Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Page 4
4 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. Fréttir Hafskipsmálið var örlagavaldur í lífi flölda manns: Sumir misstu æruna en metorð annarra jukust - DV rekur áhrifin á líf 52 manna sem tengdust Hafskipsmálinu Greinarskrif Halldórs Halldórssonar, ritstjóra Helgarpóstins, marka upphaf Hafskipsmálsins. Þetta mál mark- aði djúp spor í líf fjölda manna. Miðað við niðurstöður sakadóms virðist þetta mál hins vegar ekki hafa verið þess eðlis sem ætla mátti af almennri umræðu um þaö síðastiiðin fimm ár. DV-mynd KAE Hafskipsmálið hefur haft víötæk áhrif á líf fjölda manna. Margir misstu vinnuna, aðrir féllu af þingi en sumum hefur vegnað vel. Hér verða rakin örlög fimmtíu og tveggja manna sem komu við sögu málsins. Það haföi mikil áhrif á líf þeirra allra; þó að þau áhrif séu bæði mismikil og misgóð. Hafskipsmennirnir Frá því að Hafskip var tekið til gjaldþrotaskipta í árslok 1985 hefur Ragnar Kjartansson, fyrrum stjómarformaður og forstjóri Haf- skips, verið sakborningur að aðal- atvinnu, eins hann orðar það. Hann hefur ekki stundað neina launa- vinnu. Björgólfur Guðmundsson, fyrr- um forstjóri fyrirtækisins, tók þátt í uppbyggingu Von Veritas, með- ferðarstöðvar fyrir áfengissjúkl- inga í Danmörku, stuttu eftir gjald- þrot og vann síðar fyrir breskt skipafélag. Undanfarið ár hefur hann ekki verið í launavinnu held- ur einbeitt sér að málsvöm sinni. Páll Bragi Kristjónsson, fyrmm framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hafskips, haföi látið af störfum áð- ur en fyrirtækið fór í gjaldþrot og ráöið sig sem framkvæmdastjóra Skrifstofuvéla hf. Þegar það fyrir- tæki var sameinað Gísla J. Johnsen lét Páll Bragi af störfum. Hann er nú fjármálastjóri hjá auglýsinga- stofunni Hvita húsið. Sigurþór Charles Guðmundsson, fyrrnrn aðalbókari, fór í endur- skoðunamám eftir gjaldþrot fyrir- tækisins og starfar nú hjá Endur- skoðun hf. Þórður H. Hilmarsson, fyrrver- andi deildarstjóri hagdeildar Haf- skips, starfaði fyrst eftir gjaldþrot sem sjálfstæður ráðgjafi en varð síðan framkvæmdastjóri Steinull- arverksmiöjunnar. Fyrir rúmu ári tók hann síðan viö starfi forstjóra Glóbus. Árni Ámason, fyrrum deildar- stjóri fjárreiðudeildar fyrirtækis- ins, starfaöi hjá Sölustofnun lag- metis fyrst eftir gjaldþrot Hafskips, síðan hjá Álafossi en er nú sjálf- stæður ráðgjafi. Helgi Magnússon, fyrrverandi endurskoðandi Hafskips, seldi end- urskoðunarstofu sína eftir að hann kom úr gæsluvaröhaldi og skilaði inn réttindum sínum sem löggiltur endurskoðandi. Hann skrifaði bók um Hafskipsmálið sem kom út um jólin 1986. Síðar varð hann forstjóri Utsýnar en hefur veriö ritstjóri Fijálsrar verslunar undanfarin ár. Útvegsbankamennirnir Halldór Guðbjamason, fyrrver- andi bankastjóri Útvegsbankans, réðst fyrst til sérverkefna hjá Guð- jóni B. Ólafssyni, forstjóra Sam- bandsins. Síðan varð hann for- stöðumaöur SAM-korta, greiöslu- kortafyrirtækis samvinnuhreyf- ingarinnar. Hann hefur nú snúið sér að framhaldsnámi í viðskipta- fræði í Boston í Bandaríkjunum. Láms Jónsson, fyirum banka- stjóri, gerðist fljótlega fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda og gegnir þvi starfi enn. Ólafur Helgason, fyrram banka- stjóri, hefur fengist lítiis háttar við kennslu. Axel Kristjánsson, fyrrum aö- stoðarbankastjóri, stofnaði eigin lögfræðistofu eftir gjaldþrotið og er lögfræðilegur ráðgjafi