannesson, og Sigríður Hlöðversdóttir frá Djúpavogi, þau fluttu til Akraness 1960. Börn Stef- áns og Elsu eru: Sigríður Lárus- dóttir, f. 4. febrúar 1960, verslunar- maður á Höfn í Hornafirði, sambýl- ismaður hennar er: Reynir Guð- mundsson, sjómaður, dætur þeirra eru: Elsa Lára, Sigrún Ólöf og Helga Jóna, og Pétur Þór Lárusson, f. 16. febrúar 1965, sjómaður á Akranesi, unnusta hans er: Kristín Bergþórs- dóttir, börn þeirra eru: Bergþór Páll og Eva Björk. Bræður Stefáns eru: Sigurður Pálmi, skipstjóri á Breið- dalsvík og Sigþór, stýrimaður í Rvík: Bróðir Stefáns sammæðra: Björgvin Hlíðar Guðmundsson, fórst í sjóslysi 1961, sjómaður í Rvík. Bræður Stefáns samfeðra eru: Sig- urður Hafsteinn, endurskoðandi í Rvík; Þórhallur, arkitekt á Egils- stöðum; Atli Már, starfsmaður Rat- sjárstofunnar og Guömundur, læknir í Rvík. Foreldrar Stefáns eru: Páll Lárus- son, f. 20. janúar 1919, látinn, húsa- smíðameistari á Gilsá í Breiðdal og kona hans Jóhanna Petra Björg- vinsdóttir, f. 20. janúar 1911. Páll var sonur Lárusar Kristbjarnar, b. á Höskuldsstöðum í Breiðdal Jóns- sonar, b. í Papey Jónssonar. Móðir Páls var Þorbjörg Pálsdóttir b. og hreppstjóra á Gilsá Benediktssonar prests á Heydölum Þórarinssonar prests og skálds í Múla Jónssonar, bróður Benedikts Gröndals, yfir- dómara og skálds. Móðir Páls var Þórunn Stefánsdóttir prófasts á Val- þjófsstað Árnasonar og konu hans Sigríðar Vigfúsdóttur prets á Val- þjófsstað Ormssonar. Móðir Þor- bjargar var Ragnhildur Stefáns- dóttir b. í Stakkahlíð Gunnarssonar, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Móðir Ragnhildar var Þorbjörg Þórðar- dóttur b. á Kjarna Pálssonar, ætt- föður Kjarnaættarinnar. Jóhanna er dóttir Björgvins, b. á Hlíðarenda í Breiðdal Jónassonar b. í Geldingi í Breiðdal Bóassonar. Móðir Jónasar var Guðrún Jóns- dóttir gullsmiðs á Sléttu í Reyðar- firði Pálssonar, bróður Sveins lækn- Stefán Lárus Pálsson. is og náttúrufræðings í Vík. Móðir Jóhönnu var Sigurbjörg Erlends- dóttir b. á Eyri í Fáskrúðsfirði Finn bogasonar b. í Reyðarfirði Erlends- sonar b. á Kirkjubóli Þórðarsonar. Móðir Erlendar Þórðarsonar var Sigríður Erlendsdóttir b. á Ásunn- arstöðum Bjarnasonar, ættföður Ásunnarstaðaættarinnar. T3* Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 UMFERÐAR RÁÐ Gefnm okkur tíma í umferðmni. Leggjum tímanlega af stað! MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Við Kennaraháskóla islands er laus til umsóknar staða lekt- ors á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar í námi og kennslu. Umsækjandi skal hafa lokið viðurkenndu háskólanámi á sviði tölvunarfræði, upplýsingatækni eða kennslutækni, ásamt háskólaprófi í uppeldis- og kennslufræðum, t.d. kennaraprófi. