Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 23 Systur með sjaldgæfan sjúkdóm: Sólin er þeim lífshættuleg Sólarljósiö er undirstaða lífs okkar á jöröinni og án þess gæti ekkert líf þrif- ist. Þessu öfugt fariö með systur tvær í Bandaríkjunum - sem þjást af sjald- gæfum sjúkdómi - en sólin er þeim lifs- hættuleg. Reyndar á þetta ekki við sól- argeislana eingöngu heldur alla birtu, hvort sem hún kemur frá sól eöa ljósá- peru. Nóttin er því þeirra tími, líkt og uglunnar, og þær fara aldrei út úr húsi nema eftir sólsetur. Nýlega birtist í tímaritinu People grein um litlu stúlkurnar og foreldra þeirra Jim og Kim Harrison. Eldri telpan er fimm ára, heitir Jamie, en sú yngri heitir Sherry og er ekki nema þriggja ára. Þær eiga einn tólf ára hálfbróður, Bobby, en hann slapp alveg við sjúkdóminn því það eru erfðaefni í foreldrunum, Kim og Jim, sem ekki eiga saman. Sjúkdómur systranna heitir á læknamáli xeroderma pigmentosum, kallaður XP, og orsakast hann af afar sjaldgæfri truflun á erfðaefnum. Þessi truflun gerir það að verkum að sjúklingurinn getur fengið krabbamein í húð eða augu ef út- fjólubláir geislar ná að skína á sjúkl- inginn. Lýsing innandyra verður líka að vera takmörkuð og fyrir öllum gluggum eru þykk tjöld. Heimilið er að mestu myrkvað allan sólarhring- inn, aðeins er kveikt á einstaka kerti. Veikindin ágerðust Sólin hefur aldrei skinið á Sherry en Jamie lék sér úti í dagsbirtunni fyrstu mánuði ævi sinnar. Þegar hún var tveggja mánaða var ljóst að eitt- hvað var að, því hún orgaði hástöfum í tíma og ótíma, sérstaklega úti við. Hún steyptist út í útbrotum sem eng- in skýring fannst á. Fyrsta veturinn bjuggu þau í Illinois og þegar vetur- inn gekk í garð löguðust útbrotin enda var barnið yfirleitt inni vegna kuldans. Þegar voraði eftir langan vetur fóru þau í skógarferðir og grill- veislur með nágrönnunum eins og algengt er með fjöiskyldur. Jamie fékk strax útbrot aftur og nú ágerð- ust þau frekar en hitt. Dag einn, þegar þau voru að koma úr þriggja daga tjaldferðalagi, var Jamie fárveik. Andlitið blés út, lík- amshitinn hækkaði ískyggilega og líkaminn var alsettur blöðrum. Hún var svo illa farin í andhti að hún gat varla grátið. Hún var lögð inn á sjúkrahús í skyndi og nú tóku við alls kyns prófanir. Að lokum til- kynntu læknarnir ungu hjónunum þau hörmulegu tíðindi að Jamie væri með XP sjúkdóminn og myndi líklega deyja mjög ung úr húðkrabbameini. „Þegar um erfðir er að ræða kennir maður sjálfum sér um,“ segir faðir litlu telpnanna. „Síðan foreldrunum og svo allri ættinni. “ Sjúkdómurinn er það sjaldgæfur að aöstoö og upplýsingar lágu ekki á lausu. í fyrstu féllust þeim hendur og þegar ljóst var að yngri dóttirin, Álfur er lítill gulur kall með Iitskrúðugan hatt. Undir hattinum eru birki- og lúpínufræ sem við getum sáð sjálf til að græða upp landið. Með því að kaupa Álf nú um helgina styðjum við tvöfalt átak Landgræðslunnar og SÁÁ til að rækta land og lýð. Það er leiðinlegt að hanga inhi allan daginn og bíða þess að sólin setjist. Fjölskyldan fer i leiki eftir sólsetur en þá er óhætt fyrir systurnar að vera úti. Sherry, væri líka haldin honum lá þeim við uppgjöf. Á stjá á nóttunni í dag leggja þau mesta áherslu á að dæturnar lifi eins venjulegu lífi og mögulegt er. Þegar skyggir fer fjölskyldan á stjá, út að keyra eða í leiki í garðinum. Stóri bróðir sækir sinn skóla á daginn eins og öll önnur börn meðan að systurnar sofa til að vera betur uþplagðar að kvöldi til. Systurnar skilja ekki til fulls af hverju líf þeirra er svona en Jamie er aðeins farin að venjast og reynir að hafa vit fyrir litlu systur. Sherry á það nefnilega til að hlaupa út í sól- ina hrópandi og kallandi af kátínu og þá er það helst Jamie sem getur haldið aftur af henni. Eina von Utlu systranna er að lækning finnist en það verður ekki í bráð. Bróður þeirra dreymir um að vinna í happdrætti svo hann geti borgað fólki sem gæti fundið upp lyf. Foreldrarnir geta ekkert annað gert en bíða og vona að einhvern tíma geti litlu dæturnar lifað eðlilega lífl og sólin verði ekki framar ógnvaldur í lífi þeirra. Jamie og Sherry á leið til læknis. Vegna þess að sólin skin verða þær að vera alklæddar og með stór sólgleraugu til varnar. una. Það er galsi í Sherry og hún gripur hvert tækifærið til að stelast i birt- REIÐNÁMSKEIÐ fls, \ i sumar verða haldin reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í nágrenni Reykjavíkur. Öll aðstaða og búnaður fyrir hendi. Riðið út 1 -3 tíma á dag og undirstöðuatriði kennd. Nánari uppl. og skráning í síma 685470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.