Fast- eignasölunnar Garðs. Valdimar Indriðason, fyrram bankaráðsformaður Útvegsbank- ans, féll af þingi í kosningunum 1987. Hann er nú forstjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness. Garðar Sigurðsson, fyrrum bankaráðsmaður, hafði verið efsti maður á lista Alþýðubandalagsins á Suðurlandi en var ekki á þeim Usta í þingkosningunum 1987. Hann varö veiðieftirlitsmaður sjávarútvegsráðuneytisins en er nú aðstoðarmaður bankastjóra hjá Landsbanka íslands. Jóhann Einvarðsson, fyrrum bankaráðsmaður, var endurkjör- inn á þing 1987 og er þar enn; með- al annars er hann formaður utan- ríkismálanefndar. Jóhann var sviptur þinghelgi til að hægt væri aö birta honum ákæra í Hafskips- málinu. Ambjöm Kristinsson, fyrrver- andi bankaráðsmaður, er enn for- stjóri Setbergs og Kristmann Karlsson, einnig fyrram banka- ráðsmaður, er enn heildsali í Vest- mannaeyjum. í ákæra Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara vora þrír fyrram bankastjórar Útvegsbankans einn- ig ákærðir, þeir Jónas Rafnar, Bjami Guðbjömsson og Armann Jakobsson. Þeir vora allir þá þegar sestir í helgan stein. Fyrri rannsóknarhópur Þegar Hafskip kom til gjaldþrota- skipta í árslok 1985 tóku þeir Ragn- ar Hall og Markús Sigurbjömsson borgarfógetar við málinu. Markús var aðalhöfundur svokallaörar grunsemdarskýrslu sem leiddi til rannsóknar ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglu. Ragnar er enn borgarfógeti í skiptarétti en Markús er nú prófessor við laga- deild Háskóla íslands. Síðar voru þeir Gestur Jónsson, Viðar Már Matthíasson og Jóhann H. Níelsson ráönir sem skiptastjór- ar. Þeir era allir starfandi lögmenn og Gestur hefur verið bústjóri í mörgum stóram gjaldþrotamálum síðan, enda stundum kallaður „skiptastjóri íslands". Þessir þrír fengu um 34 milljónir á núvirði í sinn hlut vegna skiptanna. Skýrsla Markúsar var meðal annars byggð á skýrslu Valdimars Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Sigurjón M. Egilsson Guðnasonar endurskoðanda sem fór yfir reikninga Hafskips við skiptin. Hann var og er endurskoð- andi hjá N. Manscher - Endurskoð- unarmiöstöðin hf. Þórður Bjömsson, þáverandi rík- issaksóknari, fékk málið í hendur og sendi það daginn eftir til Rann- sóknarlögreglu ríkisins þar sem Hallvarður Einvarðsson var rann- sóknarlögreglustjóri. Hallvarður tók síðar við starfi Þórðar um sum- arið 1986 og gekk þá beint að Haf- skipsmálinu sem ríkissaksóknari. Þórir Oddsson var og er vararann- sóknarstjóri og stjómaði rann- sókninni ásamt Hallvaröi. Þeir rannsóknarlögreglumenn, sem unnu að rannsókninni, vora Guð- mundur Guðjónsson, Hörður Jó- hannesson, Högni Einarsson og Gunnlaugur Sigurðsson. Enginn þeirra hafði lögfræði- eða við- skiptamenntun. Þeir era allir enn hjá Rannsóknarlögreglunni, utan hvað Guðmundur Guðjónsson er nú yfirlögregluþjónn rannsóknar- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Seinni rannsóknarhópur Eftir að Hallvarður Einvarðsson var dæmdur vanhæfur sem sak- sóknari í málinu var Jónatan Þór- mundsson, lagaprófessor í Háskól- anum og þá einn virtasti sérfræð- ingur landsins í refsirétti, kallaður til sem sérstakur saksóknari í mál- inu. Eftir dóm sakadóms á fimmtu- dag sagði Jónatan af sér áður en ljóst var hvort máhnu yrði áfrýjað til Hæstaréttar eða ekki. Að málinu unnu með Jónatani þeir Tryggvi Gunnarsson, þá héraðsdómslög- maður, og Páll Amór Pálsson hæstaréttarlögmaður. Þeir era enn hjá embætti