Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Fréttir Minnismerki eftir Sigurö Guömundsson afhjúpað í Hollandi: Júlíana fyrrum Hollandsdrottning afhjúpaði það - þetta var ósköp viröulega athöfn, segir listamaðurinn, Siguröur Guðmundsson „Þaö eru liðin tvö ár síöan nefnt var viö mig aö búa þetta minnis- merki til og um þaö bil ár síðan ég hófst handa. Verkið er til minningar um þær hörmungar sem fólkið í Zee- land héraði í Hollandi mátti þola í síðari heimsstyrjöldinni og að 50 ár eru liðin síðan Middelburg var jöfn- uð við jörðu í loftárás. Hér er um að ræða fjögurra metra hátt verk sem ég bjó til úr graníti og bronsi. Það var svo Júlíana, fyrrum drottning Hollands, sem afhjúpaði minnis- merkiö 17. maí sem er minningar- dagur um þennan atburð. Þetta var ósköp virðuleg og ánægjuleg at- höfn,“ sagði Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður í samtali við DV í gær. Minnismerkið er í borginni Midd- elburg í Zeeland og fyrir utan Júlí- önnu, fyrrum drottningu, var margt stórmenna viðstatt athöfnina á fimmtudag. Greint var frá henni í flestum blöðum landsins, útvarpi og sjónvarpi. Sigurður Guðmundsson, sem er búsettur í Amsterdam í Hollandi, er einn virtasti núlifandi listamaður þar í landi. Þegar DV ræddi við Sigurð í gær var hann staddur í Malmö í Svíþjóð, þar sem verið er að setja upp sýningu á skúlptúrverkum eftir hann í Gall- erý Láng. Sigurður sagðist mundi koma í heimsókn til íslands í sumar. -S.dór Það var létt yfir Arnarflugsmönnum þegar hin nýja leiguþota félagsins kom til Keflavikur i gær. Hér má sjá flug- menn þotunnar, til vinstri er Kristmundur Magnusson, yfirflugstjóri og flugrekstrarstjóri Arnarflugs, og til hægri er Magnús Brimar Jóhannsson flugmaður. DV-mynd Ægir Már Amarflugsþotan komin: Samstarf hafið við Norður-íra Leiguflugvél Arnarflugs kom til landsins í gær og hóf þegar áætlunar- flug á vegum félagsins. Auk þess hefur Arnarflug undirritað samning um náið samstarf við nýtt flugfélag sem stofnað var á Norður írlandi í gær. Félagiö heitir Emerald Air og mun Arnarflug meðal annars sjá um rekstur og leggja til mannskap á stærri vélar félagsins. Arnarflug mun einnig veita aðra sérfræðiað- stoð. Þetta nýja félag verður með höfuð- stöðvar í Belfast en verður einnig meö skrifstofur í Prestvík og Banda- ríkjunum. Þessi samstarfssamning- ur þýðir talsvert aukin verkefni fyrir Arnarflug og opnar einnig félaginu leið inn á markaðssvæði Evrópu eftir 1992. -SMJ DV-mynd Ægir Már Hér sést Arnarflugsþotan nýja við Flugstöðina í Keflavík í gær. Júlíana, fyrrum drottning Hollands, afhjúpar minnismerki eftir Sigurð Guð- mundsson myndlistarmann i bænum Middelburg í Hollandi síðastliðinn fimmtudag. Merkið er reist í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan Þjóðverjar gerðu loftárás á Middelburg. DV-mynd ANP Foto Grundarkjör gjaldþrota og í rannsókn Rannsóknarlögreglunni hafa bor- ist nokkrar kærur á hendur eigend- um Grundarkjörs. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur sent rann- sóknarlögreglunni kæru fyrir hönd tólf fyrirtækja sem samtals eiga hjá Grundarkjöri 14,6 milljónir króna. Kæra stórkaupmanna er í fimm lið- um. Þeir óska eftir að rannsakað verði hvort forráðamenn Grundar- kjörs hafi afhent þriðja aðila ógreidd- ar vörur, hvort innkaup á síðustu vikum fyrir lokun hafi í raun verið til að svíkja vísvitandi út vörur, hvort eigendur Grundarkjörs hafi á síðustu mánuðum tekið fé út úr rekstrinum, hvort rekstrinum hafi verið haldið áfram löngu eftir að greiðslugeta fyrirtækisins var þorrin og hvort refsivert athæfi hafi verið framið með útgáfu innstæðulausra ávísana. Allir vörulagerar Grundarkjörs hafa verið seldir nema tveir. Eigendur Grundarkjörs hafa óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrota. Við þeirri ósk hefur verið orðiö og nú er búið að skipa tvo bú- stjóra; Skarphéðin Þórisson hæsta- réttarlögmann og Sigmund Hannes- son héraðsdómslögmann. Innan fárra daga birtist auglýsing í Lögbirtingablaðinu þar sem lýst verður eftir kröfum í þrotabú Grund- arkjörs. Kröfulýsingafrestur er tveir mánuðir. Reiknað er með að ekki verði vitað nákvæmlega hverjar skuldirnar eru fyrr en í ágúst eða september. Mat eigenda fyrirtækis- ins er að skuldirnar séu um 190 millj- ónir króna. Helstu eignir eru tvær íbúðir, tveir óseldir verslunarlagerar og greiðslur fyrir þrjá selda lagera. Vörulager verslunarinnar í Garðabæ var settur upp í skuld viö Sanitas. Óseldu lager- arnir eru í verslununum við Furu- grund í Kópavogi og Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Þær verslanir hafa nú verið innsiglaðar að kröfu bústjór- anna. -sme Vísitölur: 10 prósent verðbólga - lánskjaravísitalan hækkar minna Lánskjaravísitalan hækkar um 0,49 prósent um næstu mánaðamót. Þessi hækkun jafngildir um 6,0 pró- sent hækkun á ársgrundvelli. Að baki þessari hækkun lánskjara- vísitölunnar liggur 0,9 prósent hækkun framfærslu og 0,6 prósent hækkun byggingarkostnaðar. Gamla lánskjaravísitalan, sem er eðlilegur mælikvarði á veröbólgu, hefði því hækkað um 0,8 prósent sem jafngild- ir um 10 prósent verðbólgu. Nýja vísitalan hækkar hins vegar minna þar sem launavísitalan hækkaði ekki neitt á milli apríl og maí. Hækkun framfærslu- og bygging- arkostnaðar má fyrst og fremst rekja til almennra hækkana en ekki ein- stakra liöa. Laun hækka hins vegar ekkert og hafa ekki gert undanfarna tvo mánuði. Þar með draga launin úr hækkun á lánum, jafnframt því sem þau hindra að sparifé haldi verð- gildi sínu. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.