Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. Úflönd FJórtán farast í sprengingu Aö minnsta kosti fjórtán biöu bana þegar sprenging varö í verk- smiöjn skammt fyrir utan Houst- on í BandaríKjunum. Eldur kviknaði við sprenginguna og tók þaö slökkviliðsmenn rúma þrjá tíma aö ná tökum á honum. í gær var tveggja manna enn saknað. Ekki er Ijóst hvaö olli spreng- ingunni. Fimmtíu manns voru viö vinnu í verksmiöjunni þegar slysiö varð. Enginn sem var nærri sprengingunni liföi af. Sjónarvottar sögöu að hún hefði lxkst kjarnorkusprengingu. Bush setur úrslitakosti Bush Bandarikjaforseti sagði að sljóm sín myndi taka á ný upp viðræöur við fiilltrúa PLO, Frels- issamtaka Palestínu, ef samtökin fordæmdu árás palestínskra skæmliöa á ísraelsmenn nýlega og refsuðu þeim sem að baki henni stóðu. Bandaríkjastjórn sleít viðræðunum í síðasta mán- uði þar sem leiðtogi PLO, Yasser Arafat, fordæmdi ekki árásina. Samkomulag um sameiningu Samkomuiag, þar sem kveðiö er á um hvernig aö sameiningu þýsku ríkjanna skuli staðið, verð- ur reiðubúiö til staðfestingar þinga beggja ríkja í lok ágúst, að því- er háttsettir embættismenn beggja ríkja skýrðu frá x gær. Þá verðxxr ljóst í lok þessa mánaðar hvemig fyrirhugaðar sameigin- legar kosningar, sem áætlað er að veröi haldnar þann 2. desemb- er, fari fram. Fuiltrúar Austur- og Vestur- Þýskalands fimduöu í Austur- Berlín í gær um hvernig haga skuli sameiginlegum kosningum þýsku rikjaxma, sem og pólitiskri sameiningu þeirra. í Suður-Afríku Hátt í þijátíu manns slösuðust þegar sprenging varö í bíðstöö strætisvagna í Jóhannesarborg t Suður-Afríku í gær. Margt var um manninn þegar sprengingin varö á mesta annatímanum í gærmorgun. Talsmaður lögregl- unnar sagði að sprengjan hefði verið faiin i ruslatunnu. Þetta er sjötta sprengingin í borginni á einni viku. Háttsettur embættismaður Afríska þjóðarráðsins, Andrew Mlangeni, taidi hvíta öfgamenn ábyrga fyrir sprengjutilræðinu og væri tilgangurinn að trufla viðræður fulltrúa blökkumarma og minmhlutastjórnar hvítra í landinu. Jeltsin leggur til breytingar Boris Jeitsin, hinn róttæki for- seti sovéska lýöveldisins Rúss- lands, sagði kommúnistum á þingi þeirra í gær að innleiða rót- tækar breytingar innan flokksins ella eiga á hættu aö falla í gieymskunnar dá. ' Jeltsin hélt því fram að flokkur- inn gæti, undir öðru nafni, lagt grunninn að nýju bandalagi lýð- ræöisafla þar sem lækju þátt lýö- ræðislegir hópar annarra stjóm- málaflokka, Að öðrum kosti tnyndi klofningur eiga sér staö og fyrr eða síðar myndi flokkur- inn missa völdin. Þingi sovéska koimnúnistaflokksins var fram- haldiö í Moskvu í gær. Heuter Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, sem hér sést fyrir miðri mynd, telur að nýafstaðinn fundur aðildarrikja NATO kunni að auðvelda sameiningu þýsku ríkjanna. Símamynd Reuter NATO-ríkin bjóða Varsjárbandalaginu griðasáttmála: Tímamóta- fundur Vestur-þýski kanslarinn, Helmut Kohl, sagöi i gær aö nýafstaðinn leiö- togafundur NATO, Atlantshafs- bandalagsins, markaði tímamót í sögu hins vestræna hemaðarbanda- lags og myndi auðvelda sameiningu þýsku ríkjanna. Bush Bandaríkjafor- seti er sama sinnis um mikilvægi fundarins og sagöi að leiðtogar NATO hefðu markað nýja braut stöð- ugleika og samvinnu austurs og vest- urs. Á tveggja daga fundi sínum, sem lauk í London í gær, komu