Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1990. Lífsstm Lestarferðir: Miðaldra konur með ferðatöskur Ef þú heldur aö lestarferðalög séu bara fyrir ungt fólk meö bakpoka er þaö mesti misskilningur. Miðaldra konur meö ferðatöskur geta hæglega nýtt sér þennan feröamáta, eins og undirrituð komst aö raun um ekki alls fyrir löngu. Þaö er nefnilega afskaplega þægi- legt ef maður er óöruggur í umferö- inni á hraðbrautunum aö koma sér á milli áfangastaöa í lest og þá ekki síst að næturlagi. Reyndar þykir sumum hristingurinn ónotalegur og gætu hugsað sér betri svefnstaö en aörir láta lestina vagga sér í svefn. Pláss í svefnvagni er dýrara en sætis- pláss en þeim peningum er samt vel varið. Rúm er fyrir sex í sumum svefnvögnum. Tilhugsunin um að eyða nóttinni meö ókunnugum er svo sem ekkert alltof aðlaðandi en sam- feröamenn í lest eru oftast mjög til- litssamir. Þeir þurfa nefnilega að sofa sjálfir til að geta notið næsta dags. Hægt er að kaupa sér mat í velfiest- um lestum en ekkert er því heldur til fyrirstöðu að snæða eigið nesti. Er manni þá stundum boðið að smakka á einhverju spennandi og gott er þá að geta boðið eitthvað í staðinn. Æskilegt er að hafa sem minnstan en notadrýgstan farangur með sér. Og það er reyndar þægilegast að geta komið öllu fyrir í bakpoka. Mikil- vægt er að geyma allt fé og vegabréf á öruggum stað og er þá magapoki einkar hentugur. Dægrastytting í lest Svo vikið sé aftur aö kostum lestar- ferðalags má tíunda að það er ekki amalegt að geta tölt um í lestinni ööru hvoru í stað þess að sitja kyrr í bíl. Og hægt er að stytta sér stund- Veðrið í útlöndum HITASTIG (GRÁÐUM -10 eða Isogra °t"-6 > 1 "I5 61111« 11 tll 15 16UI20 2011125 Byaffl^ájýeöurfréttuijrVeðurstoliHslandsJjM^áj^riefliJösUjdag Tékkóslóvakía státar af þrjú þúsund höllum og köstulum. irnar með lestri. Sumir ætla sér alls ekki að gleyma því sem fyrir augun ber og taka með sér dagbók. Eins og til dæmis stúlkan frá Englandi sem blaðamaður DV hitti á lestarferða- lagi. Hún lét sér ekki nægja að skrá niðúr ýmis atvik heldur límdi hún í dagbókina minjagripi. Þar á meðal salernispappír frá hinum ýmsu lönd- um. Og ef litið var á safnið mátti sjá að þar var að finna margvíslegar teg- undir. Blaðamaður spurði þennan samferðamann sinn hvort ekki væru sums staðar tómar síður. Svarið var játandi því reyndin er sú aö í sumum löndum, einkum í Austur-Evrópu, þykir það óþarfa bruðl að sjá al- menningi fyrir slíkum nauðsynjum. Og ekki einu sinni hægt að kaupa slíkt af salernisverði ef slíkur er til staðar. Þetta er nefnt hér til að vara ferðalanga við. Austur-Evrópulönd hafa þó upp á svo margt að bjóða að það liggur við að það sé „hreinasti" óþarfi að impra á dæmi eins og fyrr- nefndu. Straumurtil Austur-Evrópu Ferðamenn frá Vesturlöndum eru þegar farnir að flykkjast til Austur- Evrópu, með flugi, í bifreiðum og lestum, og búast má við enn meiri straumi í sumar. Berlín, Prag og Búdapest eru vinsælustu staðirnir. Varsjá er einnig ofarlega á listanum. Ferð með lest frá til dæmis Vín til Búdapest eða Prag tekur ekki nema nokkrar klukkustundir. Verðlag í A Wenceslastorgi í Prag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.