Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. 19 Sviðsljós Billy Joel: Repdi að fyrirfara sér tvisvar Rokkstjarnan Billy Joel, sem kvæntur er sup- ermódelinu Christie Brinkley, viðurkenndi fyrir stuttu að hann hefði reynt að fyrirfara sér - tvi- svar. Þessi frægi píanóleikari skellti í sig mjög stór- um skammti af pillum og síðan drakk hann hús- gagnaáburð. „Kærasta mín sagði mér upp og allt fór niður á við. Mér fannst ég vonlaus tónlistar- maður og fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera eða hvort það væri einhvers virði að lifa. Ég tók pilluglas, gleypti allar pillurnar og vonaðist eftir sársaukalausum dauðdaga. Ég vaknaði upp á sjúkrahúsi. Stuttu síðar drakk ég fulla ílösku af húsgagnaáburði (tekkolíu). Ég var rétt tvítugur og endaði á sjúkrahúsi. Þar sá ég fólk sem átti við verulegan vanda að etja og það kenndi mér að vera ekki með sjálfsvorkunn." Billy Joel er nú fertugur og segir að hann hafi mikiö breyst. „Ég hef aðeins einu sinni prófað heró- ín, LSD og kókaín," segir hann. „Sem betur fer áttaði ég mig nógu snemma tO að sjá hversu heimskulegt var að nota shk efni.“ Rokkarinn Billy Joei er hamingjusamlega kvænt- ur Ford-supermódelinu Christie Brinkley. Hér er þau hjónin ásamt dóttur sinni og föður Christie. BLACKSlDECKER LÉTT OG HANDHÆG GUFUSTRAUJÁRN SKEIFUNNI 8 S: 82660 EIÐISTORGI S: 612660 Umboðsaðilar um land allt Húsbréf Einföld og örugg fasteignaviðskipti Kynningarmynd um húsbréfakerfið verður sýnd í ríkissjónvarpinu mánudaginn 21. mai kl. 22.45. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Nú stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Með þessum nýja valkosti á að aukast öryggi bæði kaupenda og seljenda, jafnframt því sem stuttur afgreiðslutími og hátt langtímalán á einum stað mun koma báðum aðilum til góða. Húsbréfaviðskipti grundvallast á því að tilvonandi kaupandi hafi í höndum umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslugetu sína. Án hennar er hvorki hægt að gera kauptilboð né fá íbúð metna. Tilvonandi íbúðakaupendur: Byrjið á aö sækja um umsögn ráðgjafastöðvar, áður en þið takið nokkrar skuldbindandi ákvarðanir á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur og algjört skilyrði fyrir íbúðar- kaupum í húsbréfakerfinu. ítarlegt kynningarefni um húsbréfakerfið liggur frammi hjá fasteignasölum um land allt og í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar. DOMUBINDIN KVENLEGU HVERAGERÐl Opið alla virka daga kl. 13-20, alla frídaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.