leiðtogar NATO sér saman um að bjóða aðild- arríkjum Varsjárbandalagsins griða- sáttmála. Leiðtogamir buðu Sovét- ríkjunum og hinum aöildarríkjum Varsjárbandalagsins að undirrita sameiginlega friðaryfirlýsingu þar sem áðilar skuldbinda sig tii að ráð- ast ekki hvor á annan. Sovésk stjóm- völd, sem áður hafa lagt til formlegan friðarsamning milli aðilanna, lýstu yfir ánægju sinni með samþykkt fundarins. Róttækar breytingar í lokayfirlýsingu fundarins skuld- bindur hið vestræna hemaðar- bandalag sig til að innleiða róttækar breytingar í herafla NATO, sem og nýtt hlutverk kjamorkuvopna er endurspegla myndi þær lýðræðis- legu breytingar sem átt hafa sér stað í ríkjum Austur-Evrópu og ekki síst endalok kalda stríðsins. Samþykkt- um og ályktunum fundarins er greinilega ætlað aö fullvissa Gor- batsjov Sovétforseta um að NATO ógni ekki öryggishagsmunum Sovét- ríkjanna, jafnvel þó sameinað Þýska- land eigi aðild að bandalaginu. Sovét- ríkin hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við hugsanlega aðild Þýska- lands að NATO að sameiningu þýsku ríkjanna lokinni. Fundurinn samþykkti breytingar á þeirri stefnu bandalagsins sem gerir ráð fyrir „sveigjanlegum viðbrögð- um“. Þeim breytingum er ætlað að endurspegla breytta kjamorku- stefnu NATO en samkvæmt henni er kjarnorkuvopnum ekki beitt nema í síðustu lög. Þá samþykktu leiö- togamir breytingar á varnarstefnu bandalagsins um „framvarnir", breytingu á uppbyggingu herafla síns og hétu því að íjarlægja öll kjamorkuhylki í stórskotaliðsvopn heria sinna frá Evrópu geri Sovét- menn hið sama. Buðu Gorbatsjov til Brussel Auk þessa má nefna að aðildarrík- in samþykktu að þrýsta á um Vínar- viðræðumar svokölluðu um fækkun heíðbundins herafla í Evrópu en vonast er til að samningur um slíka fækkun liggi fyrir áður en árið er á enda. í lokayfirlýsingu fundarins segir og að í Vínarsainningnum skuli kveðið á um hámarksfjölda herafla sameinaös Þýskalands. Þá lögðu leiðtogamir til að hlut- verk RÓSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, verði aukið. En aðildarríki NATO áskilja sér þó rétt til að hafa umsjón með eigin varnar- málum. Tillögur NATO í þessum málum gera m.a. ráð fyrir árlegum leiðtoga- eða ráðherrafundum. Þess- ar tillögur ganga ekki eins langt og Svétmenn hafa hvatt til. Þeir vilja að hlutverk RÖSE verði aukið til muna og að ráðstefnan, sem í eiga sæti fulltrúar 35 þjóöa, verði samevr- ópsk öryggisstofnun sem að lokum leysi af hólmi bæði hemaðarbanda- lögin. Þá hafa leiðtogarnir ákveðið að bjóða sovéska forsetanum að heim- sækja höfuðstöðvar handalagsins í Brussel og ávarpa fund aðildarríkj- anna. Framkvæmdstjóri NATÓ, Manfred Wömer, mun sækja Sovét- forseta heim síðar í þessum mánuði til að færa honum þetta boð. Styrkir stöðu Gorbatsjovs Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins, Gennadí Gerasimov, sagði að fundurinn myndi styrkja stöðu Gorbatsjovs Sovétforseta í deilum hans við harðlínumenn. Sovéskir harðlínukommúnistar hafa mjög gagnrýnt utanríkisstefnu Gor- batsjovs og segja að fall kommúnism- ans í Austur-Evrópu sé til komið vegna uppgjafar Sovétríkjanna. Á fundinum var lítið rætt um tillög- ur Kohls um fimmtán milljarða doll- ara efnahagsaðstoð til Sovétríkj- anna. Kohl virðist hafa gefið eftir í þessu máli og fallist á að stjórn sín sé reiðubúin að fara hægar í efna- hagsaðstoð