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af kennslu og skóla- starfi og hafi starfað aff verkefnum tengdum upplýsinga- tækni og tölvunotkun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjandi skal láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um ritsmíðar sínar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil sinn og störf. Þau verk, sem umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Umsóknir skulu hafa borist til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. Menntamálaráöuneytið, 17. maí 1990. Böðvar B. Sigurðsson, Lindarhvammi2, Hafnarfirði Róslaug Jónína Agnarsdóttir, Seljalandsvegi 75, Isafirði. Kristjana Hannesdóttir, Hamarsbraut 17, Hafnarfirði. 80 ára Björn Karlsson, Hafrafellstungu 1, Öxaríjarðar- hreppi. Hallgrímur Halldórsson, Grettisgötu 55B, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Laufasvegj 60, Reykjavík, 75ára Jensína Karlsdóttir, Strandgötu 33, Eskifirði Dagbjört Gisladóttir, Reynimef 88, Reykjavík. 90 ára Sigurður Sigbjörnsson, Stangarholti 16, Reykjavik. Ásbjörg Gróa Ásmundsdóttir, Háholti 18, Akranesi. 85 ára Jónas Pétursson, Hjarðartúni 2, Ólafsvík. Árni Jónsson, Njálsgötu 38, Reykjavik. 80ára Kristján Guðmundsson, Norðurbraut 7B, Hafnarfirði. Sveinbjörn Gíslason, Mið-Mörk, Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Ragnar Finnsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Li!öa Jóhannsdóttir, Sólvöllum 6, Keflavík. 70ára________________ Friðný ísaksdóttir, Möðruvallastræti 3, Akureyri. 60 ára Signý Þorkatla Óskarsdóttir, Stórholti 47, Reykjavik. Guðrún Valdimarsdóttir, Strandaseli 11, Reykjavík. - 50ára__________________ — Alice B. Nielsen, Krummahólum 4, Reykjavík. Magnús Eyjólfsson, Hrútafelli, Austur-Eyjafjalla- hreppi. 40 ára Þorvaldur Sveinsson, Kjartansstöðum, Hraungeröis- hreppi. Agnes Ingvarsdóttir, Kirkjubraut 10, Höfn, Hornafirði. Hinrik Hallgrímsson, Fýlshólum 6, Reykjavík. Siguróli Geirsson, Hafnargötu 69, Keflavík. Benedikt Blöndal Lárusson, Melabraut 1, Blönduósí. Ingibjörg Dalberg, Silungakvisl 11, Reykjavík. Hildigunnur Sigurðardóttir, Dunhaga 17, Reykjavik. Reidar Wilhelm Iskasen Týsgötu 6, Reykjavík. Alfreð Guðnason, Túngötu 4, Eskifirði. Hartmann Halldórsson, Hólavegi 36, Sauðárkróki. 40 ára 70 ára Unnur Ágústsdóttir, Mörk, Hvammstanga. 60 ára Arngrimur Jóhannsson, Tunguseli, Sauðaneshreppi. Jóhann Sæmundsson, Laufási 6, Garöabæ. Valdís Guðmundsdóttir, Álftamýri48, Reykjavik. 50ára Kristín Hulda Þórarinsdóttir, Logalandi 6, Reykjavík. Tómas Guðmundsson, Hábergi 32, Reykjavík. Þórhallur Þorvaldsson, Hátúni 10A, Reykjavik. Ásta Ragnarsdóttir, Grund, Nesjahreppi. Kristín Arinbjamardöttir, Helluhrauni 14, Skútustaðahreppi. Kári Kristjánsson, Túngötu 21, Bessastaðahreppi. Ingþór Kjartansson, Seljalandi 1, Reykjavík. Magnús Guðlaugsson, Efstasundi 49, Reykjavík. Atli Friðbjörnsson, Hóli, Svarfaðardalshreppi. Hafsteinn Ingólfsson, Hjallavegi 7, Isafirði. Gunnar Jónsson, Ránarbraut 16, Höfðahreppi. Halldóra Friðriksdóttir, Reynigrund 7, Akranesi. Loftur Jónsson, Skógargötu 7, Sauðárkróki. Karl Gunnarsson, Bröttugötu 6, Reykjavík. Sigurður H. Steinarsson, Hraunbæ 50, Reykjavík. Trausti Jónsson, Garðavik 11, Borgarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.