sérstaks saksóknara þó Jónatan sé hættur. Við rannsókn Jónatans lögðu Atli Hauksson, löggiltur endur- skoðandi hjá Endurskoðunarskrif- stofu Svavars Pálssonar, og Stefán Svavarsson, þá lektor en nú dósent við viðskiptadeild Háskólans, blessun sína yfir endurskoðunar- skýrslu Valdimars Guðnasonar. Af hálfu rannsóknarlögreglunnar stjómaði Arnar Guðmundsson deildarlögfræöingur framhalds- rannsókninni. Helgarpósturinn Upphaf Hafskipsmálsins má rekja til fréttar Helgarpóstsins, „Hafskip að sökkva“, í júní 1985. Þá frétt skrifaöi Halldór Halldórs- son ritstjóri eins og ótalmargar aðrar fréttir sem fylgdu í kjölfarið. Halldór hætti sem ritstjóri Helg- arpóstsins í árslok 1987. Síðan var hann ráðinn sem fréttamaður á Ríkisútvarpið og vinnur þar við erlendar fréttir. Halldór er vara- maöur í siðanefnd Blaðamannafé- lags íslands. Ingólfur Margeirson, annar ritstjóri Helgarpóstsins á þessum tíma, sagði upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði borgað búslóðarflutninga með Haf- skipi með folsuðum auglýsinga- reikningi frá Helgarpóstinum. Ing- ólfur er nú ritstjóri Alþýðublaðs- ins. Goðgá, útgefandi Helgarpóstsins, fór á hausinn í maí 1988 og er skipt- um á þrotabúinu ekki lokið. í tengslum við gjaldþrotið risu upp deilur milh hluthafa þar sem þung- ar ásakanir gengu á báða bóga; jafnvel um refsiveröa hluti. Tveir af heimildarmönnum Helg- arpóstins og síðar vitni ákæra- valdsins vora fyrrum starfsmenn Hafskips, þeir Gunnar Andersen og Björgvin Björgvinsson. Gunnar var framkvæmdastjóri flutnings- miðlunarfyrirtækisins Cosmos sem var dótturfyrirtæki Hafskips. Gunnar stárfaði eftir gjaldþrotið víða í Ameríku og Noregi en er nú atvinnulaus. Björgvin vann við flutningadeild fyrirtækisins í New York. Hann vinnur nú við húsa- smíðar í Bandaríkjunum. Sá fjölmiðill sem fjallaði mest um máhð, að Helgarpóstinum sleppt- um, var Þjóðviljinn. Þá var Össur Skarphéðinsson ritstjóri en hann sagði því starfi síðan upp og er nú aðstoðarforstjóri Reykvískrar end- urtryggingar, fyrirtækis sem áður var meðal annars í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Ragnars Kjart- anssonar. Stjórnmálamennirnir Strax og Hafskipsmáhð kom upp í Helgarpóstinum tók það að snúast um Albert Guðmundsson, þáver- andi iðnaðarráðherra, en hann hafði verið stjórnarformaður Haf- skips og bankaráðsformaöur Út- vegsbankans. Snemma árs 1987 sagði Albert svo af sér ráðherra- dómi og hafnaði síðan sæti á hsta Sjálfstæðisflokksins fyrir kosning- arnar 1987. Hann stofnaði Borgara- flokkinn og fékk sjö menn kjörna á þing en sagði síðan af sér þing- mennsku þegar hann þáði sendi- herrastöðu í París í árslok 1988. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hvarf af þingi í kjölfar þess að í ljós kom að hann hafði þegið peningagjöf frá Hafskipi og Eimskipi með mihi- göngu Alberts Guðmundssonar. Guðmundur sagði sig siðan úr Al- þýöubandalaginu í kjölfar málsins. Þeir þingmenn, sem tóku hvað harðasta afstööu í umræðum um máhð á Alþingi, voru Ólafur Ragn- ar Grímsson, Jón Baldvin Hanni- balsson, Guðrún Helgadóttir, Jó- hanna Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran. Jón Baldvin er nú utanríkisráöherra, Ólafur Ragnar fjármálaráðherra, Guðrún forseti sameinaðs þings, Jóhanna félagsmálaráðherra, Guð- mundur aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra og Kristín hefur séö um sjónvarpsþætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.