við Sovétríkin ef marka má ummæli hans á fundi með frétta- mönnum í gær. Þá sagði hann að efnahagslegar umbætur yrði að inn- leiða áður en tekin yrði ákvörðun um efnahagslega aðstoð. Reuter Kommúnistar fá reisupassann Pólski forsætisráðherrann, Tadeusz Mazowiecki, rak komm- únista og bandamenn þeirra úr ríkisstjórninni í gær og hvatti til þess að kosningar yrðu haldnar sem fyrst til að setja endapunkt- irrn á lýöræðisþróunina í landinu. Mazowiecki rak fimm ráðherra úr embætti, þar á meðal sam- göngumálaráðherrann, varnar- málaráðherrann og innanríkis- ráðherraim. Þeir voru ailir kommúnistar. Hann lagði til að tekið yrði til athugunar að flýta frjálsum kosningum í landinu. „Uppruna- lega lagði ég til að lýöræöislegar kosningar færu fram eigi síðar en næsta vor. í dag legg ég áherslu á orðin „eigi siðar“ þar sem ég tel að vert sé að taka til athugunar að flýta kosningun- um,“ sagði ráðherrann. Stjóm Mazowieckis horflst i augu við vaxandi óróa i pólsku þjóðfélagi. Mikil óánægja er með efnahagsaðgerðir stjórnarinnar en þær hafa leitt til skerðingar kaupmáttar um allt að helming og mikla flölgun atvinnulausra. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 lb 18 mán. uppsögn 11 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu ísl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandarikjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16.8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán .5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR överðtr. júni 90 14,0 Verðtr. júní 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúlí 2905 stig Lánskjaravísitalajúni 2887 stig Byggingavísitala júli 549 stig Byggingavísitala júlí 171,8 stig Framfærsluvísitala júni 145.4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4.963 Einingabréf 2 2.706 Einingabréf 3 3,267 Skammtímabréf 1,679 Lífeyrisbréf - Gengisbréf 2.157 Kjarabréf 4.915 Markbréf 2,613 Tekjubréf 1,973 Skyndibréf 1,470 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,388 Sjóðsbréf 2 1,759 Sjóðsbréf 3 1,668 Sjóðsbréf 4 1,417 Vaxtarbréf 1,6865 Valbréf 1,5850 Fjórðungsbréf 1.028 islandsbréf 1,028 Reiðubréf 1,017 Sýslubréf 1,029 Þingbréf 1,028 Öndvegisbréf 1,027 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 462 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 162 kr. Hlutabréfasjóður 154 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr. Eignfél. Alþýðub. 115 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. islandsbanki hf. 157 kr. Eignfél. Verslunarb. 135 kr. Olíufélagið hf. 467 kr. Grandi hf. 168 kr. Tollvörugeymslan hf. ; 107 kr. Skeljungur hf. 500 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búlgaría: Forsetinn segir af sér Forseti Búlgaríu, Petar Mlad- enov, sagði af sér í gær í kjölfar mikilla mótmæla og háværra krafna almennings og stjómarand- stæðinga um afsögn hans. Þetta kom fram í fréttum búlgarska sjón- varpsins í gær. Krafan um afsögn Mladenovs, sem var útnefndur forseti í apríl síðastliðnum, fékk aukinn hljóm- grann meðal Búlgara síðustu daga. Hún varð þó háværari eftir að myndband, þar sem hann sást hvetja til þess að hemum yrði beitt í mótmælunum í desember síðast- liðnum, kom fram á sjónarsviöið. Þegar DV fór í prentun í gær- kvöldi var ekki ljóst hver tæki við af Mladenov. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.